Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAI 1992
SUZUKISWIFT
3 DYRA, ÁRGERÐ 1992
* Aflmikil, 58 hestafla vél með beinni innspýtingu.
* Ódýr í rekstri - eyðsla frá 4.0 1. á hundraðið.
* Framdrif. ^ SUZUKI
* 5 gíra.
* Verð kr. 726,000.- á götuna, stgr.
SUZUKIBÍLAR HF.
SKEIFUNNI 17 ■ SlMI 685100
UPUR OQ SKEMMTILEQUR 5 MANNA BÍU_
Hafnarfjörður:
Bærinn kaupir íbúðir fyrir aldraða
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hef-
ur samþykkt, að veita Öldrún-
armiðstöðinni Höfn vilyrði fyrir
óráðstöfuðum lóðum á Sólvangs-
svæðinu og jafnframt að kaupa
fimm íbúðir fyrir aldraða í hús-
unum.
í samþykkt bæjarráðs kemur
fram, að lóðirnar eru á staðfestu
skipulagi og ætlaðar eldri borgurum
í Hafnarfirði. Þá segir: „Bæjarráð
telur skynsamlegt að uppbyggingin
verði í umsýslu Hafnar og er vil-
yrði þetta veitt í því skyni að Höfn
hafi umsjón og eftirlit með heildar-
uppbyggingu svæðisins, hvort held-
ur er að byggingarframkvæmdir
verði á hendi félagasamtakanna
sjálfra eða annarra aðila, verk-
taka/einstaklinga. Bæjarráð væntir
tillagna Hafnar um fyrirkomulag
þeirra mála, svo sem byggingar-
og eignafyrirkomulag, tímaáætlan-
ir og fleira sem æskilegt kann að
teljast í þesssu samhengi. Stjórn
Sólvangs verði með í ráðum í vinnu
þessari.“
íbúðirnar, sem bærinn hyggst
kaupa eru hlutdeildaríbúðir og er
miðað við að lán til þessara íbúða-
kaupa komi frá Húsnæðisstofnun
ríkisins. Enn fremur að þær verði
meðal þeirra lánveitinga, sem af-
greiddar verða til hins félagslega
íbúðakerfis í Hafnarfirði á næst-
unni.
Klæðningar á vegum:
Borgarverk bauð best
BORGARVERK hf. í Borgarnesi
varð hlutskarpast verktakanna í
klæðingar á Vesturlandi og
Norðurlandi vestra í sumar. Fyr-
irtækið átti lægstu tilboð í bæði
verkin, um 70% af kostnaðar-
áætlun.
Kostnaðaráætlun Vegagerðar-
Nú eldum við
Vikuna 25.-30. maí
bjóðum við
staðgreiðsluafslátt
af öllum eldunartækjum frá
Ofnar
it
Helluborð
Eldavélar
Viftur
Tilboðið
gildir aðeins þessa viku
Grípið einstakt tækifæri
Greiðslukjör eru einnig í boði.
B JR Æ Ð U R N I R
ORMSSnhJMP
Lágmúla 8. Sími 38820
Umboðsmenn okkar eru um land allt.
innar fyrir klæðingar á Norðurlandi
vestra var 26,9 milljónir kr. Tilboð
Borgarverks var 18,1 milljón eða
67,4% af áætlun. Tilboð Klæðningar
hf., sem var næst lægst, var 450
þúsund kr. hærra.
Tilboð Borgarverks hf. í klæðing-
ar á Vesturlandi var 11,8 milljónir
kr. sem er 72% af kostnaðaráætlun
Vegagerðarinnar sem er 16,4 millj-
ónir. Klæðning hf. átti næsta boð,
tæpar 13 milljónir kr.
Ekkert verð-
ur af heim-
sókn Mandela
NELSON Mandela, foiystumað-
ur Afríska þjóðarráðsins, hefur
beðist undan boði utanríkisráðu-
neytisins að heimækja ísland í
tengslum við heimsóknir hans til
annarra Norðurlanda. Var
Mandela meðal annars viðstadd-
ur hátíðahöld í Noregi á þjóðhá-
tíðardaginn 17. maí.
ÞorsteinnTngólfsson, ráðuneytis-
stjóri í utanríkisráðuneytinu, sagði
að staðið hefði til að Mandela kæmi
við á íslandi í hringferð sinni um
Norðurlönd, og hafi hann fengið
boð þess efnis frá ráðuneytinu.
Hann hafi hins vegar ekki getað
komið því við, og aflýst heimsókn-
inni.
Tilgangurinn með Norðurlanda-
för Nelsons Mandela mun hafa ver-
ið að rækta þau sambönd sem skap-
ast hefðu vegna stuðnings landanna
við fresisbaráttu blökkumanna í
Suður-Afríku, að sögn Þorsteins.
„Það er opið mál frá okkar hálfu
að taka þetta upp að nýju ef tæki-
færi gefst,“ sagði hann, en vildi þó
engu spá um hvort eða hvenær af
heimsókninni gæti orðið.
Hjólaskauta-
völlurinn
í Laugardal
opnaður
HJÓLASKAUTAVÖLLUR verð-
ur opnaður á Skautasvellinu í
Laugardal mánudaginn 25. maí
kl. 10.30 f.h.
Fyrst um sinn verða eingöngu
leyfðir hjólaskautar á svæðinu. Ósk-
ar er eftir því að notaðir séu hjálm-
ar, olnboga-, úlnliða- og hnéhlífar.
Skautaleiga er á staðnum. Hjóla-
skautavellið veður opið mánudaga
til föstudaga kl. 10.30-19.00 og
laugardaga og sunnudaga kl.
10.30-18.00.
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!