Morgunblaðið - 24.05.1992, Page 31

Morgunblaðið - 24.05.1992, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUN.Vt'DAGUR 24i MAÍ 1992 C 31 Nemendur í dagskóla veturinn 1949-1950. Fremsta röð: Hólmfríður, Sigurlaug, Guðfinna, Úlfhildur, Halldóra, Guðrún, Ólafía. Miðröð: Kolbrún, Ólöf Blöndal kennari, Sigríður Haraldsdóttir kennari, Dagbjört Jónsdóttir kennari, Sigríður Gísladóttir kennari, Hulda Stefánsdóttir skólastjóri, Sigurlaug kennari, Ragna. Aftasta röð: Pálína, Soffía, Ingibjörg, Sigrún, Jódís, Freyja, Soffía, Ingibjörg, Sigríð- ur, Pálína, Kristín, Brynhildur, Svanhildur, Ebba, Kristbjörg. Nemendur í Húsmæðraskóla Reykjavíkur veturinn 1951 til 1952. SÍMTALIÐ.. ER VIÐ YNGVINN GUNNLAUGSSON SKATAFORINGJA GRÆNIR BAKPOKAR 675442 fyrir árið og núna til dæmis vinnum við verkefni sem ber heitið „Græni bakpokinn". Upp úr þessum poka koma ýmis verkefni sem eru um- hverfisvæn. Við fjöllum þá um umhverfið okkar, gróðurinn, dýra- lífið og foringjamir fara með skát- unum í gegnum þetta prógramm. — Nú skilst mér að skátastarfið sé hvergi í Reykjavík eins öflugt og í Grafarvogi? Já, þar er nú yngsta skátafélag í Reykjavík, stofnað 22. febrúar 1988, og það sem gerir það svona öflugt er samstarfið við önnur félög í hverfmu, en það mun vera alveg einstakt. — Hverhig gerist nú slíkt? Þegar við stofnum skátafélagið, sém er fyrsta frjálsa félagið í Graf- arvogi, erum við með stjóra- armann, Kristinn Guðmundsson, sem hafði hug á ásamt fleirum að stofna íþróttafélag. Við ræddum þessi mál lengi og sáum alltaf fleiri leiðir til að vera með samstarf. í stuttu máli, erum við núna í sam- starfí við ungmennafélagið Fjölni, kirlq'una og félagsmiðstöðina og svo erum við með fulltrúa í íbúa- samtökunum. Svo gefum við frjálsu félögin út hverfísblað og við skát- amir erum að byggja hús sem á líka að nýtast fyrir tómstundastarf í hverfínu. — Þetta minnir bara á Kar- demommubæ? Það segir Gunn- ar Eyjólfsson skátahöfðingi! Já það er mikill sam- hugur í hverfínu, þetta er eins og sveitarfélag. Meira að segja hundamir þekkjast allir pers- ónulega. — Ég skal segja ykkur það! Jæja en ég þakka þér fyrir spjallið Yngvinn og gangi ykkur allt í Morgunblaðið/Þorkell Þorkeisson haginn. starfsáætlun Yngvinn Gunnlaugsson Þakka þér fyrir. Halló. — Góðan dag, er Yngvinn Gunn- laugsson við? Þetta er hann. — Sæll og bless, þetta er á Morgunblaðinu, Kristín Márja Baldursdóttir. Heyrðu þú ert skáta- foringi þaraa i Grafarvogi? Jú jú, stórskáti. — Núerþaðnýttnafnhjáykkur? Nei, við köllum okkur þetta sem erum búin að vera svona lengi. Ég er nú búinn að vera 30 ár í skátun- um. — Finnst þér það ekki mikil ábyrgð að þeysast með krakka upp um fjöll og fímindi? Auðvitað fylgir því ábyrgð, en skátastarfíð þjálfar menn til að axla slíka ábyrgð. — Hvað gefur það fullorðnu fólki að vera í skátunum? Félagsskapinn við börnin og unglingana. Skemmtilegast er þó að sjá þegar árangur kemut' í ljós. Maður fylgist með börnum frá átta ára aldri og þar til þau eru orðin stálpuð og sér því glöggt árangur starfsins. — Hvers konar árangur ertu að tala um? Þau eru lífsglaðari, betur undir það búin að takast á við vandamál bæði heima fyrir og í skólanum, og úti við í leik og starfí. — Þetta er einskonar uppeldis- stofnun? Já, þessi félags- skapur er uppeldis- stofnun í sjálfu sér. Markmið skáta- hreyfingarinnar er að gera ein- staklinginn betri og nýtari þjóðfélags- þegn. — Gerist það á fundum með inn- rætingu eða í úti- legum? Hér spila allir þættir inn í. A hverju hausti er gerð FRÉTTALJÓS ÚR FORTÍÐ Bjargaðist úr Jökulsá á Brú JÖKULSÁ á Brú er ekkert smáfljót og liggur í streng þar sem brúin er yfir það nú. Sá sem lítur niður af brúnni, sem ekki var til þegar þessi saga gerðist, getur ekki ímyndað sér að nokkur maður sem þar fer í ána geti bjargast. Einn maður hefur þó bjargað sér úr þessari á, Páll Gíslason á Aðalbóli í Hrafnkelsdal, heljarmenni mik- ið. Frá þessu var sagt í Mbl. 1. nóv. 1956 vegna þess að þá áskotnuðust blaðinu myndir af Páli og kláfnum, en fyrr hafði afrekið ekki verið tíundað þar. Fyrirsögnin var: „Hann syndir! var hrópað á árbakkanum". Miðvikudaginn 12. sept. 1945 gerðist mjög sviplegur at- burður við kláfinn á Jökulsá á Brú undan nefndum bæ. Annar tveggja burðarvíra sem kláfurinn rennur á slitanði, kláfnum Iivolfdi og maðurinn, sem var í honum Páll á hlaðinu á Aðalbóli með Ingunni konu sinni og börnum sinum. Þar skreið hann síðasta spölinn til lands á fjórum fótum og veif- aði til okkar er hann kom á land undir klettinum. Við veifuðum á móti og kölluðum eitthvað til hans hásum rómi. Maðurinn sem bjargaði lífi sínu með svo frækilegum hætti var Páll Gíslason á Aðalbóli í Hrafn- kelsdal. Sem dæmi um hver þrek- raun þetta sund var má geta þess að áin var í svo miklum vexti, að kunnugir menn hefðu ekki talið fært að sundleggja hesta í henni á beztu vöðum. Undir kláfnum fellur hún í stokk og þar er straumurinn enn þyngri. Sums staðar er niðursog og lenti Páll í Morgunblaðið/EPá Engin brú var yfir Jökulsá á Brú þegar Páll lenti í ánni, en und- ir brúnni á myndinni má enn sjá kláfinn sem hvolfdi honum í ána. steyptist niður í kolmórauða, belj- andi jökulána. - Hann er farinn, heyrðist hrópað uppi á bakkanum og við hugsuðum allir það sama: Hann kemur aldrei upp aftur. Dragreip- in sviptust til í straumnum og áður en okkur hafði unnist tóm til að gera okkur fullkomlega ljóst hvað var að ske, skaut höfði mannsins upp í beljandi straumn- um og aftur var hrópað uppi á árbakkanum. Hann syndir! Með öndina í hálsinum horfðum við á fangbrögð mannsins við straum- þungt og helkalt jökulfljótið. Það vildi til að þetta skipti engum tog- um. Hann barst stöðugt nær landi og náði loks að klöppinni þar sem straumkastið breytti um stefnu. einu slíku. Kvaðst hann þá hafa átt erfiðast á sundinu. Fallið úr kláfnum og niður í ána var um sex metrar. Undir kláfnum skiptir árstraumurinn sér og fellur meginstraumurinn að eystri klettinum, en gljúfrin breikka út frá kláfnum. Eina von- in til að ná landi var því að syiida þegar í stað þvert á strauminn að austurbakkanum eins og Páll gerði. Hann skýrði svo frá síðar, að hann hefði verið búinn að at- huga aðstæður og hver von væri til björgunar ef hann félli úr kláfn- um. Honum fataðist heldur ekki að hagnýta sér þá athugun er hann féll úr honum fyrirvaralaust. Um búning Páls á sundinu má geta þess, að hann var í leðurstíg- vélum með þykkum jámbentum trébotnum. Voru þau vegin til gamans síðar og reyndust 9 pund. Er slitni vírinn hafði verið hnýttur saman til bráðabirgða var Páll sóttur yfir ána svo hann gæti haft fataskipti heima á Brú. Þá fór hann úr stígvélunum og lagði þau í kláfinn hjá sér, því hann vildi ekki hafa þau á fótunum ef hann færi í ána öðru sinni. Páll á Aðalbóli er óvenjulega mikill þrekmaður, sem óþarft mun raunar að taka fram eftir það sem á undan er sagt. Hann lærði sund á Laugarvatni er hann stundaði nám þar, en hafði síðan haldið því við og m.a. synt allmikið í sjó fyrir Norðurlandi er hann var þar á síldveiðum. Atburðurinn, sem hér hefur verið lýst gerðist fyrsta árið, sem Páll bjó á Aðalbóli. Hann bjó þar lengi myndarbúi með konu sinni Ingunni Einars- dóttur og níu bömum.“ Og afrek hans er enn í minnum haft.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.