Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992 GULRÆTUR Blém vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 232. þáttur Gulrætur og kartöflur eru lík- lega þær matjurtir sem algengast er að rækta í heimilisgörðum. Gulrótin er tvíær sveipjurt. Hún er upprunnin í Vestur-Asíu, Mið- og Suður-Evrópu. í fornöld rækt- uðu bæði Grikkir og Rómverjar gulrætur en Norðurlandabúar hófu ræktun þeirra á 17. öld. Gulrætur eru með vítamínauðug- ustu og hollustu matjurtum sem völ er á. Þær eru tiltölulega auð- veldar í ræktun, harðgerðar og þola næturfrost á vorin betur en flestar matjurtir. Gulrótarfræi má sá mjög snemma og sjálfsagt eru ýmsir þegar búnir að sá því þótt aðrir verði að bíða eftir að snjóa leysi eða frost fari úr jörðu. í matjurtabókinni, sem Garðyrkju- félag íslands gaf út, er að finna mikinn fróðleik um ræktun mat- jurta og þar er einnig fjallað um guirætur. Gulrætur gera töluverð- ar kröfur til jarðvegsins, sem þær eru ræktaðar í. Best er mold, sandur eða moldarblandinn sand- ur. Séu þær ræktaðar í grýttum jarðvegi verða þær kræklóttar. Gulrætur eru áburðarfrekar, þær dafna vel í beði með gömlum bú- fjáráburði í, en þær þurfa líka mikið af steinefnum. Bórskortur getur valdið sprungumyndun í gulrótum líkt og rófum. Þær gulrætur sem nú eru rækt- arðar eru komnar langt frá for- móður sinni, villigulrótinni. Gul- rótum er skipt í tvo flokka, sum- ar- og vetrargulrætur. Hérlendis eru einungis ræktaðar svokallaðar sumargulrætur, sem vaxa mun hraðar en hinar, en geymast hins vegar mun verr. Innfluttar gulr- ætur a.m.k. síðla vetrar eru hins vegar vetrargulrætur. Ýmsar teg- undir eru til af sumargulrótum, s.k. Parísargulrætur eru skemmti- legar og skrautlegar á diski þar sem þær eru nær hnöttóttar í lag- inu, en Nantes eru algengastar í ræktun hérlendis. Þær eru nokkuð beinar niður — jafnbola — og snubbóttar í endann. Gulrótarfræið er með hörðu skurni og er allt að 3 vikur að spíra, þótt spírunum megi flýta nokkuð með því að leggja fræið í bleyti áður en sáð er. Vegna þess hve spírunartíminn er langur þarf að sá fræinu eins fljótt og unnt er. Best er að sá í raðir með 20-25 sm millibili. í plássið milli gulrót- arraðanna mætti síðar sá radísum. Þær eru fullsprottnar, áður en gulræturnar þurfa á öllu vaxtar- rýminu að halda. Gæta þarf þess að sá ekki of þétt, gömul regla er að hafa u.þ.b. tvær fing- urbreiddir milli plantnanna og því þurfa flestir að grisja sáninguná þegar fer að koma upp. Mörgum finnst leiðinlegt að grisja ungp- lönturnar enda er það mikil vinna, en þó borgar sig illa að ætla bara að grisja þegar byijað er að taka upp. Gulrætumar verða að vísu fleiri með því móti en verulega smærri, auk þess raskast rótar- kerfið hjá þeim gulrótum sem eft- ir standa. Til að komast hjá grisj- un er unnt að nota sáðbönd, strimla þar sem hæfilegt bil er á milli fræjanna. Séu notuð sáðbönd þarf að huga enn betur að raka á spírunartímanum en venjulega til að spírunin verði eðlileg. Eins er unnt að nota húðað gulrótarfræ, sem er mun auðveldara að sá en óhúðuðu en það gerir líka kröfur til góðs raka á spírunartímanum. Til að gulrætumar spíri fljótt og vel skiptir jarðvegshiti líka miklu máli. Gott er að breiða yfír beðin til að hækka hitastigið. Glært plast hefur lengi verið notað sem yfir- breiðsla. Það hefur þann góða kost að vera vindþolið, en njóti sólar getur ofhitnað undir því og því þarf að lofta. Eins þarf að losa um plastið þegar vökvað er. Akryl- efni P-17, þ.e. þyngd dúks er 17 g/m2, er líka mikið notað sem yfír- breiðsla. Akryldúkurinn er mjög góð yfirbreiðsla framan af sumri þar sem hann hleypir í gegnum sig lofti og raka og ver auk þess plönturnar fyrir frosti fari það ekki niður fyrir 3-4°C. Akrýl þolir hins vegar illa vind. Vaxtartíma gulrótna má Iengja með forræktun innanhúss. Gulr- ætur þola mjög illa dreifplöntun, rótarvöxturinn stöðvast og er mjög lengi af stað aftur. Aftur á móti er gott að verða sér úti um 1-2 1 mjólkurfernur, skera af þeim topp og botn og þjappa í þær góðri, Iéttri moldarblöndu og raða síðan hymunum í bakka, svo gott verði að vökva þær þótt þær séu botn- lausar. Síðan er sáð í hyrnurnar, fræið þakið með fínum sandi og strengt plast yfir til að halda sem jöfnustum raka meðan á spímn stendur. Hæfílegt er að 10-12 plöntur vaxi í 2 1 hyrnu. Plönturn- ar þurfa að njóta mikillar birtu og 15-20° hita meðan á forræktun stendur. Við útplöntun er a.m.k. neðri hluti umbúðanna fjarlægður og klumparnir gróðursettir með u.þ.b. 25 sm millibili á allar hlið- ar. Ef umbúðirnar em ekki fjar- lægðar alveg þarf að vökva ofan í þær, séu þurrkar fyrst eftir útp- löntun. Forræktun gulrótna á þennan hátt getur verið hentug þar sem seint vorar eða jarðvegur- inn er lélegur. Eins má með þessu móti lengja vaxtartímann um all- margar vikur. S.Hjj. Aths. Höfundur pistilsins um voríris er vanastur því að blómið íris sé karlkyns, þótt íris sé til sem kvenmannsnafn, en af ókunnum orsökum var þetta alltaf haft kvenkyns i síðasta pistli. ( jHcðöur r a morgun V_______ ÁSKIRKJA: Guðsjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Arna, Gunnar og Sigurjón. Guðsþjónusta kl. 14. Einsöngur Elín Hrund Árnadóttir. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Ingólfur Guðmunds- son. Dómkórinn syngur. Miðviku- dag: Kl. 12.10 Hádegisbænir í kirkjunni. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir og kl. 13.30- 16.30 samvera aldraðra í safnað- arheimilinu. Tekið í spil. Kaffi- borð, söngur, spjall og helgi- stund. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Ólafur Jó- hannsson. GRENSÁSKIRKJA: Vorferð barn- astarfsins. Farið frá Grens- áskirkju kl. 11 til Grindavíkur. Helgistund í Grindavíkurkirkju. Pylsuveisla og leikir. Foreldrar og börn hvött til þátttöku. Allir þáttakendur eru gestir kirkjunn- ar. Guðsþjónusta kl. 11. (Ath. breyttan messutíma.) Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. Kaffisala Kvenfélagsins kl. 15. Þriðjudag: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur í 10 mínútur. Fyrirbænir, altaris- ganga og léttur málsverður og kl. 14 biblíulestur og kirkjukaffi. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón- Guðspjall dagsins: Jóh. 16.: Ég mun sjá yður aftur. usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Dúfa Einarsdóttir syngur ein- söng. Ilka Petrova leikur á flautu. Organisti Violeta Smid. Sr. Tóm- as Sveinsson. Mánudag: Biblíu- lestur kl. 21. Kvöldbænir og fyrir- bænir eru í kirkjunni á miðviku- dögum kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Flóki Krist- insson. Kór Langholtskirkju (hóp- ur V) syngur. Organisti Jón Stef- ánsson. Aftansöngur virka daga kl. 18 í umsjá sr. Flóka Kristins- sonar. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Sóknarprestur sr. Gunnþór Ingason, kirkjukór og safnaðarfólk úr Hafnarfjarðar- kirkju koma í heimsókn. Sr. Gunnþór Ingason prédikar og sr. Jón D. Hróbjartsson þjónar fyrir altari. Kirkjukórar Hafnarfjarðar- kirkju og Laugarneskirkju syngja saman Cantate Domino eftir Pitoni og Drottinn ég er þess eigi verður eftir Camille Saint- Saéns undir stjórn Helga Braga- sonar og Ronalds Turner. Eftir messu verður boðið upp á kaffi- sopa. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Miðviku- dag: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Barn- akórinn syngur undir stjórn Sess- elíu Guðmundsdóttur. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Vorferð barnastarfsins að lokinni guðsþjónustu. Farið verður til Keflavíkur og ráðgert að koma heim kl. 17. Miðvikudag: Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Þórir Hauksson prédikar. Organleikari Sigrún Steingrímsdóttir. Aðalfundur Ár- bæjarsafnaðar verður haldinn að guðsþjónustunni lokinni. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14 í umsjá Kvenfé- lags Breiðholts. Vigdís Einars- dóttir prédikar. Anna Birgitta Bóasdóttir og Árný Albertsdóttir syngja tvísöng. Organisti Daníel Jónasson. Að guðsþjónustunni lokinni verður kaffisala og hluta- velta Kvenfélagsins. Dúfa Einars- dóttir syngur einsöng. Bæna- guðsþjónusta með altarisgöngu þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jón- asson. DIGRANESPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organ- isti Guðný M. Magnúsdóttir. Guðsþjónusta miðvikudag kl. 20.20. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Sönghópurinn „Án skilyrða" annast tónlist. Prestarnir. HJALLAPRESTAKALL: Guðs- þjónusta kl. 14 í Digranesskóla. Altarisganga. Gunnar Jónsson syngur einsöng. Kór Hjallasóknar syngur. Organisti Oddný Þor- steinsdóttir. Að lokinni guðs- þjónustu fer fram aðalsafnaðar- fundur Hjallasóknar í húsakynn- um skólans. Sóknarfólk er hvatt til þátttöku. Kristján Einar Þor- varðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. Molakaffi eftir guðsþjón- ustuna. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Á sunnudag verður vorferðalag barnanna. Mæting við Fríkirkjuna kl. 10.30. Farið verður í Vatnaskóg. Helgi- stund verður í kapellunni, farið verður í leiki m.m. Veitingar. Al- menn guðsþjónusta í kirkjunni fellur niður. Miðvikudag: kl. 7.30 morgunandakt. Orgelleikari Pav- el Smid. Sr. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúm- helga daga er messa kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Laugardag kl. 14, fimmtudag kl. 19.30. Aðra rúm- helga daga messa kl. 18.30. KFUM/KFUK, kristniboðssaln- um við Háaleitisbraut: Almenn samkoma kl. 20.30. Upphafs- orð/bæn Hulda B. Jónasdóttir. Ræðumaður Gunnar J. Gunnars- son. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelf- ía: Sunnudagaskóli kl. 11. Al- menn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Hafliði Kristinsson. Bar- nagæsla. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Bæn kl. 19.30 og hjálpræðissamkoma, kl. 20 hermannavígsla. Anna og Daníel Öskarsson tala og stjórna. VEGURINN, Kópavogi: Fjöl- skyldusamvera kl. 11 og alm. samkomur kl. 16.30 og 20. Mið- vikudag: Kl. 18.30 er biblíulestur, sr. Halldór S. Gröndal. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma kl. 17, sem konur í Sjó- mannskvinnuhringnum í bæjun- um Skála Strondum og Hvalvík stjórna. GARÐASÓKN: Guðsþjónusta í Garðakirkju kl. 14. 25 ára ferm- ingarbörn koma í heimsókn. Æskulýðsfélagið efnir til „Söngv- akeppnisvöku" í Kirkjuhvoli í kvöld kl. 18.45. Þriðjudag: Opið hús Æskulýðsfél. hjá æskulýðs- félaginu. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. VÍÐISTAÐASÓKN: Messað íVíð- istaðakirkju kl. 11. Kór Víðistaða- sóknar syngur. Úlrik Ólason organisti. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messuferð í Laugarneskirkju. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 10 og verður messað í Laugarnes- kirkju kl. 11. Báðir kórar kirkn- anna leiða söng undir stjórn org- anista sinna, Ronalds Turner og Helga Bragasonar. Sr. Gunnþór Ingason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt staðarpresti, sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni prófasti. Eft- ir messu verður safnaðarstarf Laugarneskirkju kynnt. Safnað- arstjórn. KAPELLAN, St. Jósefsspítala: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Aðalsafn- aðarfundur að messu lokinni. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fjölskyld- umessa með Seltjarnarnes- söfnuði kl. 14. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir þjónar ásamt sóknarpresti. Organisti Einar Örn Einarsson. Aðalsafnaðar- fundur Keflavíkursóknar í Kirkju- lundi að messu lokinni. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 16 sunnudaga. ÞORLÁKSKIRKJA: Messa kl. 20.30. Aðalsafnaðarfundur í kirkjunni að messu lokinni. Sr. Svavar Stefánsson. BORGARPRESTAKALL: Fjöl- skyldumessa í Borgarneskirkju kl. 11. Sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.