Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 C 7 VIN /Hvemig ber ab þjálfa upp „nef‘? Serena Sutcliffe með vínkynningu ÍSLENSKUM vínunnendum gefst um mánaðamótin einstakt tæki- færi til að fræðast um vín og vínsmökkun auk þess að taka þátt í að bragða nokkur útvalin Bordeaux-vín, aðallega frá síðasta ára- tug. Serena Sutcliffe, sérfræðingur víndeildar Sotheby’s uppboðs- fyrirtækisins, verður þá stödd hér á landi og gengst Sotheby’s fyrir kynningu á víni og vínsmökkun þann 1. og 2. maí. sjá barna sinna. Þetta gildir ekki aðeins fyrir þá sem hafa verið í hjúskap eða óvígðri sambúð, heldur einnig þótt foreldrar hafi aldrei búið saman. í sameiginlegri forsjá felst að báðir foreldrar hafa rétt og skyldu til að ráða persónulegum högum og að öllum veigameiri ákvörðun- um varðandi hagi barnsins verða foreldrar að ráða sameiginlega. Hugmyndin með þessu er að forel- draskyldur beggja foreldra verði virkari en ella. Reynslan af þessu úrræði sýnir einnig að það foreldri sem barnið býr að jafnaði ekki hjá sættir sig betur við skipan mála þegar því er eftirleiðis tryggður réttur til að taka þátt í veigameiri ákvörðunum sem varða persónu- lega hagi barnsins. Þetta fyrir- komulag er einnig til þess fallið að fækka forsjárdeilum. Samkomulag foreldra sem ekki búa saman er skilyrði þess að þeir geti fari sameiginlega með forsjá. Þetta þýðir að ef ágreiningur er um forsjá, getur sá sem úrskurðar í ágreiningi ekki ákveðið að foreldr- ar skuli fara með forsjá sameigin- lega. Þetta er eðlilegt skilyrði, þar sem þess er ekki að vænta að sam- eiginlega forsjá geti gengi nema um það sé gott samkomulag milli foreldra. Við gerð samnings um sameiginlega forsjá þarf einnig að taka afstöðu til þess hvar bam skal hafa lögheimili og nýtur það foreldri sem barn á lögheimili hjá réttarstöðu einstæðs foreldris. Rétt er að fram komi að í sameiginlegri forsjá felst ekki endilega að barn búi til skiptist hjá foreldrum, þótt foreldrar gætu eflaust samið um slíkt ef það teldist þá ekki and- stætt högum barns og þörfum. Sameiginleg forsjá foreldra sem ekki búa saman hefur lengi verið heimiluð í nágrannalöndunum. í greinargerð sem fylgdi frumvarp- inu segir að tölfræðileg gögn þaðan sýni, að mjög margir foreldrar kjósa þetta úrræði. Er almennt tal- ið að sameiginleg forsjá hafi gefist vel og að úrræðið hafi almennt verið til þess fallið að stuðla að góðu sambandi barns við báða for- eldra sína. Serena Sutcliffe er með þekkt- ustu og virtustu vínsérfræð- ingum í heimi. Hún hefur skrifað sex bækur um vín og voru tvær þeirra, annars vegar The Pocket Guide to the Wi- nes of Burgundy (1986) og hins vegar A Cele- bration of Champagne (1988) kjörnar vínbækur ársins eftir Steingrím af breska vín- Sigurgeirsson tímaritinu Dec- anter. Þá lýsti hið virta franska dagblað Le Monde síðarnefndu bókinni sem einni athyglisverðustu bók um kampavín sem nokkurn tímann hefði verið rituð og sagði um höfundinn að hún væri „franco- anglaise dans l’áme“ eða með „fransk-enska sál“. Árið 1988 var Serena Sutcliffe heiðruð af frönsku ríkisstjórninni fyrir ritstörf sín á þessu sviði með orðrunni Chevalier dans TOrdre des 'Aits et des Lettres. í viðtali sem birtist í tímaritinu Sotheby’s Preview, skömmu eftir að hún tók við núverandi starfi, segir Sutcliffe að hún hafi fyrst kynnst víni í gegnum afa sinn, sem var mikill unnandi árgangskampa- vína, en að það hafi ekki verið fyrr en árið 1965, er hún hóf tví- tug störf sem þýðandi hjá NATO í París, að vínið varð að ástríðu. Á leiðinni heim eftir fyrsta vinnudaginn kom hún við í Nicolas- vínbúð og keypti sér flösku af góðu Búrgúndarvíni. „Ég fór síðan með flöskuna upp á hótel og drakk hana alla,“ segir Sutcliffe. Eftir það varð ekki aftur snúið og allar frístundir voru notaðar í ferðir um vínekrur Loire-dalsins, Bordeux- og Búrgúndarhéraðs þar sem hún fékk tækifæri til að kynnast og taka þátt í öllum stigum vínfram- leiðslunnar, allt frá því að týna þrúgurnar til að setja vínið á flösk- ur. En þó að hún hafi ávallt snúið aftur til Parísar hlaðin flöskum, sem seldar voru í kunningjahópn- um, var það ekki fyrr en nokkrum áður síðar sem hún fór að velta því fyrir sér að gera vín að atvinnu sinni. „Ég gerði mér grein fyrir því við upphaf áttunda áratugarins að það var einungis hefðin og ákveðnir fordómar gagnvart kon- um sem hömluðujyví að ég myndi reyna fyrir mér í víniðnaðinum," segir hún. Sutcliffe sneri aftur til Englands árið 1971 og varð henni fljótlega ljóst að eina leiðin til að skapa sér ákveðinn trúverðugleika í þessum efnum væri að gerast „Master of Wine“. Þessi upphaflega breska en nú aiþjóðlega viðurkenning er veitt atvinnumönnum á sviði víns að loknum gífurlega ströngum prófum. Sutcliffe starfaði hjá vín- innflutningsfyrirtækinu Ruther- ford’s á meðan hún bjó sig undir þann áfanga. Fimm árum síðar náði hún tilskyldum prófum og fékk aðild að Institute of Masters of Wine, en einungis einni konu hafði tekist það áður. Við athöfnina, þar sem viður- kenningarskjölin voru afhent, gaf sig hinn þekkti vínsérfræðingur David Peppercorn á tal við Sut- cliffe og bauð henni út að borða þá um kvöldið ásamt öðru fólki. Kvöldverðurinn hlýtur að hafa ver- ið vel heppnaður því ekki leið á löngu áður en þau Sutcliffe og Peppercorn urðu fyrstu hjónin sem bæði eru „vínmeistarar". Settu þau sameiginlega upp alþjóðlegt vín- ráðgjafar- og vínmiðlunarfyrirtæki á heimili sínu í London. Þess má geta að Peppercorn, sem einnig hefur ritað þekktar bækur um vín, var heiðraður með sömu orðru af frönsku ríkisstjórninni og Sutcliffe fyrir framlag sitt til kynningar og rannsókna á frönskum vínum árið 1988. Sutcliffe segir leyndarmálið á bak við það að þróa upp gott „nef“ vera að bragða vín með einhvetjum sem hafi meiri þekkingu á því en maður sjálfur. Persónulega hafi hún lært mest á að ferðast reglu- lega um vínhéröð Frakklands þar sem vínframleiðendur deildu með sér af þekkingu sinni og hvöttu hana áfram. Það sem mestu máli skipti í þessu sambandi segir hún vera að geta iagt mat á gæði og finna galla í vínum. Það sé mun mikilvægara en að skara fram úr í gestaþrautum á borð við að geta sagt nákvæmlega til um frá hvaða vínekru eitthvað vín sé upprunnið. Meðan á dvöl hennar hér á landi stendur mun Sutcliffe flytja fyrir- lestur og fræða áhugasama um vín frá Bordeaux-héraði. Þá verður haldin vínsmökkun þar sem brögð- uð verða afbragðs Bordeaux-vín frá Médoc, St. Emilion, Pomerol og Sauternes. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í vínkynningu Sothe- by’s geta haft samband við Sigríði Ingvarsdóttur, fulltrúa Sotheby’s á íslandi, fyrir 14. apríl. ERT ÞÚ AÐ TAPA RÉTTINDUM ? LÍFEYRSSSJÓÐUR Dagsbrúnar og Framsóknar hefur nú sent öllum félögum sínum yfirlit yfir lífeyrissjóösiögjöld á árinu 1991. Allt verkafólk, sem vann á félagssvæði Dagsbrúnar og Framsóknar á síöasta ári, á aö hafa fengið slíkt yfirlit. HAFIR ÞÚ EKKI fengiö yfirlit eöa ef því ber ekki saman viö launaseöla og/eöa launamiða vegna skattframtals 1992, kunna iðgjöld þín aö véra í vanskilum. Þá skaltu hafa samband viö skrifstofu lífeyrissjóösins. VIÐ VANSKIL á greiðslum iögjalda til lífeyrissjóösins og sjóöa Dagsbrúnar og Framsóknar geta menn átt á hættu aö tapa dýrmætum réttindum. Þar á meðal má nefna: ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYRI LÍFTRYGGINGU ÖRORKULÍFEYRI BARNALÍFEYRI BÆTUR ÚR SJÚKRASJÓÐI Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Suðurlandsbraut 30, Reykjavík Sími 814399 Framsóknar Verkamannafélagið Dagsbrún Lindargötu 9, Reykjavík Sími 25633 Verkakvennafélagið Framsókn Skipholti 50A, Reykjavík S imi 688930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.