Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992
17
ttr
REYNSLA FARÞEGA:
„Fyrir öllu hafði verið liugsaö af slíkri kunnáttu, útsjónarsemi og
smekkvísi, að ferðin var óblandin ánægja og draumi likust. Það var sem
viö ferðuðumst um í landslagsmálverki, og nutum ails hins besta sem
Ítalía hefur að bjóða. Hvflik stemmning og lífsnautn! Listin og lífið allt
fá annaö samhcngi við reynslu af þessi tagi. Það er list að gera ferðir
svona úr garði og á fárra færi. Mér fannst hún nokkuð dýr í fyrstu en
komst að raun um aö liklega væri hún ódýrasta feröin aö raungildi, sem
ég hef nokkurntíma farið, ég heyrði ferðafélagana taka í sama streng.
Eg vil þakka fyrir mig, og hiýt að ráðieggja þeim, sem vilja kynnast
því besta að velja sér ferð mcð Heimsklúbbnum.“
Úr lesendabréfi Morgunblaösins, sept. 1991.
Hvort á að duga eða drepast?
eftir Gunnlaug
Eiðsson
Nú stefnir í það, að miklu færri
erlendir ferðalangar kaupi tjaidferð-
ir hjá íslenskum ferðaskrifstofum í
sumar en í fyrra. Síðan Austurríkis-
menn ruddust inn á tjaldferðamark-
aðinn fyrir fáum árum, hefur þeim
tekist að þjarma svo að Islending-
um, að í voða stefnir, minnkandi
vinnu. Ferðaskrifstofan Kneissl hef-
ur árum saman flutt inn starfs-
menn, sem vinna hér langt undir
lögboðnum launum. Oftast eru þetta
námsmenn, sem taka að sér elda-
mennsku og leiðsögn gegn íslands-
ferð og nánast engum launum.
Margfaldar kærur hafa engan
árangur borið.
Ein stærsta ferðaskrifstofan í
þessari grein ferðaþjónustu sér fram
á 30% samdrátt í sumar frá í fyrra.
Það þýðir minni vinnu fyrir leiðsögu-
menn og marga aðra. Og þá líklega
30% lægri tekjur eftir sumarið. Og
víst er, að sífellt hefur orðið minna
að gera í tjaldferðum eftir því sem
starfsemi Kneissl hefur þanist út í
skjóli ójafnaðar og lögbrota.
Hér er eingöngu við íslensk
stjórnvöld að sakast'. Þau átta sig
ekki á gildi ferðaþjónustunnar. Þau
skortir framsýni til að tengja hana
við þróun atvinnumála í landinu.
Og ég sé ekki, að nokkur breyting
ætli að verða þar á. Þess vegna legg
ég til að við leiðsögumenn, a.m.k.
í öræfaferðum, tökum á okkur 10%
kauplækkun þetta sumar frá því í
fyrra. Þá var kaupið kr. 8.251 á
dag, sem gera um kr. 200 þús. á
mánuði. Við hefðum þó eftir lækk-
unina um kr. 180 þús. á mánuði.
Það finnst mér allgóð laun enda
þótt miðað sé við jafnaðarkaup og
11,5 klst. vinnudag.
Ég er ekki að tala um að gefa
neinum neitt eftir. Ekki að aumkva
sig yfír bágstaddar ferðaskrifstofur.
Ekki að beygja sig fyrir slöppum
og sljóum stjórnvöldum. Þetta er
spurning um að hafa vinnu. Hafa
tekjur. Það gagnar ekkert að vísa
til reynslu og góðrar menntunar ís-
lenskra leiðsögumanna þegar ferða-
menn vilja ekki kaupa þjónustu okk-
ar á því verði, sem við setjum upp.
I gönguferðum, þar sem leiðsögu-
maðurinn ber allt sitt hafurtask á
bakinu, er miðað við tvöföld tjald-
ferðalaun, kr. 16.500 á dag. Enda
er sáralítið að gera í þeim ferðum.
Þá er að lækka verðið. ÞAð er eina
leiðin og þá mættum við minnast
þeirra, sem ruddu veginn, hugsjóna-
mannanna Úlfars Jacobsen og Guð-
mundar Jónassonar.
Þáttur stjórnvalda
Það verður hreinlega að segja
eins og er, að í sambandi við ferða-
mál eru stjómvöld bæði heimsk og
skammsýn. Afskaplega treg. Á ég
þá ekki eingöngu við núverandi ferð-
amálaráðherra og hans starfslið,
heldur ekki síður alla alþingismenn
og ríkisstjómir síðustu 10-20 ár og
stóran hluta af embættismanna-
farganinu. Sennilega var það
hamingja ferðaþjónustunnar,
hversu lítil afskipti hins opinbera
vom. Hún reis af sjálfri sér, dafn-
aði og blómstraði — og gerir enn,
nema tjaldferðimar - þær em að
visna vegna hirðuleysis stjómvalda
um lög og rétt. Þetta er auðvitað
ekki stefna nokkurs ferðamálaráð-
herra, heldur skilningsskortur,
stefnuleysi. Með vingulshætti sínum
stuðla þeir beinlínis að því, að gjald-
eyristekjur minnka, samdráttur
verður í atvinnurekstri og atvinnu-
leysi eykst.
í fyrrasumar lokuðust nokkrir
ferðamannahópar inni í Herðubreið-
arlindum vegna flóða. Þá kom til
mín Þjóðverji og spurði hvenær
myndi sjatna í ánum. Hann þurfti
nefnilega að komast til Keflavíkur-
flugvallar fyrir ákveðinn tíma til að
sækja nýjan hóp, en hann hafði bíla-
leigujeppa í sínum atvinnurekstri.
Þeir em ekkert að fela þetta greyin,
því þeir þekkja ekki reglugerð nr.
175 frá 1983, sem bannar þetta.
Hana þekkja aftur á móti íslenskir
embaéttismenn. Og ef þetta er kært,
sem gert er oft á ári, svarar embætt-
ismannafarganið: „Tja, það er nú
það, væni minn“. Svo drattast það
af stað til að sækja launin sín fyrir
óunna yfirvinnu. Til hvers í ósköp-
unum skapaði guð hið opinbera?
Annað dæmi em alls kyns farar-
tæki, sem flutt eru til landsins að
vori og róla hér hring eftir hring
allt sumarið og sækja í hverri ferð
nýja hópa til Keflavíkurflugvallar.
Sum farartækjanna eru gripavagn-
ar, sem íslendingar mættu aldrei
nota til fólksflutninga. Einn slíkur
var í Kverkfjöllum í fyrra með hol-
lenska túrhesta. Þeir eltu mig út
„Legg ég til að við leið-
sögumenn, a.m.k. í ör-
æfaferðum, tökum á
okkur 10% kauplækkun
þetta sumar frá því í
fyrra.“
um allt, því þeir rötuðu ekkert.
Sögðu mér allt um atvinnurekstur
sinn því þetta var ágætisfólk eins
og aðrir ferðamenn, en þetta var
ótvírætt brot á 4. grein áðurnefndr-
ar reglugerðar: „Hafí erlendur ferð-
amannahópur ökutæki meðferðis
við komuna til landsins til eigin
nota skal það fylgja hópnum við
bróttför úr landi." Einnig þetta hef-
ur margsinnis verið kært án árang-
urs.
Hver veit nema við fáum einhvern
tíma ferðamálaráðherra, sem hefur
skilning á möguleikum lands og
þjóðar og getur hugsað svolítið fram
á veginn. En þangað til verðum við
að keppast við að skerða kjör okkar
í takt við erlenda svartamarkaðs-
braskara. Því mér er full alvara með
hugmyndinni um 10% launaskerð-
ingu. Við skulum halda uppi merkj-
um Úlfars og Guðmundar. Öræfa-
ferðirnar mega ekki falla í hendur
útlendinga.
Höfundur er leiðsögumaður.
Gunnlaugur Eiðsson
HEIMSKLUBBUR
Skipulag og fararstjórn:
Ingólfur Guðbrandsson
INGOLFS KYNNIR
LISTA, OPERU OG SÆLKERAFERÐ - ÞAÐ BEZTA AITALIU
r
o o
2ja vikna listskodun oglífsnautn í fegurstu héruöum ogborgum Ítalíu. Brottför 17. ágúst.
GRÍPIÐ TJEKIFEIH)
86 TRYGGH) YKKUR
FRABIERA FERB
MEÐAN SffTI ERU TIL
FERÐAMÁTI: Flug til MÍLANÓ og til baka frá Róm.
Akstur um Ítalíu í glæsilegustu gerð farþegavagna.
GISTING: Alls staðar á 4-5 stjörnu hótelum, sérvöldum með
tilliti til gæða og staðsetningar. Hlaðborðsmorgunverður.
HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR:
1. MÍLANÓ, m.a. LA SCALA-óperan, dómkirkjan, BRARI-
safnið og Síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo da Vinci
í Santa Maria delle Grazie. Gisting: BAGLIONE DORIA.
2. VERONA, hin heillandi miðaldaborg Rómeós og Júlíu
og óperan AIDA í ARENUNNi með frægustu söngvurum
heimsins. Gist á splunkunýju glæsihóteli, LEON D’ORO.
3. GARDAVATNIÐ með töfrandi fegurð og bæjunum
SIRMIONE, BARDOLINO, GARDA, TORBOLE, RIVA.
Siglt á vatninu.
4. Listir og líf í FENEVJUM. Þar sem gist verður á HOTEL
LUNA við CANAL GRANDE, rétt við MARKÚSARTORG
til að upplifa töfra borgar hertoganna á nóttu sem degi.
5. ítalska hjartað - listaborgin FLÓRENS, þar sem gist er
3 nætur á BERNINI PALACE, mitt í heimslistinni til að
sjá með eigin augum snilld endurreisnarinnar, mestu
listfjársjóði veraldar í söfnunum UFFIZI og PITTI.
6. PISA, SIENA OG ASSISI, borgirnar, sem eru sjálfar
eins og undurfagurt safn aftan úr öldum, ótrúlegri en
orð fá lýst. Gist á PERUGIA PLAZA.
7. RÓM, borgin eilífa, fyrrum miðpunktur heimsins, hefur
engu tapað af þeim segulmagnaða krafti, sem dregið
hefur að ferðamenn fá öllum heimshornum í 2000 ár.
Gist 4 nætur á REGINA BAGLIONE hótelinu við sjálfa
VIA VENETO.
Ef listir, saga og fegurð höfða til þín, er þetta ferð sem
þú mátt ekki missa af. Allur viðurgerningur, matur og vín
eins og bezt gerist í gósenlandi sælkera.
ENDURTEKIN, ENDURBÆTT FRÁ í FYRRA.
HAUSTFERDIR HEIMSKLÚBBSINS:
Filippseyjar - Japan - Taiwan - Thailand
6. - 27. sept. 10 sæti.
Fegurð og furður Afríku
7. - 25. okt. laus sæti.
Töfrar Malaysíu
5. - 23. nóv. uppselt nema
óstaðf. pantanir.
HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS
AUSTURSTRftTI 17, 4.UJ10I REYIUAVIK*SIMI 620400-FAX 626564