Morgunblaðið - 24.05.1992, Page 32

Morgunblaðið - 24.05.1992, Page 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAI 1992 Sól, sandur oa svínarí NAMSKEIÐ EÐA FUNDiR A DOFiNNi? I Múlalundi færð þú fundarmöppur, barmmerki (nafnmerki) , óletranir, merkingar og annað sem auðveldar skipulag og eykur þægindi og árangur þátttakenda. ^ Allar gerðir, margar stærðir, úrval lita og áletranir að þinni ósk! Hafðu samband vi& sölumenn okkar T.lf í síma 68 84 76 eða 68 84 59. ák Múlalundur vVr/ Vinnustofa SÍBS - Hátúni 10c \\ Simar: 68 84 76 og 68 94 59. \\ Níu hryllilegustu sumarleyfis- staðir í heimi, staðir, sem geta gert menn gráhærða á einni nóttu fyrir nú utan að gjöreyði- leggja sumarfríið, voru nýlega valdir í breskri könnun. Var keppnin að vísu hörð en staðir, sem geta boðið upp á mestan sæg af þjófa- og glæpagengjum, kyn- sjúkdómastöðvum og baðstrend- ur þaktar sprautunálum eitur- lyfjasjúklinga, höfðu strax nokk- urt forskot. Þeim, sem líkar ilmurinn af þotu- eldsneyti og vilja svífa inn í svefninn við flugvéladrunur, ættu að fara til Kanoni á grísku eynni Korfú. í ferðamannabæklingunum er að vísu talað um krókóttá stíga og skemmtilega klettakima en það hefur bara gleymst að segja frá því, að þetta er allt samankomið við brautarenda alþjóðaflugvallar- ins á Korfú. Kanoni er samt hreinasta paradís hjá ferðamannastaðnum Nabeul í Túnis. Air Tours, ein stærsta ferða- skrifstofan í Bretlandi, selur ferðir þangað og það er best að gefa Joan Blaszczyszyn orðið en hún borgaði eitthvað á annað hundrað þúsund ísl. kr. fyrir herlegheitin, sem henni, manni hennar, syni og móður var boðið upp á. „Við borguðum fyrir þriggja stjörnu hótel en loftkælingin virkaði ekki. f svefnherberginu voru rottur og kakkalakkar og við fengum að sjálfsögðu öll matareitrun af fæð- inu,“ sagði frú Blaszczyszyn. Til að komast á ströndina urðu þau að klöngrast yfir urð og gijót í hálftíma og þá tók ekki betra við. „Á ströndinni lágu sprautunálar eins og hráviði, og mannasaur, og í sjónum flaut alls konar drasl, bux- ur og aðrar flíkur.“ Framkvæmdastjóri Air Tours viðurkenndi í viðtali við tímaritið Holiday Which, sem birti könnun- ina, að svona nokkuð væri ekki mönnum bjóðandi og sagði, að Nabeul hefði verið tekinn út af lista ferðaskrifstofunnar. Sagði hann, að Persaflóastríðið hefði sett allt á annan endann í ferðamannaiðnaðin- um og þess vegna hefðu nýir staðir eins og Nabeul laumast inn á list- ana án undangenginnar könnunar. Sumarfrí í Búlgaríu á valdatíma kommúnista var kannski ekkert mjög spennandi en það var ekkert að óttast. Þá voru glæpamenn ekki teknir neinum vettlingatökum en nú verður ekki þverfótað fyrir glæpaflokkum, svartamarkaðs- bröskurum og vændiskonum. í Pattaya í Tælandi er kynlífsiðn- aðurinn í algleymingi, nuddstofur og klámsýningar og þá vantar held- ur ekki læknastofurnar þar sem eingöngu er fengist við kynsjúk- dóma. Af öðrum „skemmtilegum“ sum- arleyfisstöðvum má nefna El Ar- enal, Majorca; Gumbet, Tyrklandi; Gzira, Möltu; La Grande-Motte, Montpellier, Frakklandi, og Quat- eira, Algarve, Spáni. -JAMES ERLICHMAN eru Spánveijar Og nú sýna þeir listir sínar á íslandi í tilefni 60 ám aímælis SIH Fjórir valinkunnir spænskir meistara^ kokkar koma í heimsókn og bjóða upp á listilega matreidda spænska saltfisk- \ rétti á veitingastöðum um land allt. J JotdiBusqæts,FbiencioMartinez,JuanC)iezogJesusMartinezferðast plSf á milli staða og slá upp saltfiskveislu. Þeirn til halds og trausts veiða íslensku listakokkamir Bjami Ólason, Rúnar Marvinsscn og Ulíar Eysteinsson k ° Við veitum þér: ★ Þitt eigið eðlilega hár sem vex það sem þú átt eftir ðlifað. ★ Ókeypis ráðgjöf hjá okkur eða heima hjá þér. ★ Framkvæmt af fœrustu lœknum hjá einni elstu og virtustu einkastofnun í Evrðpu. Hringið á kvöldin eða um helgar, SÍMI 91-678030 eða skrifið til: Þú svalar lestrarþörf dagsins ásjöum Moggans!_________x Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda Skanhár Klapparberg 25, 111 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.