Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992 C 29 Breytni eftir Kristi Frá Árna Helgasyni: Við íslendingar teljum okkur kristna. Það felst í því að trúa og treysta frelsara mannkynsins Jesú Kristi. Trúa og treysta orðum hans. í trúaijátningunni sem söfnuður- inn fer með við hverja messugjörð og fermingarbömin játast undir, segir m.a.: Ég trúi á Jesúm Krist, frelsara himins og jarðar ... og mun koma þaðan í dýrð, til að dæma lifendur og dauða. Og í hveiju felst sá dómur: Hann segir okkur skýrt og skorinort að fyrir þeim dómstóli verði menn dæmdir fyrir hið góða og vonda sem þeir hafa aðhafst. Við vitum um verð- launin fyrir að fylgja ráðum Krists, þau fara ekki milli mála. En hann segir líka hvað við skulum forðast til að okkur verði ekki vísað út í „myrkrið fyrir utan, þar muni verða grátur og gnístran tanna“. Það eru ekki nema tveir vegir, segir Drottinn, en gefur okkur tíma og fijálst val. í Matth. 10.28 segir Kristur tæpitungulaust: Hræðist ekki þá sem líkamann deyða en fá ekki deytt sálina. Hræðist heldur þann sem megnar að tortíma bæði líkama og sál í Helvíti. Og í Matth. 13.40, segir: Eins og illgresinu er safnað og það brennt í eldi, þannig Illt verk Frá Sigríði Eymundsdóttur: Bogmaður drepur kind. Þann- ig hófst frásögn í Morgunblað- inu 14. maí af 18 ára pilti í Hafnarfirði er hafði drepið kind sem komin var að burði. Hann hafði að gamni sínu haft kindina fyrir skotmark örva úr boga sem hann hafði trúlega keypt sér. Þvílíkur óhugnaður að við skul- um ala upp slík ungmenni er gera sér að leik að ráðast að saklausu dýri með slíkum hætti. Ég held að það muni vera meira en lítið athugavert við sálarlíf og uppeldi hjá ungmenni er get- ur framkvæmt slíkan viðbjóð. Því segi ég: Guð hjálpi þessum smásálum. Ég held að það sé meira en lítið að í uppeldismálum hjá þjóð er slík börn eða er þetta kannski það sem þau læra af eilífu glápi og sýnikennslu í sjónvarpinu okkar. SIGRÍÐUR EYMUNDSDÓTTIR Njörvasundi 19, Reykjavfk verður við endi veraldar. Mannson- urinn mun senda engla sína sem síðan munu safna úr ríki hans öll- um sem hneykslunum valda og ranglæti fremja og kasta þeim í eldstofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna. Kristur talar oft um myrkrið fyrir utan og bendir á hvernig við eigum að forðast að lenda í því. Alvarleg orð. Hann leggur áherslu á að guð gefi þeim lífsins kórónu sem standast dóm- inn, til lífs, eilífs lífs og lýsir ljóm- anum og fögnuðinum og því sem eftirsóknarverðast er. Prestarnir segja líka við fermingarbörnin fyr- ir altarinu: Vertu trúr — og Guð gefur þér þá iífsins kórónu. Lífsins skóli er sterkasti skólinn og fýrir einkunnir hans fáum við dóm eins og í venjulegum skóla, en örugg- lega réttlátari. En menn segja: Ystu myrkur eru ekki til og marg- ir efa að nokkuð sé til eftir hinn líkamlega dauða hér á jörð. Og Guð lætur engan glatast, er sagt. Vissulega rétt, heldur glata menn sjálfum sér með illverkum og öðr- um syndsamlegum gjörðum sem Drottinn varar við. Syndin og dauðinn eru samofin. Það kennir Biblían okkur og kirkjan okkar á að vera vakandi bæði í fræðum og áminningum. Drottinn hefir sett mannkyni boðorð og bænina sem við förum með frá því við lærum að biðja og við hveija kirkjulega athöfn. Sér- staklega varar Kristur við lyginni, svikunum og falsinu í heiminum, varar við að keppa éftir því sem heimsins er. En hvernig er bara ástatt hjá okkur. Eru menn ekki alltaf að svíkja, blekkja og falsa, fremja allskonar hryðjuverk og ill- virki, stela ef þeir sjá nokkra „hagnaðarvon“. Þegar ekki er orð- ið hægt að treysta vinum sínum, sem svíkja ef þeir sjá auðæfi heimsins í augsýn. Erum við ekki alltaf að reyna þetta, og svíkja menn ekki loforð eiðfest í samtali, til að auka við sín veraldlegu gæði? Jú, vissulega. En hvernig skyldi þeim líða sem svo gera, hvað skyldu þeir hafa með sér til dóms- ins því hann flýr enginn. Hvað segir þeim samviskan sem Drottinn hefir gefið þeim sem áttavita í líf- inu? Nei, menn horfa ekki í það. En það kemur að skuldadögunum. Kristur segir: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Liðsemd og fylgd við hann þolir ekki myrkrið fyrir utan. En hann varar við djöfl- inum og krefst af þeim sem vilja fylgja sér, að afneita djöflinum og öllu hans athæfi. Hér fer ekkert milli mála. í hvorri fylkingu er heilladrýgra að standa? Það er ekki vafi. Leitum því Guðsríkis og þá kemur annað af sjálfu sér. ÁRNI HELGASON Neskinn 2, Stykkishólmi. Pennavinir Sautján ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist og bréfaskriftum: Hisae Moroga, 241-3 Asai Wakasa-cho, Yazu-gun, Tottori-ken, 680-07 Japan. Frá Ghana skrifar 26 ára kona með áhuga á skokki, dansi, ferða- lögum o.fl.: Juliana Johnson, P.O. Box 1309, Cape Coast, Ghana. Frá Eistlandi skrifar karlmaður á fertugsaldri með mikinn áhuga á að komast í bréfasamband við ís- lenska fjölskyldu: Tiit Treve, 2 Toom-Kooli, Harju Educational Centre, Tallin, Estonia. Frá Hollandi skrifar 52 ára karl- maður sem kveðst ungur í anda og starfar hjá tryggingafélagi í Amst- erdam. Ér mikill fuglaskoðari: Maarten Klomps, Remvardplaats 8, 3871 M H Hoevelaken, Holland. Frá Finnlandi skrifar 28 ára karl- maður með mikinn íslandsáhuga vill skrifast á við 20-30 ára stúlkur: Risto Moilanen, 636 Heimola, 89999 Ammánsaari, Finland. Frá Svíþjóð skrifar 33 ára kona með áhuga á tónlist, bréfaskriftum, bókalestri o.fl. Vill eignast penna- vini á aldrinum 25-40 ára af báðum kynjum: Susnane Sandahl, Sibeliusgángen 8, 164 77 Kista, Sverige. Frá Kanada skrifar karlmaður sem getur ekki um aldur en hefur mikinn áhuga á íslandi: Mario Lehouillier, 62B Boulevard Gagnon, Ste-Clair, Quebec, Canada 60R 2VO. GARÐASTAL Lausn á steypuskemmdum = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 652000 \l»l> Nuddsltóli Rafns Geirdals útskrifaði nýja nemendur þann 15. maí sl. Við tekur starfsþjálfun nema og sveina. Boúið ei upp á: 1. SlDknnarnudd: Slakar ó spennu, eykur vellíðan. 2. Klassískt nudd: Mýkir vöðvo, örvar blóðrennsli. 3. Nudd við vdðvabólou: Losar um vöðvaspennu, t.d. i hðlsi, herðum og baki. 4. Svæðanudd (á iljar): Leiðréttir ójafnvægi í orkukerfi líkamans. Vinsamlegast hringið og pantið tíma í símum 676612 & 686612 alla virka daga kl. 9-21. Smiðshöfða 10,112 Reykjavík. SKIPUIAG OG 'P x < Í GARÐINUM Stanislas Bohic, garða- hönnuður veitir ókeypis ráðgjöf hjá okkur um helgina laugardag og sunnudag kl. 14-18. Verið velkomin. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 68 90 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.