Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992 „JConan min þarfd. þ/í ah halcLc^ fyrir skotmarh." Við g-etum keypt gólfteppi þegar ég er búinn að selja golfkylfurnar þínar ... HOGNI HREKKVISI „HVERNtG GENGOR AÐ BA0A HÖGNA? " BEEF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Hjálpum öðrum Frá Einari Ingva Magnússyni: UM páskana ferðaðist ég mikið um Norðurland og dvaldi lengi í hinum víðáttumikla og undurfagra Skagafirði, þar sem sólin skein á páskadagsmorgun. Fegurðin var mikil við Héraðsvötnin við Hegra- nesið, í miðjum firðinum, eða þá uppi á fannhvítum tindum, sem drukku í sig birtu komandi sumar- sólar. Hugur minn leitaði til hæða, um leið og ég þakkaði guði fyrir að fá að vera til, einmitt þarna, á þessum morgni. Þá varð mér hugs- að um takmörk mannsins. Líkam- inn er bæði farartálmi sálarinnar og farartæki. I vöku erum við bundin þessum farartæki og kom- umst fátt án þess. Vitund okkar berst ýmislegt áreiti í gegnum lík- amann. Við skynjum hita og kulda í gegnum húðina, einnig þrýsting eða mjúkar strokur. Einnig berast okkur ilmur og bragð, hljóð og sýn ytri veruleikans, utan við líkam- ann. Til dæmis sjáum við hið und- ursamlega ljós sem glæðir allt nýju lífi, sem lifir, í gegnum augun. Við skynjun birtu dagsins með augum hins jarðneska og forgengilega lík- ama. Með jarðneskum augum sjáum við hina skínandi sól. Og við ætlumst til að sjá hið sanna ljós guðdómsins með þessum aug- um. Sú tilvera sem við skynjum á þennan hátt er Iík tilveru hins ný- fædda barns, sem í heiminn er borið. Á sama hátt erum við sem lifum í líkamanum ófædd í dauð- ann. Hér er skynjun okkar á við skynjun barns í móðurkviði. Þegar það fæðist opnast því ný veröld, og heimurinn stækkar út á við. Á sama hátt mun okkur opnast nýr heimur strax við síðasta andvarpið, þegar sálin heldur inn í nýjan heim. Ákaflega hollt er að vita þetta á meðan við lifum hér í heimi, því með sérhverri breytni sköpum við okkur framtíð á öðru skéiði, á tím- um sem á eftir munu koma. Sér- hvert ónytjumælgi, sérhver haturs- hugsun, jafnvel hið góða sem við látum ógert, mun leiða okkur þann veg, sem við aldrei vildum ganga. Lífið er útlegðartími og hann verð- um við að nota vel. Best er hann notaður til þess að hjálpa öðrum, leiðbeina skemur komnum mönn- um, seðja svanga menn og sálir, hlúa að þeim sem kaldur vindurinn næðir um, hjúkra særðum, hugga sorgmædda og gefa þeim vonina um betra líf í komandi heimi~Til þess að geta allt þetta í vondum heimi, grimmum og vægðarlaus- um, þurfum við eingöngu eitt vopn, kærleikann. Guð gefur hann, á sinn margvíslega máta. Verstu óvinir okkar eru eigingirnin og hrokinn, sem særa náunga okkar og valda þeim þjáningum og þrengingum. Ef við ætlum að stuðla að betri heimi verðum við að trúa því að hið góða sigri hið illa og að guð muni koma því til leiðar sem eigin- gjörnum mönnum er í nöp við. Heimur er harður. En oft geta menn sameinast hér á jörðu til að byggja upp betri heim á öðru skeiði. Þessir menn tengjast bönd- um sem munu sameina þá út yfir gröf og dauða og búa þeim stað til eilífs lífs í nýjum heimi, þar sem réttlæti býr um aldur og ævi. Kannski er eitt skýrasta dæmið um þennan hóp kristnir menn um allan heim. EINAR INGVI MAGNÚSSON Heiðargerði 35, Reykjavík Frábær þjón- usta Frá Kristínu Ólafsdóttur: MIG langar til að þakka fyrir frábæra þjónustu til Utfararstofnunar Kirkju- garða Reykjavíkur. Fyrr í vetur varð ég fyrir því að missa tvo ástvini í sömu vikunni, og þegar kom að kistulagningu langaði mig að leggja þar hönd á. En vissi ekki hvort það væri viðeigandi, svo ég hringdi og fékk alveg yndis- leg svör, að þetta væri ekk- ert mál og mætti ég koma og gera það sem ég vildi. Þarna var til staðar alveg frábært starfsfólk sem að- stoðaði mig við að klæða og snyrta mína ástvini. Það skildi vel þessa tilfinningu að fá að vera með. Þetta er viðkvæmt mál, sem það ætti ekki að vera því að þessu stefnir maður við að fæðast en enginn talar um. En þetta er mjög mikil- vægur þáttur í lífinu og ætti að vera eðlilegur, og mætti tala meir um. Að endingu þakka ég fyr- ir góðarog hlýlegar móttök- ur hjá Útfararstofunni. KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, Hraunbæ 94, Reykjavík. Víkveiji skrifar Nýlega hringdi einn af lesend um Morgunblaðsins af eldri kynslóðinni í Víkverja dagsins og lýsti megnri óánægju sinni með áform ríkisstjórnarinnar um að skattleggja fjármagnstekjur. Les- andinn, sem var kona um nírætt, sagðist hafa lifað tímana tvenna og nú hefði hún 44 þúsund krónur á mánuði í tekjur og sér væri meinað um heimilisuppbót á tekj- urnar, því að sonur sinn byggi hjá sér á heimilinu. Hún hefði því aðeins rúmlega hálfa milljón króna í árstekjur, en sér hefði um dag- ana tekist að safna í dulítinn sjóð, sem hún hefði handbæran í banka, ef eitthvað kæmi upp á sem ylli útgjöldum. Hún kvaðst afar óhress með að ríkisstjórnin ætlaði nú að skattleggja þær tekjur, sem hún hefði af þessum fjármunum. Nú væri svo komið í fyrsta sinn á ævinni, að hún vissi ekki hvað hún ætti að kjósa. Að skattlegga ijár- magnstekjur kvað hún vera í hæsta máta óréttlátt, því að hún taldi sig vera búna að greiða tekju- skatt af þessum fjármunum fyrir löngu. XXX IVíkverjapistli fimmtudaginn 30. apríl síðastliðinn gerði Víkveiji að umtalsefni póst, sem seint bær- ist viðtakanda, og tilefndi tvær sendingar, sem bárust Morgun- blaðinu árla dags mánudaginn 27. apríl, en bréfin voru bæði póstlögð og stimpluð í pósthúsinu í Ármúla hinn 22. apríl eða 5 dögum áður en þau bárust inn á ritstjórnar- skrifstofur Morgunblaðsins. Fulltrúar póstsins í Reykjavík hafa nú gert athugasemdir við fyrrgreinan Víkveijapistil og komu m.a. á ritstjórn blaðsins til þess að skoða umrædd bréf. Þá kom í ljós, að bréfin eru bæði með utanáskriftinni „Morgunblaðið, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík“, sem er hárrétt heimilisfang blaðsins, en Morgunblaðið hefur einnig ann- að heimilisfang, sem er Pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Fulltrúar póstsins fullyrða, að hefði póst- númerið verið 121, hefði bréfið borizt mun fyrr til blaðsins, því að yfirleitt væri póstur ekki borinn út til pósthólfseigenda. í annan stað segja þeir að seink- unin á bréfinum sé m.a. vegna þess að bréfín eru bæði póstlögð daginn fyrir sumardaginn fyrsta, sem sé frídagur og því er ekki lesið úr þeim fyrr en á föstudegin- um. Þá er fyrst litið á póstnúmer- in og flokkun fer eftir þeim. Þar sem ekki var um númer 121 að ræða hafa bréfin fyrst farið í póst- útburðarkanalinn ef svo má að orði komast og það er því ekki fyrr en síðar, að uppgötvazt að bréfið átti að fara í pósthólfa- dreifinguna. Þetta tefur því fyrir bréfinu um að minnsta kosti hálfan dag. Loks mun bréfið svo hafa komizt í pósthólf Morgunblaðsins, kannski seint á föstudag og ef til vill eftir að sendill blaðsins hefur sótt póstinn í hólfið, en það gerir hann alltaf daglega, tvisvar á dag. Þegar strax að’ morgni og aftur rétt fyrir klukkan 17. Allar líkur eru því á að hann hafi verið nýbú- inn að tæma hólfið, þegar bréfin höfnuðu í pósthólfinu. Þau skiluðu sér því ekki fyrr en um klukkan 09 á mánudagsmorgun, er send- illinn tæmdi hólfið. Ferill þessara tveggja bréfa sýnir því og sannar hve mikilvægt er fyrir sendendur bréfa að hafa utanáskrift þeirra kórrétta og liggi mönnum á að bréf skili sér á sem skemmztum tíma þarf að huga vel að því hvaða póstnúmer er valið. Sem dæmi nefndu þeir að sé heimilisfang í jaðri póstumdæmis eins og t.d. Fálkagata, sem hefur póstnúmer 107, en algengt mun vera að villzt sé á umdæmi 101, getur það skipt sköpum um send- ingartíma bréfsins, því að sé valið póstnúmer 101 á Fálkagötu, fer bréfið aftur til baka í pósthús og er sínan send í umdæmi 107 og tvöfaldast þá eðlilegur senditími bréfsins. Handan Suðurgötunnar, rétt við Fálkagötuna er póstsvæði 101.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.