Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 60
JMttrgtnifybiMfe
SYKURLAUSjl^
MORGVNBLADW, ADALSTRsETI G. 101 REYKJA VlK
SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Great Icelandic Waters:
Hlutabréf
fyrir nítján
millj. seld á
fyrsta degi
HLUTABRÉF í Great Icelandie
Waters Inc. voru sett á alþjóðleg-
an hlutabréfamarkað sl. föstudag
og seldust bréf fyrir 19 milljónir
króna fyrsta daginn. Bréfin fóru
á markað í Vancouver, Toronto,
London og Ziirich og seldust rúm-
iega 390.000 bréf á fyrsta degi á
genginu 1,20. Hvert bréf er einn
kanadískur doliari.
Davíð Scheving Thorsteinsson,
forstjóri Sólar og einn af stjórnar-
mönnum í Great Icelandic Waters,
segir að þessi fyrsti dagur á alþjóð-
legum hlutafjármarkaði staðfesti
það fyrst og fremst að verðmæti
fyrirtækisins sé 18,4 milljónir
Kanadadollara eða 892 milljónir
króna. „Þessi skráning á hlutabréf-
unum er nú farin í gang og þau eru
skráð til sölu á fjórum alþjóðlegum
mörkuðum," segir Davíð.
---».♦.---
Verkfalli á
kaupskip-
um aflýst
Morgunblaðið/RAX
*
Aburði dreift á tún
Áburðardreifing stendur nú sem hæst í sveitum landsins. Um helgina var Kjartan bóndi í Kringlu í Miðdalahreppi í Dalasýslu að bera á tún sín.
VERKFALLI stýrimanna á kaup-
skipum var aflýst í gær eftir að
samkomulag tókst um að leggja
tillögpi að samningi fyrir félögin
til afgreiðslu. Verkfall hafði þá
staðið frá miðnætti, en var ekki
farið að hafa áhrif á siglingar.
Samkomulagið tókst eftir rúmlega
sólarhringslangan sáttafund hjá rík-
issáttasemjara. Samninganefndir
skrifuðu ekki undir samkomulag
heldur var ákveðið að bera tillögu
að samningi undir félögin þar sem
meðal annars er kveðið á um hagræð-
ingu um borð í skipunum og á at-
kvæðagreiðslu að vera lokið 3. júlí.
Atkvæði verða greidd um tillöguna
sameiginlega af Stýrimannafélagi
íslands og Skipstjórafélaginu. Vél-
stjórar greiða atkvæði sér um tillög-
una, en skipstjórafélagið Aldan, loft-
skeytamenn og brytar sameiginlega.
Stefnt að friðun allra afrétta
á Suður- og Suðvesturiandi
Viðræður við sveitarstjórnir í Arnes-, Rangárvallar-, og V-Skaftafellssýslu
Selfossi.
LANDGRÆÐSLA ríkisins hefur
I samvinnu við landbúnaðarráðu-
neytið sett fram markmið um
friðun allra afrétta á Suður- og
Suðvesturlandi. Á síðustu tveim-
ur árum hefur verið samið við
bændur og sveitarfélög í V-Eyja-
fjalla- og Hvolshreppi um friðun
þeirra afrétta. Á síðustu mánuð-
um hefur Landgræðslan átt við-
ræður við allar _ sveitarsljómir
sem nýta afrétt í Árnes-, Rangár-
vallar- og Vestur-Skaftafells-
sýslu.
Hunangsflugur hrella fólk
UNDANFARNA daga hefur mjög mikið verið leitað til Náttúru-
fræðistofnunar vegna stórra hunangsflugna sem leitað hafa inn
í hýbýli manna, jafnvel svo tugum skiptir. Að sögn Erlings Olafs-
sonar, skordýrafræðings, er um að ræða flugur af tegundinni
Bombus lucorum, sem fyrst fannst hér á landi árið 1979. Hann
sagði flugurnar alveg meinlausar og ekki stinga nema verulega
væri þjarmað að þeim.
„Það eru drottningamar sem
aðallega eru á ferðinni núna, en
þær em tveggja sentimetra langar
og rúmur einn sentimetri á breidd.
Þær eru að vakna af vetrardvala
og leita sér að stöðum fyrir bú
sín, en búin gera þær ofan í jörð-
inni. Þær sækja á skuggsæla staðí
í leit sinni, og fljúga því gjaman
inn um glugga sem eru opnir. Það
var mjög mikið um þessar flugur
í höfuðborginni í fyrra, og í sum-
ar virðist fjöldinn jafnvel ætla að
verða enn meiri, eins og ég hafði
reyndar spáð,“ sagði Erling í sam-
tali við Morgunblaðið.
Hann sagði að lengi vel hefði
þessi flugnategund verið bundin
við höfuðborgarsvæðið, en út-
breiðsla hennar um landsbyggðina
væri hins vegar mjög ör. I fyrra
hefði hann fundið flugur allt frá
Snæfellsnesi og austur að Vík í
Mýrdal, en nú hefðu borist fregn-
ir af tegundinni úr Öræfum og
frá Norðurlandi. Sagðist hann
áhugasamur um að fólk af norð-
anverðu og austanverðu landinu
sendi sér eintök af flugunni ef það
rækist á hana á þessum lands-
svæðum.
Erling sagði að skilyrði fyrir
geitunga sem tekið hefðu sér ból-
festu hér á landi hefðu verið mjög
Hunangsflugumar eru á stærð
við krónupening.
góð undanfarið ár, og því ætti
hann von á fjörugu sumri hvað
þá varðar. Hann sagði að um vika
væri í það að geitungamir fæm
að gera vart við sig.
„Staðan er sú í dag að það er
mjög fátt fé rekið á afréttina miðað
við það sem áður var. Þannig að í
Rangárvalla- og Vestur-Skafta-
fellssýslu em þetta mjög fáir bænd-
ur sem reka fé á afrétt. í Árnes-
sýslu eru nokkrar jarðir, sérstak-
lega í Hrunamanna- og Gnúpveija-
hreppi sem eru töluvert háðar upp-
rekstri á afrétt vegna þess að eigið
beitarland þeirra rúmar ekki íjár-
íj'öldann,“ sagði Sveinn Runólfsson
landgræðslustjóri. Hann sagði það
álit Landgræðslunnar að þó svo
beitarálagið væri svo lítið sem raun
bæri vitni þá hamlaði það sjálf-
græðslu afréttarins. „Við gemm
okkur vonir um að á næstu ámm
verði samið um friðun fleiri afrétta
á Suðurlandi um óákveðinn tíma.
Við leggjum áherslu á að semja um
friðunina við sveitarfélög og bænd-
ur í stað þess að setja fram eitt-
hvert valdboð,“ sagði Sveinn.
„Það hefur komið í ljós að afrétt-
urinn er ekki í hættu og hann er
alls ekki þannig að flæma beri
bændur af honum. Þeim fjárbænd-
um fækkar óðum sem nota hann
og ég tel óþarfa að vinna af hörku
í málinu þegar vitað er um að stór-
lega dregur úr notkun afréttarins.
Það liggur fyrir að afrétturinn frið-
ar sig sjálfur," sagði Páll Lýðsson
oddviti í Sandvíkurhreeppi og for-
maður Afréttamálafélags Flóa og
Skeiða.
Sveitarstjórnir sem málið varðar
hafa tilnefnt fulltrúa í samráðs-
nefndir sem munu á næstunni vinna
að upplýsingaöflun með starfs-
mönnum Landgræðslunnar um
stöðu afréttarmálanna í hveiju
sveitarfélagi. Þar verður leitað upp-
lýsinga um kostnað við nýtingu
afrétta, þörf á uppgræðslu heima-
fyrir til að halda fénu þar og um
aðra þætti sem varða afréttina.
„Við megum ekki gleyma því að
mikið og gott gróðurlendi er á lág-
lendi á Suðurlandi og stór hluti
þess er vannýttur. Um það bera
vitni árlegir sinubrunar á hveiju
vori undanfarin ár sem vonandi
verða bannaðir. Það er því mjög
brýnt að taka skipulags- og land-
nýtingarmál heimalanda miklu
fastari tökum en verið hefur, sagði
Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri.
-Sig. Jóns.
-----»--♦ ♦----
Mikíl ölvun í
góða veðrinu
ÓVENJULEGA mikil ölvun var
í Reykjavík í gær, mánudag, og
taldi lögreglan að góða veðrið
hefði átt þátt í því.
Um kvöldmatarleytið voru þrett-
án manns í geymslum lögreglunnar
vegna ölvunar.