Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992 21 Átak fyrir Afríku eftir Jónas Þóri Þórisson Frá Afríku berast uggvænlegar fréttir. Á meðan hungursneyðin herðir tak sitt á fólki og fénaði minnkar stöðugt neyðarhjálpin er berst til 13 landa á austurströnd Afríku. Á nokkrum svæðum er að- eins til matur í nokkrar vikur. Annar- staðar sveltur fólk heilu hungri. Á sléttum Suður-Eþíópíu þar sem brennheit sólin steikir sandinn er lyktin sæt og væmin og loftið fyllt þykku ryki. Við lítinn klettavegg liggur grindhoruð kýr og reynir með krampakenndum hreyfingum að standa upp aftur. Umhverfis hana liggja um 10—15 dauðir nautgripir. Þeir sem ekki svelta þessa dagana eru hrægammarnir. Með mikilli áfergju rífa þeir gat á uppþornaða skrokkana og þegar þeir hafa lokið verki sínu er ekkert eftir nema bein- Jónas Þórir Þórisson látið sem svo að þetta komi okkur ekkert við? Væri það ekki synd bæði gegn Guði og mönnum að hugsa þannig? Hvað ef við þyrftum allt í einu á hjálp að halda og þeir sem gætu rétt okkur hjálparhönd hefðu þessa afstöðu sinnuleysis og eigin- girni? Hvemig væri að reyna að setja sig í spor þessa fólks sem nú svelt- ur. Hvað skildi vera efst í huga þess? Þannig er hægt að svara einni spurningu með annarri. Hjálpar- stofnun kirkjunnar sér það sem skyldu sína og köllun að minna lands- menn á neyð náungans nær og fj'ær. Vera talsmaður þeirra er svo oft gleymast í daglegu amstri velferðar- þjóðfélagsins. Hjálparstofnun kirkj- unnar vill vera útrétt hönd okkar allra til þjáðra meðbræðra og þess vegna viljum við sérstaklega nú á vordögum minna á hungrið í Afríku er með degi hveijum herðir kverka- tak sitt á fólki og fénaði. Þrátt fyrir efnahagserfiðleika og minnkandi „Ég er orðinn þreyttur á þessum eilífðartali um hungursneyð í Afríku. Getur maður aldrei feng- ið frið fyrir þessum hörm- ungarfréttum! Þýðir nokkuð að vera að þessu! Er þetta ekki allt fólkinu sjálfu að kenna?“ Norðurlöndum hafa tekið höndum saman í þessu átaki fyrir Afríku og munu tryggja að hjálpin komist fljótt og vel til skila. Nú er á leiðinni skip méð 10 þúsund tonnum af korni til Austur-Afríku. í samstarfi við þar- lendar kirkjur og hjálparstofnanir munu starfsmenn okkar sjá um að þeir sem verst eru settir fái fyrst hjálp. Tökum höndum saman og rétt- um þessum líðandi meðbræðrum hjálparhönd. þjóðartekjur höfum við vel efni á því að leggja þjáðum lið. Hjálparstofnanir kirknanna á Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar. Þannig lítur þurrkurinn út í Suður- Eþíópíu. Þúsundir dauðra nautgripa hér og þar í nágrenni við uppþornuð vatnsból og hundruð þúsunda Bór- ana-hirðingja sem ekkert hafa að eta eða drekka. Án allra möguleika að sjá fyrir sér og sínum. Hungrið hefur sett sín spor í andlit fólksins. Víða eru börn og gamalmenni að dauða komin og þeir viðkvæmustu þegar dánir. Alvarlegt ástand Það sem gerir ástandið alvarlegra en oft áður er að nú eru forðabúrin einnig tóm. Kenýa, Úganda og Zimbabwe, sem áður gátu selt kom úr iandi, eiga nú við alvarleg vanda- mál að stríða og þurfa öll að flytja inn matvöru og fá matvælaaðstoð. Jafnvel Suður-Afríka þarf nú að flytja inn um þijár milljónir tonna af korni. Undanfarin ár hefur oft verið hægt að kaupa töluvert af maís í þessum löndum. Það var hent- ugt því stutt var að flytja kornið til sveltandi nágranna. Nú er hins vegar eins og fyrr segir lítið sem ekkert kom að fá í álfunni og verður því að flytja það frá öðrum heimsálfum. Hvers vegna hungursneyð? Talið er að um 6 milljónir tonna matvæla þurfi til að sinna brýnustu neyð Afríkulanda. Þessi gífurlegi matvælaskortur er fyrst og fremst afleiðing mjög flókins mannlegs skip- ulags og stjórnarfars sem í mörg hundruð ár hefur byggt á óréttlæti. Gengið hefur verið hart að náttúru- auðlindum þessara landa. Gífurleg umhverfisspjöll hafa átt sér stað. Ofnýting og landeyðing hefur aukist ár frá ári. Æ minna land er ræktun- arhæft og oft eru bestu landsvæðin notuð til að rækta afurðir til útflutn- ings. Skuldir Afríkuríkja eru gífur- legar og á einhvern hátt verða þau að fá peninga til að greiða vexti og afborganir er lánardrottnar krefjast greiðslu sem eru í flestum tilfellum bankar og lánastofnanir á Vestur- löndum. Undanfarin ár hafa miklir þurrkar heijað á mörg landsvæði í Afríku. Þótt úrkomubrestur sé yfirleitt ekki aðal orsök hungursneyðar er hann „dropinn sem fyllir mælinn“. Þurrkar leggja fátæklegan og viðkvæman landbúnað í rúst á stuttum tíma og lama allt athafnalíf á stóru svæði. Forðabúrin eru lítil sem engin og fólkið sveltur. Kemur þetta okkur við? „Ég er orðinn þreyttur á þessu eilífðartali um hungursneyð í Afríku. Getur maður aldrei fengið frið fyrir þessum hörmungarfréttum! Þýðir nokkuð að vera að þessu! Er þetta ekki allt fólkinu sjálfu að kenna?“ Þannig spyija margir og það er skiljanlegt. Það þarf mikla þraut- seigju til að geta tekist á við allar þær hörmungar er dynja á meðbræð- rum okkar víða um heim. En það má líka spyija: Getum við, vel stæð þjóð, látið sem svo að neyð og vandi náungans komi okkur ekki við? Get- um við sem höfum verið svo lánsöm að fæðast í friðsömu og gjöfulu landi skellt skollaeyrum við því neyðar- hrópi sem nú berst frá Afríku og wmm Það er sama hvernig á það er litið., sameinar alltþað hesta í tölvum og tölvukerfum. Sun SPARCstation Mest selda UNIX vinnustöð í heimi. EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 63 3000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.