Morgunblaðið - 24.05.1992, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.05.1992, Qupperneq 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ MANIMLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992 LÖGFRÆÐI// hverjufelst adskilnaöurinn? Lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði Eins og fram kom í síðasta pistli á umræðan um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði sér alllanga sögu. Breytingarnar hafa þó látið á sér standa þar til nú með lögum nr. 92/1989 um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds í héraði. Hafa rök andstæðinga aðskilnaðar m.a. verið þau, að í fámennu og strjálbýlu landi þar sem samgöngur hafa lengst af verið ótraustar, væri hagkvæmt að sami aðili færi með sem flest störf. Horfði það bæði til sparnaðar og flýtis í málarekstri. Vegna breyttra aðstæðna í ís- lensku þjóðfélagi og vaxandi samstarfs við aðrar Evrópuþjóðir í mannréttindamálum eiga þessi rök tæpast við lengur. Hefur þetta tvennt leitt til þess að skipan dómsvalds og umboðsvalds í héraði utan Reykjavíkur hefur sætt vaxandi gagn- rýni þar sem hún k. er talin andstæð ettir Dovio Por , „ , D... . grundvallarregl- Biorqvmsson b . , , . 1 3 unm um þngrein- ingu ríkisvaldsins og kröfunni um rétt einstaklinga til að fá úrlausn mála sinna fyrir sjálfstæðum og óháðum dómstóli. Meginhugmyndin með aðskilnaði dómsvalds og um- boðsvalds er því sú að tryggja að menn geti leitað úrlausnar réttará- greinings og fullnustu réttinda sinna fyrir óháðum og sjálfstæðum dómara sem ekki hefur nein önnur störf með höndum. Í samræmi við þær grundvallar- hugmyndir sem hér búa að baki felst aðskilnaður dómsvalds og umboðs- valds í héraði samkvæmt lögunum frá 1989 í meginatriðum í því að dómsvald í einkamálum og opinber- unrmálum er flutt frá sýslumönnum og bæjarfógetum utan Reykjavíkur til sérstakra héraðsdómstóla sem settir verða á fót. Rétt er að benda á að aðskilnaður að þessu leyti hefur að verulegu leyti verið til staðar í Reykjavík frá því embætti yfirborg- ardómara og sakadómara voru stofn- uð. Gert er ráð fyrir að embættin í Reykjavík verði sameinuð í eitt. Héraðsdómstólar á landinu verða alls 8 og verða þeir kenndir við umdæmi sín. Lögsagnarumdæmi þeirra fylgja kjördæmaskiptingunni, nema í Reykjavík og á Reykjanesi. Dómstólarnir eru (fjöldi dómara í sviga); Héraðsdómur Reykjavíkur (21), sem hefur aðsetur í Reykjavík. Undir dómstólinn í Reykjavík eiga Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær og Kjalarnes- og Kjósarhreppur. Hér- aðsdómur Vesturlands (1), með að- setur í Borgarnesi, Héraðsdómur Vestfjarða (1), með aðsetur á „Útvegsbankahúsið“ - Hér- aðsdómur Reykjavíkur mun verða þar til húsa. ísafirði. Héraðsdómur Norðurlands vestra (1), með aðsetur á Sauðár- króki, Héraðsdómur Norðurlands eystra (3), með aðsetur á Akureyri, Héraðsdómur Austurlands (1), með aðsetur á Egilsstöðum, Héraðsdómur Suðurlands (3), með aðsetur á Sel- fossi, og Héraðsdómur Reykjaness (7), með aðsetur í Hafnarfirði. Dóm- arar við héraðsdómstólana hafa ekki með höndum önnur störf en dóm- störf. Samkvæmt lögunum verða um- boðsstörf í héraði áfram í höndum embættismanna sem bera heitið „sýslumaður". Um leið verður emb- ættisheitið “bæjarfógeti" (borgar- fógeti) lagt niður. Sýslumenn verða 26 í jafnmörgum stjómsýsluumdæm- um auk Reykjavíkurumdæmis, sem nær yfir Reykjavíkurborg, Seltjarn- ameskaupstað, Mosfellsbæ, Kjalar- neshrepp og Kjósarhrepp. Fara þeir, hver í sínu umdæmi, með lögreglu- stjórn, tollstjóm og aðra stjórnsýslu ríkisins eftir því sem lög og reglu- gerðir mæla nánar fyrir um. I Reykjavík em lögreglustjórn og toll- stjórn í höndum sérstakra embætta. Þær grundvallarbreytingar sem hér hefur verið lýst kalla á margvís- legar breytingar á réttarfarslöggjöf að öðru leyti eins og fram kom í síð- asta pistli, þar sem nánar er kveðið á um skiptingu starfa milli dómstóla annars vegar og sýslumanna (lög: reglustjóra/tollstjóra) hins vegar. í næsta pistli verður fjallað um ný lög um meðferð opinberra mála. TVÍ HÁSKÓLANÁM í KERFISFRÆÐI Innritun á haustönn 1992 stendur nú yfir í Tölvu- háskóla VÍ. Markmið kerfisfræðinámsins erað gera nemend- ur hæfa til að vinna við öll stig hugbúnaðargerð- ar, skipuleggja og annast tölvuvæðingu hjá fyrir- tækjum og sjá um kennslu og þjálfun starfs- fólks. Námið tekur tvö ár og er inntökuskilyrði stúdentspróf eða sambærileg menntun. Verið er að endurnýja tölvubúnað skólans. Á haustönn verður kennt á tölvur af gerðinni Vic- tor 386MX, IBM PS/2 90 með 80486 SX ör- gjörva, IBM RS/6000 340 og IBM AS/400 B45. Nemendur við Tölvuháskóla VI verða að leggja á sig mikla vinnu til þess að ná árangri. Þeir sem vilja undirbúa sig í sumar geta fengið ráðlegg- ingu hjá skólanum. Mikil áhersla er lögð á forrit- un og er því gagnlegt ef nemendur hafa kynnst forritun áður. Á fyrsta ári eru kennd tvö nám- skeið í viðskiptafögum sem nýtast best þeim sem áður hafa lært bókfærslu. Aðrar greinar fjalla annars vegar um ýmiskonar stýrikerfi, notkun og uppbyggingu þeirra og hins vegar um vinnu- brögð við hugbúnaðargerð. Eftirtaldar greinar verða kenndar auk raunhæfra verkefna sem unnin eru í lok hverrar annar: Fyrsta önn: Forritun í Pascal Kerfisgreining og hönnun Stýrikerfi Fjárhagsbókhald Önnur önn: Fjölnotendaaumhverfi og RPG Gagnasafnsfræði Gagnaskipan með C++ Rekstrarbókhald Þriðja önn: Gluggakerfi Kerfisforritun Hlutbundin forritun Fyrirlestrar um valin efni Fjórða önn: Staðbundin net Tölvugrafík Hugbúnaðargerð Umsóknarfrestur fyrir haustönn 1992 er til 26. júní. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða afgreiddar eftir því sem pláss leyfir. Kennsla hefst 31. ágúst. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu Verzlunarskólans frá kl. 8-16 og í síma 688400. TÖLYUHÁSKÓLIYÍ, Ofanleiti 1,103 Reykjavík. UlVIHVERFISMÁL/£r fólksfjölgun á jórbinni umhverfismál? JARÐARBÚAR OG TAKMARKAÐ LÍFRÍKI í NÝÚTKOMINNI skýrslu Sam- einuðu þjóðanna um ört vax- andi fólksfjölda á jörðinni eru nefndar svo háar tölur að það er erfitt að gera sér grein fyr- ir hvað í þeim felst. Þó er nauð- synlegt að taka saman heildar- yfirlit um fjölgun síðustu ára og spá um framtíðina svo mönnum geti verið ljóst í hvaða ógöngur gæti farið ef fjölgun mannkyns verður svo sem nú horfir. Það vandamál tengist vissulega umhverfinu og auð- lindum jarðar vegna þess að jörðin er lokuð lífræn heild og getur ekki borið slíkan mann- fjölda. Ein ástæða þessarrar miklu fjölgunar er sú að maður- inn sem lífvera hefur meiri aðlögunarhæfni en nokkur önn- ur tegund lifríkisins. Þegar ein fæðutegund sem hann hefur tamið sér er uppurin, tekst honum fljótlega að temja sér aðra í staðinn. Þá er tæknin honum líka handhæg hvort sem hún er frumstæð eða háþróuð. En þessarri aðlögunarhæfni fylgir líka rökhyggja og yfirsýn og hæfileiki til að hugsa fram í tímann. Þess vegna eru ekki allar bjargir bannaðar. Mann- fjölgun er nú orðin svo ör að náttúruauðlindir jarðar duga ekki til frambúðar. Ef ekki verður gripið til raunhæfra ráðstafana verður jörðin „óíbúðarhæf" innan tíðar, segja sérfræðingarnir. Lítum nú á tölurnar: Fyrir árs- lok 1992 eru allar líkur á því að íbúatala jarðar verði komin í 5,48 miljarða. Allt bendir líka til að þessi tala muni hækka næsta áratuginn um 97 miljónir árlega og að ijölgunin verði að lang- mestu leyti með- al þjóða í Afríku, Asíu og Suður- eftir Kuldu Amen'ku , >r Valtýsdóttur sem fatækt °g fáfræði ríkir. Arið 2050 verður mannkyn komið í 10 miljarða og hundrað árum síðar (árið 2150) verður íbúatalan að öllum líkindum orðin 11 mil- jarðar. Ef hins vegar tekst að hafa hemil á fólksfjölguninni svo sem vonir standa til, er ekki útilokað að á sama tíma hafí íbúatalan lækkað um 4 miljarða og verði þá orðin sú sama og hún var árið 1975. Þótt mótsagnakennt sé eru ör- birgð, menntunarskortur og mis- rétti höfuðorsök fæðingartíðninn- ar. Málið er því margþætt, oft á tíðum viðkvæmt og úrlausnir dýr- ar. Þar sem starfsfólk Sameinuðu þjóðanna fór um til að afla gagna til þessarrar skýrslu meðal van- þróaðra þjóða, virðist það hafa komist að þeirri niðurstöðu að einna mikilvægast sé að rétta hlut kvenna, veita þeim fræðslu og menntun, opna þeim aðgang að vinnumarkaðinum, afmá misrétti kynja, auka sjálfsvitund þeirra og valfrelsi. Tölur sýna líka að þar sem tekist hefur að fækka börnum hjá hverri fjölskyldu í 2-3, aukast til muna lífslíkur þeirra, þau eiga þá kost á meiri umönnun, betri heilsugæslu og hollara fæði. Sam- kvæmt þessarri skýrslu þykir nú einna brýnast að ná til þeirra 300 miljóna kvenna sem búa við lök- ust kjör, misrétti og jafnve! kúg- un. Upplýsingaskorturinn er auð- vitað aðeins hluti vandans. Fá- tækt og örbirgð vega þungt. Því verða hinar ríku þjóðir að leggja fram verulegt fjármagn til að bæta hag þeirra sem verst eru settir. I þeim hópi telst 1,1 mil- jarður manna. Þess utan er gífur- legur ljöldi sem býr að vísu ekki við algera neyð en fær ekki upp- fylltar sjálfsagðar og lögmætar kröfur um mannsæmandi líf. Arlega veija iðnríkin 4,5 mil- jörðum dala til félagslegrar að- stoðar við vanþróaðar þjóðir. Þar af fer aðeins 1% til fræðslu og upplýsinga um takmörkun barn- eigna. Það hlutfall verður að hækka, segir í skýrslunni. Sú að- stoð kemur ekki einungis til góða þeim sem eru þurfandi í dag. Hún er í raun aðgerð til að bjarga framtíð mannsins á jörðinni. Hér er því um að ræða mikil- vægt og vandasamt verkefni sem krefst þolinmæði og þrautseigju þeirra sem vilja snúa þróuninni við. En tíminn er naumur. Jörðin mun ekki geta borið þann mann- fjölda sem nú virðist vera á leið- inni. Árangur verður að nást áður en allar auðlindir sem okkur standa nú til boða eru uppurnar. Svarið við spurningunni hér að ofan er því jákvætt. Fólksijölgun- in er í raun alvarlegt umhverfis- vandamál. Farsæl lausn er fyrst og fremst fólgin í aukinni mennt- un meðal vanþróaðra þjóða, þar sem rétta verður sérstaklega hlut kvenna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.