Morgunblaðið - 24.05.1992, Page 23

Morgunblaðið - 24.05.1992, Page 23
MORG UNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM SUNNUDAGUR 24. MAI 1992 C 23 ATAK Sjóður fyrir langveik börn Atak til að vekja athygli á málefn- um langveikra barna verður í dag í Perlunni, en þar stilla saman strengi sína Sjóður til styrktar lang- veikum börnum, félagið Umhyggja og Styrktarsjóður krabbameins- sjúkra barna annars vegar og Bylgj- an hins vegar sem tileinkar vikulegan sunnudagsþátt sinn „Perluvini" að þessu sinni langveikum börnum. Uppspretta þessa var hugmynd og vinna ungrar konu, Herdísar Bene- diktsdóttur. Það sem um ræðir er bók sem komin er út og heitir Rækt - átak til hjálpar langveikum börnum. Herdís hefur notað veturinn til að safna saman efni í bókina og fylgja henni í gegn um alla vinnslu. I dag verður hún kynnt í Perlunni milli klukkan 14 og 16 er Bylgjan sendir út þátt sinn. Bókin verður til sölu og hagnaður af henni verður nýttur í þágu langveikra barna og aðstand- enda þeirra. Jafnframt verður dagur- inn nýttur til þess að vekja athygli á að bæta má verulega úr aðstæðum og aðbúnaði á barnadeildum þeim sem starfræktar eru hér á landi. Morgunblaðið spurði Herdísi fyrst hver tilurð bókarinnar væri. „Hugmyndin hefur komið upp af og til hjá okkur hjónum í nokkur ár, en þegar sú stund var runnin upp að yngra barn okkar var að fara af smábarnaskeiðinu fór ég að líta í kring um mig á vinnumarkaðinum. Hann var heldur rýr um þær mundir og þá fórum við að ræða um það hvort að ekki væri viturlegra að gera eitthvað sjálfstætt og skemmtilegt og gera gagn um leið. Þá kom þessí hugmynd aftur upp og við ákváðum að iáta slag standa. í bókinni eru myndir sem myndþerapistar barnda- deilda Landakotsspítala og Landssp- ítala völdu og voru unnar af veikum börnum. Lang flestar myndanna eru frá Landakoti Skýringartextar þeirra SigHðar ' Björnsdóttur á Landakotl og Önnu Maríu Harðardóttur fylgja hverri mynd. Einnig eru textar eftii’ þær, svo og eftir Hugó L. Þórisson sálfræðing, Gunnar Hersvein rithöf- und, Öldu Helgadóttur hjúkrunar- fræðing og þær Ester Sigurðardóttur og Bryndísi Torfadóttur sem eru for- eldrar barna sem eiga við langvinn veikindi að stríða. Síðast en ekki síst eru formálar í bókinni eftir frú Vig- dísi Finnbogadóttur forseta íslands og Sævar Halldórsson yfirlækni á barnadeild Landakotsspítala. En hver eru markmiðin með útgáf- unni? „Þau eru, að setja á stofn sjóð sem nýttist langveikum bömum og fjölskyldum þeirra. Þegar söluátak- inu er lokið setjumst við niður og sjáum hvað við höfum í höndunum og þá verður hægt að skoða tillögur um hvernig peningarnir nýtist þess- um aðilum best. Við getum einnig kallað það markmið að varpa ljósi á gildi tjáningar og sköpunnar fyrir sjúk börn. Undirstrika þar með mikil- vægi myndþerapíu í meðferð barna. Einnig viljum við með þessu vekja athygli á þeim fjárhagslegu og félagslegu hremmingum sem fjöl- margar fjölskyldur lenda í er alvarleg veikindi barna knýja dyra. Foreldrar verða þá oft fyrir vinnutapi, þurfa að kosta búferlaflutninga landshoma á milli eða greiða dýrar aðgerðir í útlöndum. Almennur aðbúnaður á barnadeildum gæti einnig verið betri. Víða er pottur brotinn þótt margt sé gott og vel gert. Það þarf að vekja þjóðina til umhugsunar um þessi mál,“ sagði Herdís. Herdís Benediktsdóttir með eidri dótturinni Ásdísi. Dí skoðar bíla... DOMGREIND Kóngafólkið borið þung- um sökum Díana prinsessa af Wales var harðlega gagnrýnd fyrir nokkru og náðu þær raddir alla leið inn í þingsali þar sem nokkrir þing- menn tóku til máls og fengu dálítinn hljómgrunn. Þannig var mál vexti, að Díana seldi Jagúar XJS sportbílinn sinn og fékk í kaupleigu í staðinn lítinn rauð- an Mercedes Benz sportbíl af vönd- uðustu gerð. í síðara stríðinu reyndu breskar sprengjuflugvélar mjög að jafna Benz-verksmiðjurnar við jörðu, en nú er öldin greinilega önnur og ekki allir á eitt sáttir með það. Denn- is SKinner, þingmaður Verkamanna- flokksins gagnrýndi Dí harðlega og raunar kóngafólkið allt með þeim orðum að það lítilsvirti breskan verk- alýð. „Þetta lið liggur uppi á skatt- greiðendum, en lætur sig samt hafa það að hrækja í andlit þeirra með þessum hætti,“ sagði Skinner. Því var fleygt að Elísabet drottning hefði ekki verið ánægð með umtalið í þessu tilviki og dómgreind tengdadóttur- innar. > NYR OG GLÆSILEGUR MITSUBISHI > DI r NYTT OG STEFNUMARKANDI UTLIT > Meira innirými > Betri hljóðeinangrun > Aukinn öryggisbúnaður > > Aflmiklir hreyflar með rafstýrðri fjölinnsprautun > Styrktarbitar í hurðum > > Aukin þægindi > Enn betri aksturseiginleikar > DÆMIÐ SJÁLF AÐ LOKNUM REYNSLUAKSTRI Verð frá kr. 897.600 HVARFAKUTUR MINNI MENGUN > A1 HEKLA MITSUBISHI "gavegT^ MÖTORS SlMI 695500 ára ábyr®0 \x

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.