Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992 33 Um stöðu fríkirkjusafnaðanna eftir Þorbjörn Hlyn Arnason Formaður Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík skrifar grein í Morgun- blaðið hinn 1. maí síðastliðinn og víkur þar meðal annars að ummæl- um biskups íslands um breytingar á reglum er gilda um skráningu í fríkirkjusöfnuðina í Reykjavík og Hafnarfirði. Biskup lét þau orð falla, í við- tali við Morgunblaðið, að nú hefðu fríkirkjusöfnuðimir sömu stöðu og sértrúarsöfnuðir, hvað varðaði skráningu í trúfélög, þannig að nú getur fríkirkjumaður úr Reykjavík flutt austur á land, en verið skráð- ur áfram í Fríkirkjusöfnuðinn í Reykjavík. I grein safnaðarformannsins kom fram, að hann er ekki ánægð- ur með nefnd ummæli biskups, og segir marga hafa komið að máli við sig og spurt hvort Fríkirkju- söfnuðurinn í Reykjavík væri sér- trúarsöfnuður. Rétt er að taka fram í þessu sambandi að í orðum biskups kemur hvergi fram að Frí- kirkjusöfnuðurinn sé svokallaður sértrúarsöfnuður, en það orð hefur gjarnan verið notað um sum þau trúfélög er standa utan þjóðkirkj- unnar, hafa annan kenningagrund- völl en þjóðkirkjan og byggja um margt á ólíkum trúarhefðum. Bisk- up er einungis að vísa til þess, að nú hafi fríkirkjusöfnuðirnir sömu stöðu varðandi skráningu í trúfélög og sértrúarsöfnuðir. Formaður Fríkirkjusafnaðarins fjallar í nokkru máli um það sem hann kallar „búsetuhömlur" frí- kirkjufólks, en það eru reglurnar sem áður giltu um skráningu í trú- félög og höfðu í för með sér, að ef fríkirkjumaður flutti út á land, þá var hann sjálfkrafa skráður í viðkomandi þjóðkirkjusöfnuð. Fríkirkjumenn hafa nú fengið breytingu á þessu fyrirkomulagi, þannig að nú hafa þeir, hvað þetta varðar, sömu stöðu og trúfélög utan þjóðkirkjunnar, sem gjarna eru nefnd sértrúarsöfnuðir. En það er rétt að huga að því, að baki hinu eldra fyrirkomulagi lágu ákveðin trúfræðileg rök. Líkt og formaður Fríkirkjusafnaðarins bendir réttilega á, þá er Fríkirkjan í Reykjavík evangelísk-lúthersk kirkja eins og þjóðkirkjan. Játning- argrundvöllur þessara tveggja „Hvað sem skráningar- reglum líður þá er óhætt að fullyrða að samstarf þjóðkirkjunn- ar og fríkirknanna hef- ur í gegnum tíðina ver- ið ágætt, enda engar efnislegar forsendur til annars.“ kirkna er með öðrum orðum hinn sami; þær viðurkenna sömu játn- ingarnar. Þetta hefur birst í verki í því, að biskup íslands hefur vígt presta til þjónustu í fríkirkju- söfnuðunum og þjóðkirkjuprestar hafa gengið til þjónustu í fríkirkju- söfnuðunum og horfið þaðan aftur til þjónustu innan þjóðkirkjunnar. Það er vel skiljanlegt að frí- kirkjumenn hafi verið óánægðir með eldri skráningarreglur, sem höfðu meðal annars í för með sér að fríkirkjufólk sem flutti úr Hafn- arfírði eða Reykjavík um einhvern tíma var ekki sjálfkrafa skráð í sinn fríkirkjusöfnuð er það flutti heim aftur. En í ljósi þess sem hér er sagt að ofan, um sameiginlegan játningagrundvöll þjóðkirkju og fríkirkna á íslandi, er margt skiljanlegt við eldri reglurnar sem fólu í sér breytingar á trúfélagsað- ild við búferlaflutninga, enda byggja fríkirkjusöfnuðimir á sama grunni og þjóðkirkjan. Tökum dæmi af fríkirkjumanni úr Reykja- vík sem flytur austur á Reyðar- íjörð. Vegna þess að fríkirkjan og þjóðkirkjan byggja á sömu játning- um, eiga þannig sameiginlega guð- fræðilega undirstöðu fyrir boðun sína, eru allar líkur á að fríkirkju- maðurinn kjósi að þiggja þá þjón- ustu sem þjóðkirkjusöfnuðurinn á Reyðarfírði veitir, og því ekki óeðli- legt að hann sé skráður í söfnuðinn á Reyðarfírði og sóknargjöld hans renni til þess safnaðar. En nú hefur þessum reglum verið breytt, þannig að fríkirkju- maður sem flytur á Reyðarfjörð situr við sama borð, hvað varðar trúfélagsaðild, og aðventisti eða hvítasunnumaður, sem tilheyra trúfélögum er ekki hafa sama játningagrunn og þjóðkirkjan og hafa í guðfræðilegum skilningi um Þorbjörn Hlynur Árnason margt önnur viðhorf en lúthersk kirkja. En hvað sem skráningarreglum líður þá er óhætt að fullyrða að samstarf þjóðkirkjunnar og frí- kirknanna hefur í gegnum tíðina verið ágætt, enda engar efnislegar forsendur til annars, eins og bent var á hér á undan, og fylgja þess- um athugasemdum góðar óskir um að þar verði framhald á. Höfundur er biskupsritari. Katrín Sigurðardóttir og Berg- þór Pálsson í hlutverkum sínum í Töfraflautunni. Töfraflaut- an á Norður- landi vestra LISTAMENN íslensku óperunnar ætla að leggja land undir fót og nú norður í land með Töfraflaut- una eftir Wolfgang Amadeus Moz- art. Sýningar verða á Blönduósi laug- ardagskvöldið 16. mai kl. 21.00 og í Miðgarði í Skagafírði sunnudaginn 17. maí kl. 15.00. Áður auglýstir sýningartímar sem birtir hafa verið m.a. í Morgunblaðinu í MENOR menningarfréttum eru rangir. í aðalhlutverkum eru Þorgeir J. Andrésson sem Tamino, Ólöf Kol- brún Harðardóttir sem Pamina, Bergþór Pálsson sem Papageno og Sigrún Hjálmtýsdóttir sem Nætur- drottningin. Tónlistinni stjórnar Garðar Cortes, undirleikarar eru Iwona Jagla og Rosemary Hewlett. í sýningunni munu taka þátt böm af Norðurlandi vestra. NIÐURHENGD LOFT ■ CMC kerfi fyrir niðurhengd loft, er úr galvanfseruðum málmi og eldþolið. ■ CMC kerfi er auðvelt i uppsetningu og mjög sterkt. ■ CMC kerfi er fest með stillanlegum upphongjum sem þola allt að 50 kg þunga. ■ CMC kerfi fnst I mörgum gerðum baaði sýnilegt og falið og verðlð er ótrulega lágt EINKAUMBOÐ 88 Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 TONCO KYNNIR IMIðiH I Laugardalshöllinni Föstudaginn 5. júní klukkan 19.00 \<'6 f *r.'> -T VS° mm.% ÍSM - \ v '' ^ • W' i ^ , W-ÍÍÍ-' Ér mm Verð kr. 3800 m æ •'... llillllTi’nmi lilisill WirBBlllTllTir^ ^ S • K- I • F • A • N VISA MIÐAPANTANIR I S T E I N A R EURO Miðasala í hljómplötuverslunum: ísafirði - Akureyri - Vestmannaeyjum - Keflavík - Akranesi Reykjavík Steinar - Skífan Flugleiðir veita 35% afslátt á fargjöldum vegna hljómleikanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.