Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 30
30 C
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIP SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992
ÆSKUMYNDIN_____
ERAF MARÍU RÚN HAFLIÐADÓTTUR, FEGURÐARDROTTNINGU ÍSLANDS
ÚR MYNDASAFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
drepa hana
„ÉG GET ekki sagt annað en að hún hafi
alla tíð verið afskaplega góð, þægileg og
laus við alla frekju. Mér finnst ég hafa þurft
ósköp lítið að hafa fyrir börnunum mínum.
Reyndar verð ég að játa það að ég var
heimavinnandi og gat því alfarið helgað
mig börnum og búi,“ segir Maja Guðmunds-
dóttir, móðir Maríu Rúnar Hafliðadóttur,
nýlqörinnar fegurðardrottningu íslands.
María Rún fæddist í Lúxemborg
19. október 1972 og ólst þar
upp til 12 ára aldurs, þar sem fað-
ir hennar, Hafliði Bjömsson, starf-
aði sem flugmaður. Hún á tvo eldri
bræður. Fjölskyldan bjó skammt
fyrir utan borgina, nánar tiltekið í
smáþorpinu Godbrange og á sömu
lóð hafði önnur íslensk fjölskylda
hreiðrað um sig. í þeirri fjölskyldu
var Ólöf Dís Þórðardóttir, æskuvin-
kona Maríu Rúnar.
„Við vorum eins og samlokur,
en samt gjörólíkar. Maja var alltaf
rosaleg dama og lék sér með dúkk-
ur, en ég aftur á móti var alltaf
hálfgerður strákur í mér og vildi
helst fara í bílaleiki. Ég hafði yfír-
leitt betur svo að Maja þurfti að
sætta sig við bílaleikina. Hún var
alltaf svo góð. Það var aldrei hægt
að rífast við hana.
Hún var alltaf svo þæg, dugleg
og samviskusöm, þessi „perfect"
krakki og var auðvitað í miklu uppá-
haldi hjá kennurunum okkar fyrir
vikið. Samviskusemin var að drepa
hana. Hún gerði allt þrisvar og
vandaði sig heil ósköp. Það þoldi
ég ekki. Leikskólakennnarinn okkar
hélt ofsalega mikið upp á hana og
sendi henni t.d. kort um daginn í
tilefni af sigrinum í fegurðarsam-
keppninni. Svo var hún alltaf að
laga til. Hún hafði bókstaflega
gaman af tiltekt og þegar hún kom
í heimsókn, byijaði hún á því að
taka til í herberginu mínu. Við erum
ennþá að hlæja af þessu. Henni
fannst yfirleitt heldur ruslugt hjá
vinkonu sinni. Að þessu erum við
enn að hlæja. Hún var líka algjör
fegurðardrottning frá upphafi, allt-
af voðalega fín og sífellt að greiða
á sér hárið," segir Ólöf Dís.
En Ólöf Dís segist hafa ýmislegt
á samviskunni því María Rún kenni
sér um tvö lítil ör sem hún beri á
andlitinu eftir æskuárin. „Einu sinni
datt hún í tröppunum heima hjá
mér og fékk smáör á hökuna. Hitt
örið er á enninu og það fékk hún
eftir að ég píndi hana til þess að
stökkva yfir skólagirðinguna, en
María Rún Hafliðadóttir,
fegurðardrottning Islands
1992.
ekki tókst betur til en svo að eitt-
hvað fór úrskeiðis á leiðinni yfir.
Það var nefnilega þannig að aðal-
töffararnir í skólanum gátu allir
stokkið yfir girðinguna, sem var
tiltölulega há, og ég var á því að
við gætum það auðvitað líka. Ég
man að ég kallaði Maju meira að
segja „Lúxara“ þegar hún sagði
mér að hún þyrði ekki að stökkva
yfir sem voru auðvitað ekki góð
meðmæli því okkur fannst að ís-
lendingarnir væru yflr Lúxarana
hafnir. Ég veit ekki af hveiju. En
til að gera langa sögu stutta, tók
Maja undir sig stökk með þeim af-
leiðingum að hún fékk gat á haus-
inn. Og þannig varð ég auðvitað
sökudólgurinn."
Samvisku-
seminað
r
UrsöguHús-
stjómarskólans
Hálf öld er nú liðin síðan Hús-
stjómarskóli Reykjavíkur hóf
starfsemi sína og er
þeirra tímamóta minnst
með ýmsum hætti um
þessar mundir. Meðal
annars er sögusýning í
skólanum nú um helgina
og saga skólans hefur
verið gefin út, en hana
skráði Eyrún Ingadóttir
nemi í sagnfræði við
Háskóla íslands. Láta mun nærri
að hingað til hafi um þrjú þúsund
nemendur útskrifast úr heimavist
og dagskóla og auk þess hefur
fjöldi fólks sótt nám-
skeið af ýmsum toga í
hússtjómarskólanum í
gegnum árin. Því má
búast við að mikill ijöldi
fólks taki þátt í afmælis-
haldinu um helgina og
því þótti okkur tilvalið
að birta myndir sem
teknar voru fyrir um 40
árum í Húsmæðraskóla Reykjavík-
ur.
Jafnan hefur mikil áhersla verið lögð á hannyrðir í hússtjónarskólan-
um og hér má sjá handverk nemenda veturinn 1951 til 1952.
SVEITIN MÍN____
ER BERUNES í BERUFIRÐI
Antoníus Ólafsson að slá kirkjugarðinn í hlaðvarpanum á Beru-
nesi
SIGRÍÐUR A. Sigurðardóttir og Antonius Ólafsson fæddust bæði
inn í sveitina, Sigríður að Berunesi, Antoníus á Skála og gáfu
henni starfskrafta sína við búskap á Berunesi.
Hvíta íbúðarhúsið á Bemnesi
var byggt 1907. „Við tókum
við búskap af föður Sigríðar 1936,“
segir Antoníus. „Nú býr dóttir
okkar og fjölskylda á hálfri jörð.
Og gamla húsið hýsir ferðamenn.
Berunes var sýslumannsjörð,
eins og ömefnin Lögréttuklettur
og Þinghóll vitna um. Útsýnið er
verulega fallegt. Búlandstindur
blasir við handan fjarðar, Papey
til hafsins og Bemnesstindur
gnæfir yfir bænum. Berunes er
líka kirkjujörð. Timburkirkjan í
hlaðvarpanum var reist 1874.
Þjóðsagan greinir frá Bem sem
bjó á Berufirði innst í sveitini. Hún
var dysjuð í Bemhóli.
Sveitin okkar þótti góð til búsetu.
Og við hjónin lifðum af skuldlaus,
með 100 kindur og fjórar kýr. Nú
er mikil fólksfækkun í Bemfirði
bæði til lands og sjávar. Um tíma
voru 40 manns í Krossþorpi. Nú
eru þar 4 manneskjur.
Enginn býr lengur á Fossgerði
eða Steinaborg og Fagrihvammur
nýttur sem sumarbústaður. Auð-
vitað bindur maður tryggð við sína
sveit. Mér er sérstaklega vel við
alla mína sveitunga," segir Sigríð-
ur. Og þeir minnast hennar að
góðu. Á veggnum hanga heiðurs-
skjöl merkt Sigríði. Hún er heið-
ursfélagi í kvenfélaginu Bem og
Bemnesshreppi fyrir margháttuð
störf fyrr og síðar.
HVENÆR...
KOM KAFFITIL SÖGUNNAR?
in?• ••
Fjor-
miklar
geitur
íslendingar eru mikil kaffi-
drykkjuþjóð og þykir fátt meira
hressandi er bolli af kaffi. En
enginn veit með vissu hvaðan
þessi drykkur, sem við höfum
haldið svo mikilli tryggð við,
er upprunninn.
Sumir segja að fyrsta kaffiplant-
an hafi vaxið í Kaffa í Éþíóp-
íu og fái þaðan nafn sitt. Sagan
segir að kaffiplantan hafi verið
uppgötvuð af þarlendum fjárhirði.
Hann hafði veitt því athygli að
geiturnar urðu afar fjörmiklar eft-
ir að hafa étið baunir ákveðinnar
plöntu er óx í nágrenninu. í for-
vitni sinni smakkaði hann sjálfur
á þessum baunum og fann fyrir
þeim örvunaráhrifum sem koma
af koffeininnihladi hennar. Eftir
þessa uppgötvun hljóp hann niður
í þorpið og kynnti baunirnar fyrir
íbúunum sem gáfu þeim nafnið,
kaffíbaunir.
Hvort sem þessi saga er sönn
eða ekki, þá er með vissu vitað
að Arabar þekktu kaffíbaunir þeg-
ar um árið 600 e.Kr. og sugu þær
vegna áhrifanna. Seinna meir
reyndu þeir að framleiða drykk
úr baununum til að losna við hið
ramma bragð og eftir að það tókst,
varð neyslan almennari. Hún varð
fljótt algeng í Tyrklandi og þaðan
fór kaffi yfir til Evrópu á sextándu
öld. í fyrstu voru margir andvígir
þessum nýja drykk og töldu hann
skaðlegan heilsu manna en smám
saman varð kaffí viðurkennt og
stofnuð voru sérstök kaffihús þar
sem fólk hittist til skrafs og ráða-
gerða. Á sautjándu öld var svo
mikið af kaffibaunum flutt út frá
arabísku höfninni í Mokka að
borgin varð samnefnari fyrir kaffi
og þaðan er komið heitið „mokka-
kaffí“.
Með aukinni neyslu tóku Evr-
ópubúar að flytja baunirnar, sem
jafnframt eru fræ kaffitrésins, til
nýlendna sinna, þar sem ræktun-
arskilyrði voru góð og í dag nýtur
enginn drykkur jafnmikilla vin-
sælda í heiminum og kaffíð.
;