Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1992 37 Svari nú hver fyrir sig eftir Kristínu Steinsdóttur Alþjóðlegi barnabókadagurinn var haldinn hátíðlegur í Norræna húsinu 2. apríl 1992. Það var Barnabókaráðið, íslandsdeild Ibby, sem stóð fyrir hátíðinni. Þessi dag- ur er ekki valinn af handahófi. Hann er fæðingardagur ævintýra- skáldsins H.C. Andersens og árið 1953 var ákveðið að helga barna- bókinni þennan dag. Barnabókaráðið stóð fyrir vand- aðri dagskrá. í bakherbergjum sögðu rithöfundar börnum sögur eða lásu úr verkum sínum á meðan dagskrá var í gangi inni í sal. Þar ræddi Erna Árnadóttir um texta í bókum fyrir yngri böm, Ólöf Pét- ursdóttir um bækur fyrir eldri börn og Margrét Theódórsdóttir um þýddar bækur. Ragnheiður Gests- dóttir fjallaði um myndir í barna- bókum og sýndi litskyggnur máli sínu til stuðnings. Siðari hluti dagskrárinnar bar yfirskriftina: Hvernig fjalla fjöl- miðlar um barna- og unglingabæk- ur? Hópur sem kallaði sig Starfshóp höfunda barna- og unglingabóka gerði nokkra úttekt á umfjöllun fjölmiðla á síðasta ári og tók undir- rituð að sér að segja frá niðurstöð- um hennar f.h. hópsins. Leitað var til fjölmiðla og þeim boðið að senda fulltrúa sem gera skyldu grein fyr- ir stefnu þeirra og markmiðum. Ekki einn einasti fjölmiðill sá sér fært að taka þátt í umræðunni. Þetta segir meira en mörg orð hvaða virðingarsess barna- og unglingabókmenntir skipa í augum þessara fjölmiðla. í síðasta jólabókaflóði kynnti Ríkisútvarpið bækur fyrir fullorðna í Leslampanum, Kviksjá og á Bóka- þingi, í allt að sautján klukkustund- ir á meðan barnabækur fengu eina klukkustund og tuttugu og eina mínútu í þættinum Brotabroti. Þó voru barna- og unglingabækur rúmur fjórðungur af heildarútgáf- unni fyrir jólin skv. upplýsingum frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Bækur fyrir börn og fullorðna voru aldrei kynntar í sömu þáttum. Af hveiju ekki? Eru það ekki fullorðn- ir sem í flestum tilfellum velja bækur fyrir böm sín? Er hér ekki um bókmenntakynningu að ræða og hvað er þá eðlilegra en þessar bókmenntagreinar séu í einum og sama þættinum? Af hveiju eru bók- menntir sífellt dregnar i dilka? Sjónvarpið var í fyrsta sinn með blandaða bókakynningu og á þakk- ir skilið fyrir það. Aðalstöðin var einnig með blandaða bókakynn- ingu. Þar voru bækur kynntar með upplestri, viðtölum við höfunda og umsögnum um bækur. Á hvern hátt sinna dagblöðin skyldum sinum við þessa bók- menntagrein? Það gera þau á þann hátt að skrifa að jafnaði helmingi fleiri, lengri og ítarlegri ritdóma um fullorðinsbækur en bækur ætl- aðar börnum og að sniðganga þá sem skrifa fyrir síðarnefnda hópinn með öllu þegar kemur að viðtölum og kaflabirtingum. Hefur þá sá höfundur sem skrifaði fyrir ungl- inga ekki frá neinu að segja þegar bókin hans eða hennar kemur loks- ins út? Telst það ekki til tíðinda þegar barnabók kemur út? Þögnin í kringum þennan hóp er hrópandi. Börn hér á landi njóta ekki virðing- ar fyrr en þau eru vaxin úr grasi og þess vegna er það sem kemur á bók fyrir þau lítils metið. Þarna eiga fjölmiðlar stóran þátt, sinnu- leysi þeirra er fýrir löngu gengið út yfir allt velsæmi. Samstarfshóp- urinn reyndi að vekja máls á sinnu- leysinu í grein í Morgunblaðinu 22. Fermingar á morgun Fermingarbörn í Stokkseyrar- kirkju sunnudaginn 10. maí kl. 10.30. Prestur Ulfar Guðmunds- son. Fermd verða: Bi-ynja Ármannsdóttir, Stjörnusteinum. Guðný Benediktsdóttir, íragerði 7. Helena Sif Zóphoníasdóttir, Hásteinsvegi 7. Hafnarfjarðarsókn og Laugarnessókn: Hafnfirðing- ar heimsækja { Laug-arneskirkju SAFNAÐARFÓLK úr Hafnar- á fjarðarsókn mun sunnudaginn * 10. maí hcimsækja Laugarnes- kirkju og taka þar þátt í messu sem hefst kl. 11.00. Rútuferð verður frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 10.00 um morgunin. Kórar beggja kirkna munu leiða söng í messunni undir stjórn organ- ista sinna, þeirra Ronalds Turners og Helga Bragasonar og séra Gunnþór Ingason predika og þjóna fyrir altari ásamt séra Jóni Dalbú Hróbjai’tssyni, staðarpresti og pró- fasti. Eftir messu mun gestunum svo verða kynnt það víðtæka starf sem fram fer nú á vegum Laugarnes- kirkju og stefnt er þar að. Heim- sóknir af þessu tagi stuðla að kynn- ingu milli safnaða og skapa vina- bönd þeirra á millum og efla sam- stöðu í því brýna verki að boða og breiða fagnaðarerindið góða út á sem fjölþættasta hátt og gera kirkjustarf virkt sem víðast. Jón Dalbú Hróbjartsson Gunnþór Ingason. Kristrún Ragna Elvarsdóttir, Álftarima 9, Selfossi. Guðmundur Einarsson, íragerði 6. Guðmundur Þór Þórðarson, Hásteinsvegi 9. Kristján Bjarkarson, Tóftum. Smári Guðjónsson, Heiðarbrún 24. Steinar Nóni Hjaltason, Heiðarbrún 22. Fermingarbörn í Eryarbakka- kirkju sunnudaginn 10. maí kl. 13.00. Prestur Ulfar Guðmunds- son. Fermd verða: Ásta Björk Jónsdóttir, Eyrargötu 19. Eyrún Hafþórsdóttir, Túngötu 32. Heiða Jóhannsdóttir, Háeyrarvöllum 32. Þóra Osk Guðjónsdóttir, Kirkjuhvoli. Árni Hjálmarsson, Álfsstétt 3. Bjarni Sigurðsson, Túngötu 23b. Bjarni Skúlason, Túngötu 16. Erling Tómasson, Eyrargötu 17. VINKLAR A TRE HVERGI LÆGRI VERÐ if'Yx fi ii \r Pj Líl ÞYZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI EINKAUMBOÐ Þ.Þ0RGRÍMSS0N & CO Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 „Telst það ekki til tíð- inda þegar barnabók kemur út? Þögnin í kringum þennan hóp er hrópandi. Börn hér á landi njóta ekki virð- ingar fyrr en þau eru vaxin úr grasi og þess vegna er það sem kem- ur á bók fyrir þau lítils metið.“ febr. sl. og Ólafur M. Jóhannesson lagði málinu lið nokkru seinna í sama blaði í grein sinni Ólæsið. Engu að síður tóku fjölmiðlar engan þátt í barnabókadeginum. Eg lýk máli mínu með glóð- volgri reynslusögu úr nýafstöðnu jólabókaflóði. Um miðjan desember var hringt frá forlaginu mínu og ég beðin um að koma upp í Perluna næsta laug- ardag þar sem lesa ætti upp úr nýjum barnabókum. Það fyrir- komulag var haft á að tvö forlög sáu um lesendur hvern laugardag Kristín Steinsdóttir og þannig áttu kynningarnar að standa allt til jóla. Þetta er ekkert smá tækifæri til að vekja athygli á barnabókinni, hugsaði ég og þekktist boðið. Næsta laugardag dreif ég mig yfir Flóann og beint í Perluna. Á fyrstu hæð var jólamarkaður í full- um gangi, heilmikil verslun og sá ég ekki betur en seldist gi'immt. Jólasveinar voru að syngja uppi á heljarmiklu sviði. Ekki var einn einasti stóll fyrir framan sviðið eins og væri ekki til þess ætlast að menn tylltu sér niður og hlustuðu þó svo að einhvern langaði til þess eða væri bara þreyttur! Á miðju gólfi stóð jólatré. Börn og fullorðn- ir eigruðu um gólfið og nú var komið að mér. Um leið og jóla- sveinninn fór ofan af sviðinu til- kynnti hann eftirfarandi í hátalar- ann: „Nú kemur kona sem ætlar að lesa fyrir ykkur úr barnabók en á meðan hún er að lesa ætla ég að ganga um og taka í höndina á ykkur og spjalla við ykkur því mér þykir svo afskaplega gaman að tala við krakka.“ Svo Iagði jólasveinninn af stað og börnin mændu á eftir honum í halarófu. Á svona samkomu er barnabók dæmd til að bíða lægri hlut fyrir jólasveininum. Metnaður þeirra sem standa að samkomu- haldinu er enginn, það er alveg sama hvað krökkum er boðið upp á og í hvaða röð, það er allt nógu gott í þau, bara að það sé eitthvað og helst nógu mikil læti. Haldið þið að fullorðnum hefði verið boðið upp á þetta? Haldið þið að fjölmiðlar hefðu hundsað boðið 2. apríl ef umræðan hefði snúist um fullorðinsbækur? Svari nú hver fyrir sig! Höfundur er rithöfundur. U N M N N Yfirlit yfir afdregna staðgreiðslu ársins 1991 *S9» Berið yfirlitið saman við launaseðla Nú eiga allir launamenn að hafa fengið sent yfirlit yfir afdregna staðgreiðslu af tekjum sínum á árinu 1991. Mikilvægt er að yfirlitið sé borið saman við launaseðla til þess að tryggt sé að rétt skil hafi verið gerð á staðgreiðslu. Afleiðing vanskila Ef um skekkjur á yfirliti er að raeða kann það að leiða til þess að greiöslustaða verður röng og gjaldendur hugsanlega krafðir um hærri skattgreiðslur við álagningu en ella heföi orðið. w-w® XtLSÍ® XtUMS® *tUW® xlSSL- Umsókn um leiðréttingu Ef um skekkjur á yfirliti er að ræða er nauðsynlegt að umsókn um leiðréttingu sé komið til ríkisskatt- stjóra sem fyrst til þess að tryggja að rétt staðgreiðsla verði ákvörðuð við álagningu opinberra gjalda nú í sumar. Umsókn um leiðréttingu ber að senda til ríkisskattstjóra. Póstfangið er: Ríkisskattstjóri Laugavegi 166 150 Reykjavík Símanúmer ríkisskattstjóra er: 91-631100 og grænt númer 996311. Tryggið rétt uppgjör á staðgreiðslu og álagningu í sumar. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.