Morgunblaðið - 24.05.1992, Síða 22

Morgunblaðið - 24.05.1992, Síða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRb i i UM sunnudagur _______________■____________í___- : '! 24. MAI 1992 RÆÐISMAÐUR „ Jöklar á yfirborðinu og eldfjöll undir niðriu l-coland Niklaus hafði ekki velt ■*'*' íslandi mikið fyrir sér þegar siðameistari Genfar nefndi við hann fyrir nokkrum árum að kons- úlsstaða íslands í franska hlutan- um í Sviss væri laus og spurði hvort hún væri ekki eitthvað fyrir hann.„Mér leist strax vel á það,“ sagði hann. „Ég var kapteinn í fjalladeild svissneska hersins og jöklar og fjöll höfða til mín. Og konan mín er dönsk í aðra ættina. Mér fannst hvort tveggja tengja mig við ísland og tók því hugmynd- inni strax vel.“ Hjálmar Jónsson, sem þá var sendi- herra Sviss með aðsetur í Bonn, gerði sér ferð til Genfar til að kynn- ast Niklaus og ganga úr skugga um hvort hann væri rétti maðurinn í stoðuna. „Það var eins og við hefðum þekkst langa lengi þegar við höfðum talað saman í klukku- stund,“ sagði Niklaus. „Við áttum afar ánægjulega kvöldstund og ég tók auðvitað starfinu þegar mér var boðið það formlega.“ Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir Roland Niklaus, ræðismaður íslands i franska hlutanum i Sviss. Skjaldarmerki íslands hefur hangið fyrir ofan inngöngudymar á skrifstofuhúsnæði Niklaus síðan haustið 1985 og gamalt skjaldar- merki hangir undir svölum sem liggja út að einni breiðgötu Genf- ar.„Kornelíus Sigmundsson, vinur minn og fyrrverandi forsetaritari, segir að gamla merkið sé safngrip- ur,“ sagði Niklaus og stoltið leyndi sér ekki í röddinni. „Ég er svo hepp- inn að fjölskyldan á þetta hús og ég get því hengt merki og fána á það eins og mig lystir." Niklaus er lögfræðingur og rekur eigin skrif- stofu. Stór íslenskur fáni stendur í horni virðulegrar skrifstofu hans við mynd af Vigdísi Finnbogadóttur forseta. Kort af íslandi og önnur mynd af forsetanum með ræðis- mannshjónunum prýðir vegg. „Við erum svo heppin að Vigdís forseti hefur komið á hveiju hausti til Genf- ar undanfarin ár til að starfa með verðlaunahandritanefnd Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva. Við höf- um alltaf átt kvöldstund með henni og metum það mikils. Við höfðum til dæmis öll gaman af því þegar við hittum Richard Nixon á matstað Girardets í Crissier þegar við buðum henni þangað fyrir nokkrum árum,“ sagði hann og brosti við endurminn- inguna. Girardet er besti matar- gerðarmaður Sviss, og þó víða væri leitað. Niklaus hefur kynnst landi pg þjóð eftir að hann varð konsúll ís- lands. „íslendingar eru frábærir," sagði hann. „Þeir eru svo opnir og hlýir. Ekki þegar maður hittir þá fyrst, þá eru þeir frekar hlédrægir, en þeir eru hressir og skemmtilegir um leið og maður kynnist þeim. Þeir eru eins og íslensk náttúra, jöklar á yfirborð- inu en eldfjöll undir niðri. Ég hef éignast marga nána ís- lenska vini.“ Sjálfur er hann einkar viðfelldinn maður og miklu afslappaðri strax við fyrstu kynni en Svisslendingar eru yfirleitt. Hann hefur nú farið nokkrum sinnum til lands- ins en fór þangað fyrst á ráðstefnu ræðismanna Is- Skjaldarmerki íslands prýða bæði fram- og bakhlið húss konsúlsskrifstofunnar í Genf. lands sem var haldinl986.„„Það var góður og gagnlegur fundur,“ sagði hann. „Þar kynntist ég fólki sem sinnir málefnum íslands út um allan heim. Nú finnst mér sjálfsagt að segja dóttur minni að hún geti leit- að til konsúla íslands á ferðum sín- um um heiminn ef fulltrúar Sviss geta ekki hjálpað henni!“ Ræðismannsstarfið er launalaust pg felst aðallega í því að aðstoða íslendinga sem lenda í vandræðum og leita hjálpar. Niklaus reynir auk þess að stuðla að auknum tengslum milli Islands og Sviss. Hann kom því til dæmis til leiðar að íslensk unglingahljóm- sveit lék við mót- töku í ráðhúsinu í Genf fyrir nokkrum árum og hann hefur kvatt íslenskt knattspyrnulið til dáða í Sion. Hann heldur íslending- um í Genf alltaf hóf á 17. júní. Þeir njóta þá gestrisni hans og konu hans á heimili þeirra í þorpinu Gy sem er 300 manna bær 15 km fyrir utan Genf. Þau hjónin fluttu þangað 1972 og Niklaus var kjör- inn bæjarstjóri tveimur árum seinna. Hann gegndi embættinu í 12 ár og hætti því um svipað leiti og hann varð ræðismaður íslands. Texti: Anna Bjarnadóttir Suðurlandsbraut 6, símar 678383 og 687055 Þú átt erindi til okkar! Sex vikna fitubrennslunámskeið með fræðslu og aðhaldi hefst mánudaginn 25. maí. Skráning hafin. Takmarkaður fjöldi. ranapui Pallahringur Teygjutímar Skokktímar Kringluhopp Opnunartími: Virka daga frá kl. 7.00-22.00 Helgar frá kl. 9.00-18.0 Komdu og fáðu stundaskrá Fullkomin tækjasalur AFMÆLI Torfi Hjartarson níræður Torfi Hjartarson varð níræður síðastliðinn fímmtudag 21. maí. Gestkvæmt var á heimili hans á Flókagötunni þennan dag og vildu margir óska afmælisbarninu til hamingju. Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins tók meðfylgjandi myndir í afmælinu. Á efri myndinni er forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir með afmælisbarninu, en aðrir á myndinni eru Ingibjörg Ásta Hafstein eiginkona Péturs Kr. Haf- stein hæstaréttardómara og Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra. Á hinni myndinni eru tveir fyrrverandi formenn Vinnuveitendasambands Islands að óska afmælisbarninu til hamingju, Páll Siguijónsson og Gunnar J. Friðriksson, en að baki þeim stendur Haraldur Sveinsson framkvæmdastjóri Árvakurs hf. útgáfufyrirtækis Morgunblaðsins. Torfí Hjartarson var eins og kunnugt er tollstjóri í Reykjavík frá 1943-1972 eða í 29 ár og jafnframt sáttasemjari ríkisins frá 1944-1979 eða í 35 ár, þar af eitt ár í upp- hafi sem vararíkissáttasemjari. i4 wPW Silungsveiði í vötnum á vax- andi vinsældum að fagna. KYNNING Nú má silungnrinn fara að vara sig Það var viljandi gert að velja þenn- an tíma, vorið er í algleymingi, orðið hlýtt og sumarfíðringurinn far- inn að gera vart við sig. Eg á von á því að þetta verði vel sótt, enda fer áhugi á stangaveiði vaxandi með hveiju árinu sem líður," sagði Rafn Hafnfjörð stjómarmaður í Lands- sambandi stangaveiðifélaga í samtali við Morgunblaðið, en Samstarfs- nefnd um veiðiskap í silungsvötnum hér á landi gengst fyrir kynningu í Norræna húsinu í dag og ber hún yfirskriftina „Stangaveiði í silungsvötn- um“. Kynningin stendur yfir milli klukkan 15 og 15 og er dagskrá bæði innanhúss og utan. Inni byij- ar á því að Éin- ar Hannesson býður menn velkomna og síðan flytur Gylfí Pálsson tölu um silungsveiði sém fjölskylduíþrótt. Margrét Jó- hannsdóttir hjá Ferðaþjónustu bænda tekur þá við og ræðir um möguleikana á aukinni ferðaþjónustu samfara silungsveiðiskap. Kristján Guðjónsson stígur næstur upp og flytur erindið „Listin að hnýta falleg- ar flugur". Lýkur innidagskrá á lit- skyggnusýningu Rafns Hafnfjörð sem lýsir myndunum og kryddar með veiðisögum. Úti sýna Kolbeinn Grímsson og Þorsteinn Þorsteinsson fluguköst í tjörninni og Skúli Hauks- son netabóndi í Útey við Apavatn sýnir verkun og meðferð á silungi. Rafn Hafníjörð sagði enn fremur að samstarfsnefndin hefði fengið ýmsu ágengt í seinni tíð. „Þetta er allt í áttina. Ég nefni sem dæmi að við höfum komið upp hreinlætisað- stöðu við fyrstu veiðivötnin. Það var viss áfangi og sigur og við höldum ótrauðir áfram enda eru verkefnin mörg og verðug," sagði Rafn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.