Morgunblaðið - 09.05.1992, Side 1
72 SIÐUR B/LESBOK
STOFNAÐ 1913
104. tbl. 80. árg.
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Noregnr:
Kristilegir vilja þjóðar-
atkvæðagreiðslu um EB
Fagnað í Yerkamannaflokki en EB-
andstæðingar fullir efasemda
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fráttaritara Morgunblaásins.
KRISTILEGI þjóðarflokkurinn í Noregi krefst þess, að þjóðarat-
kvæðagreiðsla um aðild að Evrópubandalaginu, EB, verði haldin sem
fyrst eftir að ríkisstjórnin hefur ákveðið að sækja um hana. Hefur
tillögunni verið fagnað innan Verkamannaflokksins en búist er við
að stjórnarflokkurinn leggi blessun sína yfir aðildarumsókn á lands-
fundi í haust. Hins vegar kemur það nokkuð á óvart, að ýmsum
andstæðingum EB-aðildar líst illa á hana.
Kjell Magne Bondevik, leiðtogi
Kristilega þjóðarflokksins, hefur
ekki ákveðið hvenær hann leggur
tillöguna um þjóðaratkvæða-
greiðslu fyrir þingið en Sósíalíski
þjóðarflokkurinn, sem er andvígur
aðild, og Framfaraflokkurinn, sem
er henni hlynntur, ætla að styðja
hana. Meirihluti þingmanna
Verkamannaflokksins hefur
einnig fagnað tillögunni og vilja
þeir, að þjóðaratkvæðagreiðslan
fari fram allnokkru áður en
eiginlegar samningaviðræður við
EB eiga að hefjast.
Þingmenn Verkamannaflokks-
ins eru vissir um, að norska þjóð-
in segi já við tillögunni um EB-
aðild og atkvæðagreiðslan gæti
þess vegna komið í veg fyrir
hjaðningavíg innan flokksins dg
styrkt stöðu hans í þingkosning-
unum á næsta ári.
Tillagan virðist aftur á móti
hafa komið flatt upp á samtökin
gegn EB-aðild og talsmenn þeirra
eru fullir efasemda. Johan J.
Jacobsen, þingflokksformaður
Miðflokksins, sem er bænda-
flokkur og andvígur EB-aðild,
segir, að Norðmenn séu ekki til-
búnir til að ákveða sig strax í
haust og það sama segir Kristen
Nygaard, formaður samtakanna
„Nei við EB“. Inge Staldvik,
þingmaður Verkamannaflokks-
ins og helsti andstæðingur EB
þar á bæ, er sama sinnis og seg-
ir, að stjórnin muni hvort er eð
sækja um hver sem niðurstaðan
verði.
Reuter
Ærinn starfi í lok verkfalls
Sorphreinsunarmenn í Þýskalandi áttu ærinn starfa fyrir höndum
f gær en þá hófust þeir handa við að fjarlægja sorp sem safnaðist
fyrir á götum borgarinnar f verkfalli opinberra starfsmanna. Talið-
er að margir dagar líði áður en opinber þjónusta færist í eðlilegt
horf í Þýskalandi.
Sjá nánar á bls. 25.
Kazakhar
stofna
eigin her
Bænafundur í
Dúshanbe
Rakhmon Nabfjev, forseti Tadz-
híkístans, reyndi í gær að friðmæl-
ast við leiðtoga uppreisnarmann-
anna sem steyptu honum af stóli
í fyrradag. „Eg er reiðubúinn að
ræða við stjómarandstöðuna um
að mynda samsteypustjóm," sagði
hann f fyrstu yfirlýsingu sinni frá
því stjórnarandstæðingar náðu
völdunum. Nabfjev heldur til í
byggingu, sem hýsti áður höfuð-
stöðvar öryggislögreglunnar KGB
í höfuðborginni, Dúshanbe. Tug-
þúsundir manna söfnuðust saman
í miðborg Dúshanbe í gær og léðu
ekki máls á málamiðlunarsam-
komulagi við Nabfjev og stjórn
hans. Margir vísuðu til hans sem
fyrrverandi forseta og hvöttu til
þess að hann yrði dreginn fyrir
rétt, þvf litlu hefði munað að hann
hefði komið af stað borgarastyrj-
öld f landinu. Myndin var tekin á
bænafundi andstæðinga hans við
forsetahöllina f Dúshanbe.
NURSULTAN Nazarbajev, for-
seti Kazakhstan, tilkynnti í gær
stofnun sérstaks hers Kaz-
akhstans með forsetatilskipun.
Kjarnorkuvopn í lýðveldinu
verða þó áfram undir sameigin-
legri stjórn Samveldisríkjanna.
Tilskipun Nazarbajevs um stofn-
un hersins kom aðeins einum
degi eftir að Borís Jeltsín, forseti
Rússlands, tilkynnti um stofnun
rússnesks hers, en áður hafði
Nazarbajev verið talsmaður sam-
einaðs hers Samveldisríkjanna.
Nazarbajev hefur útnefnt sjálfan
sig sem yfirmann hersins til bráða-
birgða. Áður hafði forsetinn falið
Kazakhstan yfirráð yfir 40. her-
deild sovéska hersins, en hún var
flutt til Kazakhstans þegar Sovét-
rfkin fyrrverandi hættu hernaðar-
íhlutun í Afganistan f febrúar
1989.
Kazakhstan er eitt af Qórum
fyrrverandi sovétlýðveldum sem
hefur yfir kjarnorkuvopnum að
ráða. Hin eru Rússland, Hvfta-
Rússland og Okraína. Stjórnvöld f
Kazakhstan hafa heitið þvf að af-
henda Rússum til eyðingar öll sfn
kjarnorkuvopn. Þangað til verða
öll kjarnorkuvopn í Kazakhstan
undir sameiginlegri stjóm Sam-
veldisríkjanna.
Háttsettir bandarfskir embætt-
ismenn sögðust í gær telja að sú
ákvörðun Borfs Jeltsfns að stoftia
rússneskan her hefði verið nauð-
synleg til að koma á umbótum inn-
an sovéthersins fyrrverandi og af-
stýra þvf að hann liðaðist f sundur.
Yfirstjórn sambandshersins
í Júgóslavíu leyst frá störfum
Belgrað, Helsinki, Sanyevo. Reuter.
FORSÆTISRAÐ Júgóslavíu greip í gær til víðtækra hreinsana í
júgóslavneska sambandshernum og meðal 40 herforingja og aðmír-
ála, sem leystir voru frá störfum, er Blagoje Adzic, yfirmaður her-
foringjaráðsins og starfandi varnarmálaráðherra. í hans stað var
Zivota Panic skipaður yfirmaður hersins. Ungir umbótasinnaðir
herforingjar voru skipaðir í stað
Meðal þeirra sem vikið var frá
í gær voru hershöfðinginn Milutin
Kukanjac, yfirmaður sambands-
hersins í Bosnfu-Herzegovfnu, og
sá sem næstur honum kom að völd-
um þar, hershöfðinginn Milan Aks-
entijevic. Einnig voru herforingjar
og aðmírálar sem stjórnuðu að-
gerðum sambandshersins í Króatíu
jeirra sem settir voru af.
í fyrrasumar og síðastliðinn vetur
settir af. Ennfremur var yfirmaður
leyniþjónustu hersins, hers-
höfðinginn Alexander Vasiljevic,
látinn víkja. Segja má að æðsta
yfirstjórn hersins hafi meira og
minna verið sett af og kom ákvörð-
unin á óvart. Kom það sérfræðing-
um í varnarmálum einna mesta á
óvart að Marko Megovanovic,
varnarmálaráðherra Serbfu, skyldi
hafa verið rekinn.
Stjómmálaskýrendur sögðu
hreinsanirnar mikinn sigur fyrir
yngri og umbótasinnaðri yfirmenn
f sambandshemum sem sagt hafa
gömlu herforingjana bera ábyrgð
á átökunum í Júgóslavíu undan-
farna mánuði. Með hreinsununum
sé hernaðarleg hugmyndafræði
kommúnista innan sambandshers-
ins upprætt.
Harðir bardagar blossuðu upp í
Sarajevo í gærmorgun eftir að
Króatar og Serbar náðu samkomu-
lagi um skiptingu yfírráða í Bosníu
og höfðu heitið þvf að hætta inn-
byrðis bardögum. Virtust þeir ætla
að einangra múslima en erlendir
stjómarerindrekar sögðu óljóst
hvaða gildi samkomulagið hefði
þar sem bardagar hefðu haldið
áfram á svæðum sem vopnahlés-
samkomulagið átti að ná til.