Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ.1992
C 5
sama fuglinum fyrir framan sig.
„Oft erulitir ekkí réttir í ljósmynd-
um og bakgrunnur leiðinlegur,
þannig að á vissan hátt þurfti ég
að skapa hveija mynd.
Fuglafræðingarnir Ævar Peter-
sen og Erling Ólafsson fóru yfir
myndirnar og textann og auk þess
gerði Erling texta um skordýr og
um lífríki fjörunnar. Mér finnst
reyndar mjög • gaman að teikna
skordýr, þau hafa þetta skínandi
bak og þessa löngu anga, kannski
geri ég meira af því seinna.
Nanna Rögnvaldardóttir tók
saman texta um fugla ásamt Mart-
in Regal, sem einnig samdi texta
um spendýr og Árni lsaksson samdi
kaflann um vatnafiska.“
Fullar hillur eru af dýrabókum
og dregur Brian fram fuglabók með
myndum eftir Hjálmar R. Bárðar-
vera mjög ánægður með þaðþSýoi-Mfcatóaii titeflLþfr?/* !/-
skiljanlegt að beir hafi g^nar^'af
fæ ég að sjá fyrstu fuglabókina
hans sem hann keypti þegar hann
var átta ára í Liverpool og var
kveikjan að fuglaástríðu seinna
meir. Hún er í rauðu bandi með
nokkuð daufum litmyndum. Brian
hefur teiknað frá því hann var
fimmtán ára, stundaði nám við há-
skólann í Liverpool í fímm ár og
lauk BA prófi í teiknun frá háskól-
anum í Leicester. Lokaverkefni
hans ijallaði um fugla.
Brian er löngu orðinn þekktur
iyrir myndskreytingar sínar í
barnabókum, en hann hefur einnig
myndskreytt eigin sögur sem eru
nú seldar í 13 löndum. „Merkileg-
ast finnst mér að selja sögu í 15
þúsund eintökum á Spáni, því ég
minnist þess ekki að hafa séð þar
bókabúð, þótt þær hljóti þó ein-
hvers staðar að vera!
Sú bók sem ég er ánægðastur
með en hefur vakið minnstu at-
hygli, er sagan af Bakkabræðrum.
Ég vinn meira með vatnslitum í
henni, umhverfið er sígilt, því sagan
gerist fyrr á öldum og litir daufír.
— Hvað kom til að þú fórst að
skrifa textann sjálfur?
„Fólk var að bjóða mér sögur til
að myndskreyta en mér fannst þær
nú ekki allar skemmtilegar. Sá að
ég gat gert betur sjálfur. Mér finnst
mjög gaman að sjá vel gerðar
barnabækur og þegar ég sé mjög
góðar bækur, veit ég að nú verð
ég að gera betur. Ég er mjög mik-
ill keppnismaður, verð helst að gera
betur en hið besta. Ég er enginn
sérstakur rithöfundur, en ég held
að allir geti búið til sögu.“
Við skoðum saman nokkrar bæk-
ur eftir Brian og eins og við er að
búast dett ég ofan í nokkrar sögur.
Ein þeirra heitir Blómin á þakinu
og er eftir Brian og fyrrverandi
konu hans Ingibjörgu Sigurðardótt-
ur. Hún er um. gamla konu sem
flyst af mölinni í borgina, og inn í
litla risíbúð í vesturbænum. Henni
finnst íbúðin ósköp hvít og köld en
innan tíðar er hún búin að fylla
hana af pottablómum og lætur sér
það ekki nægja heldur leggur líka
svalirnar undir blóma- og hænsna-
JAÐRAKAN með sitt langa nef er orðinn algengur hér á landi og hefur fjölgað mjög á síðustu áratugum.
REBBI GAMLI eða fjallrefur, étur flest sem að kjafti kemur því að
fæðuúrvalið leyfir honum enga matvendni.
son sem hann segist hafa stuðst
við. „Það tók Hjálmar hálfan mánuð
að ná mynd af fálkanum. Hann
reisti sér tíu metra háan pall
skammt frá hamri þar sem fálkinn
var með hreiður, og byggði yfir sig
lítið hús á pallinum þar sem hann
hafðist við me_ð myndavél og að-
dráttarlinsu. Ég fékk síðan að
teikna mynd eftir ljósmynd hans
og er honum afar þakklátur fyrir
að hafa hangið þarna á pallinum í
hálfan mánuð.“
Blómin á þakinu
Fuglarnir hafa þó ekki yfirgefið
Brian því þeir svífa í stórum pálma
í stofunni og í glugganum, litlir
föndurfuglar unnir af Brian og dótt-
ur hans. Ég lýsi aðdáun minni á
þessu punti og hann segist sjálfur
Ég hef líka gert bók sem varð al-
veg ómöguleg í prentun og því
finnst mér það mjög mikilvægt að
fylgjast með vinnslu á öllum stig-
um.“
Ég spyr hann hvað bók hann sé
þekktastur fyrir erlendis og hann
segir að það séu sögurnar um afa
gamla jólasvein. „Það er í bígerð
að danskt fyrirtæki geri teiknimynd
eftir einni sögunni og það verður
rækt. Eitthvað finnst mér ég kann-
ast við umhverfið og kemst að því
að ég sit í miðri sögunni því um-
hverfi hennar er íbúðin hans Brians.
Ljósið á sumrin
Þannig verða sögur til. Brian er
ekki með hænsni á svölunum sínum,
en blóm og jólatré. „Mér fannst svo
gaman að lesa og búa til sögur
handa henni Elínu dóttur minni, en
hún er ekki eins spennt fyrir þeim
og hún var,“ segir hann og strýkur
skeggið.
Eg segi að það sé nú kannski
skiljanlegt að áhuginn dofni aðeins
þegar fólk hefur náð fermingar-
aldri, en hann hljóti að að hafa
mikinn áhuga á dýrum því þau
koma fyrir í öllum bókunum hans.
Er ekki erfiðara að teikna dýr en
menn?
„Ég hef bara ekki tekið eftir
þessu með dýrin. Já eru þau í öllum
bókunum mínum? Það er líklega
rétt hjá þér. En það er sama vanda-
málið við að teikna dýr og teikna
menn, þetta snýst um form, liti og
skugga."
— Voru myndirnar allar unnar á
teiknistofunni þinni?
„Nei, ég vann þær allar hér,“
segir hann og bendir á borðstofu-
borðið. „Mér finnst svo gott að
vinna hérna heima. Þá get ég bytj-
að um leið og ég vakna og setið
fram á nótt.“
— Siturðu þá hérna aleinn
allan daginn?
„Mér finnst gott að vera f -
Ég held að það sé
ríkt í íslendingum
veiðieðlið. Þeir hafa
svo lengi þurft að
veiða sér til matar
og það er vel skiljan-
legt að þeir hafl gam-
an afþví. Égneita
því hins vegar algjör-
lega að veiða.
einn, ég nýt eigin félagsskapar! En
ég syndi nú daglega til að verða
ekki mjög hokinn maður og svo get
ég hlustað á BBC allan daginn. Það
er auðvitað ekki gott vegna íslensk-
unnar, því það er eins og að lokast
inni á ensku heimili.“
— Saknarðu ekki Englendinga,
þeir eru nú oft svo léttir og ljúfir?
„Nei ég sakna ekki Englendinga,
eru alveg nógu margir hér.
Og einn besti vinur minn býr hér
skammt frá. Fyrst eftir að ég kom
hingað fyrir fimmtán árum, varð
ég helst að fara til Englands þrisv-
ar á ári og var sífellt að kvarta
undan veðrinu. Nú hef ég ekki far-
ið þangað í eitt og hálft ár og lang-
ar ekkert sérstaklega. Veðrið hér
hefur engin áhrif á mig lengur,
kemur mér ekkert á óvart og ég
fínn ekki fyrir skammdeginu. Vet-
urnir hér eru oft fallegri en í Eng-
landi, þar geta þeir verið svo gráir.
Versti tíminn finnst mér kannski
vera mars og apríl þegar vorið er
löngu komið úti en lætur bíða eftir
sér hér. Frá því ég kom hef ég allt-
af ætlað að vera einn mánuð í við-
bót og hef aldrei sóst eftir því að
verða íslenskur ríkisborg-
ari, því mér finnst að papp-
írar geti ekki breytt á
nokkurn hátt viðhorfum
mínum eða því hvernig mér
líður. En ég neita því ekki
að ég gæti vel hugsað mér
það núna. Mér líður alltaf
betur og betur hér og þetta ljós
allan daginn á sumrin ér svo in-
dælt.“
Fuglseðlið
Brian er mjög hrifinn af íslenskri
náttúru. „Auðvitað sjáum við fleiri
dýr í Englandi, eins og til dæmis
froska, snáka og kanínur svo eitt-
hvað sé nefnt. En hér er svo gott
að koma auga á dýrin því oftast
skyggir ekkert á þau. Mér skilst
að það sé orðið nokkuð algengt hér
á landi að menn kaupi byssur og
fari upp í sveit til að skjóta fugla.
Þótt ijúpan þoli það ef til vill, verða
menn að fara varlega því margar
tegundir eru í hættu.
Ég held að það sé ríkt í
íslendingum veiðieðlið.
Þeir hafa svo lengi
þurft að veiða sér
til matar og
það er
vel
því. Ég hins vegar neita því algjör-
lega að veiða.“
— Þú liggur kannski bak við hól
með_ fuglakíkinn?
„Ég hef gert það og er með mjög
góðan kíki. Verð æstur eins og
smástrákur ef ég sé eitthvað nýtt!
Ég mála fugla því þeir eru svo ótrú-
lega fallegir. Hef minni áhuga á
því hversu mörg eggin eru.“
Þegar bókinni er flett kemur í
ljós að þau eru ekki mörg villtu
spendýrin á íslandi, enda er það svo
að ekki ér nógu heitt fyrir sum
þeirra og ekki nógu kalt fyrir önnur.
„Það er varla hægt að segja að
ísbjörninn sé mjög algengur þótt
hann sé með í bókinni. Hann sést
kannski á nokkurra ára fresti við
landið, en mig langaði svo að hafa
hann með því hann er svo falleg-
ur,“ segir Brian og hlær.
Veðrið hefur til dæmis lítil áhrif
á rottuskömmina og Brian gerir þá
athugasemd að rottur séu skynsöm
dýr, skynsamari en mýsnar, þær
búi bara á svo ljótum stöðum.
Fuglarnir eru fyrirferðamestir í
bókinni og við lesturinn komast
menn að því að ekki fer útlit og
innræti ætíð saman fremur en hjá
manninum.
Hrafninn er til dæmis svartur og
skrautlaus og ekki mikill fýrir fugl
að sjá, en hann er svo trygglyndur
að hann fær sér ekki nýjan maka
nema sá fyrri hafi drepist. Þórshan-
inn hins vegar, þ.e. kvenfuglinn,
þessi skrautfjöður, er svo lauslátur
að engu tali tekur. Hún á frum-
kvæðið í tilhugalífinu, lætur síðan
karlinn liggja á eggjunum og ala
upp ungana og síðan gerir hún sér
lítið fýrir, stingur af og tekur sam-
an við annan karl. Þetta gerir hún
margoft og kemst upp með það.
Annars er þórshaninn orðinn eft-
irsóttur fugl því aðeins eru nokkrir
tugi para eftir hér á landi þrátt
fyrir lauslætið. Fyrir nokkrum árum
kom hingað til lands þrjátíu manna
hópur þýskra fuglavina til þess að
sjá þórshanann, sá hann ekki og
fór í margra daga fýlu eins og skilj-
anlegt er.
Smyrilsunginn er hálftrylltur í
framan, enda víst mjög árásargjarn
og branduglan mæðuleg á svip.
Brian fínnst svartþröstur mjög sér-
stakur, kolsvartur, með gulan gogg
og gulan hring kringum augun.
Fjörudýrin eru alltaf mjög for-
vitnileg og undarlegar skepnur og .
hið sama má segja um skordýrin
sem vekja að vísu nokkuð misjafnar
kenndir hjá mönnum, en hver
skyldu vera uppáhaldsdýr teiknar-
ans?
Hann segist nú aldrei gera upp
á milli tegunda. „Mér finnst þó rán-
fuglarnir mjög fallegir og sérstakir,
eins og til dætnis fálkinn. Ég hef
áhyggjur af tegundum sem eru í
útrýmingarhættu og hef stundum
velt því fyrir mér hvort menn geti
ekki bara fengið útrás fyrir veiðieðl-
ið með því að vera með góða að-
dráttarlinsu og smella mynd af dýr-
unum. Þetta er næstum sama að-
ferðin, liggja og bíða í leyni, miða
og skjóta. Munurinn er sá að dýrið
er ekki drepið heldur varðveitt í
allri sinni fegurð á mynd.“
J&ÉkSyLtaMK