Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992 Kastali Hideyoshi Toytomi í miðri Osakaborg. Greinilega má sjá hvernig hin mikla iðnaðarborg hefur byggst upp í kringum hann. Uppákoma (Perform- ans) á hafnarbakkan- um í Osaka. Hann var mjög hægur, mjög hnitmiðaður og mjög japanskur. -ar r umhverfi okkar, t.d. lyftum og þvottavélum, í bflum og talsímum, armbandsúrum og gervihnöttum í himingeiminum. Hann stýrir bíla- framleiðslu í manntómum verk- smiðjum, stjómar umferðinni í stór- borgum og kemur flugvélum heilu og höldnu yfir heimshöf og megin- lönd. Þessi ótrúlega tækni hefur að vísu aukið stéttaskiptingu og orsak- að atvinnuleysi, en um leið skapað meiri jöfnuð á öðmm sviðum ef menn skilja orðið í öðru samhengi en efnahagslegu. Hún hefur þannig orðið fötluðum og sjúkum til bless- unar og stóram aukið möguleika þeirra til að gerast fullgildir og virk- ir í samfélagi heilbrigðra. Þessu má í mörgum tilvikum líkja við undur og stórmerki, þótt að vísu fái sjúkir kannski ekki heilbrigði sitt aftur né aðrir læknist af fötlun sinni, heldur aukast möguleikar þeirra fyrrnefndu til heilbrigðis og hreyfanleiki hinna síðarnefndu, ásamt því sem umheimurinn opnast t.d. fyrir blindum og heyrnarlaus- um. Þessar miklu breytingar á dag- legu lífí fatlaðra, sem hátæknin hefur stuðlað að, geta þeir best dæmt um sem nú njóta þeirra, en ókunnugir geta miklu síður sett sig í sgor þeirra. Ég biðst vlevirðingar, en í fram- hjáhlaupi sækir á mig þörf til að koma því að hve miklir annmarkar eru á því að nota orðið fatlaður í íslenzku máli, því hugtakið er um- svifalaust sett í samband víð ein- hverja líkamlega bæklun og þarfír þeirra sem nota hjólastól. Hér ganga þeir og helst fram fyrir skjöldu sem síst skyldi. Engan stjórnmálamann íslenzkan veit ég, sem gengið hefur með bundið fyrir augu í einn dag, né setið fyrir svör- um með eyrnaitappa! Um árabil hafði ég haldið að Japanir stæðu mjög framarlega í menntun heyrnarlausra ásamt skilningi og umburðarlyndi á þeirri hindrun, en svo fékk ég að vita mér til mikillar undranar að svo virðist ekki. Var að vísu sagt frá þeim sem hafði tekið lögfræðipróf en hvergi fengið vinnu, svo að loks varð faðir .hans að ráða hann til fyrirtæki síns. Japanir hafa einfaldlega verið svo ákafir, metnaðarfullir og stór- huga í ræktun lífsins, að ýmsir þættir velferðarkerfisins hafa gleymst, t.d. er öldrunarþjónustan í miklum ólestri og kannski finnst ýmsum það lygilegt, að nú nýverið var fyrsta elliheimilið byggt, þar sem menn þurfa ekki að búa í íjögurra sex eða átta manna stofum og skilrúmið er veit út að ganginum er úr gleri, svo að starfsfólkið geti betur fylgst með gamla fólkinu! Þetta fyrsta hjúkrunarheimili fyrir aldraða í öllu landinu rúmar þó einungis 32 sjúklinga, sem varla er mikið í landi sem hefur 112 millj- ónir íbúa! Japanir era þó að taka við sér og hér leita þeir til Danmerkur að fyrirmynd og vísast ekki að ástæðu- lausu því þessi tvö lönd eru sögð þau duglegustu í heiminum um þessar mundir samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Á þessu vandamáli neyðast þeir að taka, því að engin þjóð í veröldinni eldist jafn hratt og eldri kynslóðum fjölgar því stöðugt, og þetta er nú orðið að mesta framfærsluhöfuðverk þjóðar- innar. Hvað snertir leiðina frá fátækra- hjálp til velferðar hafa þeir sem sagt öldrunarstefnu Dana sér að leiðarljósi. Hér mundu þeir vísast síst leita til íslendinga, sem virðast leggja höfuðáherslu á yngri og eldri kyn- slóðir, en gleyma þeim á milli, sem sagt sjálfu lífinu og virkjun þess, en á það leggja Japanir höfuð- áherslu, nákvæmlega eins og Grikk- ir til forna er þeir lögðu grunn að vestrænni menningu. Hér hefur sá er les trúlega gert sér nokkra grein fyrir andstæðun- um í Japönsku þjóðfélagi og er því rétt að snúa sér að öðru. Heimsókn í hið mikla kastalavirki Hideyoshi Toytomi, sem borgin er byggð í kringum var mikill viðburð- ur, en þar dvöldum við drjúga stund, en virkið sjálft er svo mikil smíð og merkileg, að það væri efni í sér- staka grein að segja frá því einu, smíði þess og merkilegum leyni- göngum, sem fundist hafa á seinni tímum. Það mun hafa brunnið en verið endurbyggt, enda stendur það á traustum grunni, sem hvorki eld- ur né brennisteinn fá grandað. Sumar steinblokkirnar í því eru svo miklar um sig, að ráðgáta er hvem- ig menn fóra að því að koma þeim á staðinn og fella að byggingunni, aðdáunarvert og mikilfenglegt er það í öllu falli. Á leiðinni heim á hótelið, tókum við eftir töluverðu af ungum stúlk- um í undurfögrum kimono-búning- um og fengum við upplýst, að það væri í tilefni nokkurra daga hátíðar- halda m.a. í sambandi við útskrift úr skólum. í tilefni þess klæðast þær þessu skarti og halda í hofín til að þakka guðum sínum. Varð okkur starsýnt á þær sem má vera eðlilegt, því að um algjört augna- konfekt var að ræða. En þessi hátíð- arhöld áttu eftir að draga dilk á eftir sér, því að með öllu reyndist ókleift að útvega mér hótel í Kyoto á viðráðanlegu verði, þar sem ég hugðist dvelja í fjórar nætur og skoða þessa fornu borg rækilega. Það kom þó lítið að sök þar sem ekki er nema hálftími í milli í hrað- lest. Eftir að leiðsögukonan okkar Kiyko Tsubouchi hafði fylgt félög- um mínum á flugvöllinn að morgni Qórða dags, kom hún aftur á hótel- ið og fór með mig til Kyoto í hrað- lest. Þótti mér ferðin í þægilegri hraðlestinni ævintýraleg og einkum fyrir þá sök hve úthverfí borganna voru þéttbyggð. Má hveijum manni vera það ljóst að þjóð sem býr við slík þrengsli verður að setja sér alveg sérstakar lífsreglur. Leiðsögukonan var öllum hnút- um kunn í Kyoto og fór með mig um alls konar öngstræti, framhjá fjölda einkahofa, sem fók var að skáskjóta sér inn í, þar til við voram komin að hinu fræga hofi Heian Shrine þar sem við dvöldum í dtjúga stund og nutum fegurðar helgi- dómsins, síðan var tekinn leigubíll í enn eitt hof uppi á hæðunum, Kiomizu Dera, og þar var með sanni múgurinn og þröngt á þingi. Það var bæði, að þetta var á föstudegi og svo voru það hátíðahöldin, en á þessum tíma stímar fólk til borgar- innar úr öllum áttum. Nú nennti hún ekki að fylgja mér, enda eitt- hvað smálasin, en sagðist mundu bíða og ég reyndi að skoða allt sem rækilegast án þess þó að vera of lengi. Mikið og fagurt útsýni yfir borgina gagntók mig auk þess sem hofín vora mörg og margbreytileg, og þarna hefði ég getað dvalist klukkutímum saman og reikað um ótal stíga og skoðað hofin helgu, en það var einfaldlega alltof margt fólk og að auk beið fylginauturinn, en ætli ég hafí ekki verið í góðan hálftíma í burtu. Átti ég svo fullt í fangi með að finna konuna aftur, en það hafðist að lokum. Það sem vakti athygli mína voru brunnar víðs vegar á svæðinu og við þær voru jafnan tvær og fleiri ausur, sem fólk sóttist eftir að ausa vatninu úr og voru sums staðar biðraðir. Vatnið er að sjálfsögðu tákn hreinleikans og athöfnin teng- ist Shinto-trúnni, sem byggist á dýrkun náttúrannar, forfeðranna, keisarans m.m. Á leið okkar niður öngstrætin þar til við fengum leigubíl var urm- ull verzlana og þar geta menn gert góð kaup af öllu mögulegu t.d. Kio- myzu-keramik og ýmsu öðru sem einkennandi er fyrir japanskt þjóðfélag. En við gátum lítið sinnt því, vegna þess að konan ætlaði að reyna að útvega mér hótelpláss á járnbrautarstöðinni og við tíma- naum orðin. Þau fáu hótelherbergi sem laus voru reyndust pyngju minni ofviða, svo ég kaus heldur að fá inni á kristilegu hóteli i Osaka og fara á milli í lest. Héldum við svo til baka til Osaka og fórum úr við lykilstöð C 13 ------------------------rj---rqj— er nefnist JCytobashi, enþar er rtsa- stórt hótel og bauð hún til málsverð- ar efst uppi með útsýni vítt yfir borgina. Vorum við hér óheppin, því við pöntuðum litfagran rétt af matseðli, sem reyndist vondur og að auki uppgötvaði hún stóra pöddu, skríðandi á veggnum við hlið okkar á þessum lúxusstað og ekki bætti það matarlystina. En það var í eina skiptið á allri ferðinni, sem mér hugnaðist ekki japanskur matur. Eftir þetta og næstu daga skyldi ég standa á eigin fótum því hún þurfti að sinna öðram störfum. Ég var eiginlega svo raglaður að mér sortnaði fyrir augum við tilhugsun- ina og ekki var of gott að skilja hana, þvi að hún kunni lítið í ensku og ég ekki spor í japönsku tákn- máli. Sem betur fer var einungis ein brautarstöð beint áfram þangað sem ég átti að fara úr lestinni og taka svo aðra og fara með henni á eina stöð til viðbótar. Fyrst Temmabashi segir hún og svo á aðra stöð, sem nefnist Tanimachi. 4 ehome og fara upp tröppur á 3 chome. Fyrir menn vana neðanjarð- arbrautum var þetta svo sem lítið mál, en það fór hrollur um mig auk þess, sem ég var öllu ókunnur í Japan og nær allar leiðbeiningar á brautarstöðunum á japönsku. Hitt bættist svo við, að þegar upp á yfirborðið var komið á Tanimachi var að fínna hótelið og þó það væri alveg rétt hjá, var maður áttavilltur og ringlaður, því að það var sama á hvaða götuhorni maður kom upp, alit var eins að manni fannst. Villt- ist ég nokkram sinnum í upphafí og einu sinni á þann hátt að mér varð ekki um sel. Að fara í neðanjarðarlest í París, eða átta sig á kennileitum, er mann ber úr leið, er smábarnamál miðað við þetta. Hótel Lutheran átti að heita mjög alþjóðlegt og efa ég ekki að það sé svo, t.d. mátti kaupa úrval af vestrænum mat í veítingabúð, en sá galli var á gjöf jarðar að matseðl- arnir vora allir á japönsku. Árla næsta dag fór ég svo til Kyoto og villtist auðvitað í lestinni, tók ranga lest og þurfti svo að skipta um tvisvar og var æði lengi á leiðinni. En nú skil ég ekki hvern- ig ég gat villst, því allt virðist svo sáraeinfalt þegar maður hefur lært nokkurn veginn á kerfið og fengið þessa sérstöku tilfínningu í magann hvað staðarákvarðanir snertir, sem eru svo mikilvægar í Japan. Með öðrum orðum er hér um að ræða innbyggðan áttavita, sem allir hafa, og einungis þarf að stilla. R z i VÍB HLUTABRÉFASJÓÐUR VÍB HF. AÐALFUNDUR Mánudaginn 25. maí 1992, kl. 17:15 Holiday Inn, Gallerí Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Erindi Arðsemi fyrirtækja á íslenskum hlutabréfa- markaði Svanbjöm Thoroddsen Hluthafar eru hvattir til að mœta! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavik. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.