Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAI 1992 Stj ómarskrárbreyt- ing er nauðsynleg' eftir Sigurð Helgason Stjórnskipunin hér á landi bygg- ist í meginatriðum á stjórnar- skránni, sem verður að standa af sér öll veðrabrigði stjórnmála. Segja má að stjórnarskráin sé kjöl- festa þjóðfélagsins. Allar lýðræðis- þjóðir hafa ströng ákvæði, sem torvelda allar breytingar á henni og þá sérstaklega öll ákvæði er varða grundvöll hennar. Sam- kvæmt íslensku stjórnarskránni, sbr. 79 gr., skal bera tillögur til breytinga eða viðauka á reglulegu Alþingi þá þegar og stofna til al- mennra kosninga að nýju. Sam- þykki síðan Alþingi ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af for- seta og er hún þá gild stjómskip- unarlög. í þessu sambandi er oft vitnað til Weimarstjórnarskrárinnar, sem víti til varnaðar. Árið 1919 var hún samþykkt í Þýskalandi og átti að vera mjög lýðræðisleg og til fyrirmyndar á öllum sviðum. Sett voru ýmiss nýmæli, t.d. voru allar breytingar á gildandi stjórn- arskrá gerðar auðveldari. En reynslan var mjög alvarleg og notfærðu nasistar sér einmitt þessi ákvæði til þess að ná völdum og koma á einræði, sem hér verður ekki rakið nánar. Nátttröllin Sérhvert lýðræðislegt þjóðfélag verður að hafa dug og kjark til þess að endurskoða stjómarskrána í samræmi við breyttar aðstæður heima fyrir og nýrra straumhvarfa á alþjóðavettvangi. Hætt er á því, ef svo er ekki gert að stjórnskipun- arinnar bíði sömu örlög og nátt- tröllsins í þjóðsögunum og virðing fyrir henni fari að sama skapi þverrandi. Stjórnarskrá íslands er í meginatriðum frá 1874 og var þá sniðin eftir dönsku og norsku stjómarskránum. íslenska ríkið hefur frá þeim tíma breyst frá konungsdæmi tii lýðveldis með virkri þátttöku í samstarfi þjóða. Heildarendurskoðun stjórnar- skrárinnar hefur þó aldrei farið fram, en endurskoðun er aðeins í verkahring alþingismanna. Hætt er við því að telji sagan, að hér Þ.ÞDRCRÍMSSOW &C0 ABETE*±n± HARÐPLAST Á BORÐ ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 Ljós á kerrur og tengi á bíla Viðgerðir á ÍHONDA vélum og rafstöðvum. vélaverkstæði, Eldshöfða 18, s. 674199/985-20533. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! jltegimblitblb hafi átt sér stað alvarleg mistök, verði það einmitt alþingismenn, sem fái þyngstan dóminn. Með vísan til þjóðsagnanna bíður þeirra hlutverk nátttröllanna, ef þeir rækja ekki hlutverk sín í samræmi við grundvallarlögin. Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utan- ríkisnefndar Alþingis, hefur ný- lega átalið utanríkisráðherra fyrir að ætla að undirrita EES-samn- inginn án þess að gera þann fyrir- vara að hann bijóti gegn 2. gr. stjórnarskrárinnar, en gera þyrfti nauðsynlegar breytingar á henni til þess að hægt væri að sam- þykkja samninginn. Umrædd grein fjallar um handhafa löggjaf- arvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Nýjar hugmyndir Hér verða ræddar breytingar á stjórnarskrám Dana og Norð- manna vegna breyttra aðstæðna innanlands og aukins víðtæks samstarfs á alþjóðavettvangi. Árið 1953 var innleidd merk nýjung á stjómarskrá Dana, en bætt var við nýrri grein, þ.e. 42. gr. í 8 liðum. Heimild er þar fyrir að ’/a hluta þingmanna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um ný lag- eftir Guðmund Andra Thorsson Tvennt virðist þurfa að útskýra fyrir ritstjóra Helgarblaðsins, Sig- urði Á. Friðþjófssyni, ef marka má grein hans í Morgunblaðinu 7. maí síðastliðinn: Prentfrelsi og róg. Aðdragandi málsins er sá að í Helgarblaðinu birtust nafnlaus skrif í fréttarformi um að nú stæði fyrir dyrum stjórnarkjör hjá Rithöf- undasambandinu, borist hefði mót- framboð gegn Sigurði Pálssyni sem beindist þó ekki gegn honum per- sónulega heldur væri vegna óánægju „fjölda rithöfunda“ með að starf stjórnar undanfarin ár hefði „einkum gengið út á að koma sér og sínum vel fyrir .á spenan- um“, og í beinu framhaldi lætur hinn ókunni blaðamaður þess getið að Einar Kárason formaður og Steinunn Sigurðardóttir varafor- maður hafi fengið þriggja ára starfslaunum úthlutað af stjórn Launasjóðs rithöfunda, svo sem eins og til þess að lesendur velkist nú ekki í vafa um réttmæta reiði „fjölda rithöfunda" og til að læða því inn hjá lesanda að þau hafi haft þar hönd í bagga. Svo er stór- lega hagrætt tölum um það hversu miklu færri höfundar fái úthlutað í ár en áður var og loks látið liggja að því að formaður hafí reynt að halda framboði Þráins Bertelssonar til formanns leyndu. Eins og Sigurður játar reyndár í grein sinni eru þetta ósæmilegar aðdróttanir og vel skiljanlegt að sá sem hefur þær í frammi kjósi að kalla sig „fjölda rithöfunda“. Einar Kárason kvartar undan þessum skrifum í Morgunblaðinu síðastlið- inn miðvikudag, enda snerta þau hann óneitanlega - honum þykir vegið að æru sinni og Steinunnar Sigurðardóttur, þar sem svo aug- ljóslega er dylgjað að þau hafi not- fært sér aðstöðu sina til að skammta sér fé skattborgara og hann segir álit sitt skýit og skorin- ort á blaðamannshæfileikum SÁF í ljósi þeirra upplýsinga SÁF að afrumvörp, sem verður að koma fram innan 3 sólarhringa. Fjölmörg lagafrumvörp eru undanþegin, sbr. 6. liður. Áthygl- isvert er að nauðsynlegt var talið að bæta við þessari grein, þegar ákveðið var að koma á einni mál- stofu í Danmörku til þess að tryggja rétt minnihlutans. Aðeins einu sinni hefur reynt á þessa grein í Danmörku. Samkvæmt 20. grein grundvallarlaga Dana ber, ef um er að ræða alþjóðasamn- inga, sem hafi í för með sér yfir- færslu á valdi, að fá samþykki V:, hluta þingmanna eða að frumvarp- ið verði lagt fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu, sbr. 42. gr. Danir höfðu á þessum grundvelli þjóðarat- kvæðagreiðslu árið 1972 um inn- göngu sína í EB. Nýlega voru þeir einir þjóða nú innan EB, sem viðhafa sömu aðferð vegna nýs Maastrichtssamkomulags. í dansk Statsforfatningsret 1. bindi, 3. útg., efst á bls. 407 seg- ir höfundurinn Alf Ross: „Forud- sætningen for grdl. 20 er at eftir almindelige regler, d.v.s. dersom denne paragraf ikke fandtes, ville Danmarks tilslutning til en int- ernational organisation af denne type nödvendiggöre en grundlovs- hann beri ábyrgð á umræddum nafnlausum skrifum í fréttastíl — og kannski ekki síður í ljósi þeirrar heimildameðferðar að lækka töluna 50 niður í 31 og hækka 85 í 100. En þegar Einar ber hönd fyrir höf- uð sér bregður svo við að Sigurður kallar það hvorki meira né minna en aðför að prentfrelsi, en mat Einars á honum sjálfum sem ábyrgðarmanni - og jafnvel höf- undi - þessara skrifa kallar hann róg og telur það svo hótun um málsókn þegar Einar víkur tali sínu að hugsanlegri málsókn Hrafns Gunnlaugssonar út af ' annarri grein. Þetta þarf að skýra fyrir Sig- urði: Það er ekki aðför að prent- frelsi að vetja hendur sínar þegar vegið er úr launsátri - það er rétt- ur manns í lýðræðisþjóðfélagi. Það er ekki rógur þegar maður undir nafni segir umbúðalaust álit sitt á starfsemi annars. Rógurinn er aldr- ei svo hreinn og beinn. Hann er nafnlaus. Og það kölium við róg þegar úr leynum er reynt að níða skóinn af manni án þess að hann fái rönd við reist. Og gamli Þjóðvilj- inn breytist ekki í Washington Post við það eitt að hafa nafnlausa heim- ildarmenn, fleira þarf að koma til. t grein sinni talar Sigurður nokk- uð um að Helgarblaðið sé ekki leif- ar gamla Þjóðviljans og hafi engin tengsl við Alþýðubandalagið, sem kann að vera fagnaðarefni, en rétt eins og nýfijálsum Austur-Evrópu- þjóðum þarf að lærast að frelsinu fylgir nokkur ábyrgð, þá þurfa nýorðnir fijálsir og óháðir blaða- menn að skilja að bláð með sjálfs- virðingu getur ekki verið svo fijálst og óháð að hver sem er geti labbað þar inn og sagt hvað sem er um hvern sem er og kallað sig almann- aróm, án þess að nokkur sé borinn fyrir óhróðrinum annar en ólyginn, án þess að nokkuð sé reynt að graf- ast fyrir um sannleiksgildi upplýs- inganna — án þess að nokkur þurfi að svara fyrir nokkurn skapaðan hlut. Og rétt eins og Austur-Evróp- umenn virðast ætla að tileinka sér allt það lakasta úr kapítalismanum Sigurður Helgason „Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hef- ur þó aldrei farið fram, en endurskoðun er að- eins í verkahring al- þingismanna. Hætt er við því að telji sagan, að hér hafi átt sér stað alvarleg mistök, verði það einmitt alþingis- menn, sem fái þyngstan dóminn.“ ændring.“ í lauslegri þýðingu væri þannig: Á grundvelli 20. greinar- Guðmundur Andri Thorsson virðast þeir Helgarblaðsmenn ætla að tileinka sér öll hæpnustu vinnu- brögð íslenskrar blaðamennsku, enda reynir Sigurður Á. Friðþjófs- son að réttlæta skrif Helgarblaðs- ins með því að benda á svipaðan uppslátt í Pressunni og Tímanum - sem breytir Helgarblaðinu heldur ekki í Washington Post. Sigurður Pálsson og Þráinn Bertelsson eru í framboði til for- mannskjörs hjá Rithöfundasam- bandinu. Mér finnst ástæðulaust að fara að ata Einar Kárason og Steinunni Sigurðardóttur sérstak- lega auri af því tilefni; mér finnst satt að segja, sé'm óbreyttum liðs- FARIÐ verður í hið árlega vor- ferðalag barnastarfs Seltjarnar- neskirkju 10. maí nk. Börnin koma til kirkju um morguninn kl. 11 þar sem haldin verður fjöl- skylduguðsþjónusta og barnakór kirkjunnar syngur. Að guðsþjónustu lokinni verður ekið suður til Keflavíkur þar sem sr. Ilelga Soffía Konráðsdóttir tek- ur á móti hópnum í safpaðarheimil- inu. Þar mun hópurinn snæða pyls- ur, en síðan verður stund í Keflavík- innar byggist að hægt sé fyrir Dani að ganga í yfirþjóðlegar stofnanir, án þess að breyta stjórn- arskránni. Árið 1963 bættu Norðmenn 93. gr. við stjórnarskrá sína m.a. á grundvelli framangreindra breyt- inga Dana. Samkvæmt henni þarf samþykki % hluta þingmanna til þess að alþjóðlegir samningar, sem hafa í för með sér tilfærslu valds, taki gildi. Engin deila er í Noregi, að umrætt EES-samkomulag fell- ur undir þessa grein. Í Statsfor- fatningen í Norge, 4. útg., bls. 266 kemst Johs. Andenæs að sömu niðurstöðu og Alf Ross, að aðeins vegna 93. gr. væri hægt að gera slíkt samkomulag án stjórnar- skrárbreytinga. íslendingar hafa ekki fylgt fordæmi Dana og Norð- manna um nýmæii og því stjórnar- skrárbreyting nauðsynleg. Eykon í góðum félagsskap Eyjólfur Konráð er ekki í slæm- um félagsskap, því að virtustu stjórnlagafræðingar Dana og Norðmanna eru á sömu skoðun. Sagt er að Eyjólfur sé einn þing- manna Sjálfstæðisflokksins, sem telji mörg ákvæði EES-samnings- ins fáist ekki staðist, en hið sanna mun að sjálfsögðu koma í ljós síð- ar. Öruggt er þó, að fjölmargir flokksbundnir sjálfstæðismenn eru sömu skoðunar og Eyjólfur og telja afstöðu hans sýna bæði góða laga- þekkingu og stjórnmálalegt áræði, sem fleiri munu meta þótt síðar verði. Höfundur er viðskipta- og lögfræðingur. „Það er ekki rógur þeg- ar maður undir nafni segir umbúðalaust álit sitt á starfsemi annars. Rógurinn er aldrei svo hreinn og beinn. Hann er nafniaus. Og það köllum við róg þegar úr leynum er reynt að níða skóinn af manni án þess að hann fái rönd við reist.“ manni Rithöfundasambandsins óþarfi að kveðja fráfarandi form- ann með þessu spenatali, sem er ómaklegt og lítilmannlegt. Ég hef ekki orðið var við þessa „óánægju fjölda rithöfunda" við stjórnarkjör undanfarinna ára; ég sé enga sér- staka ástæðu til að fara að hella mér yfir fólk sem nennir að eyða tíma og orku í sameiginleg hags- munamál. Mér finnst ástæða til að óska okkur til hamingju með að hafa borið gæfu til að velja til for- ystu fólk sem hefur framfæri sitt af því að skapa bókmenntir og hefur haft vit á því að skipta sér einmitt ekki af starfi úthlutunar- nefndaí' launasjóðs umfram tilnefn- ingar — daginn þann sem stjórn Rithöfundasambandsins ætlar að fara að ráðskast með þessar úthlut- anir er launasjóðurinn dauður. Höfundur er rilliöfiindur. urkirkju með börnunum úr barna- starfinu í Keflavík. Seltjarnarnes- söfnuður býður börnunum upp á pylsurnar en börnin greiða 200 kr. fyrir rútuferðina. Ráðgert er að koma í bæinn kl. 17.00. Sóknarprestur og starfsfólk barnastarfsins við kirkjuna hvetja öll börn sem hafa tekið þátt í barna- starfinu í vetur að koma með í ferð- alagið og auðvitað eru foreldrar hjaríanlega velkomnir með. (F réltati 1 ky n n ing) Að hafa ólyginn heimildarmann Vorferð barnastarfs Seltj ar narneskirkj u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.