Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 Vangaveltur um litarheiti íslenskra húsdýra Blábleikar kyr Morgunblaðið/Kristján Ingi Einarsson Mörgnm finnst það skrýtin speki að þessi skepna sé ekki brún held- ur mórauð á lit. Morgunblaðið/Friðþjófur Þorkelsson og þennan vill Albert kalla muskóttan að lit en aðrir segja hann glóbrúnan. Raggi: Bara svona Ijósbrúnt. Stjáni: Ertu kannski að meina móálótt? Hafrún: Móa-hvað! Sigurlín varð vitni að ofan- greindu samtali á vinnustað einum í Reykjavík og hún segir það endur- spegla vel ólíkan reynsluheim sveit- amannsins og borgarbúans af skepnunni og litunum. Sigurlín segist ekki hafa talað markvisst við sveitafólk en hún hafi rætt talsvert við ættingja sína sem flestir eiga rætur sínar á Aust- ur- og Suðurlandi þar sem flesta sauðalitina er að finna. „Það virðist vera talsverður munur milli lands- liluta hvað varðar liti á sauðfé og sum litarheitin eru alveg staðbund- in. Undarlegast var þetta í Öræfa- sveitinni þar sem eru alveg skipti á milli austur og vestur sveitarinnar hvað varðar notkun á golsóttu og botnóttu. Öðrum megin eru þær kindur sem eru hvítar á skrokk og dökkar á kvið kallaðar mögóttar en hinum megin botnóttar.“ Sigur- lín segir ekki vera hægt að gera upp á milli heita, öll nöfn séu rétt hafi fólk vanist á að nota þau. Fólki finnst hins vegar hvert það litar- heiti fáránlegt sem það er ekki vant að nota. Það er erfitt að segja til um hvaða litarheiti eru upprunalegri en önnur því heimildir skortir. Islendingasög- urnar eru fáorðar um bústörf for- feðra okkar og fátítt að húsdýr beri þar á góma. Helst að rætt sé um einstaklega fallega gæðinga og eru þar fífilbleikir hestar einna mest áberandi. Sigurlín segir að vissulega sé fjölmargt sem hægt sé að athuga til viðbótar um litar- heitin til dæmis hvort nöfnin hafi verið til hér frá örófí og einnig gæti verið forvitnilegt að bera heit- in hér saman við litarheiti í Norður- landamálunum. Sigurlín harðneitar því að hún sé orðin sérfræðingur í litarheitum þrátt fyrir þetta ítarlega verkefni. „Ég veit voðalega lítið um þetta og kem upp um fáfræði mína þegar ég kem innan um lifandi dýr,“ seg- ir hún sposk að lokum. Morgunblaðið/Kristján Ingi Einarsson Hver ætli sé uppruni litarins á þessum nautgripum? MISLIT HÚSDÝR MISLIT húsdýr hafa verið efni í þjóðsögur, inönnum hefur því þótt ástæða að velta fyrir sér uppruna þess að þau eru ekki einlit. Þar má nefna þjóðsöguna „Hulduféð í Naustavík" sem segir frá uppruna mislits sauðfjár. Söguna um sækýrnar kann- ast sjálfsagt margir við en þar er skýrður uppruni sægrárra kúa. Eftirfarandi saga er svipaðs eðlis, en hún greinir frá því hvernig gulbröndótta kúakynið kom til sögunnar. tekið nautið þar traustataki, af því að fjósið hefði þá í bili verið mannlaust. Sökum veðrahamsins kvaðst hann ekki hafa gefið sér tíma til að gera vart við sig á bænum og bjóða presti bolatoll- inn. Hann var kominn aftur með kúna og búinn að hlekkja hana á básinn sinn, og var hún lítið eftir sig eftir hrakninginn. Fólk- inu þótti þétta gegna furðu og vera snjallt af bónda. Nú kemur þar, að kýr þessi ber. Á hún þá gullfallega kvígu, gul- og rauð- bröndótta, og var sá litur mjög frábrugðinn öðrum kúalit þar á Ströndinni. Fór nú Arnórsstaða- fólkið að inna Jón eftir hinu sanna um uppruna kálfsins. Duldi Jón þá ekki lengur- þess, að hann hefði haldið kúnni með sænauti í fjörunni, skammt frá þeim stað, sem Dys er nefnd. En Dysin er við það miðs vegar milli Brjánslækjar og Arnórs- staða. Kvíga þessi var sett á. Kom út af henni forláta kúakyn, gulbröndótt. Voru kýrnar venju- lega átján marka kýr, og var kyn þetta lengi til á Arnórsstöðum og Vaðli í sömu sveit. (Þjóðsögur og þættir I eftir Einar Guðmundsson) Sænautið við Barðaströnd Endur fyrir löngu bjó bóndi sá á Arnórsstöðum á Barðaströnd, er Jón hét. Hann var talinn ijölkunnugur. Það var eitt vetrarkvöld, er norðanbylur var nýskollinn á, að Jón fór að gefa í fjósið. Tók hann þá eftir því, að ein kýrin, sem hann vildi fyrir hvern mun ekki láta missa fangs í það sinn, beiddist. Jón hafði ekki annað naut en geldnaut, og þarfanaut, sem honum líkaði, var ekki nær en að Bijánslæk, prestssetrinu, en á milli bæjanna er stundar- gangur. Nú snarar bóndi ábreiðu yfir kúna og leggur af stað með hana út í hríðina, þvert ofan í vilja heimilisfólksins. Þegar Jón er nýfarinn, harðnar veðrið svo, að heita mátti aftakaveður af snjókomu og stormi. Fór heimiis- fólk bónda nú að verða hrætt um hann. En þegar því skilaði, að Jón hefði átt að vera kominn lan- gleiðina að Brjánslæk, er bað- stofuhurðinni á Arnórsstöðum hrundið upp; er bóndi kominn þar bráðlifandi, kveðst vera búinn að halda kúnni á Bijánslæk, en hafa LITARÆKTUN ER MENNIN G ARATRIÐI „ÍSLENDINGAR hafa borið sig öfugt að við alla í gegnum tíðina hvað varðar litarræktun á búfé. Þeir hafa valið og haldið við öllum sérstæðum litum. Þetta hefur sem sagt verið meðvituð ræktun á fallegum litum og það er með hana eins og að leyfa sér að lesa bækur, hún er menningaratriði," segir dr. Stefán Aðalsteinsson búfræðingur, sem hefur manna mest kannað liti á íslensku búfé og þær rannsóknir hafa aflað honum doktorsnafnbótar og hlotið verðskuldaða athygli erlendis. En fyrir jólin kom út bók hans, „Is- lenski hesturinn - Litaafbrigði“. „í henni tók ég fyrir öll litaaf- brigði sem þekkt eru á íslandi og fór í gamlar sögur og athugaði hvað ég fann þar.“ Einn hvati þess að Stefán fór að rannsaka litarheiti og erfðir lita á búfé var lamba- eign síðustu kindar hans. Þegar hann fór utan til náms í Noregi á sjötta áratugnum fargaði hann öll- um kindunum sínum á Jökuldal nema tveimur svarbíldóttum: „Mér þótti þetta alltaf skemmtilegur lit- ur.“ Annarri var svo haldið undir gráan hrút og í fyllingu tímans fæddust þijú lömb, eitt var grátt, eitt var svart og eitt var mórautt. Stefáni lék mikil forvitni á að vita hvernig á þessu stæði og hvaða litaerfðir væru þarna að baki. Hann lagði þetta fyrir kennara sína við landbúnaðarskólann í Noregi en þeir kunnu engar skýringar á þessu. Stefán hefur síðan meira og minna verið upptekinn af litar- heitum og kannað það efni ítar- lega. Stefán segir að þetta sporteðli íslenskra bænda megi mögulega rekja aftur í forneskju þegar hjarð- rækt var stunduð. Hirðarnir hafi hugsanlega haldið í þá liti sem þeim fannst vera skemmtilegir og lífguðu upp á hjörðina. „Ég skil þetta viðhorf mjög vel,“ segir Stef- án, „við krakkarnir heima á Jök- uldal biðum spenntir eftir því á hveiju vori hvernig lömbin yrðu á litinn og það þótti skemmtilegast ef fæddust lömb s^m voru óvenju- Morgunblaðið/Árni Sæberg Dr. Stefán leg á litinn. Það var líka mun skynsamara fé, þetta mislita, það var fé sem gat hugsað; óþægt og undirförult og kom sér undan smalamennsku.“ Stefán er bjartsýnn á að lita- gleðin haldist í íslensku búfé og bendir á að sauðalitirnir hafi hald- ið uppi sölu á íslenskri ull á árunum 1965-85. „Sauðalitirnir , eru náttúrulegir og það er mikilvægt söluatriði. Nú eru menn spenntir fyrir öllu náttúrulegu og uppruna- legu þannig að sauðalitirnir ættu að eiga framtíð fyrir sér. Það er hluti af fyrirbærinu að lopapeysa úr mórauðri ull lýsist með aldrinum ’ og staðfesting á að þetta er ekta sauðalitur en ekki eitthvert gervi.“ I bók sinni „Islenski hesturinn - Litaafbrigði“ fjallar Stefán með- al annars um nákvæmnina í hesta- litunum. En nöfnin eru svo ná- kvæm að þegar farið var að rann- saka erfðirnar á bak -við nöfnin kemur í ljós að nýr erfðavísir er á bak við hvert nafn. Þannig að forn- mennirnir virðast hafa verið glögg- ir á það hvenær um var að ræða nýjan lit eður ei en Stefán segir litarheitin öll vera frá því fyrir landnám. Hann hefur til dæmis skemmtilega kenningu um það hvaðan nafnið á skjótta litnum er komið. En hann telur að líkingin við litinn á fuglinum skjó, sem er einmitt skjóttur á litinn, hafi gefið litnum nafn. Skjór hefur aldrei verið hér á landi og Stefán segir því allt benda til þess að nafnið sé frá því fyrir landnám. „Hesturinn er ennþá ákaflega ríkur í huga íslendinga og fólk hringir mikið í mig út af hestalitum og ég hef stórgaman að athuga þessi mál með fólki,“ segir Stefán og áhugi hans á þessu efni er allt- af sá sami.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.