Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUUAGUR 24. MAÍ 1992
C 15
Jass
er a sem
rennur stöðugt fram
MBL/KGA
Hendricks, sem söng á tónleik-
um í Háskólabíói í síðustu
viku, hefur lifað í sjötíu og eitt ár
og hefur ýmislegt á daga hans drif-
ið; hann tók sig upp ásamt eiginkonu
og börnum með Greyhound-rútu til
New York til að hitta Charlie Parker,
hann var jasskrítiker hjá þriðja
stærsta dagblaði í Bandaríkjunum
og sem ungur maður ætlaði hann
að verða lögfræðingur.
Bird og ég
„Ég byijaði að syngja bíbopp 14 ára
gamall í klúbb í heimabæ mínum
og Art Tatum spilaði undir. Art var
nágranni minn, og faðir bíboppsins,
ef þú skiidir ekki vita það. 28 ára
gamall ætlaði ég að verða lögfræð-
ingur í Ohio. Ég fékk hæstu eink-
unnir í skóla, en á kvöldin lék ég á
trommur og söng í besta klúbbnum
í Miðvesturríkjunum, og hafði skap-
að mér góðan orðstír fyrir það.
Charlie Parker hafði farið til New
York en það nennti enginn að hlusta
á hann. Hann var ekki farinn að
spila eins og hann gerði síðar. Hann
hijómaði eins og hver annar saxófón-
isti sem stældi Lester Young. Hann
fékk vinnu í New York í
Annex-klúbbnum við að þvo upp
diska. Art Tatum var að’spila á
klúbbnum og Parker hlustaði á hann
í þrjár vikur yfir leirtauinu. Síðan
hélt hann aftur til Kansas City og
ákvað að spila á saxófóninn eins
hratt og nákvæmlega og Tatum
spilaði á píanóið. Hann lærði að spila
lögin í öllum tóntegundum og varð
alveg reiprennandi. Allt var það Art
Tatum að þakka, sem ég söng með
þegar ég var 14 ára. Bird (Charlie
Parker) átti leið um kvöld eitt og
ég „skattaði" með honum. Ég var
mjög ábúðarfuliur maður um þetta
leyti; ætlaði að verða lögfræðingur
og var áhugasamur um stjórnmál
og hafði meira segja haldið nokkrar
ræður gegn Taft
öldungadeildarþingmanni. Þegar ég
ætlaði af sviðinu greip Bird í jakka
minn og sagði: „Hvað gerir þú?“ Ég
kvaðst vera laganemi. „Hvað þá?“
spyr hann. „Þú ert enginn
lögfræðingur.“ „Hvað er ég þá“?
spurði ég. „Þú ert jasssöngvari. Þú
verður að koma til New York.“ Ég
kvaðst engan þekkja þar. „Þú þekkir
mig,“ sagði Bird. „Hvar finn ég þig,“
spurði ég. „Spurðu hvern sem er,“
sagði hann. Þá hugsaði ég með
sjálfum mér að þessi maður
væri geggjaður, í New York eru
milljónir manna á ferli.
Tveimur árum og fjórum
mánuðum síðar kom ég til
New York með
fjölskylduna með
Greyhound-rútu. Ég
hringdi í Joe Carroll og
hann sagði mér að
Bird væri á 121.
stræti 7. breiðgötu
á Apollo-barnum.
Ég fór þangað
og hann var að
JON
HENDRICKS
frumkvöðull í að semja
oo syngja texta við
sólóa jassmeistaranna
eftir Guðjón Guðmundsson.
„ART Blakey var eitt sinn
spurður í útvarpsviðtali hvern-
ig stæði á því að unnendur
popptónlistar væri svo miklu
fleiri en unnendur jasstónlistar.
Art svaraði: „Jass er tónlist
gáfaða fólksins." Ég hló mig
máttlausan þegar ég heyrði
þetta fyrst, síðan,
eftir að hann dó,
hef ég pælt mikið í
þessu svari, þessari
djúpvitru athuga-
semd. Ég hef ég velt þessu fyr-
ir mér í fimm ár og hef komist
að þeirri niðurstöðu að hann
hefur á réttu að standa. Allir
jassunnendur sem ég þekki er
greindari en poppunnendUr
sem ég hef kynnst, jafnvel þótt
þeir séu forstjórar CBS-fyrir-
tækisins," sagði bandaríski
jasssöngvarinn Jon Hendricks í
samtali við Morgunblaðið.
spila The Song is You. Ég gekk
framhjá sviðinu og hann hætti í
miðri hendingu og sagði: „Hey, Jon!
Viltu syngja með okkur?“ Hann
breytti lífi mínu með fáeinum
orðum.“
Ég elska Benson
„Freddie Freeloader er eins og
utanskóianám við háskóla. Hvert
einasta sóló er byggt upp af svo
mörgum tónhendingum sem settar
eru saman af svo miklu listfengi og
sköpunargáfu. Flytjandinn verður
að túlka þær allar og mæla fram
textann um leið. Ég elska Benson
og hina strákana sem tóku þátt í
Freddie Freeloader. Benson er svo
fljótur að læra, en honum fannst
sóló Cannonballs [Julian Adderleys,
innsk. blm.] svo andsk. erfitt. Ben-
son býr í New Jersey og er með
stúdíó á heimili sínu. Ég sagðist því
koma heim til hans og við myndum
taka hans kafla upp heima hjá hon-
um. í þrjá daga kom ég heim til
hans og spilaði fjóra takta í sólói
Cannonballs og hann söng þá strax
á eftir," sagði Jon og hló.
„Ég fékk George til þess að
syngja. Hann var frægur gítarlei'k-
ari og vildi ekki syngja. Kvöld eitt
vorum við að syngja á jasshátíð í
Berklee og Benson var baksviðs. Ég
kynnti í hljóðnemann að næstur á
sviðið væri George Benson og hann
ætlaði að „skatta“ með okkur. Hann
gat ekki skorist úr leik. Hann skatt-
aði með okkur og áheyrendur tryllt-
ust. „Sérðu hvers þú ferð á mis við,“
sagði ég þá. Þannig fékk ég hann
til að syngja."
Stjörnuspekin
„Bobby McFerrin söng baritón
með okkur í eitt ár. Hann hefur
fullkomna tónheyrn. Þú getur klingt
í glasi með fingrinum og hann finn-
ur strax tóninn og semur lag upp
úr honum. A1 Jarreau er eins og
hljóðfæri. A1 og Bobby eru fæddir í
sama stjörnumerkinu á sama degi,
þeir eru báðir fískar. Þeir eru líka
báðir eins og gangandi hljóðfæri.
Það er afar athyglisvert að skoða líf
skemmtikrafta út frá lögmálum
stjörnuspekinnar, því hún varpar
ljósi á allt. Kvartett með þremur
steingeitum verður t.d. aðeins stjórn-
að af nauti. í Modern Jazz Quartett
var nautið John Lewis og steingeit-
urnar Kenny Clarke, Ray Brown og
Milt Jackson. Kenny Clarke hætti
út af fíkniefnum og Ray Brown
hætti út af einhveijum erjum. í
þeirra stað komú Conny Kay og
Percy Heath, tvær steingeitur. Ég
skrifa aldrei undir samninga án þess
að skoða stjörnukortið, umboðs-
manni mínum til sárrar skapraunar.
í þau fáu skipti sem ég hef skrifað
undir samninga án þess að ráðfæra
mig við stjörnurnar hefur alit farið
í handaskolum.“
Þáttur úr ævisögunni
Mér var brugðið þegar ég hitti
Miles [Davis] á flugvellinum þremur
mánuðum áður en hann dó. Ég gekk
framhjá honum án þess að þekkja
hann en hann hnippti í mig og sagði:
„Hey, Jon! Þekkirðu mig ekki?“ Ég
sneri mér við og við féllumst í faðma.
Hann var gjörbreyttur, líkamlegt og
andlegt atgerfi hans var gjörbreytt.
Ég ætla að tileinka einn kafla ævi-
sögu minnar, sem ég er að skrifa,
tilfinningum mínum í garð Miles
Davis. Þetta er saga ævi minnar og
hugsana. Ég var jasskrítiker í tvö
ár við San Francisco Chronicle,
þriðja stærsta dagblað í Bandaríkj-
unum. Ég var sagður besti krítiker-
inn sem þeir hafa haft. Ég held að
flestir sem skrifa um jasstónlist að-
skilji tónlistina frá því sem hún er.
Jass er tónlist vissrar menningar.
Ef eingöngu er skrifað um tónlistina
sem slíka en menningunni engin
skil gerð þá er myndin ekki heilleg.
Tónlistin er þáttur í víðtækari
menningarstraumum. Ég reyndi því
alltaf í dálkum mínum og fyrirlestr-
um við háskóla að tengja tónlistina
og menninguna böndum. Frá mínum
bæjardyrum séð eru menn eins og
Miles, Herbie Hancock og næstum
allir nútíma-,jasstónlistarmenn“ í
raun ekki jasstónlistarmenn því þeir
standa fyrir utan menninguna sem
tónlistin er sprottin upp úr. Þeir
nota ,jass“ yfir tónlist sína því í
gegnum tíðina hefur hann öðlast
mikla virðingu í hugum manna. Til
þess að vera gjaldgengir þurfa þeir
að vera þátttakendur í menningunni
og stuðla að framgangi hennar. Þeir
eru sníkjudýr menningarinnar. Þeir
græða vissulega á tá og fingri en
þeir setja smánarblett á þetta list-
form og menningu. Herbie Hancock
telst til þessa hóps og Miles líka.
Þegar ég viðra þessar skoðanir mín-
ar reyna margir að kollvarpa þeim
með því að benda mér á hve mikið
fé þessir menn græða, en ég svara
því til að peningar og menning sé
ekki eitt og hið sama. Það sem þeir
hafa upp á að bjóða á ekkert skylt
við jasstónlist. Jass er eins og á sem
rennur stöðugt fram. Ef tónlistar-
maður bieytir sig ekki í fæturna þá
snýst list hans bara um persónulega
hluti. Ég skrifaði eitt sinn pistil í
San Francisco Chronicle sem ég
nefndi „Mr. Hancock“. Ég fór á tón-
leika hans þar sem hann var með
rokkhljómsveit. Ég sat yfír þessu í
eina klukkustund og skrifaði síðan
pistilinn. Fyrsta setningin hljóðaði
svo: „Þegar ég fer á tónleika jassp-
íanista og heyri ekki minnsta endu-
róm af James P. Johnson, Fats
Waller, Willie „The Lion“ Smith, eða
m.ö.o. allt frá Art Tatum til Bill
Evans, þá er einhver að ljúga.“
Herbie hringdi í mig þegar blaðið
kom út og spurði mig hvers vegna
ég væri að skrifa slíkan óhróður um
sig. Ég kvaðst vilja ræða við hann
um þetta undir íjögur augu og við
ákváðum að hittast á hóteli hans.
„Hvað hef ég gert þér?“ spurði hann.
„Þetta er mér með öllu óviðkom-
andi,“ sagði ég. „Ég er jasskrítiker
og mitt hlutverk er að krítikera jass-
tónlist. Ef þú vilt gera tilkall til þess
að vera talinn besti rokk-píanisti
sögunnar skal ég skrifa pistii og
styðja þá kröfu. Notaðu bara ekki
orðið jass ef þú spilar alls engan
jass og ætlastu ekki til þess að ég
segi eitthvað annað,“ sagði ég.
Herbie stóð upp og faðmaði mig.
Hann vissi þetta. Þeir ljúga allir til
að græða peninga. Þessir menn leika
peninga-tónlist á fölskum forsendum
og raska þar með framrás listforms
heillar menningar. Þetta er því kerf-
isbundin útrýming listforms og þeir
taka þátt í henni. Ég get ekki sagt
svona hluti sem jasstónlistarmaður,
en ég get skrifað þetta í bókina
mína.“