Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 ÆSKUMYNDIN... ER AFBERGÞÓRIPÁLSSYNl, ÓPERUSÖNGVARA Rómantískur trymbill ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON FYRSTA ÞYRLU- FLUGÁ ÍSLANDI Myndirnar í Myndasafninu að þessu sinni greina frá sögu- legum atburði í íslenskri flugsögu. Þær eru teknar á Reykjavíkurflug- velli í júní 1949, þegar fyrsta opin- bera þyrluflugið var þreytt hér á landi, að viðstöddu miklu ijöl- menni. Það voru Bell- verksmiðjurnar í Bandaríkjunum sem lánuðu Slysavarna- félagi íslands þyrlu af gerðinni Bell 47D til reynslu, en umboðsað- ili Bell hér á landi var Elding Trad- ing Co, svo sem sjá má á hlið þyrl- unnar. Anton Axelsson, fiugstjóri hjá Flugfélagi íslands, lærði á þyrl- una, einna fyrstur íslendinga, og flaug henni fyrstur einliðaflugi þá um sumarið. Anton sagði í samtali við Myndasafnið að sjálfsagt hefði vélin þótt góð á þeirra tíma mæli- kvarða, „en hún var lítil, með ein- földum tækjakosti og líklega myndi enginn þora upp í hana í dag“, sagði hann. Talsverðar umræður urðu um þyrluna hér á landi og var málið meðal annars rætt á Alþingi, en ekkert varð þó af þyrlukaupum í það skiptið, og það var ekki fyrr en mörgum árum síðar að Islendingar eignuðust fyrstu þyrl- una. Síðan hafa þessi undratæki margoft sannað gildi sitt við hvers konar björgun- arstörf hér á landi. Á einni af mynd- unum af þessu fyrsta þyrluflugi á íslandi má þekkja Eystein Jónsson ráðherra í stjórnklefanum, og flug- maðurinn, sem var breskur, var samkvæmt flugbókum og skýrslum skráður undir nafninu B. Yuell. Að öðru leyti skýra þessar sögulegu myndir sig sjálfar. „ÉG HEIMSÓTTI ömmu oft þegar ég var lítill og hitaði þá kakó með ástarpungunum og kveikti á kerti á eldhúsborðinu. Þá sagði amma alltaf að ég væri svo „rómantískur". Ég held að ég hafi ekki skilið fyrr en löngu, löngu seinna, hvað hún átti við,“ segir Berg- þór Pálsson, óperusöngvari, um æsku sína. Hann segist hafa verið mjög „höfðingja- djarfur" þegar hann var lítill og framfærinn við alla. Hann forðaðist öll slagsmál og ólæti en einbeitti sér þeim mun meir að tónlist- inni, sérstaklega trommunum, sem áttu hug hans allann. Bergþór fæddist 22. október 1957 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Páll Bergþórsson, veður- stofustjóri, og Hulda Baldursdóttir, ritari. Hann er yngstur þryggja systkina. Bergþór ólst upp í Hlíðun- um og gekk í Æfingaskóla Kenna- raskólans og síðar í Réttarholts- skóla. „Þegar ég Iít til baka, finnst mér eins og það hafi alltaf verið sól og sumar og kvöldin liðið í al- gleymi brennubolta og fallinnar spýtu. Þá var náttúrulega aðal spenningurinn að lenda „óvart“ í felum með elskunni sinni, en þær voru margar á þessum árum. Já, snemma beygðist krókurinn ... Ég lenti 'í samstilltum og skemmtilegum bekk í Æfingaskól- anum og þar voru margir krakkar sem höfðu gaman af tónlist. Man ég meðal annars eftir klassísku trí- ói sem stofnað var fyrir einn ftjálsa tímann, en í því voru við Hilmar Oddsson, kvikmyndaleikstjóri, og Gunnar Hrafnsson, bassaleikari. Ég held að í þeim sama frjálsa tíma hafi farið fram tískusýning, þar sem við komum fram í aldurtignum kjól- um af mæðrum okkar. Stefán B. Stefánsson, síðar saxófónleikari og lagahöfundur, samdi hins vegar aðallega ástarljóð til Sólveigar kennara." Bergþór minnist þess að hafa verið með ólæknandi trommusetts- Var með ólæknandi trommusettsdellu, Bergþór Pálsson. dellu. Allir sem fóru erlendis voru beðnir að kaupa trommusett, sem aldrei kom þó. Hann bjó til kjuða úr stöngum innan úr herðatrjám og trommusett úr eldhússtólunum, sem voru þeim frábæru eiginleikum gæddir að hljóma eins og mismun- andi sneriltrommur. „Svo lét ég hnífana skoppa leikandi létt á eld- húsborðinu, svo að við lá að pabbi gæti ekki fylgst með fréttunum og þá var nú illt í efni. Mér fannst Dátar vera aðalband- ið, kannski af því að trommuleikar- inn afgreiddi í kjötinu, þar sem ég verslaði kjötfars fyrir mömmu. Hann gaf mér líka alltaf vínber. Raunar voru allir hljómsveitargæ- jarnir sem spiluðu í Lídó, sem seinna hét Tónabær, rosalega góðir við mig, ég man sérstaklega eftir Rún- ari Gunnarssyni, en hann var meiri- háttar náungi að mínu mati. Annars var aðalfyrirmyndin mín Roger Moore, eða að minnsta kosti dýrlingurinn sem hann Iék, hvort sem það var vegna þess hve hann var svalur og pottþéttur á þessu, eða af því að ég fékk alltaf kakó og ristað brauð með honum. Alla vega var ég ákveðinn í að verða eins kúl og töff og hann þegar ég yrði stór, en það fór nú svona, öhömm ..." Lendingin var ekkert vandamál þótt eflaust hafi einhverjum við- staddra þótt aðfarirn- ar glæfralegar. SVEITIN MÍN... MÝRDALUR Norðurfoss í Mýrdal. „ÉG ER fæddur og uppalinn á Norðurfossi í Mýrdal og þar búa enn móðir mín og bróðir félags- búi,“ segir Sigurður Sigur- sveinsson, áfangastjóri við Fjöl- brautaskólann á Selfossi. orðurfoss er í hinum eiginlega Mýrdal, eða Mið-Mýrdalnum eins og hann er stundum kallaður, en hann afmarkast af Atlantshaf- inu og Dyrhólaey í suðri, Geita- fjalli og Búrfelli í vestri, Dala- og Heiðaheiði og Mýrdalsjökli í norðri og Reynisfjalli í austri. Hér er ákaf- lega grösugt og fallegt, jörð grær hér einna fyrst á vorin og vetur yfirleitt mildari en annars staðar á landinu. Nokkuð er vætusamt í Mýrdalnum, bæði er að oft rignir og ekki síður að stundum rignir mikið. I minningunni er þar þó gjaman sól og blíða! Eins og víða annars staðar til sveita hefur byggð í Mýrdalnum Sigurður Sigur- sveinsson grisjast á undanförnum árum og jafnframt á atvinnulíf í Vík nokkuð undir högg að sækja, enda langt að sækja aðfóng hvers konar. Þó er svæðið nú miklu meir í þjóð- braut eftir að hringvegurinn varð staðreynd og margir binda vonir við uppbyggingu ferðamannaþjón- ustu á svæðinu. Sjálfur sæki ég og mír. fjölskylda Iífskraft hvers konar í sveitina mína, elsti sonur minn er þar í sveit á sumrin og við hin hlöðum okkur lífsorku í heyskap og tijá- rækt svo ekki sé nú minnst á allan sveitamatinn. Mig grunar að þessi„plús“ sé nú ekki tekinn með í reikninginn þegar verið er að reikna kostnað við íslenskan land- búnað.“ í árþúsundir hafa menn tekið mið af kennileitum í himingeiminum við ákvörðun tímatals. HVERER... UPPRUNI TÍMATALSINS? Sóiarár og tunglár Forn-Egyptar miðuðu sitt tíma- tal við sólarárið og komust nokkuð nálægt því, en Súmerar töldu hringferðir tunglsins. Ástæðan fyrir þessum mismun getur legið í því að flóð Nílar voru árstíðabundin og þar sem öll uppskera valt á þessum flóð- um var mikilvægt að vita hve- nær ársins þau ættu sér stað. Grikkir höfðu tímatal sem hófst 776 f.Kr. og miðaðist upphaf þess við fyrstu Ólympíuleikana. Rómveijar töldu árin frá stofnun Rómar, 753 f.Kr., og notuðust Evrópubúar að mestu við þetta tímatal allt til ársins 525 e.Kr. Múslímar miða enn í dag við flótta spámannsins Múhameðs frá Mekka árið 622 og nota þar að auki tímatal sem miðast við tungl, þar sem hver mánuður er 29 eða 30 dagar og síðan er aukamánuði skotið inn á u.þ.b. þriggja ára fresti. Gyðingar miða við upphaf sköpunar og tímasetja það 3760 ár og þijá mánuði fyrir Krists burð. Tímatölin fyrir Krist voru þó ónákvæm til lengdar og árið 46 f.Kr. var tekið í notkun svokallað júlíanskt tímatal, en það gerði ráð fyrir 365,25 dögum og var því hlaupári, með 366 dögum, bætt við fjórða hvert ár til að koma í veg fyrir skekkjur. Þetta tímatal var hannað af egypska stjörnu- fræðingnum Sósígenesi, en að undirlagi Júlíusar Sesars. í þessu var þó enn örlítið frávik því jörðin er nákvæmlega 365,2425 daga á ferð sinni um- hverfis sólina, sem þýddi að eftir fjórar aldir yar árið búið að fær- ast fram um þijá daga. Þetta lag- aði Gregoríus páfi 1582 og sam- kvæmt tímatali hans eru alda- mótaárin ekki hlaupár nema þegar 4 ganga upp í tugartöluna. Þann'g var 1600 hlaupár og 2000 verður það einnig. Þetta gregoríanska tímatal er afar nákvæmt og getur notast óbreytt til ársins 5000 en þá verður skekkjan orðin einn dag- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.