Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 12
IZ u MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAI 1992 Við Þórhallur Árnason á milli nokk- urra útskriftarnema og kennara þeirra, pokalaga viðbótin sem geng- ur niður úr ermum búnings stóru konunnar til hægri er hjúskapar- tákn. JAPONSKUM VETTVANGI eftir Brago Ásgeirsson AÐ FLJÚGA heilan dag í risa- þotu á móti tímanum, er lifun sem reynir á taugakerfið, þótt allt sé gert til að láta manni líða sem best. Hér væri yfir litlu að kvarta þar sem þjónusta um borð í SAS-vélum er annars vegar, sem er nánast fullkomin. Farsælast er þó að leggja í slíka ferð vel hvíldur og afslappað- ur, því að annars er hætta á að líkams- starfsemin fari úr skorðum, og ég fyrir því er ég beinlínis lak úr stól mínum er á flugið leið, sofandi, og einn flugþjónninn ko askvaðandi og setti umsvifalaus fingurinn á hálsslagæðina. Meg menn geta sér til hvað hann ist, en hér var það þó sem fer fyrst og fremst þreytan se sótti á. Var í fyrstu svolítið ur, en náði mér fljótlega. í slíkum langferðum í flugi, e það tilbreytingarleysið sem sæki á, en því er mætt með ýmsu og sýnd er jafnan ein eða fleiri valskvikmynd á stóru tjaldi, því að í engu er sparað hvorki hörðu né mjúku undir tönn. En þetta eru almennar upplýs- ingar og slíkt ferðalag getur auðvit- að allt eins orðið viðburður, sitji maður við hliðina á góðum félaga og snjöllum sögumanni. Þótt samanlagður tíminn, sem fór í þetta ferðalag nálgaðist sólar- hring og lagt var af stað árla morguns, var komið til Osaka að kvöldi, og þar bjuggum við á ágætu hóteli þar sem þjóðareinkenni Jap- ana komu strax fram, sem eru við- líka kurteisi, tillitsemi og hreinlæti, að norrænum mönnum verður hvumsa við, þar sem segja má að víða þyki í heimalöndum þeirra sér- stök alúð og vinsemd jaðra við ein- feldni og snobb, groddaskapur kumpánleika, en sóðaskapur telst sáluhjálparatriði. Hreinlætið var til að mynda slíkt á hótelinu að jaðraði við öfga og þannig var skipt um, sápur og tann- bursta á hverjum degi og jafnvel fékk maður einnig nýja plasthettu til að setja yfír hárið og þá lá á miðju rúmi mínu fagurlega saman- brotinn nýr kimonó-formaður slopp- ur dag hvern. Eiginlega voru þetta einfaldlega náttföt, en ég uppgötv- aði það ekki fyrr en löngu seinna. Þessir sloppar til daglegs brúks og til að sofa í eru býsna þægilegir, mjúkir og loftmiklir og maður fínn- ur vart fyrir þeim. Fyrstu áhrifín í þesari miklu iðnaðarborg voru yfirþyrmandi, ekki einasta vegna umfangs borg- arinnar og iðandi mannlífs heldur einnig vegna þess að hér var vegur undir, vegur yfir, vegur í gegnum hús og vegur allstaðar í bókstafleg- um skilningi. Þessar steinsteyptu bílabrautir eru hvarvetna kuldaleg- ar og ég hafði hvergi séð þær í eins ríkum mæli fram að þessu. Þá eru þær allar keimlíkar og dálítið óhugnanlegar, einkum þegar dimma tekur og í fyrstú er manni villugjamt í grennd við þær, því þær eru víða. En hér skapar þörfin nauðsyn, því að Japan er fjölmennt land og lífsrýmið takmarkað og næstu daga birtist mér máltækið „þröngt mega sáttir sitja“ ljóslifandi í ótal afbrigð- um svo mér var nóg um. Ekki svo að það angraði mig tiltakanlega, enda hafa Japanir lært að lifa- í þrengslum, heldur var þetta algjör andstæða þess olnbogarýmis, sem menn búa við í heimalandinu og mér þykir nú sem landar mínir mættu kunna mun betur að meta. Það er og allt annað að upplifa þessar staðreyndir, en að lesa úr bókum, eða sjá á kvikmyndum, enda kom manni flest á óvart og svo hins vegar kannski mest að opna fyrir sjónvarpið, þar sem oft voru nær tómar auglýsingar á vesturlenzka vísu á skjánum og stungu mjög í stúf við allt annað allt um kring og manni þótt hrein sjónmengun. Ætla mætti að þjóð, sem býr við jafn ríkan menningararf takmarki slíka innantóm síbylju í anda vesturs- ins, af ótta við að glata hinum verð- mæta menningararfi, en við skulum athuga það, að í Japan er hann svo rótfastur að hér er hættan trúlega mun minni en í yngri samfélögum með lausmótaðri menningararf. Ekki þarf að taka það fram, að Japan er tækniundur, það vita allir, en menn verða að upplifa undrið til að skilja það til hlítar. Oft hef ég t.d. ferðast með neðanjarðarbraut- um erlendis, en aldrei stungið farmiða í rauf, við inngöngu eða útgönguhlið sem virtist eiginlega vera kominn upp úr raufínni fyrir framan samstundis og gott ef ekki áður (!), jafnframt því sem ofurtækn- in hefur lesið á miðann og opnar einungis hliðið fyrir framan mann ef rétt upphæð er stimpluð inn. Ef ekki þá ber að snúa sér til starfs- manns, sem er jafnan nærri og borga það sem á vantar. Mér hnykkti .við er það kom fyrir mig fyrst, og hélt að nú hefði ég gert einhvetja vit- leysu og fengi sekt, en svo sá ég fljótlega að þetta var harla algengt og eðlilegur gangur hlutanna. Ný tegund ofurtækni, sem er að koma fram getur leitt til þess að t.d. Efnahagsbandalag Evrópu með sínar 600 milljónir sitji eftir í þróun- inni og verði sem statistar á meðan Japanir hirði frá þeim markaðina um allan heim. Þetta óttast margir evrópskir vísindamenn, en svo eru aðrir, sem álíta hættuna ekki óyfir- stíganlega, en þá verði menn að vísu að leggja hart að sér og veita stórauknu fé til rannsókna. Svo langt gengur þetta, að Evr- ópa á í hættu að verða að eins konar nýlendu Japana á iðnaðar- sviði framtíðarinnar og menn hafa þegar fengið forsmekk af þessu, því að Japanir eru með mikið for- skot á þróun í örtækni, sem nefnd er Chip-framleiðsla, og hefur með samrás í kísilflís að gera, sem steypt er í kubb skilst mér. Þar fyrir utan hafa þeir gert áætlanir langt fram í tímann og eru þar einnig umtalsvert á undan vesturálfubúum. Þessi litli hlutur er þegar allstað- Maico stúlkur í Kyoto, lærlingar í geishu- fræðum. íslendingarnir í Osaka: Miyako Kashima Þórð- arson, leiðsögukonan Kiyko Tsubouchi, Þór- hallur Árnason, Júlía Hreinsdóttir, Sunna Davíðsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Kristin Friðriksdóttir. Pelikanarnir í dýragarðinum í Kyoto voru úr öllum áttum og var það lit- fögur sjón. Undir sérkennilegu tré í Heian helgi- dóminum í Kyoto var mjög virðuleg og fögur giftingarathöfn, er okkur Kiyko Tsubouchi bar að garði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.