Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992 z—ftt—i—7—r~T\—rc -i '•i/vavmTr-jT— Safnahúsið á Húsavík: Guðni Halldórsson ráðinn forstöðumaður GIJÐNI Halldórsson sagnfræðingur hefur verið ráðinn forstöðumað- ur Safnahússins á Húsavík. Guðni tekur við starfinu af Finni Kristj- ánssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra, sem veitt hefur safninu for- stöðu undanfarin 13 ár. létu mynda sig. Einnig var þama útsýnisskífa og kíkir. Þarna breiddi veröldin úr sér við fætur manns. lengst úti á hafi voru skip á ferð. Höfðaborg kúrði þarna í skjóli Borðfjallsins og hinum megin horfði maður eftir fjallgörðunum inn á hásléttuna. í S-Afríku eru yfirleitt öll skilti bæði á ensku og afrikaans, í Höfðaborg blandaðist málið þegar ég sá skilti sem á stóð „Danger, men working over hear“, lausleg þýðing „hætta, vinnandi menn heyra í þér“. Það liggur hraðbraut frá Höfðaborg til Kairó, 7.200 km. Hraðbrautin byrjar í miðborginni, trónar ofan á risasúlum og steypt fyrir endann! Skammt fyrir sunnan Höfðaborg er syðsti oddi Afríku, Cape Point og Góðravonahöfði. Við gengum á höfðann og litum yfir þar sem Indlandshaf og Atlantshaf mætast. Góðravonahöfði er ekki réttnefni, því þetta er alþekkt veðravíti og mörg skip hafa farist, en þarna fara framhjá um 240.000 skip á ári. í Cape héraði er mikil vínrækt og fást um 260 mismunandi tegundir af vínum. Athyglisvert er að í smábænum Fish Hoek (Króknum) er áfengisbann og hefur verið frá upphafi. Frá Höfðaborg flugum við svo 24. nóvember til Jóhannesarborgar og þaðan til London, þar sem við stigum um borð í Flugleiðavél. Það er gott að vita til þess að það var tvímælalaust þægilegasta flugferðin, Flugleiðir eru _með góðar vélar og góða áhöfn. í Keflavík lentum við kl. 16.15, þá búin að vera á ferðalagi frá því kl. 14.00 daginn áður. í sátt og samlyndi. Þetta var góður hópur á öllum aldri, en við ferðuðumst saman í sátt og samlyndi og bar hvergi skugga á. Ingólfur Guðbrandsson reyndist okkur frábær fararstjóri, sem sinnti jafnt þörfum andans sem magans. Það sem hann kallaði hádegissnarl, var veisluborð sem svignaði undan alls kyns gómsætum réttum. Hann er hrein gullnáma af fróðleik og kemur því mjög vel til skila, hefur ferðast víða ugar sölubrellur. Hvort þær takast, fer ekki eftir gæðum verksins, held- ur eftir ýmiskonar sniðuglega út- hugsuðum dýrðarljóma sem hægt er að sveipa verkið eða öllu heldur höfund. Þau verk sem hafa náð sölu undanfarin ár standa ekki eft- ir sem hin bestu. Hins vegar hafa mörg bestu verk undanfarina ára horfið í skrumið sem skapað er um önnur.) Laun útgefanda: Oftast nokkrar mínus-krónur, sem hann nær inn aftur með útgáfu ómerkilegra bók- mennta, svo sem ævisögurugli og hégóma um frægar persónur, fjöl- miðlaljón o.þ.h. og meirihluti þjóð- arinnar kaupir til gjafa, og kallar bókmenntir. 3) Nokkra sérfræðinga og iðnað- armenn á vegum útgefanda og prentsmiðju. Laun: taxti vinnu- markaðarins. 4) Verkamenn á vegum sömu. Laun: Taxti vinnumarkaðarins. Þetta er sá hópur sem kemst næst höfundinum í lágum launum. 4) Verktakar í formi auglýsanda, hönnuða o.fl. Bera oft mikið úr býtum, gætu haft menn á sínum snærum með tíföld laun höfundar. Fleira gæti þurft til, en ekki er ætlunin að fara vandlega i saumana á því hvað þurfi til. Leikhús 'fáránleikans er allt í kringum okkur. Sumir sjá það ekki fyrr en þeim er bent á það. Hér er það enn. Steinn Steinarr orti um að hlutirnir væru borgaðir í öfugu hlutfalli við gildið. Hér sannast það bókstaflega. Viðlíka dæmi væri íþróttakeppni þar sem keppendur væru heiðraðir í öfugri röð við frammistöðuna. Sá sem sigurorð ber af hinum yrði tekinn og af- klæddur, ekið með hann í vagni þrjá hringi meðfram áhorfendum og hann kaghýddur að launum. Almenningur fagnaði á meðan. Samt keppa menn áfram líkt og sigurlaunin væri lárviðarsveigur. og virðist alls' staðar vera á heimavelli. Allur aðbúnaður í ferðinni var líka mjög góður. Þrátt fyrir stranga dagskrá og stundum langar dagleiðir, fann ég aldrei til þreytu, heldur vaknaði rótsnemma um leið og sólin fór að skína, alveg útsofin og tilbúin í ævintýri dagsins, því alltaf var svo margt að sjá og heyra í þessu fallega landi. Suður-Afríka er stórkostlegt land og það er einlæg ósk mín og von að þau umbrot sem eru í landinu leysist á farsælan hátt, þannig að sem flestir fái notið alls þess sem landið hefur upp á að bjóða. Þessari ósnortnu náttúrufegurð sem hvarvetna blasir við. Lengi lifi Heimsklúbbur Ingólfs og það tækifæri sem hann gefur okkur til að kynnast fegurð og furðum fjarlægra landa í öruggum höndum frábærra fararstjóra. Takk fyrir mig! Höfundur er ritari í Búðardal Guðni segir að sér lítist afar vel á nýja starfið. Hann sé fæddur og uppalinn á Húsavík en hafi ekki búið þar í aldarfjórðung, að því undanskildu að hann hafi kennt þar í tvo vetur fyrir um 10 árum. „Ég er þannig að koma heim,“ segir hann, „og það í meira en einum skilningi. Ég er lika að taka við starfi, sem tengist þeirri grein, sem ég hef menntað mig í, sagnfræð- inni, en undanfarin ár hef ég starf- að hjá útgáfufýrirtækinu Fróða, en þar á undan innan íþróttahreyfíng- arinnar." Guðni segir að starfið hjá Safna- húsinu sé afar fjölbreytt. „Hér er ekki bara um að ræða venjulegt byggðasafn. Þetta er í senn minja- safn, náttúrugripasafn, skjalasafn og mynda- og málverkasafn. Enn fremur má nefna að einnig er verið að byggja yfir sjóminjasafn," segir hann. Guðni Halldórsson Stjórn Safnahússins á Húsavík valdi Guðna úr hópi tólf umsækj- enda. Gert er ráð fyrir að hann taki til starfa í júlí í sumar. Opið í allt sumar í Suðurveri SUMARKORT -frjjáls mæting Sumarkort býður uppá frjálsa mætingu, eins oft og þú vilt innan þeirrar tfmalengdar og á þeim tímum dags sem þú sjálf velur. Þetta er nýjung hjá okkur og vonumst viö'til þess að hún eigi eftir aö þjóna þér vel. 4, 8 EÐA 12 VIKUR -fyrir konur á öllum aldri Kortin gilda í 4, 8 eða 12 vikur. 5 daga vikunnar getur þú mætt eins oft og þú vilt. Ljósatímar fylgja fyrir þær sem vilja. Barnapössun fyrir hádegi. SVONA FERÐ ÞÚ AÐ: Þú kemur eða hringir í síma 813730 og pantar kort.: Gult kort fyrir morguntíma. Grænt kort fyrir síðdegistíma. Rautt kort fyrir kvöldtíma. IHRAUNBERGI í Hraunbergi 2-18 júní verður 3ja vikna sumarnámskeið og er það síðasta námskeið þar fyrir sumarfrí. PANTANIR I SIMA 813730 Boðið uppá barnapössun fyrir hádegi. LÍKAMSRÆKT SUÐURVERI • HRAUNBERGI4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.