Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 60
JMttrgtnifybiMfe SYKURLAUSjl^ MORGVNBLADW, ADALSTRsETI G. 101 REYKJA VlK SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Great Icelandic Waters: Hlutabréf fyrir nítján millj. seld á fyrsta degi HLUTABRÉF í Great Icelandie Waters Inc. voru sett á alþjóðleg- an hlutabréfamarkað sl. föstudag og seldust bréf fyrir 19 milljónir króna fyrsta daginn. Bréfin fóru á markað í Vancouver, Toronto, London og Ziirich og seldust rúm- iega 390.000 bréf á fyrsta degi á genginu 1,20. Hvert bréf er einn kanadískur doliari. Davíð Scheving Thorsteinsson, forstjóri Sólar og einn af stjórnar- mönnum í Great Icelandic Waters, segir að þessi fyrsti dagur á alþjóð- legum hlutafjármarkaði staðfesti það fyrst og fremst að verðmæti fyrirtækisins sé 18,4 milljónir Kanadadollara eða 892 milljónir króna. „Þessi skráning á hlutabréf- unum er nú farin í gang og þau eru skráð til sölu á fjórum alþjóðlegum mörkuðum," segir Davíð. ---».♦.--- Verkfalli á kaupskip- um aflýst Morgunblaðið/RAX * Aburði dreift á tún Áburðardreifing stendur nú sem hæst í sveitum landsins. Um helgina var Kjartan bóndi í Kringlu í Miðdalahreppi í Dalasýslu að bera á tún sín. VERKFALLI stýrimanna á kaup- skipum var aflýst í gær eftir að samkomulag tókst um að leggja tillögpi að samningi fyrir félögin til afgreiðslu. Verkfall hafði þá staðið frá miðnætti, en var ekki farið að hafa áhrif á siglingar. Samkomulagið tókst eftir rúmlega sólarhringslangan sáttafund hjá rík- issáttasemjara. Samninganefndir skrifuðu ekki undir samkomulag heldur var ákveðið að bera tillögu að samningi undir félögin þar sem meðal annars er kveðið á um hagræð- ingu um borð í skipunum og á at- kvæðagreiðslu að vera lokið 3. júlí. Atkvæði verða greidd um tillöguna sameiginlega af Stýrimannafélagi íslands og Skipstjórafélaginu. Vél- stjórar greiða atkvæði sér um tillög- una, en skipstjórafélagið Aldan, loft- skeytamenn og brytar sameiginlega. Stefnt að friðun allra afrétta á Suður- og Suðvesturiandi Viðræður við sveitarstjórnir í Arnes-, Rangárvallar-, og V-Skaftafellssýslu Selfossi. LANDGRÆÐSLA ríkisins hefur I samvinnu við landbúnaðarráðu- neytið sett fram markmið um friðun allra afrétta á Suður- og Suðvesturlandi. Á síðustu tveim- ur árum hefur verið samið við bændur og sveitarfélög í V-Eyja- fjalla- og Hvolshreppi um friðun þeirra afrétta. Á síðustu mánuð- um hefur Landgræðslan átt við- ræður við allar _ sveitarsljómir sem nýta afrétt í Árnes-, Rangár- vallar- og Vestur-Skaftafells- sýslu. Hunangsflugur hrella fólk UNDANFARNA daga hefur mjög mikið verið leitað til Náttúru- fræðistofnunar vegna stórra hunangsflugna sem leitað hafa inn í hýbýli manna, jafnvel svo tugum skiptir. Að sögn Erlings Olafs- sonar, skordýrafræðings, er um að ræða flugur af tegundinni Bombus lucorum, sem fyrst fannst hér á landi árið 1979. Hann sagði flugurnar alveg meinlausar og ekki stinga nema verulega væri þjarmað að þeim. „Það eru drottningamar sem aðallega eru á ferðinni núna, en þær em tveggja sentimetra langar og rúmur einn sentimetri á breidd. Þær eru að vakna af vetrardvala og leita sér að stöðum fyrir bú sín, en búin gera þær ofan í jörð- inni. Þær sækja á skuggsæla staðí í leit sinni, og fljúga því gjaman inn um glugga sem eru opnir. Það var mjög mikið um þessar flugur í höfuðborginni í fyrra, og í sum- ar virðist fjöldinn jafnvel ætla að verða enn meiri, eins og ég hafði reyndar spáð,“ sagði Erling í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagði að lengi vel hefði þessi flugnategund verið bundin við höfuðborgarsvæðið, en út- breiðsla hennar um landsbyggðina væri hins vegar mjög ör. I fyrra hefði hann fundið flugur allt frá Snæfellsnesi og austur að Vík í Mýrdal, en nú hefðu borist fregn- ir af tegundinni úr Öræfum og frá Norðurlandi. Sagðist hann áhugasamur um að fólk af norð- anverðu og austanverðu landinu sendi sér eintök af flugunni ef það rækist á hana á þessum lands- svæðum. Erling sagði að skilyrði fyrir geitunga sem tekið hefðu sér ból- festu hér á landi hefðu verið mjög Hunangsflugumar eru á stærð við krónupening. góð undanfarið ár, og því ætti hann von á fjörugu sumri hvað þá varðar. Hann sagði að um vika væri í það að geitungamir fæm að gera vart við sig. „Staðan er sú í dag að það er mjög fátt fé rekið á afréttina miðað við það sem áður var. Þannig að í Rangárvalla- og Vestur-Skafta- fellssýslu em þetta mjög fáir bænd- ur sem reka fé á afrétt. í Árnes- sýslu eru nokkrar jarðir, sérstak- lega í Hrunamanna- og Gnúpveija- hreppi sem eru töluvert háðar upp- rekstri á afrétt vegna þess að eigið beitarland þeirra rúmar ekki íjár- íj'öldann,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. Hann sagði það álit Landgræðslunnar að þó svo beitarálagið væri svo lítið sem raun bæri vitni þá hamlaði það sjálf- græðslu afréttarins. „Við gemm okkur vonir um að á næstu ámm verði samið um friðun fleiri afrétta á Suðurlandi um óákveðinn tíma. Við leggjum áherslu á að semja um friðunina við sveitarfélög og bænd- ur í stað þess að setja fram eitt- hvert valdboð,“ sagði Sveinn. „Það hefur komið í ljós að afrétt- urinn er ekki í hættu og hann er alls ekki þannig að flæma beri bændur af honum. Þeim fjárbænd- um fækkar óðum sem nota hann og ég tel óþarfa að vinna af hörku í málinu þegar vitað er um að stór- lega dregur úr notkun afréttarins. Það liggur fyrir að afrétturinn frið- ar sig sjálfur," sagði Páll Lýðsson oddviti í Sandvíkurhreeppi og for- maður Afréttamálafélags Flóa og Skeiða. Sveitarstjórnir sem málið varðar hafa tilnefnt fulltrúa í samráðs- nefndir sem munu á næstunni vinna að upplýsingaöflun með starfs- mönnum Landgræðslunnar um stöðu afréttarmálanna í hveiju sveitarfélagi. Þar verður leitað upp- lýsinga um kostnað við nýtingu afrétta, þörf á uppgræðslu heima- fyrir til að halda fénu þar og um aðra þætti sem varða afréttina. „Við megum ekki gleyma því að mikið og gott gróðurlendi er á lág- lendi á Suðurlandi og stór hluti þess er vannýttur. Um það bera vitni árlegir sinubrunar á hveiju vori undanfarin ár sem vonandi verða bannaðir. Það er því mjög brýnt að taka skipulags- og land- nýtingarmál heimalanda miklu fastari tökum en verið hefur, sagði Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri. -Sig. Jóns. -----»--♦ ♦---- Mikíl ölvun í góða veðrinu ÓVENJULEGA mikil ölvun var í Reykjavík í gær, mánudag, og taldi lögreglan að góða veðrið hefði átt þátt í því. Um kvöldmatarleytið voru þrett- án manns í geymslum lögreglunnar vegna ölvunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.