Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAI 1992 11 Páll Guðmundsson Myndlist Eiríkur Þorláksson Það verður ekki sagt annað en að listamaðurinn Páll Guðmunds- son frá Húsafelli láti hendur standa fram úr ermum þegar hann kemur með listaverk sín á suðvesturhornið; þessa dagana eru hvorki fleiri né færri en þtjár einkasýningar hans í gangi sam- tímis í Reykjavík og í Hafnar- firði, og hver þeirra með sínu sér- staka sniði. Páll stundaði sitt listnám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1977-81, og var síðar í eitt ár við nám í Listaháskólanum í Köln í Þýskalandi. Þrátt fyrir hina alþjóðlegu snertingu hefur hann samt orðið þekktastur fyrir að hasla sér völl við bæjarhelluna heima, ef svo má segja, en hann hefur mikið stundað steinhögg, og til þess sótt sér íslenskt gijót í bæjargilið fyrir ofan Húsafell, og jafnvel unnið verkin þar. Þann-* ig hefur hann leyst úr læðingi náttúruvætti og kynjaverur, sem nú prýða þennan stað, og sumar hveijar rata á sýningar lista- mannsins utan heimabyggðarinn- ar. Sýningarnar þijár er að að finna í kaffihúsinu Mokka við Skólavörðustíg, þar sem Páll sýn- ir yfir þijátíu blýantsteikningar, hinum skemmtilega sal í Stöðla- koti við Bókhlöðustíg, þar sem hann sýnir nokkrar steinmyndir, og loks er stærsta sýningin í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, þar sem sem Páll sýnir fjölbreytilegar steinmyndir, olíumálverk og fáein steinþrykk. Hér er því mikið efni á ferðinni, sem vert er að líta nánar á. A veggjum Mokka getur að líta teikningar af fjölskrúðugu fólki; börn, bændur, listafólk og lífs- spekingar fylla veggina. Páll hef- ur sennilega teiknað meirihluta myndanna í skissubækur, með fólkið fyrir framan sig eða í hug- anum, og því koma persónuleg einkenni vel fram. Handbragðið er vandað og svipmikið, t.d. í „Glöggur bóndi (nr. 17) og „Andr- és á Hjálmsstöðum (nr. 18), og sjálfsmyndir listamanna eru alltaf áhugaverðar (nr. 22). Snöggar teikningar geta einnig skilað svip- brigðum á skemmtilegan hátt, eins og í „Alfreð (nr. 10). Þó það sé engan veginn ein- hlítt, má segja að steinverk Páls skiptist í megindráttum í tvo flokka: Annars vegar er um að ræða smærri myndir, þar sem listamaðurinn heggur, sker og mótar myndefni- í steininn, oft í góðu samræmi við það sem lögun steinsins býður upp á; hins vegar eru stærri og grófari myndir, þar sem fáeinar grófar línur nægja til að gefa lögun steinsins ákveð- inn svip eða tilvísun, annaðhvort í heima manna eða trölla. Innandyra í Stöðlakoti getur að líta nokkrar steinmyndir af minni gerðinni, þar sem gijót af mismunandi lögun og litum gefur Páli tækifæri til að laða fram ólík- ar verur. „Snædrottningin (nr. 2) er grípandi mynd, þar sem kryst- allag steinsins verður virkur þátt- ur verksins, og „í viðjum steinsins (nr. 1) er mjúkt og fagurlega mótað verk. Stærsta sýningin er í Hafnar- borg, eins og fyrr segir, og þar, líkt og við Stöðlakot, taka verk unnin í stórgrýti á móti gestum utandyra, og leiða inn í heim gijótsins. Samtals sýnir Páll hér um tuttugu höggmyndir og álíka mörg myndverk. Höggmyndirnar eru bæði stór- ar og smáar, af þeim gerðum sem fyrr er lýst. Oft tekst listamannin- um ótrúlega vel að laða myndir fram úr erfiðum efnivið; „Kona með höfuðdjásn (nr. 4) nýtir fjöl- breytta liti steinsins afar vel, og Söngvararnir (nr. 10-12) eru skemmtilega klappaðir úr steinin- um. Besta steinmyndin hvað varð- ar form og innileik er þó án efa „Mamma (nr. 1), sem nær að ljá steininum ótrúlega mýkt. Við út- göngudyr stendur loks „Listrýnir- inn (nr. 19), mikilúðlegur á svip yfir því sem fyrir augu ber. í nokkrum myndum sem hafa verið þrykktar af steinverkum Páls á kínverskan pappír, leggur Thor Vilhjálmsson til ljóðatexta; 1-----í—;-----r Páll Guðmundsson með eitt verka sinna. þessi form vinna vel saman, eink- um í mynd nr. 16. Málverk Páls eru flest persónu- myndir, en þó er stór mynd af Bæjargilinu að vetri til (nr. 7) sett í öndvegi. Flókin og marg- þætt myndbygging er veikari hluti málverkanna, en Páll nær afar góðum tökum á þeim viðfangsefn- um, þar sem athyglin beinist að einstaklingnum; „Bóndi (nr. 3) og „Guðlaug Þorsteinsdóttir (nr. 11) sýna veðurbitnar og vinnulúnar persónur, sem um leið birtast sýn- ingargestum sem sterkar og reisulegar í dýpt málverksins. Páll Guðmundsson er fjölhæfur listamaður, sem þó hefur einkum skapað sér nafn hingað til á af- mörkuðu sviði, steinhögginu. Með sýninguiíum nú gefur hann gest- um kost á að kynnast fleiri hliðum á listsköpun sinni, og hann á án efa eftir að láta meira að sér kveða í framtíðinni. Það er fyrst og fremst fólkið og landið sem hann kýs að ijalla um í verkum sínum, og það verða ætíð áhugaverð við- fangsefni fyrir skapandi lista- mann. 'Sýning Páls Guðmundssonar í Mokka stendur til 28. maí, en stóra sýningin í Hafnarborg stendur til 1. júní; í Stöðlakoti verður hins vegar opið til 6. júní. Jafnréttisráð: Fundur um áreitni á vinnustað JAFNRÉTTISRÁÐ gengst fyrir hádegisverðarfundi á Hvammi, Holiday Inn, miðvikudaginn 27. maí nk. Hefst fundurinn kl. 12 á hádegi. Efni fundarins er kynferðisleg áreitni á vinnustað en mikil umræða á sér nú stað um þetta málefni í Bandarikjunum og Evrópu. Á dagskrá verður Lára V. Júlíus- dóttir, formaður Jafnréttisráðs, sem setur fundinn, Bjarni Ingvarsson sálfræðingur og starfsmannastjóri Ríkisspítalanna flytur erindi um rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði og reynslu sína af þess- um málum sem starfsmannastjóri, Birna Hreiðarsdóttir, framkvæmda- stjóri Jafnréttisráðs, fjallar um regl- ur EB og ILO og Már Gunnarsson, starfsmannastjóri Flugleiða, flytur stutt erindi. Á eftir verða umræður og fyrirspurnir. Haydn-tónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Haydnfélagið stóð fýrir tónleik- um í Listasafni Sigurjóns Ólafsson- ar sl. sunnudag. Á efnisskránni voru verk eftir þá bræður Joseph og Michael Haydn. Ekki hefur verið flutt mikið af tónverkum eftir Michael hér á landi og því nokkur tíðjndi að flutt skuli nú tvö verk eftir hann, kvintett í Es-dúr fyrir fíðlu, lágfiðlu, klarinett, horn og fagott og Divertimento í C-dúr fyr- ir óbó, lágfiðlu og kontrabassa. Segi þessi verk eitthvað til um gæði tónlistar eftir Michael, er ljóst að þögnin í kringum verk hans er skiljanleg. Kvintettinn fluttu Lin Wei, Ingvar Jónasson, Kjartan Ósk- arsson, Þorkell Jóelsson og Björn Th. Árnason og Divertimentóið Kristján Þ. Stephensen, Ingvar Jón- asson og Richard Korn. í heild var flutningurinn hnökralaus, svolítið „rútínulegur" þó Kristján Þ. Steph- ensen ætti skemmtilegan leik í Divertimentóinu. Verkin eftir Joseph voru Konsert fyrir pianó, tvær fiðlur og bassa og Næturljóð fyrir flautu, óbó, tvö klarinett, tvö horn, tvær víólur, selló og bassa. Undirrituðum var ekki kunnugt um að Joseph hefði samið píanókonsert og það marga, eins og tekið er fram í efnisskrá tónleik- anna. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að 18 harpiskord-konsert- ar hafa verið eignaðir Joseph Haydn en flestir þeirra eru með vissu eftir Wagenseil, Hofmann, Steffan, Vogler, Schmittbauer og einn eftir Johann Christian Bach. Konsertinn, sem hér var leikinn, er fyrst gefinn út 1969 og hvað formbyggingu og alla gerð snertir, gæti hann verið eftir alla fyrrgreindu tónhöfundana, þó ekkert verði staðhæft um það hvort Joseph eða einhver annar hafí samið þennan „píanókvartett". Konsertinn var ágætlega leikinn af Hrefnu Eggertsdóttur, Li Wei, Rósu H. Guðmundsdóttur og Richard Korn, sérstaklega lokakaflinn, sem kemst næst því að vera Haydn að gerð og innihaldi og sver sig í „ætt“ við píanótríó hans. Síðasta verkið á efnisskránni var næturljóð, en það verk er samið fyrir tvær „Lire organizzata", hljóð- færi sem ekki er lengur í notkun: Haydn sjálfur mun hafa stjórnað flutningi þessa verks og látið flautu og óbó leika líru-raddirnar. Heldur er þetta viðburðalítið verk nema þá helst í lokakaflanum, þar sem Haydn bregður á leik með ýmsar skemmtilegar stefjaglennur. Auk þeirra sem fyrr er getið léku með í Næturljóðinu Martial Nadeau, Óskar Ingólfsson, Lilja Valdimars- dóttir, Lísa Ponton og Nora Kornblueh og var leikur félaganna hressilegur en helst til „beint af augum“, líkast því sem menn væru að leika sér í góðra vina hópi. Tríó Reykjavíkur Tríó Reykjavíkur bauð upp á tónaveislu í Hafnarborg þeirra í Hafnarfirði og kallaði til liðs við sig nokkra úrvals tónlistarmenn. Á efn- isskránni voru verk eftir Handel, Boccherini og Brahms. Tónleikarnir hófust á tríósónötu fyrir tvær fiðlur og „basso continuo", eftir Handel (ekki Hándel), sem ýmist er sagt vera op. 2 nr. 8 eða höfð án ópus- númers, enda er ekki vitað með vissu hvort verkið sé samið af Handel, þó ekki hafi tekist að rekja uppruna þess. Hér var það flutt af tveimur sellóum, og í staðinn fyrir „basso continuo“ var undirleikurinn leikinn á píanó. Flytjendur voru Michael Rudiakov, Gunnar Kvaran og Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Verkið var fallega flutt og þrátt fyrir mjög ólíkan tón sellistanna, vel samvirkt í leik og túlkun og „continuo“-leikur Steinunnar Birnu öruggur. Annað verkið á efnisskránni var strengjakvintett eftir Boccherini. Þar léku saman Sigrún Eðvalds- dóttir, Roland Hartwell, Guðný Guðmundsdóttir, Michael Rudiakov og Gunnar Kvaran. Sú samvirkni sem fæst með margra ára samleik, einkum er varðar inntónun og túlk- un, var það sem helst vantaði í þetta annars vel leikna verk. Tónleikunum lauk með sextettin- um op. 18 eftir Brahms. Hann mun hafa verið nærri 27 ára er hann samdi verkið og þá aðeins lokið við eitt kammerverk, nefnilega B-dúr tríóið op. 8. Verkið er glæsilega samið og er annar þátturinn sérlega mögnuð tónsmíð, en þar stefndu strengjaleikararnir á móts við of mikinn styrk. Fallegastur var sam- leikurinn í Schersso-kaflanum, þó margt fallegt bæri einnig fyir eyru í öðrum þáttum þessa meistara- verks. Auðheyrt er að Michael Rudiakov er vel kunnandi tónlista- maður en í heild var leikur hans mjög annar, bæði hvað snertir blæ og mótun hendinga, en hjá sam- leikurunum. Þeir sem léku verkið voru Sigrún Eðvaldsdóttir, Roland Hartwell, Guðný Guðmundsdóttir, Graham Tagg, Michael Rudiakov og Bi-yndís Halla Gylfadóttir og verður ekki annað sagt en þar hafi verið valinn maður í hveiju rúmi, enda var engin lognmolla í leik þeirra félaga, heldur leikið með háskann og stundum stefnt fram á ögurbrún áhættunnar. Eigum til afgreiðslu STRAX 3 stk. MAZDA E 2200 sendibíla með dieselvél, læstu drifi og vökvastýri. Staðgreiðsluverð með ryðvörn og skráningu: Kr. 1.250.000 m/ VSK Kr. 1.004.000 án VSK 's Opið laugardaga frá kl. 10-14 R/ESIR HF SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVlK S.61 95 50 MAZDA E 2000/2200 EINSTAKT TÆKIFÆRI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.