Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 43
43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992
Guðbrandur S. Þor-
láksson frá Veiði-
leysu — Minning
Fæddur 23. júní 1921
Dáinn 16. maí 1992
Á strönd Miðjarðarhafsins, nánar
tiltekið í Tyrklandi, barst okkur
Þurý fréttin af andláti okkar kæra
Guðbrandar.
Fréttin kom að vísu ekki á óvart.
Þegar við lögðum af stað að heiman
höfðum við illan grun um að við
værum að kveðja hann hinstu
kveðju á St. Jósefsspítalanum í
Hafnarfirði. Við héldum þó í von-
ina, þetta síðasta hálmstrá þegar
öll sund virðast lokuð. Vonin brást
og í annað skipti á nokkrum mánuð-
um horfum við á eftir nánum ást-
vini falla fyrir „fólksjns forna
fjanda“, krabbameininu. Öldur Mið-
jarðarhafsins halda áfram að brotna
á ströndinni þrátt fyrir helfregnina
að heiman. En nú minna þær á
systur sínar í Veiðileysufirði á
Ströndum þar sem Guðbrandur bjó
í æsku.
Ég átti þess einu sinni kost að
fara í ógleymanlega sjóferð með
vini mínum Guðbrandi. Ti) hafs var
haldið til veiða frá Djúpuvík. Við
stjórnvölinn sat maður reynslu og
þekkingar á öllu sem fyrir bar. Ég,
liðlega tvítugur strákurinn, hélt ég
væri fær í flestan sjó. Tók myndir
í bak og fyrir og áttaði mig ekki á
þeirri breytingu sem varð á sjólagi
þegar út fyrir Gjögur var komið.
Allt í einu vorum við komnir í
haugasjó á minn mælikvarða og
sjóveikin lét ekki á sér standa.
Ékki hafði þetta hin minnstu áhrif
á Guðbrand sem sat einbeittur á
svip og stýrði trillunni af öryggi og
festu. Mér fannst við sigla í óratíma
en brátt kom að því að veiðar hóf-
ust og smám saman varð veiðieðlið
sjóveikinni yfirsterkara. Skyndilega
varð ég dauðskelkaður þegar heljar-
stórt flykki þaut upp úr sjónum
rétt hjá bátnum. Guðbrandur var
fljótur að róa mig og sagði: „Þetta
er bara stökkull, þeir láta gjarnan
svona.“
Nú þegar Guðbrandur vinur minn
er allur er þessi veiðiferð okkar
mér miklu dýrmætari en nokkru
sinni fyrr. Hún lýsir mannkostum
Guðbrandar frá Veiðileysu betur en
mörg orð. Hann var góðmenni i
bestu merkingu þess orðs. Á sjónum
norður af Ströndum var hann hann
sjálfur og leyfði mér, kornungum
manninum, að eignast með sér un-
aðsstund og það var honum allt svo
eiginlegt.
Við ræddum oft um þessa ferð.
Um ferðina sem Guðbrandur er
núna farinn í veit ég hins vegar
ekkert. Mér er aftur á móti minnis-
stæður einn síðaáti heimsóknar-
tíminn á spítalanum þegar við Þurý
rifjuðum upp lag og ljóð sem Guð-
brandur hafði kennt henni norður
í Veiðileysu. Ljóðið var eftir góð-
vin hans og þegar hann heyrði
það þarna fársjúkur á sjúkrabeð-
inu byrjaði hann að raula það
með okkur. Allt í einu var á ný
kominn glampi í augun og fyrr
en varði söng hann lagið á enda
og hugurinn var greinilega kom-
inn á æskustöðvarnar fyrir norð-
an.
Við leiðarlok er margs annars
að minnast og margt að þakka.
Á sjötugsafmæli Guðbrandar fyr-
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið lekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara.
ir tæplega ári síðan áttum við sam-
an unaðsstund austur í Hveragerði.
Engan grunaði þá að hveiju stefndi.
Elsku Ásta, missir þinn er mik-
ill. Ólöf og Þorlákur sjá á bak elsku-
legum föður. Böm Ástu frá fyrra
hjónabandi eiga Guðbrandi mikið
að þakka. Við tengdabörnin, barna-
börnin og barnabarnabörnin syrgj-
um nú ástsælan mann sem ávallt
vildi allt gott til mála leggja. Hann
er fjölmennur barnahópurinn sem
saknar nú afa á Öldugötunni.
Mér þykja þau eiga einstaklega
vel við um Guðbrand Þorláksson
orðin Genginn er góður maður. Það
verða kveðjuorðin frá okkur Þurý
til þín, elsku Ásta, um ástríkan eig-
inmann.
Óli H. Þórðarson.
Erfitt er að sætta sig við að afi
okkar, sem ávallt geislaði af lífs-
hamingju og krafti, sé dáinn. Við
eigum aldrei eftir að njóta sam-
verustunda með honum, né deila
með honum hamingjustundum.
Afa tengjast margar okkar bestu
minningar. Þegar horft er yfir
farinn veg er margs að minnast.
Síðan elsta systkini okkar leit
fyrst dagsins ljós i rúmi afa og
ömmu á Djúpuvík á Ströndum,
hafa þau veitt fjölskyldu okkar
ástúðlegt skjól. Allt frá fyrstu
búskaparárum foreldra okkar,
hefur heimili afa og ömmu verið
okkur sem annað heimili, þangað
höfum við ávallt getað leitað í
gleði og sorg.
Afi hætti aldrei búskap, þótt
hann væri fluttur í bæinn. í mörg
ár var afi með hænsnabú og fórum
við systkinin oft upp í kofa að hjálpa
til, kannski oftar okkur til ánægju
en til gagns. Einnig var afi með
kindur og var það oft yndislegur
tími að fara með honum, hvort sem
það var í smölun, slátt eða bara
upp í fjárhús að gefa. Kindurnar
veittu afa mikla gleði og voru hon-
um tengsl við æskustöðvarnar.
Heimahagarnir áttu alla tíð stór-
an sess í hjarta hans. Það kom best
í ljós er hann geislandi af gleði
sagði okkur frá vetarferðinni sem
hann fór með strákunum norður á
Strandir. Okkur er einnig ljúft að
minnast þeirrar stundar er við átt-
um öll saman að Vigdísarvöllum
síðastliðið sumar.
Þegar við hugsum til afa okkar
sem alltaf var svo hress og ljúfur,
þá er erfitt að trúa því að hann
muni aldrei koma aftur. Við viljum
þakka afa okkar fyrir allt og allt.
Minningin um hann mun alltaf
lifa. Drottinn styrki elsku ömmu
okkar.
Sirrý, Bubbi, Steini, Ásta,
Oddný.Hafdísogfjölskyld-
urþeirra.
í dag verður til moldar borinn
frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
Guðbrandur Sveinn Þorláksson
frá Veiðileysu eða Gumbi eins
og við krakkarnir sem vorum í
sveit í Veiðileysu kölluðum hann.
Hann var einn þeirra manna
sem lét ekki mikið fyrir sér fara
og mátti ekki vamm sitt né sinna
vita. Og aldrei hef ég kynnst
manni sem átti eins marga vini
og Gumbi, enda var hann óþreyt-
andi að rækta þann vinskap og
halda sambandi og tengslum við
ættingja hvar sem þeir voru eða
bjuggu. Það var ti! að mynda ótrú-
lega gaman og mannbætandi að
ferðast með honum, því auk þess
að hafa gaman af að sjá nýja staði
og kynnast fólki þurfti hann að
koma við á ótrúlega mörgum stöð-
um þar sem bjuggu vinir eða
ættingjar sem hann mátti til með
að hitta, annað kom ekki til greina.
Sama sagan var alla tíð heima hjá
honum sjálfum, eilífur gestagangur
og kátastur var hann þegar sem
flestir komu.
í fyrra þegar hann lét af störf-
um átti gamli draumurinn að
rætast, að hafa nægan tíma
næstu árin til að gera margt,
fara svo víða og heimsækja svo
marga sem honum fannst hann
hafa vanrækt eða gera hluti sem
ekki hafði verið komið í verk,
en enginn veit sína ævina fýrr
en öll er.
í nóvember í haust er leið
kenndi hann fyrst meinsins sem
aðeins sex mánuðum seinna lagði
hann að velli.
Hve lítið sýnist lífið manns,
þá litið er til baka,
án dvalar hverfa dagar hans,
sem draumur enda taka.
Sjá, þúsund ár vors lýðs og lands'
eru liðin sem næturvaka.
(M. Joch.)
Guðbrandur Sveinn Ingimar
Þorláksson eins og hann hét fullu
nafni fæddist í Veiðileysu á
Ströndum 23. júní 1921. Sonur
hjónanna Ólafar Sveinsdóttur og
Þorláks Guðbrandssonar bónda í
Veiðileysu. Hann var þriðja barn
þeirra hjóna, en alls urðu börnin
níu og þótti ekkert tiltökumál í þá
daga. Þá þótti líka sjálfsagt og var
einnig bráðnauðsynlegt að börnin
færu að vinna strax og þau gátu
veitt hjálparhönd við bústörfín og
hvað eina sem til féll. Öll komust
systkinin á legg á þessum ágæta
og gestrisna heimili, en fóru svo
einsog gerist eitt og eitt að heiman
þegar þau stofnuðu til hjúskapar
og reistu sitt eigið heimili. Gumbi
bjó í föðurhúsum til ársins 1959
og starfaði þar við bú föður síns
ásamt systkinum sínum sem enn
voru heima. Einnig sóttu þeir bræð-
ur sjóinn þegar færi gafst, fyrst á
árabátum og síðar trillum, því allar
gjafir Guðs þurfti að nýta til að
komast af.
Árið 1959 kvæntist hann móður
minni Ástu Dagmar Jónasdóttur
og fluttust þau það vor til Djúpu-
víkur þar sem hann gerðist sím-
stöðvarstjóri og hafði auk þess
trillu og fjárbú til tekjuauka og
yndis. Við vorum fjögur systkinin
sem hann stjúpi okkar fékk í
morgungjöf, þar af ólust þijú upp
hjá honum og varla er hægt að
hugsa sér lánsamari börn en okk-
ur að eignast annan eins stjúpa
og Gumbi var. Þau hjónin eignuð-
ust tvö börn: Ólöfu, sem fæddist
sumarið 1959 og Þorlák, sem
fæddist veturinn 1964.
Árið 1966 fluttust þau hjónin
til Hafnarfjarðar þar sem hann
vann á ýmsum stöðum, síðast á
bensínstöð Skeljungs í Hafnarfirði
þar til í sumar er leið, að hann lét
af störfum sökum aldurs.
Það er kaldhæðni örlaganna að
maðurinn, sem dreymdi svo stóra
drauma um allt sem hann ætlaði
nú að gera loksins þegar hann
hafði nægan tíma fyrir sig og sína,
skuli vera allur innan árs.
Veit honum, Drottinn, þína eilífu hvíld og
lát þitt eilífa ljós lýsa honum. Hann hvíli í
þínum friði.
Þórir og Magga.
32.900,-
25.900,-
KVEIKJAJSf AÐ
GÓÐRI MÁLTÍÐ
Ö5
ft
r£>
- gasgrill í úrvali.
HAGKAUP
— allt í einni ferö
PÓSTKRÖFUSÍMI 91-3 09 80