Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 19
Effi
■/ nýjustu mynd sinni leikur
Burt Reynolds lögreglu-
mann sem þarf að kljást við
níu ára strák er verður vitni
að morði en neitar að segja
frá nema hann fái að leika
löggu í þijá daga.
MLeikstjóri „Patriot Ga-
mes“, sem er óbeint fram-
hald Leitarinnar að Rauð-
um október, er ekki John
McTiernan eins og áður hef-
ur komið fram á þessari síðu
heldur ástralski leikstjórinn
Philip Noyce.
■Næsta mynd leikstjórans
Gus Van Sant (Mitt eigið
Idaho) gæti orðið „The
Mayor of Castro Street“,
sem fjallar um Harvey
Milk, kynhverfan pólitíkus
í San Francisco. Oliver
Stone mælti
með Van
Sant í leik-
stjórahlut-
verkið en
beðið er eftir
svari frá
Robin Will-
iams, sem boðist hefur að
leika Milk. Van Sant er
upprennandi leikstjóri í
Hollywood. Hann hefur vak-
ið mikla athygli fyrir
„Drugstore Cowboy“ og
Mitt eigið Idaho.
- MORGUNBLADID
MENNINGARSTRAUMAR
SUNNUDAGUR- 24. MAi 1992
C 19
Lelgubílar um nótt; úr nýjustu mynd Jarmusch.
í leigubíl með
Jarmusch
„ÉG ER enginn leikstjóri,“ segir bandaríski kvik-
myndagerðarmaðurinn Jim Jarmusch í blaðaviðtali
en hann hefur sent frá sér nýja mynd, sína fimmtu,
sem heitir „Night on Earth“ eða Kvðld á jörðinni. „Ég
er svona platleikstjóri. Ég gæti aldrei unnið með 150
tæknimönnum og gæti aldrei eytt meira en 700 mil(jón-
um króna í bíómynd."
að
Aðrir mundu segja
Jarmusch væri einn
af frumlegustu og
skemmtilegustu leikstjór-
um Bandaríkjanna eftir
myndir eins og „Down By
Law“ og „Mistery Train“,
sem báðar hafa verið sýnd-
ar hér á kvikmyndahátíð.
Nýja myndin hans er með
Vinona Ryder og Gena
Rowlands m.a. í aðalhlut-
verkum og gerist í fimm
leigubílum á fimm ólíkum
stöðum á jörðinni sama
kvöldið.
„Spielberg og Coppola
eru raunverulegir leikstjór-
ar,“ heldur Jarmusch
áfram. „Ég gerði Kvöld á
jörðinni bara svo ég gæti
ferðast og unnið með vinum
mínum. Það er mjög gaman
en ekki sérlega atvinnu-
mannslegt. En ég geri að-
eins myndir sem mig mundi
langa til að sjá,“ segir hann
og bætir við að hann búi
aldrei til endi á bíómyndir
sínar fyrr en hann er búinn
með þær. „Lífið sjálft hefur
enga fléttu, engan haglega
saminn endi.“
Ef hann mætti gera
mynd fyrir marga milljarða
eins og Coppola og Spiel-
berg um hvað yrði hún?
„Tvo ítala sem vinna á ham-
borgarastað á Mars.“
Velheppnuð hátíð
ALLS SÓTTU um 1100
manns stuttmyndahátíð-
ina sem haldin var á hót-
el Borg um siðustu mán-
aðarmót að sögn Jóhanns
Sigmarssonar fram-
kvæmdastjóra hátíðar-
innar.
Sýndar voru uppundir 30
stuttmyndir og sagði
Jóhann viðbrögð áhorfenda
hafa verið mjög góð en einn-
ig voru fluttir fyrirlestrar
um ýmislegt sem snýr að
kvikmyndagerð eins og leik-
stjórn, hljóð og föðrun.
Sagði Jóhann að hin já-
kvæðu viðbrögð hefðu kom-
ið nokkuð á óvart en þau
sýndu að grundvöllur væri
fyrir því að halda stutt-
myndahátíð sem þessa, þar
sem auglýst er eftir mynd-
um áhugamanna, ár hvert
og væri þá jafnvel hugsan-
legt að veita verðlaun fyrir
bestu myndina.
Þess má geta að Jóhann
er annar af handritshöfund-
um Veggfóðurs, sem frum-
sýnd verður í sumar, og
Margrét Benediktsdóttir sýnir förðun.
Góð viðbrögð;
gestir á stutt-
myndahátíð.
vinnur nú við
nýtt handrit sem
heitir Rautt vin
en það er að
sögn Jóhanns
ástarsaga um
lögfræðing sem
gerist klæð-
skiptingur.
KVIKMYNDIR^
MÞriðja myndin um löggu-
garpana Mel Gibson og
Danny Glover, „Lethal
Weapon 3“, byijaði stórvel
í miðasölunni vestra um síð-
ustu helgi og tók inn 35
milljón dollara fyrstu þijá
sýningardagana.
MStuttmyndin Ókunn
dufl var nýlega boðin þátt-
taka í kvikmyndahátíð í
Montreal í Kanada þar sem
sýnd eru verk ungra leik-
stjóra (35 ára og yngri). Þá
hefur myndinni verið boðið
á kvikmyndahátíð í Sao Pa-
olo og hún hefur verið seld
til finnskrar sjónvarpsstöðv-
ar. Leikstjóri Ókunnra dufla
er Sigurbjöm Aðalsteins-
son.
MNýjasta mynd breska
leikstjórans Rolands Joffé
hefur verið frumsýnd vestra
en hún heitir „City of Joy“
og er með hjartaknúsaran-
um Patrick Swayze í aðal-
hlutverki. Myndin gerist á
Indlandi en Swayze leikur
lækni sem vinnur sjálfboða-
vinnu á spítala í Kalkútta.
MHöfundur bresku gaman-
þáttanna Já, ráðherra er
farinn að vinna í Hollywood
með engum öðrum en Eddie
Murphy. Jonatlian Lynn
heitir hann og leikstýrir nýj-
ustu Murphymyndinni,
„The Distinguished Gentl-
eman“. í myndinni leikur
Eddie svikahrapp sem gerist
þingmaður. „Stjórnmála-
menn eru eins um allan heim
- þarf ég að segja meira?“
er haft eftir Lynn.
Um hvab er nýjaPropagandamyndin?
in mynda minna er gerð
fyrir einhvern ákveðinn
málstað," segir hann, „held-
ur til að lýsa mannlegum
veikleika, ístöðuleysi,
ástríðum og andstæðum."
Melanie Griffith má sjá
leika á móti Michael Dou-
glas í myndinni „Shining
Through" í Bíóborginni en
hún skaust upp á stjörnu-
himininn í mynd Jonathans
Demmes, „Something
Wild“, en hafði áður farið
með frægt hlutverk í „Body
Double" Brians De Palma.
Eftir það var leiðin greið;
myndir eins og „Working
Girl“ og „Bonfire of the
Vanities“ fylgdu í kjölfarið.
Hún vinnur nú við myndina-
„Born Yesterday“ ásamt
manni sínum, Don Johnson,
en Luis Mandoki leikstýrir.
Siguijón er framleiðan-
di„A Stranger" ásamt Steve
Golin og Howard Rosenman
en Rosenman stendur að
baki mynda eins og „Father
of the Bride“ og „Shining
Through". Lumetmyndin er
dæmi um stefnubreytingu
hjá Propaganda sem setur
æ meiri pening í bíómynda-
gerð. Það þýðir þekktari
leikstjórar og stærri stjörn-
ur. Aðrar myndir nýlegar
og væntanlegar hjá fyrir-
tækinu eru „Ruby“ með
Danny Aiello í hlutverki
mannsins sem myrti Lee
Harvey Oswald, hasar-
myndin „Red Rock West“
með Nicolas Cage og „Cali-
fornia“ með smástirnunum
Brad Pitt og Juliette Lewis,
stúlkunni úr Víghöfða.
Morð ígyðinga-
samfélagi
Nýjasta og dýrasta bíómynd Propaganda Films Sigur-
jóns Sighvatssonar og félaga í Los Angeles, „A Stran-
ger Among Us“, tók þátt í aðalkeppninni á nýafstað-
inni kvikmyndahátíð í Cannes ásamt fimm öðrum
bandarískum myndum. Hún er gerð af einum sjóað-
asta og fjölhæfasta leikstjóra Bandaríkjanna, Sidney
Lumet, en með aðalhlutverkið fer Melanie Griffith, ein
af stóru stjörnunum í Hollywood.
AStranger“ er spennu-
mynd sem gerist í
samfélagi strangtrúaðra
gyðinga í New York. Kvöld
eitt er ungur gyðingur
myrtur á
grimmi-
legan hátt
á skrif-
stofu sinni
í demanta-
hverfinu.
eftir Arnald Engin
Indriðoson merki eru
um átök
eða innbrot og engin fingra-
för en demantasjóður uppá
tæpa milljón dollara hefur
horfið. Griffith leikur lög-
reglukonuna sem sett er í
málið og hún kemst að því
að hér hljóti að vera að verki
maður sem þekkti vel til
fórnarlambsins og til að
leysa gátuna fer hún í'nýtt
gerfi, flytur í gyðingahverf-
ið og tekur að búa meðal
gyðinganna.
Sidney Lumet er í seinni
tíð þekktastur fyrir raunsæ-
ar og ágengar stórborgar-
myndir sínar en hann vakti
fyrst á sér athygli á fyrstu
dögum sjónvarpsins þegar
allt efni var sent beint í loft-
ið. „Það var ómetanlegur
æfingatími," segir hann.
Hann snéri sér að bíómynd-
um árið 1957 með myndinni
12 reiðir menn þar sem
Henry Fonda fór með aðal-
hlutverkið. Hún var útnefnd
til þriggja óskarsverðlauna.
Nýlega sýndi ríkissjónvarp-
ið eina af elstu og frægustu
myndum Lumets, Veðlánar-
ann, með Rod Steiger. Á
undanförnum 20 árum hef-
ur Lumet sent frá sér þekkt-
ar myndir eins og Morðið í
Austurlandahraðlestinni,
„Dog Day Afternoon" og
„Serpico" báðar með A1
Pacino, „Network“, „Prince
of the City“, „The Verdict",
„Running on Empty“ en síð-
asta mynd hans var löggu-
þrillerinn „Q and A“. „Eng-
18.000 sjá Krók
ALLS HAFA nú um 18.000
manns séð myndina Krók
eftir Steven Spielberg í
Stjörnubíói að sögn Karls
O. Schiöths bíóstjóra.
Þá sáu um 10.000 manns
gamandramað Stúlkan
mín, um 4000 sáu Bingo og
ríflega 5000 hafa séð Strák-
arnir í hverfinu en hún segir
frá svertingjum í fátækra-
hverfi í Los Angeles og sagði
Karl að aðsókn á myndina
hefði aukist eftir að óeirðim-
ar brutust út í Los Angeles.
Nú sýnir bíóið Óð til hafs-
ins eftir Barbra Streisand en
á eftir henni kemur Bugsy
með Warren Beatty. Næstu
myndir eru m.a. hryllings-
myndin „Sleepwalkers" eftir
sögu Stephens Kings, spenn-
umyndin„Gladiator“ og loks
„Radio Flyer“.
ÍBÍÓ
Ungir íslenskir kvik-
myndagerðarmenn
eru farnir af stað með
nýja bíómynd, Stuttan
Frakka, og gera hana án
styrks frá Kvikmyndasjóði
eins og fram kom hér í
síðustu viku. Þeir fjár-
magna myndina sjálfír og
halda kostnaði í algeru
lámarki.
Þetta er nýr þáttur í
íslenskri kvikmyndagerð
sem hófst reyndar í fyrra
þegar Júlíus Kemp og fé-
lagar gerðu Veggfóðrið
fyrir pening sem þeir
öfluðu á eigin vegum. Báð-
ar kosta myndirnar ríflega
20 milljónir en til saman-
burðar má nefna að áætl-
aður kostnaður við gaman-
myndina Karlakórinn
Heklu er 120 milljónir. Ný
kynslóð kvikmyndagerðar-
manna virðist tekin til við
að gera bíómyndir upp á
eigin spýtur, hundsar stór-
ar kostnaðaráætlanir og
sjóðakerfí en hellir sér út
í bíómyndir með lámarks
tilkostnaði.
Þetta gæti verið fors-
mekkurinn að því sem
koma skal.