Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992 21 bjóðum okkar farþegum að fljúga til Keflavíkur í eina flugstöð sem er mjög þægileg. Við erum í vax- andi mæli farnir að sjá farþega koma frá Amsterdam til Keflavíkur og áfram vestur þó svo KLM fljúgi á alla þá staði sem við fljúgum á. Lúxemborg var áður með 90% af farþegum í NA-fluginu en núna koma þaðan um 40% af farþegunum. Aðrir koma frá Skandinavíu, Amst- erdam, London, Glasgow og jafnvel París, Frankfurt og Zúrich. Við erum einnig byijaðir að fá farþega á Saga Class sem kjósa að stoppa tvo daga á íslandi. Það er mjög hagkvæmt utan háannatímans til að auka nýt- ingu á hótelum og bílaleigunni. “ — Kemur til greina að bæta við nýjum ákvörðunarstað í Bandaríkj- unum ef þriðja Boeing 757-vélin verður tekin í notkun? „Ef okkur sýnist svo að það borgi sig að taka vélina í notkun þá kem- ur til greina að bæta við ákvörðunar- stað innan Bandaríkjanna eða fjölga ferðum á þá staði sem við höfum í dag. Við erum ekki með dagiegar ferðir til New York á veturna og Baltímore hefur verið vaxandi stað- ur. A næstu mánuðum munum við fara yfir það hvort bætt verður við ákvörðunarstað eða tíðni aukin á núverandi staði. Einnig kemur til greina að nota 757-vélina í Evrópu- flugi. Félagið hefur leyfi til flugs til Chicago, Boston, Detroit og Cleve- land fyrir utan þá staði sem við fljúg- um til. Við getum hins vegar ekki flogið of langt innan Bandaríkjanna. Þegar við fijúgum til Orlando þá verðum við að geyma vélina í 20 tíma til að komast til Keflavíkur á réttum skiptitíma. Okkar val á ákvörðunarstöðum í Bandaríkjun- um, a.m.k. yfir sumarið, er bundið við þá staði þar sem hægt er að fljúga héðan um fimmleytið síðdegis og komast til baka um hálfsjö á morgnana." Leiguflug frá stöðum úti á landi með Fokker 50 — Er fyrirséð að það muni draga úr taprekstri í innanlandsfluginu núna þegar innanlandsflotinn hefur verið endurnýjaður? „Að hluta til náum við fram ákveðinni hagkvæmni með nýju vél- unum en það leysir ekki vandann að fullu þannig að við þurfum að ráðast í ýmsar breytingar þar bæði hvað varðar markaðsmái og kostn- að. Við þurfum að breyta okkar markaðsstefnu og markaðssetja flugið með markvissari hætti. Að- alsamkeppnisaðilarnir í innanlands- fluginu er einkabílar og rútur en við getum sýnt fram á það að við erum fullkomlega samkeppnisfærir. Með nýjum vélum getum við veitt betri þjónustu auk þess sem þær hafa 50 sæti í stað 40 sæta í gömlu vélun- um. Við eigum að geta verið sveigj- anlegri í markaðssetningu og verði. Einnig þurfum við að breyta þar kjarasamningum bæði hvað varðar flugmenn og flugfreyjur til að ná fram betri nýtingu og lægri kostn- aði. Við gerum ráð fyrir að innan fárra ára verði algjört fijálsræði í innanlandsfluginu og ætlum að vera tilbúnir að taka á móti þeirri sam- keppni. Það liggur fyrir að við mun- um ekki hafa minni vélar en Fokker 50 til að byrja með, þannig að við erum að hætta flugi til Norðfjarðar í maí og drögum töluvert úr flugi til Patreksfjarðar og Þingeyrar. Við erum að vinna að samkomulagi við minna flúgfélag til þess að taka að sér hluta af þeirri starfsemi." Við höfum einnig orðið varir við vaxandi áhuga á þeim stöðum sem við fljúgum til úti á landi á að fljúga í ieiguflugi frá þessum stöðum til borga erlendis. Ef fólk vill fá sér upplyftingu á haustin þá er hægt að fljúga beint frá þessum stöðum með Fokker 50 á töluvert ódýrari hátt en ef fólk þyrfti að koma til Reykjavíkur. Markaðsdeildin er að setja upp áætlun í samráði við um- dæmisstjóra úti á landi um þetta flug. Við getum einnig boðið betri þjónustu í flugi milli íslands og Grænlands, sérstaklega yfir sumar1 tímann. Við munum þannig halda áfram að fjárfesta í markaðsstarf- semi og verða enn harðari og mark- vissari í markaðssókninni," sagði Sigurður Helgason. Ár söngsíns í Laugardalshöll UPPSKERUHÁTÍÐ Árs söngsins í Laugardalshöll verður í dag, laugardaginn 9. maí kl. 15.00-17.00. Fjölbreytt söngdag- skrá fyrir alla fjölskylduna. Aðgangur er ókeypis og gefa allir þeir sem fram koma vinnu sína. Dagskráin er eftirfarandi: Lúðrasveitin Svaiiur leikur kl. 14.30-15.00. Stjórnandi Örn Óskarsson. Kynnir: Tómas Tómasson. Hljómsveit dagsins: Pínaó: Elías Davíðsson, harmonika Reynir Jónasson, fagott Rúnar Vilbergsson, fiðía Þorvaldur Steingrímsson, klarinett Gunnar Egilsson, bassi Jón Sigurðsson, gítar Þorvaldur Örn Ámason. Fjöldasöng stjórnar Jón Stef- ánsson. Þátt taka Kór félags- starfs aldraðra í Reykjavík og leikskólahörn af Hólaborg. Stjórnandi Sigurbjörg Hólm- grímsdóttir. Islensk fiðla, lang- spil og söngur Sigurður Rúnar Jónsson og Njáll Sigurðsson. Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýn- ir söngdansa. Kór Oldutúnsskóla, stjórnandi Egill Friðleifsson. Söngvísur, Gunnar Guttormsson. Undirleikari á gítar Sigrún Jóhannesdóttir. Börn úr Hvassa- leitisskóla syngja og leika á blokkflautur, stjórnandi Guðmundur Norðdahl. Kvæða- mannafélagið Iðunn. Einsöngur Sverrir Guðjónsson. Undirleikari Snorri Örn Snorrason. Sönghóp- ur úr Kirkjukór Bústaðakirkju. Stjórnandi Guðni Þ. Guðmunds- son. Óperusmiðjan — aríur úr La Bohéme. Jóhann Smári Sævarsson og Ingibjörg Guðjóns- dóttir. Undirleikari Vilhelmína Ólafsdóttir. Einsöngur Guð- mundur Jónsson. Undirleikari Ólafur Vignir Albertsson. Karla- kórinn Fóstbræður. Stjórnandi Árni Harðarson. Undirleikari Iwona Jagla. Einsöngur Sigrún Hjálmtýsdóttir. Undirleikari Iwona Jagla. Kvartett ,Tenórfé- lagið og Valdi. Jazzsöngur, Ellen Kristjánsdóttir og KK — Kristján Kristjánsson. Dægurlagasöngur Ragnar Bjarnason. Undirleikari Reynir Jónasson. ISLENSKUR IÐNAÐUR HUGSUti IVERKI fslenskur iönaður bygglr á hugsun og bekklngu. Hug og hönd er beltt í hverju verki, smáu og stóru. Hugvlts- og haglelksmenn í Iðnaði gegna mlkllvægu hlutverki í íslenskrl mennlngu. lönaðurlnn bartnast hæfllelkafólks. Stöndum saman og styrkjum verkmenntun í landlnu. Veljum íslenska tramlelðslu og eflum atvlnnulíf okkar. ÍSLAND MRFNAST IÐNAÐAR. LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA Samtök atvlnnurekenda í lönaðl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.