Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 C 31 SÍMTALIÐ . .. ER VIÐ HÖNNU MARÍU KARLSDÓTTUR LEIKKONU Mikill mannfjöldi var saman kominn á Reykjavíkurflugvelli til að sjá undraflug- vélina fljúga. Það þótti undur og stórmerki að sjá þyrl- una hefja sig lóðrétt, til flugs. Þyrilvængjan hefur sig til flugs með Ey- stein Jónsson ráð- herra innanborðs og breska flugmanninn B. Yuell. BROSIR MEIRA 29153 Halló. - Hanna María, góðan daginn þetta er á Morgunblaðinu, Kristín Maija. . Júj góðan daginn. - Ég þorði ekki að hringja fyrr, sofa ekki leikkonur alltaf lengi á niorgnana? - Jú yfirleitt, en ég var nú kom- in á fætur korter yfir níu í morgun aldrei þessu vant. En oft sofnar maður seint ef sýning hefur verið kvöldinu áður. - Því trúi ég. En segðu mér, áttirðu von á því að „Þrúgur reið- innar“ yrði svona vinsælt? Nei, við áttum ekki von á þessum ósköpum. Við vissum auðvitað að við vorum með gott efni í höndun- um og sáum snemma á æfín- gatímabilinu að þetta stefndi í það að geta orðið mjög góð sýning. Það er voða gaman að lifa núna. - Hefur það áhrif á daglega lífið ef sýning gengur vel? Ja, ég segi það ekki, maður bros- ir meira! En það er einstaklega góð tilfinning að leika alltaf fyrir troð- fullum sal af fólki. Breski hljómsveitarstjórinn Robin Stapleton sagði eitt sinn að það væri slæmt fyrir óperusöngv- ara að vera í uppnámi fyrir sýn- ingu, gildir hið sama um leikara? Fólk er mismunandi viðkvæmt, það sem stuðar einn snertir ekki annan. En það er ekki gott að verða fyrir óþægindum rétt áður en mað- ur fer inn á svið. - Menn eiga því ekki að vera að abbast upp á leik- ara fyrir sýning- ar? Nei, þá vill maður hafa sína „rútínu“ og ró. - Sviðsmynd- in er dálítið óvenjuleg hjá ykkur. Heil bifreið á sviðinu? Tæknibúnaður Borgarleikhúss- ins er mjög mikill og trúlega mest notaður í þessari sýningu af öllum. Bæði flugkerfið og hringsviðið, enda hugmyndaríkir menn sem standa þar að baki, Óskar Jónasson og Kjartan Ragnarsson. - Ég heyrði að það væri ný stefna í Evrópu að nýta sviðið svona? Nú hef ég bara ekki komið til útlanda í þijú ár og get ekki svar- að því. - Hvað segirðu?! Ég er að kaupa íbúð. - Ansi ertu hörð. En segðu mér annað ertu ekki hrædd um að veikj- ast þegar þú ert bókuð svona fram í tímann? Jú. Ég var til dæmis fárveik á frumsýningu, með bullandi flensu og hálfraddlaus. - En fékkst samt góða dóma! Já ég sá þig í matvörubúð á Lauga- veginum einmitt um þetta leyti. Þú varst að kaupa mjög hollan mat. Jæja, hvað var ég að kaupa? - Ég man það ekki, en ég var að kaupa lundabagga. Þið þurfið auðvitað að borða hollan mat og vera í góðu formi? Já, ég hugsa mikið um hvað ég borða. - En hvað gera leikkonur kvöldin sem þær eiga frí? Upp á síðkastið hef ég verið að pijóna peysu í sjö litum og ægilegu munstri og er næstum dáin í hvert skipti sem ég tek hana upp. Eg er komin á seinni ennina. Þetta átti að vera jólagjöf handa vinkonu minni tveggja ára, en hún fær hana bara fyrir páska. - Jæja en ég óska þér gleði- legra páska og þakka þér fýrir spjallið. Sömuleiðis. Hanna María Karlsdóttir HVAR ERUÞAU NÚ? Þorsteinn Gubmundsson, „Steini spil" Erennþáaö „ÞAÐ MÁ líkja tónlistarbakteríunni við áfengissýki, það er hægt að halda henni niðri en aldrei hægt að lækna hana,“ segir Þor- steinn Guðmundsson, handavinnukennari á Selfossi, þekktari sem „Steini spil“ hér á árum áður. Hann var ókrýndur konungur sveitaballana hér áður fyrr, allt þar til að hann ákvað að hætta 1986. En að vera lengi frá spilamennskunni er ekki létt; nú er hann byrjaður aftur, þó í minna mæli sé. etta er nú orðin rosalega löng saga, það er varla að ég sé að fletta ofan af því hvað ég er gatnall. En ég bytjaði um ferm- ingu, keypti hljóðfæri fyrir ferm- ingarpeningana — þetta var búið að vera draumurinn lengi. Upp úr því komst ég í Hljómsveit Ósk- ars Guðmundssonar sem var nokkuð þekkt. Það var líklega 1953. Síðan var ég sjálfur með hljómsveit á mínum vegum í ýms- um útgáfum, allt frá 1963 og þar til að ég ákvað að hætta 1986.“ „Af hveiju ég hætti? Ég tók þá ákvörðun á einu balli, í síðasta laginu á því balli. Bæði var að ég vissi að ég yrði ekki í þessu til eilífðar og svo þótti mér bara snið- ugt að hætta svona skyndilega meðan allt gekk vel. En ég hafði engin sérstök áform og lofaði aldrei að hætta fyrir fullt og allt. Það var töluvert hringt eftirá og spurt hvort við gætum spilað. Svo var líka spurt af hveiju við hætt- um, það var eins og að maður þyrfti að gefa einhveija skýringu á þessu.“ - Var ekkert erfítt að fylgja eftir músíktískunni í gegnum tíð- ina? „Við spiluðum það sem var vin- sælt á hveijum tíma. Síðan voru viss lög sem alltaf voru vinsæl. Þessi lög urðu alltaf fleiri og'fleiri og eru spiluð enn í dag. Annars 'er dálítil sálfræði í því að finna út hvað passaði í það og það skipti. Ég held að það hafi tekist nokkuð vel, ekki það að við spiluðum neina súper músík, heldur að við komum fólki í gott skap. Lögreglan og húsverðir höfðu líka orð á því hvað það væri miklu rólegra á böllunum þegar við spiluðum — fólk var að skemmta sér og ekki að bijóta niður klósett og slást.“ v- Spilamenskan hefur aldrei verið aðalatvinnan hjá þér? Nei, ég hef kennt handavinnu hér í skólanum á Selfossi síðan 1960. Músíkin hefur alltaf verið aukavinna, þótt um tíma hafi þetta verið orðin full vinna. Ann- ars var þetta mjög skemmtilegt þegar allt var í fullum gangi. Maður spilaði kannski á jólatrés- skemmtunum og þangað komu mömmurnar með börnin á hand- leggnum og gengu kringum jólatréð. Svo stækkuðu börnin og komu í skólann til mín og ég fór að kenna þeim að smíða. Á skólaböll- unum vorum við jafnvel að spila. Síð- an fóru þau að koma á sveitaböllin og allt- af hélt maður áfram að spila. Þau stofn- uðu síðan fjölskyldu og héldu kannski áfram að koma á böllin til okkar, þann- ig að það má segja að maður hafi fylgt með fram á full- orðinsár." - Þú hefur ekki getað haldið þig lengi frá tónlistinni? „Ég var í fríi frá 1986 og þangað til í sumar en þá talaði Grétar Guðmundsson við mig. Hann er söngvari og hafði reynd- ar verið í hljómsveitinni hjá mér áður. Grétar bað mig að spila með sér eina helgi á Fjörukránni í Hafnarfirði. Þá hafði'ég ekkert spilað að ráði frá því að ég hætti 1986. En þetta þróaðist nú þann- ig að við spiluðum þarna fram að áramótum. Þetta hlóð síðan utan á sig, þannig að við spilum tölu- vert núna. Tæknin er orðin svo mikil í dag að ég get spilað einn það sem við gerðum þrír áður. Annars hef ég engar áætlanir um livað ég ætla að gera í l'ramtíð- inni, ég tek því sem til fellur úr því að ég byijaði aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.