Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992 ---------------------------------- C 9 KAUPMANNAHAFNARBRÉF Já með heilanum en nei með hjartanu ÞEGAR danska þingið greiddi atkvæði um Maastric- ht-samkomulagið fyrir skömmu var það samþykkt með nokkuð færri atkvæðum en aðildin að Efnahags- bandalaginu á sínum tíma. Eftir atkvæðagreiðsluna fór þingið í frí til að þingmenn gætu beitt sér af alefli í umræðum fram að þjóðaratkvæðagreiðslu um samkomulagið 2. júní. Og þeir sitja ekki á ein- tali. Já eða nei er mál málanna meðal Dana um þessar mundir. Samkvæmt skoðanakönnunum eru næstum jafnmargir með og á móti, þeir óákveðnu munu væntanlega ráða úrslitum. Þegar fór að koma í ljós að almenningur var tví- bentur í afstöðu sinni sakaði Uffe Ellemann Jensen utanríkisráðherra, Jafnaðarmannaflokkinn, stærsta flokk landsins, um að vera með hálfvelgju í stuðn- ingi sínum við samkomulagið. Hvort sem það er réttmæt ásökun eða ekki er ljóst að flokksmenn eru ekki á eitt sáttir. Ritt Bjerregaard, sem var á móti inngöngunni 1972, rökstyður jákvæði sitt nú meðal annars með því að Evrópa sé ekki sú sama og hún var 1972. Nú sé sá tími að renna upp að öll Evrópu- ríki geti verið með ef þau vilja. Enginn múr lokar suma úti og aðra inni. Ef Danir ætli sér á annað borð að taka þátt í samstarfi Evrópuríkja, geti þeir ekki annað en sagt já við samkomulaginu. Ella sitji þeir utanborðs og þá hlusti örugglega enginn á ráma raust Dananna. Herra og frú Hansen geta kynnt sér málin á ýmsan hátt áður en þau krossa við 2. júní. Fyrir nokkrum mánuðum var samkomulaginu dreift á bókasöfn, þar sem hægt var að fá það endurgjalds- laust. Einnig hafa verið gefnar út tvær bækur með því ásamt skýringum og athugasemdum um inni- haldið, fyrir þá sem finnst textinn sjálfur tyrfinn. í blöðunum fyllir EB-efnið marga dálka daglega. Fræðingar hafa í löngum bunum verið kallaðir fram á fjölmiðlavettvanginn til að vitna um hin ýmsu atriði. Eitt þeirra er hvort samkomulagið stangist á við stjórnarskrána og sjálfsákvörðunarrétt Dana. Á hveijum virkum degi er stuttur viðræðuþáttur í ríkis- ajqnvarpinu þar sem með- og mótmælendur samkom- ulagsins skiptast á skoðunum. I hrærigraut með- og mptraka er tvennt sem leynt pg ljóst virðjst móta afstöðuna til Maastricht-sam- komulagsins. Annars vegar er hræðslublandin af- staðan til Þjóðveija, hins vegar þrúgandi tilfinning Dana fyrir því að þeir séu smáþjóð. Um leið og sameining Þýskalands var í sjónmáli vpknuðu áhyggjur meðal Dana um hyer yrði framtíð þeirra í skugga þess stórveldis, sem þeim fannst að risi nú upp. Það er einungis hálf öld síðan Þjóðveijum mistókst að koma á fót þúsund ára ríki og hemámi þeirra í Danmörku lauk. í hugum fullorðins fólks er það ekki gleymt. Hvort sem fólk talar upphátt um það eða ekki, eru margir Danir sér meðvitaðir um vanmátt sinn gagnvart Þjóðveijum. Við þetta fólk segja Ritt Bjerregaard, fyrrum þingflokksform- aður Jafnaðarmannaflokksins, og Uffe Ellemann- Jensen að það sé betra að sitja til borðs með Þjóð- veijum og hinum og ákveða gang mála með þeim, en að ætla að gagga utan í þeim einir á báti. Danir em sér meðvitaðir um smæð sína. Það hjálp- ar ekkert upp á sjálfsálitið þó að þeir séu fleiri en bæði Norðmenn og Finnar, því þeir eru nefnilega færri en Svíar, en þó einkum og sér í lagi bara eins og sýsla í Þýskalandi. Á landakortinu eru þeir að- eins eins og skagi út frá þessu nágrannalandi sínu. í þessu samhengi gildir líka áðurnefnd röksemd um að það sé betra að vera innan vallar en utan. Norræn samvinna er einnig með í dæminu. Með- mælendur segja að það styrki norræna samvinnu að styðja samkomulagið, því það sé hinum Norður- löndunum hvatning til inngöngu og þar eigi þau sér vettvang til að vinna að sínum hagsmunamálum í evrópsku samhengi. Poul Schlúter forsætisráðherra sagði í lokaumræðum á þingi að þetta væri ekki aðalatriðið, en þó veigamikið atriði, þegar litið væri á með- og mótrök. Við sama tækifæri benti Holger K. Niélsen, formaður Sósíalíska þjóðarflokksins, á að þessu væri öfugt farið. Utan EB gætu Norður- löndin stundað norræna samvinnu, óháð Evrópu, og veitt evrópsku stórveldunum veigamikið mótspil. Um daginn var haldinn mikill fundur í Kaup- mannahöfn þar sem formenn stjórnmálaflokkanna sátu fyrir svörum. Fyrir fundinn gaf sjónvarpsmaður sig á tal við nokkra fundargesti og síðan aftur eftir fundinn. Einn sagðist sækja fundinn til að reyna að fá botn í hvernig hann ætti að kjósa. Eftir fundinn sagðist hann í hjarta sér segja nei við samkomulag- inu en með höfðinu já. Tilfinningalega ógnaði sér svolítið að vera með í svona bákni, en með skynsem- inni sæi hann að það væri ekkert vit í að vera ekki með. Það er því ekki einfalt mál að taka afstöðu, ef marka má af öllum þeim röksémdum með og á móti, sem er dengt yfir fólk. Þó að herra og frú Hansen leggi nótt við nýtan dag fram að 2. júní og kynni sér samkomuiagið og þýðingu þess aftur á bak og áfram, er hætt við að þau verði litlu nær- Á endanum er ekki haigt að syara já eða nei út frá einstökum atriðum, heldur við spurningimni um hvort það ejgi að reyna að þoka máiefnum Eyrópu áfram í sameiningu, eða hvort hver eigi að draga sig inn í sitt skot pg paufast þar. Qg livernig geta traust lýðræðisríki Evrópu stutt við haltrandi þrseð- ur í Austur-Evrópu? Það er ekkert sérlega ljóst, eig- inlega öldungjs óljóst, hyað gerist í kjölfar Maastric- ht-samkomulagsins, en Danir geta spurt sig hvort þeir eigi að bretta upp ermarnar og leggja hönd á plóginn eða sitja úti í homi með lunta. Jón Jónsson á Grettisgötunni þarf ekki að ákveða eitt né neitt fyrir 2. júní. hann hefði hins vegar kannski átt að vera búinn að gera það upp við sig fyrir löngu hvört hann ætlaði að beita skynserninni eða láta óljósar hræðslutilfinningar einangra sig á skeri út í hafí. Sigmún Davíðsdóttir. ________Brids_________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids í Reykjavík Rólegt var í Sumarbrids á þriðju- deginum, enda spilað víða í bænum. Spilað var í einum riðli. Sigurvegarar urðu Þröstur Ingimarsson og Þórður Björnsson, en á hæla þeirra komu Lárus Hermannsson og Guðlaugur Sveinsson. Öllu liflegra var á fimmtudeginum, 26 pör mættu til leiks og var spilað í tveimur riðlum. Urslit urðu (efstu pör): A-riðill: LárusHermannsson-GuðlaugurSveinsson 249 Guðrún Jóhannesdóttir—Gróa Guðnadóttir 248 Jón Stefánsson-Ragnar Þorvaldsson 246 AibeitÞorsteinsson-KristóferMagnússon 244 ValtýrPálsson-ÞórðurSigurðsson 243 Hörður Pálsson-Þráinn Sigurðsson 238 B-riðill: HailurSimonarson-ísakÖmSigurðsson 132 ÁsgeirSigurðsson-AndrésÁsgeirsson 123 Sigrún Jónsdóttirringólfur Ulliendahl 117 Gylfi Ólafsson—Siguijón Harðarson 116 Og eftir 3 kvöld í sumarbrids er staða efstu spilara orðin þessi: Þröstur Ingimarsson og Þórður Björnsson 64, Lárus Hermannsson og Guðlaugur Sveinsson 51 og Andrés Ásgeirsson 38. Alls hafa 37 spilarar hlotið stig á þessum 3 spilakvöldum sem lokið er. Næst verður spilað i sumarbrids á laugardaginn og hefst spilamennska kl. 13.30. Á mánudaginn kemur hefst svo spilamennska kl. 19 (Mitchell). Allt spilaáhugafólk er velkomið f Sig- tún 9 (hús Bridssambandsins). oí> \® & vcÆ áP & íþrótta og útivlstar Sumarbúðir U.Í.A. Eiðum. fyrir böm á aldrinum 6-12 ára. Tímabil 5. 05.-11. júlí 6. 12.-16. jálí* 7. 19.-25. júlí 1. 07.-13. júní 2. 14.-20. júní 3. 21.-27. júní 4. 28. jún.-04. júl. INNRITUN. Innritun og upplýsingar alla virka daga 1 síma 97-11353 og FAX: 97-11891. ' 4 daga námskeið kr. 8.000.- 6 daga námskeið kr. 12.000,- Systkinaafsláttur! ATH Fyrir böm lengra að komin er boðið uppá 14. daga námskeið kr. 30.000 innifalið er flug frá Reykjavík. lUCTDKn Satellite TV nr. AMTEC hf., umboðs.aðili AMSTRAD á íslandi, býður nú fullkomin móttökubúnað tilbúinn til uppsetningar. AMSTRAD Tyrirtækið, sem hefur selt ó þriðju milljón móttökudiska fyrir gervi- hnetti og er með 86% markaðshlutdeild ó Bretlandseyjum og 50% í Evrópu, hef- ur nú markaðssett búnað til notkunar í NORÐUR SKANDINAVIU OG Á ÍSLANDI 1.2 m diskloftnet með flestingu Lógsuðumagnari með innbyggðum pólskipti (Dual LNB) 48 rósa stereo móttakari með fjarstýringu Búnaðurinn er seldur ón milliliða með heildsölu ólagn- ingu og fæst eingöngu hjó AMTEC hf., Suðurlands- braut 32, sími 30200. ÓTRÚLEGT VERÐ! .59.900, AMTECx Sími 30200 Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík. flkstur og sigling 12, ágúst - 2. september ÍSLAND - FÆREYJAR - DANMÖRK - SVÍÞJÓD - EYSTRASALTSEYJAR - ÞÝSKALAND Ekið um Norðurland til Seyðisfjarðar og silgt með Norröna um Færeyjar til Danmerkur. Þaðan liggur leiðin til Kaupmannahafnar um Suður-Svíþjóð, öland og Bomholm. Siglt til Norður-Þýskalands þar sem meðal annars Berlín er heimsótt. Frá Þýskalandi er haldið um Jótland og silgt heim um Færeyjar. Ekið um Suðurland til Reykjavíkur. Þessar ferðir hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Sérlega þægilegurferðamáti:, Sama bifreið allan tímann, gisting á góðum hótelum og íslensk leiðsögn. s Verð kr. 136.000,- S Innifalið í verði: Hringferð, gisting í 2ja manna herbergi ásamt s morgun- og kvöldverði. Gisting í 4ra manna klefa um borð i Norröna. Leitið nánari upplýsinga. FERÐASKRIFSTOFfl SUÐMUNDflR JÓNASSQNAR HF. Borgartúni 34, sími 683222. a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.