Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992 I I I I í í 1 •J i í Um fornafnið „það“ Frá Auðunni Braga Sveinssyni: Upp á síðkastið hef ég orðið var við mikla ofnotkun persónufor- nafnsins „það“, einkum í upphafí setninga. Þetta smáorð er áleitið, og freistandi að nota það, til að tjá hugsun sína. En því miður er þessu orði oft ofaukið. Málið verður einn- ig fegurra sé því sleppt oft og tíð- um. Ekki má skilja orð mín svo, að þetta orð, það, sé alls staðar bannfært í rituðu máli. Ég held, að dæmi skýri mál mitt best í þessu efni. Dagblöðin eru helsta lesmál fólks, eins og kunnugt er. Þau móta málfar og stíl ekki svo Iítið, að ég hygg. Þegar ég tek dæmi úr rituðu máli, þar sem mér finnst persónufomafnið það ofnotað eða ranglega sett, nefni ég hvorki dag- blað né höfund, af tillitssemi við þá sem í hlut eiga. Skal þá vikið að þessu. „Það verður aldrei komið í veg fyrir, að einhver fyrirtæki verði gjaldþrota." — Væri ekki betra að sleppa þessu það, og setja í stað- inn: „Aldrei verður komið í veg fyr- ir“, o.s.frv. „Ég held, að það fari ekki á milli máia...“ Betra: „Ég held, að ekki fari á milli mála.“ — „Það hefur því verið gengið á hlut sjávarút- vegsins." Betra, að mínum dómi, Tvö bréf - utan við kjarna málsins Frá Birni S. Stefánssyni: TVEIR bréfritarar eiga orðastað við mig í blaðinu 12. maí, Jóhannes Gunnarsson (JG) („E.ru Neytenda- samtökin Qöldasamtök neytenda?") og Svend-Aage Malmberg (SM) („Þorskur — konungur fiska“). Ég átti það helzt erindi við Neyt- endasamtökin í bréfi 1. maí, að þau sinntu fæðuöryggi almennings í víð- um skilningi, en það hafa þau van- rækt. í bréfí JG kemur ekki fram vilji til þess. Bréf hans staðfestir ýmislegt sem ég benti á um gerð samtakanna og starf. Síðan and- mælir hann þeirri afstöðu sem hann ímyndar sér að ég hafí til núver- andi uppkasts að GATT-samkomu- lagi, en ég hef reyndar ekki tekið afstöðu til þess. SM er haffræðingur (á Hafrann- sóknastofnun) eins og segir undir bréfínu eða eins og segir nánar í bréfinu „hafeðlisfræðingur og eng- inn sérfræðingur á sviði fæðuvist- fræði físka". Hann býður mig vel- kominn til skrafs og ráðagerða á Hafrannsóknastofnun. Undanfama tvo áratugi hef ég annað veifíð komið á stofnunina, ekki til skrafs og ráðagerða, heldur til að fræð- ast, og alltaf þóst velkominn. Nú bregður að vísu svo við, að Hafrann- sóknastofnun vantar sérfræðing á nýju áhugasviði mínu, sem er hag- nýting stofnvistfræði til fiskveiði- stjómar. Það er sem sagt enginn stofnvistfræðingur á stofnuninni. Þess verður ekki heldur vart, að á Hafrannsóknastofnun hafí menn tileinkað sér viðhorf og vinnubrögð stofnvistfræði. Það sýna m.a. skrif SM í Morgunblaðinu í vetur. Stofíivistfræði hafsins fjallar um gagnkvæm áhrif fæðuskilyrða, fæðu og dýrastofna. Sá stofnvist- fræðingur mun vandfundinn sem ekki telur ráð Hafrannsóknastofn- unar um hæfilegt aflamagn sem reist á sandi. Sem dæmi um það hvað viðhorfin em langt frá stofn- vistfræði er það að í bréfi SM er ekkert minnzt á athuganir Haf- rannsóknastofnunar á þrifum þorsks, enda em slíkar athuganir ekki til þar. Þrif nytjafiska em bet- ur en annað hagnýt vísbending um það hvort hafið sé svo sett af yngra físki eða ónytjufiski að nytjafískar vaxi ekki eðlilega. Þau sýna hvort fískur á hverju aldursstigi vex eins og eðlilegt. er. Það yrði ekki aftur leitað til búfjárfræðings um rann- sókn, ef hann rannsakaði nýtingu beitilands án þess að athuga hvort þrif búíjárins sem á því gengur em eðlileg. BJÖRN S. STEFÁNSSON Vesturvallagötu 5, Reykjavík. VELVAKANDI GIFTINGAR- HRINGUR Giftingarhringur merktur „Ingibjörg" fannst við Skútu- vog 4 fyrir nokkm. Upplýsingar í síma 686844, Ari Guðmunds- son. BARNABÆKUR Tvær bamabækur frá bóka- safninu á Seltjamamesi töpuð- ust á Grandasvæðinu fyrir nokkm. Finnandi er vinsamleg- ast hringi í síma 616888. OFBELDIOG FRÉTTIR Svala Norðdal: Það virðist aldrei verða að blaðamáli þó konur séu barðar og lagðar í einelti en þegar ráð- ist er á lögfræðing og hann hrakinn af heimili sínu í nokkr- ar mínútur er gerð úr því stór blaðafrétt. Ofbeldi á heimilum er miklu meira mál en þetta, það em ekki aðeins konurnar sem fara illa út úr því heldur er einnig ráðist á börnin, þau jafnvel lögð í einelti þannig að þau em of hrædd til að fara í skólann. KETTIR Kisa er týnd. Hún er gulbrún og svört, yijótt, frekar loðin og stuttfætt því hún er angóra- blönduð. Hún heitir Heiða og ef einhver veit um hana yrðum við þakklát ef látið yrði vita í síma 624396 eða á Flókagötu 67, 1. hæð, hurð merkt Jón Siguijónsson. Kettlingar fást gefins á góð heimili. Upplýsingar í síma 45098. Þrír kassavandir kettlingar, 10 vikna, fást gefíns. Upplýs- ingar í síma 20974. Lítill bröndóttur högni slapp út á fimmtudaginn 21. maí í Hólahverfinu. Vinsamlegast hringið í síma 670992 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. REGNHLÍF Regnhlíf tapaðist fyrir um það bil mánuði, sennilega við Langholtsveg eða þar í grennd. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 681046. væri að segja: „Gengið hefur því verið á hlut sjávarútvegsins.“ — „Undirritaður er sammála því að það fer ansi mikið fyrir boltaleikjum í íþróttaþáttum." Væri ekki fegurra mál á þessari setningu þannig: „Undirritaður er sammála því að ansi mikið fari fyrir boltaleikjum í íþróttaþáttum." „Það skal enginn velkjast í vafa um ...“ Nokkuð betra væri að segjæ „Enginn skal velkjast í vafa um____“ — „Það er sama, hvemig á málið er litið ...“ — Er ekki orðinu það ofaukið þama, væri ekki hægt að ná sama árangri með því að segja og skrifa: „Sama er, hvemig á málið er litið ...“ „E.T. sagði, að það yrði að panta aksturinn fyrirfram ...“ Mundi ekki hafa nægt að segja: „E.T. sagði, að panta yrði aksturinn fyrir- fram.“ Ég vil biðja glögga lesendur blaða og bóka að athuga, hvort finna megi dæmi, þar sem persónu- fomafnið það er ofnotað eða óþarft í málinu. Ég hef komið umræðu af stað, vona ég, sem ætti að geta orðið málinu okkar, íslenskunni, til framdráttar. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. LEIÐRÉTTINGAR Missögn leiörétt NAFN Evu Vilhjálmsdóttur misrit- aðist í frétt frá brautskráningu stúdenta frá Fjölbrautaskóla Breið- holts í Moigunblaðinu á sunnudag. Hún hlaut viðurkenningu Soroptim- ista, og var ein þeirra, er náði best- um árangri á stúdentsprófí. Höfundanöfn féllu niður VEGNA tæknilegra mistaka féllu niður höfundanöfn í minningargrein nr. 3 um Jómnni Ingvarsdóttur á bls. 26 í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins. Nöfnin, sem standa áttu undir greininni voru: „Magnús, Margrét og Halldóra". Hlutaðeig- endur em beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Lægsta boö í FRÉTT af útboði Hitaveitu Reykjavíkur á stýrishúsið á Hafnar- fjarðar- og Kóþavogsæð, féll niður nafn þess aðila, sem átti lægsta boð en það var Þorsteinn Sveinsson, sem bauð 19.226.350 eða 76,19% af kostnaðaráætlun. Pennavinir Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist o.fl.: Shizue Yamamoto, 6777, 2-chome Ichiba, Minami Izumisano-city, Osaka, 578 Japan. Heildarvinningsupphæð þessa viku: 10.993.297 kr. 57 ÚTVARP ÞJÓÐARINNAR 5k upp að bensíndælu fyrir utan söluskúr. Fullkomin stúlka í bláum nælonslopp steig út. Hún var með gult þykkt hár og svö þróttmikil að fyrr en varði voru öll tæki byijuð að hristast og skjálfa og dýrmætur vökvinn spýttist í eldsneytishulsuna. Ég steig út og ætlaði að Jjj spyijast fyrir um veginn þegar hvítur hestur fór upp á JB rauða hryssu við braggann. Pétur Gunnarsson, Dýrðin á ásýnd hlutanna. RÁS 2 VAR Á. LANDIÐ OG MIÐIN. Landskeppni saumakiúbbanna! Úrslitin nálgast! SUZUKISWIFT 5 DYRA, ÁRQERÐ 1992 * Aflmikil, 58 hestafla Vél með beinni innspýtingu. * Ódýr f rekstri - eyðsla frá 4.0 1. á hundraðið. * Framdrif. ^ SUZUKI * 5 gfra, sjálfskipting fáanleg. Ilr * Verð kr. 828.000.- á götuna, stgr. suzuki BÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 SIMI 685100 LPUR OG SKEMMTLEQUR 5 MANNA BÍLL. JACOBS Sívmsælt JACOB’S tekex Ekki bam tekex i \ J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.