Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAI 1992 _ Með morgunkaffinu Ást er... .. . að kenna honum að dansa. TM Reg. U.S Pat Off. — all rights reserved * 1992 Los Angeles Times Syndicate íipWTí Er ’ann ekki hressandi? Uppskriftin var í glæpa- sögu... HÖGNI HREKKVÍSI „HMR. ER þESSl „ l/hjsa sÞlffjöl ? BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Hvítlauk- ur - lífæð góðrar heilsu Frá Geir Viðari Vilhjálmssyni: Hvítlaukur og heilsubætandi áhrif þessarar vinmörgu mat- og heilsujurtar hefur oftlega verið umræðuefni á síðum Morgun- blaðsins. Voru dálkar Velvakanda meðal annars ítrekað nú í vetur vettvangur skoðanaskipta með eða á móti ákveðnum tegundum hvít- lauksafurða. En hvítlaukur í töflu- eða hylkjaformi þykir betur henta til daglegrar neyslu í heilsubótar- skyni, því sterkt bragð og lykt er af hráum eða lítt meðhöndluðum hvítlauk. Þó þessar umræður í Velvak- anda virkuðu á undirritaðan aðal- lega sem framlenging á auglýsing- astríði innflytjenda, vöktu þær for- vitni á öflun meiri upplýsinga, ekki síst varðandi spurninguna um samband lyktar og bragðefna jurt- arinnar við hin heilsubætandi áhrif. Er það tilfellið, að lyktar- lausar hvítlauksafurðir komi að gagni, eða er það rétt sem aðrir segja: „Engin lykt, engin áhrif“? Bók sem veitt gat vitræn svör við þessari spurningu reyndist finnanleg á markaði hér. Og þar sem talsverður fjöldi íslendinga neytir hvítlauks í heilsubótar- skyni, virðist rétt að benda á slík tiltölulega hlutlæg skrif svo fólk haijj aðgang að víðari yfirsýn en upplýsingar frá beinum hagsmunaaðilum geta gefið. Garlic, The Life-Blaod of Good Health eftir Stephen Fulder Ph.D. (Thorsons, Wellingborough, Eng- land 1989) veitir á rúmum 90 síð- um handhægt yfirlit nýlegra rann- sókna á hvítlauk, einkum með til- iiti til jákvæðra áhrifa hans á hjarta og æðakerfi og gildi gegn sveppa- og bakteríusýkingum. Þetta er annað rit höfundar um hvítlauk, en hann hefur sent frá sér sex aðrar bækur um heilsu og náttúrulækningar. Honum tekst að gera meira en þremur tugum rannsókna skil og draga saman í stutt mál. Hann gerir einnig grein fyrir því helsta, öðru en hvítlauk, sem skiptir máli fyrir heilsu hjarta- og æðakerfisins og veitir í lokin innsýn í meira en 5 þúsund ára sögu hvítlauks sem lækningajurt- ar. Hagnýtastur er 8. kaflinn, sá sem fjallar um neyslumáta og helstu hvítlauksafurðir. Og hér var það sem skýrust svör var að finna við spurningunni um lykt og virkni. Til að byija með er nauð- synlegt að greina á milli áhrifa til blóðþynningar og kólesteróilækk- unar annarsvegar og hinsvegar virkni gegn sýkingum, einkum sveppasýkingum. Varðandi hið síðarnefnda bendir Fulder á að nýr hvítlaukur eða nýpressaður safi sé langtum virk- ari sóttkveikjubani en hvítlauksol- íur, þó þær sýni einnig nokkra virkni. Hið sterka brennandi bragð af nýjum hvítlauk rekur hann til allisíns og sé sóst eftir áhrifum á sóttkveikjur og sveppi þarf hvít- lauk eða hvítlauksafurð, sem varð- veitt hefur hið brennandi bragð. Hin sterka lykt, sem Fulder rek- ur til olíukenndra niðurbrotsefna allisíns, er að hans mati einkenni þeirra efna sem stuðla að betri samsetningu blóðsins. Fyrir hon- um er lyktin því ábending um virkni. GEIR VIÐAR VILHJÁLMSSON, Bergstaðastræti llb, Reykjavík Víkveiji skrifar að hefur orðið mikil breyting á Búdapest frá því að ferða- langur var þar á ferð fyrir sex árum, að ekki sé talað um frá því fyrir tveimur áratugum. Um og upp úr 1970 hvíldi myrkur og drungi yfir þessari fallegu borg og ekki síður fólkinu, sem þar bjó. Þá mátti ehn sjá merki um ofbeldi sovézku hersveitanna, sem ruddust inn í borgina haustið 1956. Fátt fólk var á ferli á götum úti og lítið um bíla- umferð. Þeir bílar, sem þá voru á ferð voru nánast eingöngu frá Austur-Evrópu. Sumarið 1986 var ekki lengur hægt að sjá a.m.k. ekki með aug- ljósum hætti, vísbendingar um at- burðina 1956. Þá var sú breyting á orðin, að verzlanir voru fullar af vörum, þótt ekki stæðust þær sam- keppni við vörur Vesturlandabúa, mikið var um fólk á ferli í miðborg- inni og allar götur fullar af bílum en nánast eingöngu Austur-Evr- ópubílum. Nú eru þijú ár liðin frá því að kommúnistar féllu af valdastóli í Búdapest. Breytingarnar eru ótrú- lega miklar. Borgin er smátt og smátt að missa svipmót Austur- Evrópuborganna frá tímum komm- únismans. Nú eins og 1986 eru göturnar fullar af bílum en veruleg- ur hluti þeirra eru þýzkir bílar og að einhveiju leyti franskir. Það er tæpast hægt -að þekkja íbúa lands- ins lengur á klæðaburði, sem var auðvelt í Austur-Evrópuríkjum fyrr á árum. Vestræn fyrirtæki hafa hafið innreið sína í Búdapest og þess verður ekki langt að bíða, að borgin verði einhver eftirsóttasta borg Evrópu fyrir ferðamenn. xxx Fyrir sex árum minnti það helzt á ógnarstjórn kommúnista, sem þá var enn við lýði, að vopnað- ir hermenn voru á hveiju strái í flugstöðinni í Búdapest. Þeir sýndu ferðamönnum ruddaskap við skoð- un á farangri og vegabréf voru ekki skoðuð einu sinni, heldur þrisvar, í síðasta sinn af vopnuðum hermönnum, þegar farþegar gengu út í flugvélar. Nú eru vopnaðir hermenn ekki lengur á ferð í flugstöðinni, þótt Víkveiji hafi að vísu séð tvo slíka utan hennar. Vegabréfaskoðun er stirð en ekki ruddaleg eins og hún var. Fyrir sex árum og tuttugu árum vár algengt, að erlendir ferðámenn væru beðnir um að skipta gjaldeyri á götum úti. Slíkt sýnist heyra fort- íðinni til svo og dollarabúðirnar svonefndu, sem enn voru til fyrir sex árum. xxx etta er myndin, sem blasir við erlendum ferðamanni. En ,ekki er allt sem sýnist. Breytingin frá kommúnisma yfir í markaðsbú- skap er Ungveijum, sem og öðrum Austur-Evrópuþjóðum erfið. Lífs- kjörin hafa versnað frá tímum kommúnista og skoðanakannanir sýna, að fólk hefur þungar áhyggj- ur af framtíðinni, sérstaklega at- vinnuleysi og verðbólgu. Væntan- lega eru þetta einungis fæðingar- hríðir hins nýja lýðræðislega þjóð- skipulags. Rússneskur blaðamaður kvartaði undan versnandi ástandi við pólskan starfsfélaga sinn, sem spurði: Hvort viltu heldur markaðs- búskap eða miðstjórn Kommúnista- flokksins? Markaðsbúskapinn var svarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.