Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. , Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstraeti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Stefnumörkun í fangelsismálum •• Ollum, sem þekkja til fram- vindu íslenzkra fangelsis- mála síðustu áratugi og stöðu þeirra í dag, ber saman um, að brýn þörf sé á markvissri stefnu- mörkun í þessum viðkvæma málaflokki sem og skjótum úr- bótum á ýmsum sviðum, einkum að því er varðar húsakost og starfsaðstöðu í fangelsiskerfmu. Þorsteinn Pálsson, dóms- málaráðherra, hefur í öllum meginatriðum fallist á tillögur fangelsismálanefndar um úr- bætur í þessum málaflokki og verða tillögur nefndarinnar væntanlega grundvöllur að stefnumörkun í fangelsismálum á næstu árum. Tillögur þessar eru fram settar í skýrslu nefnd- arinnar til dómsmálaráðherra. í skýrslunni og afstöðu ráðherr- ans er varðaður vegur til nauð- synlegra úrbóta. í fréttaskýringu um þetta efni hér í blaðinu síðastliðinn fimmtudag segir m.a.: „í skýrslunni kemur fram að síðastliðin þrettán ár hefur af- plánunardögum í fangelsum á Islandi ijölgað um 50%, eða um 35 fanga að jafnaði. Á sama tíma hafa bætzt við 22 ný fanga- pláss, með nýrri álmu fyrir 10 fanga á Litlá-Hrauni árið 1980 og 12 plássum í fangelsi á Kópa- vogsbraut árið 1989. Á móti kemur að fækkað hefur samtals um átta pláss í eldri álmu Litla- Hrauns og í Hegningarhúsinu, meðal annars vegna ítrekaðra aðvarana heilbrigðiseftirlitsins". Aðeins eitt þeirra sex fang- elsa, sem starfrækt eru hér á landi, var upphaflega byggt til að hýsa fanga, Hegningarhúsið við, Skólavörðustíg, sem tekið var í notkun fyrir 118 árum. „Á þeim tíma höfðu menn aðrar hugmyndir um refsifullnustu en í dag,“ segir í skýrslu fangels- ismálanefndar. I þessu meir en aldargamla fangelsi uppfyllir enginn klefi skilyrði líðandi stundar um aðbúnað og holl- ustuhætti í fangelsum. Og á þessari öld hefur ekkert nýtt, sérhannað eða viðunandi fang- elsi verið byggt í landinu. Síðu- múlafangelsið var, svo dæmi sé tekið um önnur fangelsi, upp- haflega byggt sem bflageymslu- og þvottastöð fyrir lögregluna og ber öll aðstaða þar því upp- hafí vitni. Fangelsismálanefndin telur það brýnast að bæta úr húsa- kosti íslenzkra fangelsa, það er að hafíst verði handa um bygg- ingu nýs fangelsis á höfuðborg- arsvæðinu. Nefndin vill að því verki verði lokið fyrir 1996 og að þá verði lögð niður þijú af þeim fangelsum sem nú eru starfrækt og að hinu ijórða, Litla-Hrauni, verði breytt. I til- lögum nefndarinnar felst að fangaplássum verði íjölgað úr 117 i 139 og að fangelsum verði skipt í deildir. Nefndin leggur ekki síður áherzlu á aðra þætti í tillögum sínum um úrbætur, en hús- næðismálin eru beinlínis talin þröskuldur í vegi ýmissa úrbóta. Nefndin nefnir sérstaklega „vinnu fanga og nám, bæði inn- an fangelsa og utan“ og að „tek- in verði upp skipulögð fræðsla og vímuefnameðferð fýrir fanga“, m.a. til að búa þá undir þátttöku í heilbrigðu borgara- legu lífí. Tillögur nefndarinnar miða og að því að fangelsismálastofn- un verði byggð upp til að geta betur sinnt núverandi verkefn- um sínum og framtíðarhlut- verki. Nefndin vill að ýmis verk- efni, sem nú er sinnt í dóms- málaráðuneyti, verði færð til stofnunarinnar, svo sem Jjármál fangelsa, starfsmannamál og eðlileg samskipti við hliðstæður erlendis. Nefndin vill að sett verði reglugerð eða lög um fang- elsismálastofnun og verkaskipt- ingu milli hennar og dómsmála- ráðuneytisins og forstöðumanna fangelsa. Þá leggur nefndin til að menntun starfsfólks í fang- elsiskerfinu verði efld til mikilla muna og að Fangavarðaskóli ríkisins verði færður undir fang- elsismálastofnun. Morgunblaðið tekur í megin- atriðum undir tillögur fangelsis- málanefndar, enda löngu tíma- bært að ná fram úrbótum í þess- um efnum. Tryggja verður að hægt verði að framfylgja fyrir- mælum laga um fangelsi og fangavist, meðal annars um kost fanga á vinnu, námi, útiveru og um úrræði til að hindra ofneyzlu lyfja og fíkniefna í fangelsum, eins og vikið er að í samþykkt stjórnarfundar íslandsdeildar Amnesty International um þetta efni. „f'angelsiskerfið verður að hrista af sér 19. öldina,“ eins og komist er að orði í fréttaskýr- ingu hér í blaðinu. Blaðið fagnar og jákvæðum undirtektum Þor- steins Pálssonar, dómsmálaráð- herra, og væntir þess, að tillög- ur nefndarinnar og undirtektir hans leiði til nauðsynlegra við- bragða og úrbóta. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri: SH geti með hlutafjárþátttöku al- mennings ráðist í stærri verkefni „NÝLEGA er lokið gagngerri endurskoðun reglna um hlutabréfavið- skipti á Verðbréfaþingi Islands, sem vonandi leiðir til þess að mun fleiri félög fái hlutabréf sín skráð og öðlist þannig betri aðgang að því áhættufjármagni, sem flest þeirra skortir í dag. I þeim heimi alþjóðlegrar samkeppni, sem við nú lifum í, ræður traust fjárhags- staða oftast úrslitum. Mér kæmi því ekki á óvart, þótt það yrði eitt af mikilvægustu verkefnum stjórnenda Sölumiðstöðvarinnar í fram- tíðinni að skipuleggja þannig fjárhagsuppbyggingu samtakanna að þau geti með hlutafjárþátttöku almennings í landinu ráðist í enn stærri alþjóðleg verkefni íslenskum sjávarútvegi og þjóðarbúskap öllum til eflingar," sagði Jóhannes Nordal seðlabankastjóri á aðal- fundi SH. I ræðu sinni sagði Jóhannes Nor- dal einnig m.a. að háir raunvextir síðustu 4 árin ættu að nokkru leyti rætur að rekja til þess að almenning- ur hefði ekki haft nægilegt traust á framtíð þess stöðugleika, sem þó hefði náðst í verðlagsmálum.- Þetta hafi komið fram í reglulegum skoðanakönnunum, sem Seðlabank- inn láti gera varðandi verðbólgu- væntingar manna. Þær hafi yfiríeitt sýnt að almenningur byggist við all- verulega meiri verðbólgu á hveijum tíma en opinberar spár gerðu ráð fyrir. „Á þessu hefur hins vegar orðið gleðileg breyting nú síðustu mánuði, sem t.d. kemur fram í því að í mars sl. gerðu menn í þessari könnun ráð fyrir helmingi lægri verðbólgu en í lok síðasta árs, eða nálægt 5%, og þetta var þónokkru fyrir kjara- samningana. Þetta styrkir mann í þeirri trú að hinir nýju kjarasamn- ingar, þegar þeir liggja nú fyrir, muni auka verulega traust á fjár- magnsmarkaðnum og þannig stuðla að áframhaldandi lækkun raun- vaxta. Enn mikilvægara er þó að það takist að hemja hina gífurlegu lánsfjáreftirspurn ríkissjóðs og hús- næðislánakerfis, sem til samans hafa gleypt meginhluta alls innlends sparnaðar undanfarin tvö ár.“ Jóhannes sagði að horfur væru nú mun betri í þessu efni, bæði um minni halla á ríkissjóði á þessu ári en í fyrra og minni eftirspurn eftir húsnæðislánum og vonandi gengi það eftir. „Þegar það gerist ætti sú lækkun vaxta, sem nú hefur verið ákveðin, að reynast raunhæf en með henni eru nafnvextir til fyrirtækja þegar orðnir um það bil álíka eða lægri hér á landi en í flestum ná- grannaríkjum íslendinga. Jafnframt verður að leggja áherslu á það að tilraunir Seðlabanka, eða ríkisvalds, til þess að halda vaxtastiginu fyrir neðan það, sem framboð og eftir- spurn á lánsfjármarkaðnum leyfir, getur aðeins leitt til peningaþenslu, sem myndi fljótlega spilla þeim mikilvæga árangri, sem náðst hefur til lækkunar á verðbólgustiginu hér á landi. En takist hins vegar að halda verðbólgunni nálægt, eða innan við, 2% fram á næsta ár, eins og nú eru horfur á, mun það smám saman bæta rekstrarskilyrði útflutningsat- vinnuvega, bæði vegna hagstæðara raungengis og lægra vaxtastigs mið- að við samkeppnislönd okkar. Loks skiptir það ekki minnstu máli að efnahagslegur stöðugleiki skapar bæði skilyrði og hvatningu til þess að sjávarútvegsfyrirtæki og önnur fyrirtæki í landinu leiti sjálf lausnar á fjárhagsvandamálum sínum með endurskipulagningu á rekstri og með því að breyta fjárhagslegri uppbygg- ingu sinni í samvinnu við lána- stofnanir. Hins vegar hefur margt gerst í þeim efnum að undanförnu, eins og Jóhannes Nordal. ég fékk gott tækifæri til að kynnast fyrr í þessari viku, þegar stjórnendur Seðlabankans heimsóttu hin tvö endurbornu stórfyrirtæki í Vest- mannaeyjum, sem orðið hafa til með sameiningu margra aðila nú fyrir skömmu. Það er áreiðanlega hollast að skip- ulagsbreytingar af þessu tagi verði fyrir frumkvæði fyrirtækjanna sjálfra án afskipta ríkisvaldsins en nauðsynlegt er að lánastofnanir veiti þeim brautargengi, ekki síst með lánabreytingum. Næsta skrefið hlýt- ur síðan að vera að styrkja eiginfjár- stöðu með opnun félaganna og sölu hlutabréfa á almennum markaði. Mikill árangur hefur náðst með upp- bygginu hlutafjármarkaðs hér á landi, þótt enn sé langt í land að hann sé orðinn atvinnuvegunum sú lyftistöng, sem vera þyrfti," sagði Jóhannes. Jóhannes sagði að við verðum að vera samkeppnishæfir á opnum markaði, jafnt hérlendis sem erlend- is, „Með þessu er ég að sjálfsögðu ekki að segja að íslendingar eigi að gefa útlendingum óheftan aðgang að fiskimiðum okkar og orkulindum en ég tel lítil rök mæla með því að útiloka erlent áhættufíármagn frá nokkrum atvinnuvegi frekar en að banna notkun erlends lánsfíár. Sé dugur í íslendingum sjálfum munu þeir standast þessa samkeppni heima fyrir en þeir verða jafnframt að setja metnað sinn í að sækja af ekki minni þrótti inn á erienda markaði en út- lendingar sækja hingað.“ Jóhannes sagði að fyrstu áratug- ina eftir síðari heimsstyijöldina hefði stefna þjóðnýtingar og miðstýringar frekar verið í vörn en sókn í Vestur- Evrópu. Það hefði ekki verið fyrr en á 7. áratugnum, sem fylgjendur markaðsbúskapar hefðu náð þar ör- uggri forystu. „Margt í þróun síðustu ára virðist mér benda til þess, a.m.k. á efna- hagssviðinu, að ekki verður um fyrir- sjáanlega framtíð horfið aftur af þeirri braut, sem nú hefur verið mörkuð. Sigur markaðshagkerfisins í samkeppni við áætlunarbúskap og miðstýringu er ekkert tískufyrir- brigði, sem byggist á tímabundnum vinsældum fijálshyggjukenninga, heldur eru hér tvímælalaust að verki djúpstæð öfl, sem eiga sér rætur í hinum öru tæknibreytingum nútím- ans og vil ég sérstaklega nefna tvennt þessu til skýringar. í fyrsta lagi hefur tækniþróunin valdið því að framleiðslukerfið hefur orðið æ flóknara og breytingar orðið örari en nokkru sinni fyrr. Sú skoðun átti lengi miklu fylgi að fagna að með aukinni tækni yrði meiri þörf skipulagningar og áætlunargerðar en reynslan hefur orðið allt önnur. í hinu margbrotna tækniþjóðféagi nútímans er miðstýring of flókið við- fangsefni, jafnvel með tölvukosti, til að vera nokkru stjórnkerfi viðráðan- leg.“ Frá listahátíð í Seltjarnarneskirkju: Ingunn Benediktsdóttir glerlistamaður og Elísabet F. Eiríksdóttir söngkona og formaður undirbúningsnefndar við verk á listsýningunni. „Voríð og sköpunar- verkið“ á Seltjarn- amesi „VORIÐ og sköpunarverkið", listahátið Seltjarnarnessóknar, sténdur nú yfir. Á hátíðinni er boðið upp á sýningu á listmunum sem stendur fram til 17. maí. Auk þess verður sunnudaginn 10. maí boðið upp á fjölbreytta dagskrá með tónlist og upplestri. Koma þar fram bæði reyndir listamenn auk þeirra sem eru yngri. Til dæmis les Sigríður Hagalín Ijóð, sem hún hefur valið sjálf. Aðrir sem koma fram: Sigrún V. Gestsdóttir, söngvari, Einar Kr. Einarsson, gítarleikari, Guðmundur Magnússon, píanóleikari, Hólmfríð- ur Þóroddsdóttir,_óbóleikari, Sólveig Anna Jónsdóttir, píanóleikari, Þóra Einarsdóttir, söngvari, Jón Stefáns- son, orgelleikari, Stefán Arnarson, sellóleikari, og Rúnar Óskarsson, klarinettleikari. Leikin verða verk eftir Chopin, Schumann, Dowland, Messiaen, Hándel og fleiri. Sóknarnefndin vill með hátíðinni auðga menningarlíf í sókninni með því að bjóða upp á fjölbreyttan list- flutning í húsakynnum kirkjunnar, og stuðla að samstarfi við listamenn í hinum ýmsu listgreinum. Elísabet F. Eiríksdóttir, formaður undir- búningsnefndar, bendir á mikilvægi listarinnar í eða við hlið kirkjulegs starfs, jafnvel þótt hún hafi ekki beinlínis trúarlega skírskotun. Um aðdraganda þessarar lista- hátíðar segir Elísabet, að hann megi rekja til eins konar maraþon- tónleika, sem haldnir voru í kirkj- unni í maímánuði í fyrra. Var vilji fyrir hendi að endurtaka hátíðina eða einhveija álíka. Niðurstaðan varð að haldin skyldi listahátíð sú sem nú stendur yfir. Fjölmargir listamenn sýna list- muni á hátíðinni. Myndverk eru eft- ir nemendur í Mýrarhúsa- og Val- húsaskóla. Listmálararnir Bragi Hannesson, Guðrún Einarsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Magnús Valde- marsson, Rúna Gísladóttir, Sólveig Eggerz Pétursdóttir, Sigríður Gyða og Sigurður Kr. Árnason, sýna verk sín. Vefnaðarlist sýna Herdís Tóm- asdóttir og Steinunn Pálsdóttir, höggmyndalist Ólöf Pálsdóttir, leir- list Ragna Ingimundardóttir og glerlist Ingunn Benediktsdóttir. Ingunn segir það mjög jákvætt að allir listamennirnir sem sýna á sýningunni séu af Seltjarnarnesi. Hún segir að kirkjan bjóði upp á mikla möguleika í sambandi við list- sýningar. Ingunn hefur gert tvö glerverk, vorið og sköpunarverkið, sérstaklega fyrir sýninguna, en það er eimitt yfirskrift listahátíðarinnar. Elísabet F. Eiríksdóttir segir, að þessi listahátíð sé aðeins byijunin. Ætlunin sé að halda áfram ef und- irtektir verði góðar. Allir listamenn- irnir á hátíðinni gefa vinnu sína. Ókeypis er á listsýninguna en ágóði af sunnudagsdagskránni rennur til orgelsjóðs. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992 27 Samtök fisk- vinnslustöðva: Halli á botn- fiskvinnsl- unni fjórir milljarðar Frá aðalfundi SH á Hótel Sögu. Morgunblaðið/KGA Einar Oddur og Sighvatur í sljóm SH Jón Ingvarsson kjörinn formaður stjórnar SH og Coldwater EINAR Oddur Kristjánsson, Flateyri, og Sighvatur Bjarnason, Vest- mannaeyjum, voru kjörnir í stjórn SH á aðalfundi félagsins, sem lauk í gær. Þeir komu í stað Guðmundar Karlssonar og Guðfinns Einarsson- ar, sem ekki gáfu kost á sér til áframhaldandi sljórnarsetu. Guðfinn- ur hafði þá setið í sljórn SH frá árinu 1962, lengur en nokkur ann- ar. Einar Jónatansson í Bolungarvík gaf kost á sér til setu í stjórn SH, en hann laut í lægra haldi fyrir Einari Oddi. Jón Ingvarsson var endurkjörinn formaður stjórnar SH og hann var einnig kjörinn for- maður stjórnar Coldwater í stað Guðfinns Einarssonar. Þá kom Sig- hvatur Bjarnason inn í stjórn Icelandic Freezing Plants í Grimsby í stað Björns Úlfljótssonar. Hdztu breytingar í rekstri SH á síðastliðnu ári voru þær, að útflutn- ingur til Bandaríkjanna dróst saman um 12%, til sölusvæðis dótturfyrir- tækisins í Þýzkalandi um 13% og Bretlands um 1,6%. Hins vegar jókst útflutningur til Austurlanda fjær um 7,7% og til sölusvæðis Frakkland- skrifstofu um 3,5%. Enginn útflutn- ingur varð til þeirra landa, sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, og lauk þar með löngum kafla í sögu við- skipta SH við Sovétríkin., en þau hófust árið 1953 og höfðu staðið óslitið í 38 ár. Fyrsta ársfjórðung þessa árs dróst framleiðsla framleiðenda inn- an SH saman um 840 tonn eða um 4,6% miðað við sama tíma í fyrra. Útflutningur á fyrsta ársfjórðungi var 18.700 tonn að verðmæti 3,6 milljarðar króna, sem er samdráttur í magni upp á 8% og 5% í verðmæt- um. Afkoma félagsins var jákvæð um 60 milljónir króna í fyrra á móti 244 milljónum árið áður og svarar það til 0,34% af útflutningsverðmætinu. Þá var hagnaður innlendu dótturfyr- irtækjanna, Jökla hf. og Umbúða- miðstöðvarinnar hf. samtals um 44 milljónir króna á móti 37 milljónum árið 1990. Heildarhagnaður þegar afkoma erlendu dótturfyrirtækjanna er tekinn með var 166 milljónir króna á móti 301 milljón árið áður. Stjórn SH skipa nú eftirfarandi fulltrúar: Jón Ingvarsson, formaður, Ólafur B. Ólafsson, varaformaður, Gunnar Ragnars, ritari, Aðalsteinn Jónsson, Brynjólfur Bjarnason, Finnbogi Jónsson, Haraldur Stur- laugsson, Jón Páll Halldórsson, Lár- us Ægir Guðmundsson, Magnús Kristinsson, Pétur Þorsteinsson, Rakel Olsen, Svavar B. Magnússon, Sighvatur Bjarnason og Einar Odd- ur Kristjánsson. Deilan um miðlunartillöguna fyrir ISAL: Eru að reyna að taka af okkur samningsréttínn -segir Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmaður verkamanna hjá ISAL GYLFI Ingvarsson aðaltrúnaðarinaður verkamanna hjá ÍSAL segir að með því að fella miðlunartillögu ríkissáttasemjara fyrir ISAL séu vinnuveitendur og stjórn fyrirtækisins að reyna að taka samningsréttinn af verkamönnunum. „Deilan er enn til meðferðar hjá ríkissáttasemjara en við ætlum að boða fund hjá trúnaðarmann- aráðum verkalýðsfélaganna hér á næstunni og reyna að finna lausn- ir á málinu,“ segir Gylfi. „Hvað framhaldið varðar munum við á næstunni ræða þessi mál okkar hópi en deilan er ennþá til meðferðar hjá ríkissáttasemjara, segir Gylfi. TAP botnfiskvinnslunnar er nú rúm 10% af tekjum, eða um fjór- ir milljarðar króna á ári, sam- kvæmt afkomumati Samtaka fiskvinnslustöðva. Arnar Sigur- mundsson, formaður samtak- anna, segir að þá sé ekki tekið mið af hækkunum við kjara- samninga, sem auki tapið um 0,5%, en fiskvinnslan horfi einn- ig til frekari lækkunar raun- vaxta. 1% lækkun raunvaxta bæti stöðu vinnslunnar um 150 milljónir og sjávarútvegsins í heild um 350 milljónir. Við afkomumatið miða samtökin við rekstrarskilyrði þessa mánaðar. Reiknað er með 8% verðlækkun á saltfíski frá febrúarverði og 3,5% lækkun á hráefnisverði frá því í janúar. Miðað við þessar forsendur verða tekjur botnfiskvinnslunnar á þessu ári alls tæpir 38,5 milljarðar króna. Þar af eru útflutningstekjur rúmlega 36,5 milljarðar, en aðrar tekjur tæpir tveir milljarðar. Hins vegar reiknast Samtökum fisk- vinnslustöðva svo til, að gjöld botn- fiskvinnslunnar verði rúmlega 38,6 milljarðar, eða rúmum 100 milljón- um hærri en tekjurnar. Niðurstaða afkomumats Sam- taka fiskvinnslustöðva er sú, að miðað við 6% ávöxtun stofnfjár sé vinnslan rekin með 9,2% tapi, eða 3,552 milljarða tapi á ári. Sé miðað við 8% ávöxtunarkröfu nemur tapið 10,3%, eða 3,973 milljörðum á ári. Arnar Sigurmundsson segir að samtökin hafi ekki reiknað út stöðu einstakra fiskvinnsluhúsa, en reynsla undanfarinna ára sýni, að munur á tapi þeirra best settu og lakast settu sé um 20%. „Þau hús, sem best standa, eru rekin á núlli, en þau sem erfiðasta stöðu hafa eru rekin með 20% halla. Þessi munur milli húsa hefur verið svip- aður undanfarin ár, þó eitthvaö hafi dregið úr honum við samein- ingu húsa og lokunar þeirra allra verst stöddu.“ Arnar segir að halli fískvinnsl- unnar aukist um hálft prósent þeg- ar kjarasamningar ganga í gildi. „Lækkun raunvaxta myndi þó bæta það upp og ríflega það, enda þýðir 1% lækkun raunvaxta að staða físk- vinnslunnar batnar um 150 milljón- ir og sjávarútvegsins í heild um 350 milljónir.“ Gylfi segir að í samningaviðræð- unum sem stóðu áður en miðlunar- tillagan kom fram hafi VSÍ og ÍSAL lagt fram kröfur í fimm liðum. í þremur af þessum liðum, er vörðuðu niðurfellingu á kaffitima, endur- skoðun útreikninga ájafnaðarkaupi og að fellt yrði úr rammasamkom- ulagi greiðslur fyrir ábata af hag- ræðingu, hafi verkalýðsfélögin komið með gagntilboð. Hvað varði hin tvö atriðin sem gerðu ráð fyrir einhliða rétti fyrirtækisins til ákvarðana á vinnufyrirkomulagi og rétt til að ráða verktaka í ýmsa verkþætti, hafi verkalýðsfélögin tal- ið að þar væri verið að ganga frek- lega á samningsrétt þeirra en hefðu samt ekkert haft á móti viðræðum um þessi atriði. „Við teljum það grundvallaratriði að það verði að semja um breyting- ar á vinnufyrirkomulagi og að ekki sé hægt að breyta því fyrirkom- ulagi einhliða eftir geðþótta stjórn- enda fyrirtækisins,“ segir Gylfi. „Við viljum ræða þessi mál en tónn- inn hjá viðsemjendum okkar hefur verið sá að ef ekki verði samið eft- ir þeirra nótum verði engir samn- ingar gerðir. Slíkt gengur ekki og fólk verður að átta sig á að með tillögum sínum eru viðsemjendur okkar að reyna að taka af okkur samningsréttinn." Hvað varðar kröfur ÍSAL um að fá að ráða verktaka í ýmsa verk- þætti svo sem ræstingar, bygging- ardeild og hafnarvinnu segir Gylfi að rétt sé að taka fram að frá því í október s.l. hafi honum borist til- kynningar frá stjórn fyrirtækisins um 130 verk á vegum verktaka innan girðingar á athafnasvæði ÍSAL. Þar sem um að ræða að verk- efni séu flutt frá meðlimum verka- lýðsfélaganna til annarra og því séu þeir mótfallnir. Nefnd endurskoðar lög um Landhelgisgæsluna Verkefni og markmið skilgreind DOMSMALARAÐHERRA hefur ákveðið að skipa nefnd til að endurskoða lög um Landhelgis- gæslu íslands. í nefndinni eiga sæti Leifur Magnússon framkvæmdastjóri sem er formaður, Gunnar Bergsteinsson forstjóri Landhelgisgæslu íslands, Ólafur S. Valdimarsson ráðuneytis- stjóri samgönguráðuneytisins, Jón B. Jónasson skrifstofustjóri í sjáv- arútvegsráðuneytinu og Ólafur W. Stefánsson skrifstofustjóri í dóms- málaráðuneytinu. Tilgangur þessarar heilda- rendurskoðunar er að skilgreina hver skuli vera verkefni og mark- mið Landhelgisgæslu íslands með tilliti til þeirra breytinga sem hafa orðið á umhverfi stofnunarinnar á þeim aldatfyórðungi sem liðinn er frá því að lögin um hana voru sett. Endurskoðunin skal m.a. taka til þess sérstaklega hver á að vera þáttur Landhelgisgæslu íslands á sviði öryggis- og björgunarmála, almannavarna, fiskveiðieftirlits á sjó, vitaþjónustu og mengunar- varna og hvernig hagkvæmast sé að skipta þeim verkefnum á milli Landhelgisgæslu íslands og þeirra aðila annarra sem að þessu vinna. Er miðað við að nefndin ljúki störfum fyrir árslok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.