Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 C 23 Sólveig Ans- pach heitir íslensk kvik- myndagerðar- kona, sem far- in er að vekja athygli fyrir stuttmyndir sínar í Frakk- landi. Sl. mið- vikudag var frumsýnd fyr- ir gesti í Trianon-bíó- inu ný mynd sem hún hefur gert fyrir Stöð 3 í franska sjónvarpinu og nefnist „Sandrine í París“. Þetta er 50 mínútna Ungi vasaþjófurinn í mynd Sólveigar „Sandrine a Paris“. Morgunbiaðið/Eiín Pálmadóttir mynd um ungan þjóf í París og verður hún sýnd þar bráðlega á Stöð 3. Sólveig er dóttir Högnu Sigurðardóttur arki- tekts í París og er fædd í Vest- mannaeyjum, en búsett í París. Á nýafstaðinni norrænni kvik- myndahátíð í Rouen í Frakklandi var stuttmynd hennar „Vest- mannaeyjar" sýnd á undan Skytt- unum eftir Friðrik Þór og var Sólveig þangað boðin til að standa fyrir svörum eftir eina sýninguna. Þessi mynd um Vest- mannaeyjar, gosið þar, þá sem sneru aftur og þá sem ekki sneru aftur, hefur vakið talsverða at- hygli. Hún hlaut 1. verðlaun á stuttmyndahátíð í Sarlat. Nú hefur hún verið valin á aðra stuttmynda- sýningu, „Biennale du Docum- entaire“ í Marseille í júní jiæstkomandi. Fyrir tveimur árum kom Sólveig með tökulið og gerði 26 mínútna mynd um hóp hesta- fólks, sem fer ríðandi Kjalveg á Landsmót hestamanna. Nefnist hún á frönsku „Le Chemir de Kjölur" eða á íslensku Kjalvegur. Þcssi mynd verður á alþjóðiegri stuttmyndahátíð í Creteil í Frakk- landi. Myndin er komin í dreif- ingu, eins og Vestmannaeyja- myndin, m.a. er dreifingaraðilinn í samningum um að selja hana til FRAKKLAND Kvikmyndir Sólveigar vekja athygli Sólveig Anspach fyrir utan Dómkirkjuna í Rouen. Saudí Arabíu, enda arabar miklir hestamenn. Sólveig sagði að sér þætti .vænt um að taka ætti mynd- ina til sýningar í íslenska sjónvarp- inu, enda væri hún ákaflega þakk- lát öllu því góða fólki sem veitti henni ómælda aðstoð á íslandi. En til íslands og þá oftast til Vestmannaeyja hafa hún og Þórunn systir hennar alltaf komið á uppvaxtarárum sínum og gera enn. Nýja myndin, sem Sólveig gerði fyrir frönsku sjónvarpsstöðina, er saga úr raunveruleikanum. Kvaðst Sólveig hafa kynnst þessarf ungu stúlku, sem stundar þjófnað. Kon- an, sem stolið var frá, leikur sjálf í myndinni, en þjófurinn er a.m.k. að einhveiju leyti leikinn. Sólveig hefur lokið námi í frönskum kvikmyndaskóla og var Vestmannaeyjamyndin hluti af lok^verkefni hennar þar. TÍSKA Sýning í Kringlunni Morgunblaðið/Þorkell Nýlega var haldiu tískusýning í Kringlunni þar sem fatnaður úr versluninni Sævari Karli var sýndur. A meðfylgjandi myndum má sjá hluta af þeim föt- um sem sýnd voru á göngum Kringl- unnar. HÓTEL HOLT Í HÁDEGIIMU Þríréttaður hádegisverður alla daga. Verð kr. 1.195.- CHATEAUX. Bergstaðastræti 37, sími 91-25700 J> Magnari-120W <(, Tónjafnari 2x5 banda f Geislaspilari - 32 laga minni I Útvarp - FM/AM - 20 > stöðva minni r Tvöfalt segulband - j> Síspilun ^ Plötuspilari - Hálfsjálfvirkur f Hátalarar - 2x70W - 3 þrep Aukabúnaður á 5 Diska geislaspilari ^ Fjarstýring - 25 aðgerða r Skápur RONNING SUNDABORG 15 C91-685868

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.