Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992 39 íslenskt par í 3. sætí á sterku mótí á Italíu Pólverjarnir Zmudzinski og Balicki ásamt félaga sínum Krzýsaztof Martens. ___________Brids_____________ GuðmundurSv. Hermannsson BJÖRN Eysteinsson og Þorlákur Jónsson náðu þriðja sæti á 16 para boðsmóti á Italíu um helg- ina en margir af þekktustu spil- urum heims voru þar meðal þátt- takenda. Þá urðu Bjöm og Þor- lákur í 11. sæti í keppni 38 sveita og höfðu sem sveitarfélaga Kanadamennina Mark Molson og George Mittelmann. Sigurvegarar í tvímenningnum urðu ítalamir Pittala og Morta- rotti. Pittala varð tvivegis heims- meistari í ítölsku Bláu sveitinni fyr- ir tveimur áratugum. í öðru sæti urðu bresku Evrópumeistararnir Forrester og Robson sem eru vænt- anlegir hingað í vikunni til að Spila á Afmælismóti Bridgefélags Reykjavíkur. Bjöm og Þorlákur urðu í 3. sæti eins og fyrr sagði. í Qórða sæti urðu Frakkarnir Chemla og Sussel, Molson og Mittelman urðu í 5. sæti, Benito Garozzo og Lea DuPoint í 6. sæti og Pólveijam- ir Szymanowski og Lesniewski í 7. sæti. Í sveitakeppninni sigmðu Forr- ester og Robson ásamt ítölunum Forquet og Masucci, en Frakkarnir Chemla, Sussel, Cronier og Mayer urði í 2. sæti og Lesniewski og Szymanowski og Svisslendingamir gamatkunnu Besse og Catzeflis urðu i 3. sæti. Björn og Þorlákur áttu góðan endasprett í tvímenningniim og unnu meðal annars Forrester og Robson 18-12 í næst síðasta leikn- um en mótið var með butlersniði og 6 spilum milli para. í þessu spili veitti Þorlákur Forrester ráðningu fyrir að leggja um of á spilin sín. A/NS Norður ♦ 1073 VG107543 ♦ ÁG + D5 Vestur Austur ♦ DG65 4 Á82 V 85 V KD92 ♦ K964 ♦ 72 + K42 +10973 Suður ♦ K94 ¥Á ♦ D10853 + ÁG86 Vestur Norður Austur Suður Björn Forr. Þorl. Robson - pass 1 spaði(!) pass pass 2 hjörtu 3 grönd pass dobl/// 2 grönd Forrester og Robson spila kerfi sem byggist á canapé, þ.e. opnað er á styttri liti, en þessi opnun er þó varla eftir kerfinu. Robson hugs- aði sig nokkuð um áður en hann sagði 2 grönd og Þorlák gmnaði að NS væm að teygja sig. Hann skellti því á þá dobli og Robson fór á endanum tvo niður, 500 til íslend- inganna og 11 impar. Fjórar sterkustu bridsþjóðir Evrópu reyna með sér Lokin á keppnistímabilinu hér á landi em ekki af verri endanum en í vikunni hefst Afmælismót Bridge- félags Reykjavíkur og þangað hefur verið stefnt þremur efstu liðunum frá Evrópumótinu sl. sumar og um leið þremur efstu liðunum frá síð- asta heimsmeistaramóti, þegar ís- lenska liðið hefur bæst í hópinn. Þessi fjögur lið munu taka þátt í sérstöku sýningarmóti á föstudag- inn en spilararnir munu einnig taka þátt í opinni sveitakeppni á Holliday Inn sem hefst á miðvikudagskvöld, og í tvímenningskeppni sem hefst á laugardag í Perlunni. Gestir BR em Sundelin, Falle- nius, Bjerragárd og Morath frá Svíþjóð, Forrester, Robson, Smolski og Sowter frá Bretlandi og Balicki, Zmudzinski, Jassem og Kowalski frá Póllandi. Margir þessara er- lendu spilara hafa sést hér áður, eða allir Svíamir, og Forrester og Sowter. Smolski og Robson og Pól- veijamir fjórir era hins vegar að koma hingað í fyrsta skipti. Tveir þeirra em lítt kunnir, en Cecary Balicki og Adam Zmudzinski hafa undanfarin 4-5 ár verið akkerispar pólska landsliðsins. Balicki og Zmudzinski spila eigin útgáfu af pólska Regres-passkerf- inu. JÞeir sem fylgdust með úrslita- leik íslands og Póllands í Yokohama í fyrra muna þó sjálfsagt eftir að Pólveijamir rugluðust stundum í kerfmu sínu og það reyndist þeim ekki eins beitt vopn og þeir höfðu vonað. Ef til vill em þeir að endur- skoða kerfismálin sín um þessar mundir. Þeir spiluðu að minnsta kosti eðlilegt kerfí í 440 para tví- menningi í Israel fyrir skömmu og unnu hann með 70,76% skor. Og þeir unnu einnig sveitakeppni á sama móti með landa sínum Mart- ens og ísraelsmanninum Shofel. Þetta spil kom fyrir í tvímenn- ingnum í Israel: A/AV Norður ♦ KG10 VK53 ♦ G843 Vestur * ^42 Austur ♦ ÁD432 +976 V - V ÁD92 ♦ K1095 ♦ D2 ♦ 10763 Suður +K985 + 85 VG108764 ♦ Á76 + ÁG Vestur Nordur Austur Suður Balicki Zmudz. pass 2 ty'örtu 2 spaðar 3 hjörtu dobl/// Vestur spilaði út laufí á áttuna og gosann og Zmudszinski spilaði spaða. Vestur hefði betur gefíð slaginn en hann stakk upp ás og skipti í tígultíuna sem suður drap með ásnum.- Zmudzinski spilaði nú spaða á gosann, tók spaðakóng og henti tígli og spilaði hjartaþristinum úr borði. Þegar austur fylgdi með tvistinum fór Zmudzinski yfir stöð- una. Austur hafði doblað viðstöðu- laust þótt hann ætti 3 spaða og því benti allt til þess að trompið lægi 4-0. Svo Zmudzinski lét hjartafjark- ann duga heima og átti slaginn. Austur fékk því aðeins tvo hjarta- slagi og spilið vannst. Hræringar í bridslífinu Talsverðar hræringar hafa orðið í hópi sterkustu bridsspilarananna eftir að íslandsmótunum lauk í vor. Aðalsteinn Jörgensen og Jón Bald- ursson era hættir að spila saman og raunar hefur það legið í loftinu í nokkra mánuði. Aðalsteinn mun spila við Björn Eysteinsson næsta vetur. Ekki er ljóst hver spilafélagi Jóns verður næsta vetur. Jón spilar við Sigurð Sverrisson á Ólympíu- mótinu f haust en Sigurður ætlar hins vegar að spila við Val Sigurðs- son næsta keppnistímabil í sveit Tryggingamiðstöðvarinnar með Braga Haukssyni, Sigtryggi Sig- urðssyni, Hrólfí Hjaltasyni og Sig- urði Vilhjálmssyni. Guðmundur Páll Amarson og Þorlákur Jónsson hafa gengið til liðs við Jón; Matthías Þorvaldsson og Sverrir Ármannsson og sú sveit verður illsigranleg næsta vetur ef að líkum lætur. FÉLAGSÚF UTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 14606 Ferðir um hvítasunnu 5.-8. júní 1. Öraefajökull. 2. Skaftafell - Öræfasveit. 3. Fimmvörðuháls - Eyjafjala- jökull. 4. Básar á Goöalandi. Ath.: í júní hefjast vikulegar helg- arferðir í Þórsmörk. Gist í skál- um félagsins í Básum. Sjáumst! Útivist. UTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 14606 Kvöldganga miðvikud. 27. maí Kl. 20.00 Valaból. Um næstu helgi: 28.-31. maf (4 d.) Básar á Goöa- landi: Gist i skála félagsins. Skipulagöar gönguferðir. Fimmvörðuháls frá Básum: Gengið úr Básum á Fimmvöröu- háls og gist i Fimmvöröuskála. Upplýsingar og miðasala á skrif- stofunni, Hallveigarstíg 1. Sjáumst! Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Miðvikudagur 27.maikl.20 Bugða - Rauðhólar - Mylluleekjartjörn. Kvöldganga um skemmtileg útivistarsvæöi höfuðborgainnar, rétt utan þétt- býlis. Þægilegt gönguland í ná- grenni Elliðavatns. Kynningar- verö kr. 400. Frítt fyrir börn með fullorðnum. Brottför frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin (stansaö við Mörkina 6). Helgarf erðir 29.-31. maí Vestmannaeyjar. Siglt með Herjólfi. Gönguferðir um Heima- ey og sigling kringum eyjuna. Gist í svefnpokaplássi. Brottför föstud. kl.19.30. Þórsmörk - Langidalur. Nú hefjast Þórsmerkuferðir af full- um krafti. Það er hvergi betra að dvelja í Mörkinni en í Skag- fjörösskála, Langadal, miðsvæð- is í Þórsmörk. Gönguferðir við allra hæfi. Brottför kl. 20. Við minnum á ódýru sumardvölina. Dagsferð fimmtud. (uppstign- ingardag) 28. maf. 1. kl. 10.30: Trana - Móskarðs- hnúkar. 2. kl. 13.00: Nesjavallavegur - Háryggur. Missið ekki af hvítasunnuferð- unum 5.- 8. júní. 1. Afmælisferð á Snæfellsnes og Snæfellsjökul. 60 árfrá fyrstu Snæfellsnesferð F.l. Gist að Görðum. 2. Öræfajökull - Kristínartindur - Morsárdalur. Ganga á Hvannadalshnúk. Gist að Hofi, hús eða tjöld. 3. Skaftafell - Öræfasveit. Gist að Hofi. Göngu- og skoðunar- ferðir. 4. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála. Gönguferðir. Brottför í all- ar ferðir kl.20.00. Pantið timan- lega. Göngudagur Ferðafélagsins verður sunnudaginn 31. maí. Hann er tileinkaður flutningi skrifstofu F.l. i nýja félagsheimil- ið, Mörkinni 6, en félagið flutti þangað í siðastliðinni viku. Brott- för frá Mörkinni 6. 1. Kl. 11 Heiðmörk - Mörkin. Um 10 km ganga. 2. Kl. 13.00. Fjölskylduganga um Elliðaárdal. Ekkert þátttöku- gjald. Fjölmennið. Verið velkominn að líta inn á nýja skrifstofu Ferðafélagsins i Mörkinni 6 (austast v. Suður- landsbraut). Ný númer: Sími: 682533, fax: 683535. Við minnum á allar skemmtilegu sumarleyfisferðirnar. Upplýs- ingar á skrifstofunni og í ferða- áætlun 1992. Gerist félagar í F.l. Ferðafélag íslands. Helgarskákmótið á Flateyri: Karl Þorsteins sigraði ____________Skák_______________ Margeir Pétursson KARL Þorsteins, alþjóðlegur skákmeistari, sigraði á öflugu helgarskákmóti á Flateyri sem lauk á sunnudaginn. Karl varð heilum vinningi fyrir ofan þá sem komu næstir. Þrír stórmeistarar og þrír alþjóðlegir meistarar tóku þátt á mótinu. Nokkrir skákmenn úr dreifbýlinu náðu frábærum og óvæntum árangri, Guðmundur Halldórsson, ísafirði, náði t.d. að deila öðru sætinu með Héðni Steingríms- syni, Islandsmeistara 1990 og stórmeisturunum Helga Ólafs- syni og Jóni L. Árnasyni. Baráttan um efsta sætið náði hápunkti á sunnudaginn. Um morg- uninn náði Helgi Ólafsson að leggja Jóhann Hjartarson að velli í mikilli baráttuskák. Þar með voru þeir Helgi og Karl jafnir og efstir fyrir síðustu umferð. Það varð þó snemma spennufall í úrslitaviður- eign þeirra, því Helgi var svo óhepp- inn að falla í byijanagildru og má segja að úrslitin hafi verið ráðin strax í 14. leik. Úrslit mótsins: 1. Karl Þorsteins 6V2 v. 2-5. Helgi Ólafsson, Jón L. Árna- son, Héðinn Steingrímsson og Guð- mundur Halldórsson, ísafirði 5 Vi v. 6-7. Sævar Bjamason og Jóhann Hjartarson 5 v. 8-16. Helgi Áss Grétarsson, Magn- ús Pálmi Örnólfsson, Þröstur Þór- hallsson, Ásgeir Þór Árnason, Sig- urður Ólafsson, Suðureyri, Sverrir Gestsson, Fellabæ, Andri Áss Grét- arsspn, Björgvin Jónsson og Árni Á. Árnason 4 Vi v. 17-20. Róbert Harðarson, Magnús Sigurjónsson, Bolungarvík, Sigurð- ur Áss Grétarsson og Haraldur Baldursson 4 v. Héðinn Steingrímsson vann ungl- ingaverðlaunin á undan þeim Magn- úsi Pálma og Helga Áss. Verðlaun fyrir bestan árangur dreifbýlis- manna fékk Guðmundur Halldórs- son og fyrir bestan árangur heima- manna Sigurður Hafberg. Kvenna- verðlaunin hreppti Helga Guðrún Eiríksdóttir. Þátttakendur vom á fimmta tug talsins og fór mótið afar vel fram. Aðstæður á skákstað vom góðar, en teflt var ! matsal fískvinnslufé- lagsins Hjálms hf. Aðéins tæp þijú ár em liðin síðan síðast var haldið helgarmót á Flateyri og var það einnig mjög vel skipað. Allmikið var um óvænt úrslit á mótinu. Magnús Pálmi Örnólfsson náði að leggja Jón L. Árnason að velli og Sigurður Ólafsson hélt jöfnu við Þröst Þórhallsson, alþjóðameist- ara, Róbert Harðarson og Ásgeir Þór Árnason. Austfirðingurinn Sverrir Gestsson tapaði tveimur fyrstu skákunum og fékk eftir það nokkuð viðráðanlega andstæðinga, en vann í lokin dr. Kristján Guð- mundsson, liðsstjóra Ólympíuliðsins og Sigurð Daníelsson. Árangur Guðmundar Halldórs- sonar hefði getað orðið ennþá betri, í slðustu umferð missti hann gjör- unnið tafl gegn Héðni Steingríms- syni niður í jafntefli. Það má því með sanni segja að skákmenn af landsbyggðinni hafi sett sterkan svip á þetta mót, en það er einmitt tilgangur helgarmótanna að veita þeim tækifæri. Ólympíusveit íslands er senn á fömm til Manila. á Filippseyjum til þátttöku í 30. Ólympíuskákmótinu. Fjórir Ólympíufaranna, að ógleymdum liðsstjóranum, voru með á Flateyri og þvi er ekki að neita að árangur þeirra hefði mátt vera betri. Þátttakan á helgarmót- inu var hlekkur í lokaundirbúningn- um, en alls ekki neitt styrkleikapróf og árangurinn verður að skoðast í ljósi þess. Við skulum lfta á byijunina í úrslitaskákinni: Hvítt: Karl Þorsteins Svart: Helgi Ólafsson Drottningarindversk vörn 1. d4 — Rf6 2. Rf3 — e6 3. e3 - b6 4. Bd3 - Bb7 5. 0-0 - c5 6. c4 — Be7 7. Rc3 — cxd4 8. exd4 — d5 9. cxd5 — Rxd5 10. Re5 — 0-0 11. Dg4 - Rf6 12. Dh4 - Rc6? Ungverska stúlkan Zsuzsa Polg- ar hefur mikið dálæti á því að sækja á þennan hátt með hvítu. Larry Christiansen lék hér 12. — Rbd7 gegn henni í San Francisco i fyrra og það er líklega skásti kostur svarts. 13. Bg5 — g6 Eftir 13. - h6 14. Bxf6 - Bxf6 15. De4 ræður svartur ekki við tvö- falda hótun á h7 og c6. 14. Ba6! - I16 15. Bxh6 - Rxe5 Svörtu stöðunni verður ekki bjargað. í skák Englendinganna James Plaskett og Keith Arkell í London i fyrra reyndi svartur 15. — Rd5, en eftir 16. Dh3 — Rxc3 17. Bxb7 - Re2+ 18. Khl - Rcxd4 19. Bxf8 var staða hans vonlaus. 16. Bxf8 - Rf3+ 17. gxf3 - Bxa6 18. Bxe7 - Dxe7 19. Hfcl - Kg7 20. Re4 - Bb7 21. Rxf6 - Dxf6 22. Dxf6+ - Kxf6 23. Kg2 - Bd5 og með skiptamun og peð yfir vann hvítur endataflið um síðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.