Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 11
hér á landi á þessum tíma og við vorum hundskammaðir af mörgum. En þetta félag gerði mikinn skurk tónlistarlífinu og að mínum dómi var stofnun þess þarft verk og nauðsynlegt. Það er athyglisvert að bera saman aðbúnað ungu tón- skáldanna núna og hvernig hann var hér áður fyrr. Á meðal okkar eru mörg góð tónskáld sem eiga ólíkt betra tækifæri en þegar ég var ungur. Þá mátti segja að eitt tónskáld hefði verið einu tónskáldi og mikið“. Að sögn Magnúsar er hann sá fyrsti sem lagði stund á elektrónísk- ar tónsmíðar, eða raftónlist, hér á landi, og sem dæmi má nefna Stúd- íu fyrir elektróníska tóngjafa, píanó og blásarakvaitett, einnig Sam- stirni og tónlist við kvikmyndina Surtur fer sunnan, en þar er um elektrónísk verk eingöngu að ræða. Ekki var nú öllu tekið fagnandi sem Magnús sendi frá sér og hann minn- ist Punkta fyrir tónband og Sinfón- íuhljómsveit sem var frumflutt af Sinfóníuhljómsveit íslands árið 1963 og fékk óblíðar móttökur gagnrýnenda. Hins vegar kvað við annan tón þegar þetta sama verk var flutt af Sinfóníunni á síðastliðnu ári, þá fékk það góða dóma. Svona breytast viðhorf manna. „Já, þetta gengur misjafnlega og það þýðir ekkert að hlusta of stíft á gagnrýnisraddir. Um að gera að halda bara áfram og fara eftir bijóstvitinu. Á þessum árum samdi ég tónlist fyrir fjölda kvikmynda Morgunblaðið/Sverrir „Einhvern tíma hefði manni nú þótt þetta galdrar..." Tón- skáldið Magnús Blöndal Jó- hannsson við tölvuna góðu sem er nú helsta hjálpartækið hans við tónsmíðarnar. svo sem Sveitin milli sanda eftir Ósvald Knudsen, The forgotten front, sem var framleidd af Desilou í Los Angeles og The Other Ice- land, sem gerð var af BBC, svo ég nefni eitthvað." Dapurleg lífsreynsla Tónlistin sem Magnús semur nær yfir breitt svið tónskáldskapar og því erfitt fyrir leikmann að fara út í slík mál í smáatriðum. Hann er því minntur á að eftir er að fjalla um þriðja hjónaband hans. Það dimmir yfir svip Magnúsar þegar hann segir: „Ég kvæntist í þriðja sinn Sigríði Jósteinsdóttur, en það hjónaband endaði með því að hún lést í slysi. Hún datt og skall á borðbrún og áverkinn sem hún hlaut leiddi hana til dauða. Og ekki nóg með að ég missti konuna mína á svo hörmuleg- an hátt, heldur lést móðir mín i þeirri sömu viku. Ég varð gjörsam- lega örmagna og missti móðinn. Mér varð raunverulega sama um allt. I þessum hörmungum stóð tengdamóðir mín, Emilía Húnfjörð, sem klettur við hlið mér og studdi mig með ráðum og dáð. Hún reyndi hvað hún gat að bera líknandi smyrsl á sárin sem andlát Sigríðar skildu eftir sig. Án hennar um- hyggju og manngæsku hefði ég sennilega drukkið mig í hel. Enn í dag eru tengsl mín við þá góðu konu sá líknarmáttur sem ávallt er mér hugarfró. En upp úr þessu öllu saman fór ég til Bandaríkjanna aft- ur, árið 1976. Þá var ég' eiginlega búinn að afskrifa tónlist. Og raunar nokkru áður. Snerti ekki píanóið. Fyrir mér var þessi tónlistartími, sem átti upphaf sitt að rekja allar götur tii þess er ég var rúmlega þriggja ára og náði varla upp á píanóið, horfinn og heyrði sögunni til. Kæmi aldrei aftur.' Ég var vægast sagt óskap- lega „langt niðri“. En svo gerist það einn daginn, að ég er á gangi í verslunarmiðstöð í New York og heyri merkilega músík svo ég fer að hlusta. Og þá allt í einu vaknaði áhuginn aftur, eftir að hafa blundað í heil tíu ár. Langur blundur það. Ég fór að semja aftur og samdi mikið, en þá hafði ég kúvent algjör- lega við. Á fyrri árum ferils míns sem tónskálds skrifaði ég nánast ekkert annað en nútímatónverk en þarna, í kringum 1980 var ég kom- inn á allt annan stað á mínum tón- listarferli.“ Svartnætti drykkjuskaparins Þú hefur minnst hér á drykkjuskap þinn, Magnús. Var hann kominn á alvarlegt stig? „Já, ég lagðist í mikinn drykkju- skap. Þessi drykkja mín hófst lík- lega árið 1973, eftir áfallið í sam- bandið við Þjóðleikhúsið, og varð alveg taumlaus með árunum. En fram að þeim tíma fólst mín áfeng- isdrykkja í því að skála í kampavíni á gamlárskvöld. Ég var sendur út á Freeport, einn af mörgum sem fór þangað. Þaðan stakk ég af, nennti ekki að standa í þessu, og entist edrú í þijá eða fjóra mánuði. En þá lagðist ég í algjört drykkju- bijálæði. Það var Hilmar Helgason, kunningi minn, sem stóð fyrir því að ég fór út í annað sinn. Á þeim tíma var ég búinn að missa konuna mína hana Sigríði og leið fjarska- lega illa. Þegar ég kom aftur úr seinni Freeport-reisunni, hafði ég eiginlega ekki að neinu að snúa. Engin fjölskylda, engin atvinna. í huga mér var bara vonleysi og ekk- ert annað. Allt svart. Eftir mánuð heima hélt ég út aftur og fór að vinna við Freeport- stofnunina, að undirlagi Hilmars. Ég tók á móti fólki að heiman og fylgdi því eftir í gegnum meðferðina á Freeport. Þar næst þurfti ég að fara með það í endurhæfingu sem fór fram á öðrum stað, og síðan kom ég fólkinu aftur í flugvélina heim til íslands. Ég mátti aldrei sleppa af þessum skjólstæðingum mínum hendinni. Þetta var krefj- 1992 hh) vi andi starf og erfitt á stundum." Og hvernig gekk þér að halda bindindið? „Þetta bindindi stóð í tíu ár. En þá hélt ég að ég gæti fengið mér eitt glas rétt eins og aðrir, en það var nú eitthvað annað.“ Og fórstu þá aftur í meðferð? „Nei, nei, ekki gerði ég það nú. Það má eiginlega segja að forlögin hafi tekið í taumana, eins og svo oft í mínu lífi. Því ég slasaðist, guði sé lof segi ég nú bara.“ Hvað segirðu maður, guði sé lof? „Já, guði sé lof fyrir það. Annars væri ég sjálfsagt enn að, nú eða kannski dauður. Þetta atvikaðist þannig að ég var náttúrulega í rugli og fór í Ríkið að sækja mér eina kippu af bjór og á leiðinni út í leigu- bílinn fann ég auðvitað eina hálku- blettinn sem á gangstéttinni var. Ég steinlá og lærbrotnaði illa. Og til að kóróna allt saman, bakkaði bíll á mig þar sem ég lá þarna. Það átti sem sé að drepa mig, bæði hengja og skera, eins og kerlingin sagði. í fimm mánuði átti ég í þess- um ósköpum, lá í strekk í þijá mánuði og var í endurhæfingu í tvo mánuði." Ertu þá hættur hér með? „Maður skyldi víst aldrei segja aldrei. En ég held að ég sé búinn að fullreyna það að áfengi er bann- vara fyrir mig. Hreint og klárt eit- ur.“ Við þessi orð Magnúsar kemur gullvæg setning upp í hugann: Ekk- ert er svo slæmt að brennivín geri það ekki verra. Viðurkenning á heimsvísu En við snúum okkur aftur að músíkinni því tónskáldið Magnús á nafnið sitt á síðum tónlistarbók- mennta heimsins: „Það var fyrir einskæra tilviljun að svo er. Fyrir mörgum árum fór ég til Kölnar vegna þessa að ég hafði frétt af tónsmiðju sem var opin þeim sem vildu vinna áð ákveðnum tónsmíðum. Þar hitti ég frægan og gagnmerkan mann, Eim- ert að nafni, sem bað mig að sðnda sér á segulbandi eitthvert verka minna þegar ég kæmi heim. Ég sendi elektróníska verkið Sam- stirni. En ekkert heyrði ég frá þeim í Köln í tvö til þijú ár og bjóst við að þeim hefði ekkert litist á þetta. Svo kemur skeyti til Útvarpsins frá Stockhausen í Köln, en hann var mikill áhrifamaður í Þýskalandi varðandi nútímatónlist, þar sem hann biður um leyfi til þess að nota þetta verk mitt. Það var auðsótt mál frá minni hendi. Staðreyndin var sú, að Stockhausen hafði fund- ið þetta tónband fyrir tilviljun í safni tónsmiðjunnar fyrrnefndu í Köln. Og svo mikið álit hafði hann á Samstirni að hann fór með það út um alla Evrópu og Bandaríkin og notaði það sem fyrirlestrarverk- efni. Þarna fékk ég óbeina viður- kenningu sem mér þótti vissulega vænt um.“ c jr Samið á tölvu Það vekur athygli að ekkert hljóðfæri er að sjá á heimili Magn- úsar. Hvað kemur til? „Nei, ég á ekki hljóðfæri. Ég sem aldrei tónlist á hljóðfæri heldur hugsa hana næstum út í hörgul. Heyri allt fyrir mér. Síðan skrifa ég. En núna á ég tölvu með tónlist- arforriti. Síðan er ég með „sampl- er“ með 200 innbyggðum mismun- andi hljóðfærum. Ég nota tölvuna eins og í ritvinnslu. Einhvern tíma hefði manni nú þótt þetta galdrar. Þessa dagana fæst ég eingöngu við að semja, hef til dæmis nýlokið við að semja tónlist við íslandskvik- mynd sem er samsafn kvikmynda sem Ósvald Knudsen og sonur hans, Vilhjálmur, tóku.“ Að þessu mæltu lét Magnús tölv- una spila fyrir mig hugljúft lag og seiðandi sem hann hafði nýlokið við. Ég hef á orði að þetta sé trega- blandið og snerti góðu taugarnar í manni. Magnús jánkaði því og brosti. Frægur fyrir óðagot Að gömlum og góðum sið er Magnús beðinn að segja frá ein- hveijum minnisstæðum atvikum lið- inna ára, - einhveiju skemmtilegu: Auðvitað hefur ýmislegt komið fyrir, bæði skemmtilegt og rauna- legt. Ég er frægur fyrir það að vera alltaf að flýta mér. Það er ein- hver spenna sem keyrir mig sí og æ áfram. Dag nokkurn kom ég á fleygiferð af æfingu í Steinway Hall í New York og gekk framhjá Carnegie Hall, sem er við sömu götu. Þá sé mikla og langa biðröð fyrir utan innganginn. Ég slæ því samstundis föstu með sjálfum mér að þarna sé verið að selja miða á einhveija merkilega tónleika, mannfjöldinn var það mikill, og skelli mér í biðröðina með það sama. Nú, biðröðin mjakaðist áfram og framhjá miðasölunni. Þá fór mér nú ekki að standa á sama. Og áfram hélt skarinn, alla leið upp á svið þar sem stóð feikimikil og skrautleg líkkista. Ég kunni ekki við að skjóta mér úr röðinni og lét mig hafa það að votta hinum látna samúð mína án þess að hafa hugmynd um til- vist hans í þessu lífi. Og ég veit það ekki enn í dag. Hann gat alveg eins hafa verið mafíuforingi og eitt- hvað annað.“ Þar með sláum við botninn í sam- talið. í dag býr Magnús með in- dælli konu, Huldu Sassoon, og unir glaður við tölvuna sína og semur meira en nokkru sinni. Undanfarin ár hefur hann unnið að nýju sinfón- ísku verki, Protis, „og hamingjan má vita hvenær það verður búið“, segir Magnús og horfir íbygginn á galdraverkið, tölvuna góðu. Höfundur er söngkona og hefur skrifað viðtöl og greinar fyrir Morgunblaðið. Ný símanúmer hjá Glitni hf. Aðalnúmer Glitnis hf. 60 88 00 Beinar línur: Innheimta 60 88 30 1 Markaðsdeild, ráðgjafar 60 88 20 Yeltufj ármögnun 60 88 50 Myndsendir 60 88 10 DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.