Morgunblaðið - 24.05.1992, Page 7

Morgunblaðið - 24.05.1992, Page 7
C 7 MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 24. MAI 1992 TÆKNI/ Er kjamasamrunifýsilegur kostur? Kjamasamruni FYRIR nokkru barst út sú stórfrétt að í Bretlandi hefði tekist að nýta kjarnasamruna á jákvæðan hátt, þ.e. fá úr honum (miklu) meiri orku en kosta þarf til hans. Stórfréttir eru ekki alltaf auðþekkjanleg- ar og þessi var það ekki held- ur. Til lengdar snýst hefur þetta vafalítið meiri áhrif á okkur en allar umbyltingar gömlu Sovétríkjanna samanl- agðar. Var fréttin þó mun fyr- irferðarminni þá dagana. Kjarnasamruni, hinn nýi frelsari mannkyns? Olíulindir Arabalanda eru aðalvínveitandi hins stór- fellda hugsunarlausa orkufyllirís okkar Vesturlandabúa. Hins vegar er vitað með allverulegri vissu að þær lindir (og aðrar) taka að þverra fljótlega upp úr aldamótum, í þeim mæli að það raskar mjög hagkerfí iðnv- æddra þjóða. Staðgenglarnir, kol og kjamorka („venjuleg", þ.e. kjarnasamruni) hafa hvor sinn gallann hvað varðar spillingu umhverfis, semsé gróðurhúsáhrif og hættu á geislavirkni. Auk þess er orku- eftir Egil Egilsson forði kjarnorkunnar takmarkað- ur, ef ekki verður farið út í enn áhættusamari endurvinnslu en nú er gert. Orkuforði kola og skyldra efna er geysilegur. Aðferðir og vandkvæði Kjarnasamruninn felst sem kunnugt er í að láta létta kjarna (vetnis) renna saman í þyngri, svo sem er gert í stórum mæli í vetnissprengjunni. orkuforðinn er vatn úthafsins. Þó svo að einungis sé notaður sá örlitli hluti vetnis þar, sem inniheldur þyngri kjarna en venjulegt vetni, nægir forðinn til margra milljóna ára notkunar mannkyns eins og hún er nú. Hið eina sem að er, snýst um hvað erfitt er að láta þennan bruna fara fram í hægt og rólega en ekki risasprengingu. Hitinn sem gjarnan þarf að framkalla er allt að tíu sinnum hitinn í ið- rum sólarinnar. Efni er ekki auð- hamið, heldur bræðir allt frá sér við þann hita. Helst er verið að reyna tvær aðferðir til að hemja eldsneytið. í fyrsta lagi að loka það inni í segulsviði. Hlaðnar eindir sem koma úr sviðleysi inn í segulsvið endurkastast og seg- ulsvið er ekki efni í venjulegum skilningi og bráðnar ekki af hita efnisins. Önnur leið er að loka — Seglar loka inni „elds- neytið" í dekk- slöngu. eldsneytið, samsætur vetnis, þ.e. tvívetni og þrívetni inni í glerkúl- um. Hitastigi þessara aðferða er náð með því að beina mörgum leysigeislum að efninu. Glerkúl- an heldur efninu ekki inni í venjulegum skilningi, nema fyrir brunann. Heldur verður bruninn með þeim ofsa að tregða ytri laga vetnisins lokar innri lögin inni. Til þessa hefur orkan sem fæst verið minni en orkan sem þarf (til að knýja orkuríka leysa eða halda straumi í risaseglum fyrri aðferðarinnar). Aðeins í hinni ensku tilraun er skýrt frá meiri orkuvinnslu en inn fer. Allt annað mál er svo hvenær dæmið gengur upp efnahags- lega. Áratuga starf er sennilega fyrir höndum uns aðferðin borg- ar sig miðað við núverandi efna- hagsskilyrði. Hafa ber í huga að slíkt hlýtur að ráðast af pólitísk- um ákvörðunum, þ.e. hvenær þjóðir heims komast að samkom- ulagi um að umhverfi jarðar sé ógnað, t.d. vegna gróðurhús- áhrifanna. Aðrir umhverfisþættir Oft er haldið fram þeirri ein- földun að orkuvinnsla með sam- runa sé mengunarlaus. Það er þó ekki alveg rétt. Nokkur mismunandi kjarnaferli, sem verða eiga það sameiginlegt að eftir verða nifteindir sem eru ekki rafhlaðnar og smjúga því jafn kæruleysislega um fast efni og draugur fer um vegg. í fyrsta lagi dregur þetta smug úr styrk þeirra efna sem umlykja útbún- aðinn. Ryðja þarf nýjar brautir í málm- og efnistækni til að vinna bug á þessu. í öðru lagi fara nifteindirnar út í umhverfið og valda geislavirkni óbeint, þannig að kjarnar venjulegs efn- is í kringum okkur gleypa þær og verða óstöðugir, þ.e. senda frá sér geisla. í heild er magnið þó miklu minna og málið viðráð- anlegra en geislavirkni venju- legrar kjarnorkuframleiðslu. HAGÆÐAVARA FRA ÞYSKALANDI GLÆSILEGIR SUNDBOLIR OG BIKINI FALLEGUR OG ÞÆGILEGUR NÁTTFATNAÐUR, STRAND- OG FRÍTÍMAFATNAÐUR PÓSTHÚSSTRÆT113 SÍMI23050 STANGVEIÐI///^^ tekur urribinn á vorin? Vorreiði ÞEGAR HALDIÐ ER til veiða velta menn því vitaskuld fyrir sér hvað fiskurinn muni taka. Á vorin hefja margir veiðarnar í einhveiju stöðuvatninu. Lífríki vatna á láglendi er víðast svipað þótt ósavötn eða hóp hafi sér- stöðu þar eð sjór fellur upp í þau. Frá því í byrjun apríl hef ég veitt flesta laugardags- og/eða sunnudagsmorgna í silungsvatninu „mínu“, fengið öll veður nema blíðu en aðeins einu sinni komið heim fisklaus. Aflinn verið þetta tveir til mm^^^mmmmi fimm fiskar á morgni. Agnið fluga og spónn. Venjulega er byijað með straumflugu í stærðum allt frá 10 og upp í 4. Gefi hún ekki í fyrstu yfirferð eða ef hvassviðri er til trafala er spóninn sendur út. Oft ber það árangur ef fiskurinn virðist liggja langt undan landi. Það er góð regla að gá í maga á veiddum fiski og sjá hvað hann hefur að geyma. í fyrstu fiskunum sem veiddust í vor voru ein- vörðungu kuðungar, vatnabobbar. Samt tóku þeir sílislíki. Freistandi er þó að álíta að þeir tækju frekar „flugu“ sem er eftirlíking af vatn- akuðungi. Það sem af er hefur samt enginn fiskur ginið við því agni. Væru tvær flugur hafðar á taumi, kuðungslíki og sílislíki, hef- ur silungur, úttroðinn af kuðung- um, valið sílið þótt undarlegt megi virðast. Aðrir snemmveiddir silungar hafa verið fullir af hornsílum. Þeir hafa vissulega tekið straumflugu eða spón, sem ekki er að undra. Þegar á leið og sól hækkaði á lofti fór að bera á einni og einni púpu og bryddi á hvíta lirfuna. Þær eftir Gylfo Pólsson Stórir urriðar sem éta meðbræð- ur sína leggjast gjarnan á melt- una þegar þeir hafa troðið sig út og fara ekki af stað á nýjan leik fyrr en þeir hafa tæmt sig. voru aðallega í bland við kuðunga og þar kom að veiddist fiskur sem eingöngu hafði étið púpu. Hann veiddist samt á sílislíki og þegar nákvæm eftirlíking af púpunni var hnýtt á og kastað dijúga stund gerðist ekkert. Vera má að það skrifist á klaufaskap en óðara og straumflugu var slegið undir beit fiskur á. Upp á síðkastið hefur, saman við annað æti, borið á ljósleitum ormum, furðu löngum. Einn þeirra mældist 21 cm lagður við mæli- stiku. Ég get ekki stillt mig um að segja frá því sem gerðist við vatnið einn morgun snemma í maí. Við félagarnir vorum mættir klukkan sjö. Það var vitlaust veður, 8-9 vindstig á suðaustan með rigning- arhryðjum, hvítbryddar öldurnar hömuðust,og vindsveipir úr fjalla- skörðum þyrluðu upp vatnsstrókum sem dönsuðu fram og aftur um vatnið sem var einn seyðketill. Það skal fúslega viðurkennt að það mega heita bilaðir menn sem halda út í slíkt gerningaveður til veiða. En gamlar sagnir herma að ein- mitt í slíkum óveðrum taki þeir stóru. Milli hviðanna gat ég þeytt út spæni, reyndi að kasta undir vind- inn og nota frákastið af fellinu. Þá sé ég að stór alda brotnar á baki félaga míns sem stóð úti í vatninu svo gaf yfir axlirnar á hon- um en í sama mund er hrifsað í spóninn. Ég bregð við og finn að þetta er stór fiskur, hann liggur þungt í. Mér fannst þetta gæti verið niðurgöngulax og ætlaði að ná honum fljótt inn, losa úr honum og kasta á ný en þá tók fiskurinn roku — þetta hlaut að hafa verið stórlax í fyrra, svo kröftugur var hann. Ég náði að „pumpa“ hann hálfa leið að landi en þá sneri hann við og línan rauk út af spólunni. Allt í einu flaug í gegnum hugann: Þetta skyldi þó ekki vera nýrunninn lax — fyrsti lax sumarsins? Girnið var ekki nema 0.25 og þar að auki ársgamalt. Fara varð varlega. Fiskurinn linaði sprettinn og ég vandaði mig sem best ég kunni. Hægt og bítandi seig hann nær landi, veðrið hafði náð há- marki, krappa öldufaldana bar í miðjar hlíðar fjallsins fyrir handan. Á þriðju báru tók hann viðbragð, fann að grynnkaði, sneri við og á snúningnum sást bregða fyrir brúnu baki; rauðar dröfnur á hlið- unum. Þetta var stórurriði. Hann fór ekki langt, það var farið að draga af honum og ég þokaði honum nær, gekk aftur á bak, hélt við hjólið og dró hann á síðustu öldunni upp á mölina. Hann gapti örmagna og lagðist á hliðina, þetta var hnallþykkur dijóli. Sá hlyti að hafa étið, sennilega var hann fullur af smábleikju. Veginn og mældur reyndist hann 6 pund og 64 cm. Hvað skyldi svo hafa verið í maga hans? — Ekkert, hann var galtómur! LANDSNEFND ALÞJÓÐA VERSLUNARRÁÐSINS Á ÍSLANDI Hádegisfundur þriðjudaginn 26. maí 1992 ki. 12.00 í Kornhlöðunni Lækjarbrekku - gengið inn frá Bankastræti ATVINNULIFID í EVRÓPU Fyrirlesari: Keith Richardson framkvæmdastjóri European Round Table of Industrialists, sem er félagsskapur 40 þekktra forystumanna í evrópsku athafnalífi. ERT var stofnað 1983 og Keith Richardson hefur verið framkvæmdastjórí þess síðan 1988. Hann var áður m.a. blaðamaður hjá Financial Times og Sunday Times á sviði efnahagsmála, fjármála og EB-mála. Aðgangur með hádegisverði kr. 2.000. Fundurínn er einkum fyrir aðila að Landsnefnd Alþjóða verslunaráðsins, en þátttöku verður að tilkynna Verslunarráði íslands fyrirfram í síma 676666 (svarað kl. 08 -16). STJÓRN LANDSNEFNDARINNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.