Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992 0 Iþróttamót Harðar: Berglind beint á toppinn í full- orðinsflokki ___________Hestar______________ Valdimar Kristinsson OFT HEFUR verið um það talað að erfitt sé fyrir unga keppnis- fólkið að byrja keppni í fullorðins- flokki á hestaíþróttamótum. Ekki vafðist það þó fyrir henni Berg- lindi Ámadóttur þegar hún keppti í fyrsta skipti á þeim vettvangi á íþróttamóti Harðar um helgina. Gerði hún sér lítið fyrir og sigr- aði bæði í tölti og fjórgangi en í fjórgangsúrslitunum vann hún sig upp úr fimmta sætinu. Þurfti reyndar að heyja bráðabana um sæti í úrslitum við Brynhildi Þor- kelsdóttur á Krumma. Berglind var reyndar ekki eina ungmennið sem stóð sig vel á mótinu því önnur stúlka, Kristín Birna Ósk- arsdóttir, sem keppti á Bijáni frá Úlfljótsvatni var einnig í úrslitum í tölti og fjórgangi. Báðar ætluðu stúlkumar að keppa í ungmenna- flokki en vegna dræmrar þátttöku féll hann niður. Sigurður Sigurðarson á Létti frá Skammbeinsstöðum stal sigrinum í fimmgangi af læriföður sínum Trausta Þór Guðmundssyni sem keppti á þeim kunna hesti Garpi frá Hala en þeir voru í fyrsta sæti eftir forkeppnina en Sigurður í öðru sæti. Trausti varð reyndar í öðru sæti í öllum hringvallagreinunum og gæðingaskeiði en sigraði í hlýðni- keppninni með nokkrum yfirburðum. Hann sigraði hinsvegar í tvíkeppnun- um og varð stigahæstur keppenda. Miðað við frammistöðu unglinga og bama hjá Herði í keppnum út á við mætti ætla að þar sé mikil gróska í innanfélagskeppnum í þessum aldursflokkum. Svo er þó ekki því erfiðlega hefur gengið að manna þessa aldursflokka hjá Herði en þeir fáu sem keppa eru hinsvegar yfir- leitt mjög sterkir. í barnaflokki var Guðmar Þór Pétursson öruggur með sigur bæði í tölti og fjórgangi á Limbó og Mekki og Gunnar Þor- steinsson sigraði auðveldlega í ungl- ingaflokki en þar voru keppendur aðeins tveir. Harðarfélagar luku mótinu sínu á laugardag en það færist í vöxt að félög byrji mót sín á föstudags- og jafnvel fimmtudags- kvöld o*g ljúki þeim á laugardegi sem virðist góð ráðstöfun. Úrslit urðu annars sem hér segir: Fullorðnir: Tölt 1. Berglind Ámadóttir á Snjalli frá Gunnarsholti, 84. 2. Trausti Þór Guðmundsson á Kappa frá Syðra-Skörðugili, 83,47. 3. Eysteinn Leifsson á Hugi frá Stykkishólmi, 75,47. 4. Kristín Bima Óskarsdóttir á Bijáni frá Úlfljótsvatni, 79,47. 5. Snorri Dal Sveinsson á Össuri frá Hjarðartungu, 76,53. Fjórgangur 1. Berglind Árnadóttir á Snjalli frá Gunnarsholti, 45,56. 2. Trausti Þór Guðmundsson á Kappa frá Syðra-Skörðugili, 53,21. 3. Kristín Bima Óskarsdóttir á Bijáni frá Úlfljótsvatni, 47,77. 4. Sigurður Sigurðarson á Goða frá Ey, 46,92. 5. Þórunn Þórarinsdóttir á Sóma frá Holti, 45,90. Fimmgangur 1. Sigurður Sigurðarson á Létti frá Trausti Þór á Garpi varð að gefa eftir fyrsta sætið í úrslitum fimmgangs i hendur lærisveini sínum Sigurði Sigurðarsyni sem keppti á Létti. Aðrir í verðlaunasætum eru Brynjar Gunnlaugsson á Örp, Haraldur Sigvaldason á Hrafntinnu og Eysteinn Leifsson á Degi. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Berglind Árnadóttir sem nú keþpti í fyrsta sinn i fullorðinsflokki gerði sér lítið fyrir og sigraði í tölti og fjórgangi á Snjalli frá Gunnars- holti. Vann hún það ágæta afrek í úrslitum í fjórgangi að vinna sig úr fimmta sæti í það fyrsta. Skammbeinsstöðum, 52,2. 2. Trausti Þór Guðmundsson á Garpi frá Hala, 54. 3. Brynjar Gunnlaugsson á Örp frá Mosfellsbæ, 50,2. 4. Haraldur Sigvaldason á Hrafn- tinnu frá Brúarhóli, 47,2. 5. Eysteinn Leifsson á Degi frá Mos- fellsbæ, 50. Gæðingaskeið 1. Páll Viktorsson á Pela frá Hvoli, 68,5. 2. Trausti Þór Guðmundsson á Garpi frá Hala, 65. 3. Björgvin Jónsson á Pæper frá Varmadal, 63. Hlýðni B 1. Trausti Þór Guðmundsson á Kappa frá Syðra-Skörðugili, 32,3. 2. Haraldur Sigvaldason á Darra frá Rangá, 16,7. 3. Snorri Dal Sveinsson, 16,5. íslensk tvíkeppni, skeiðtvíkeppni og stigahæsti keppandinn í full- orðinsflokki Trausti Þór Guðmundsson 136,68, 119 og 287,98. Spennandi keppni á hesta- móti Gusts í B-flokki _________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson GUSTUR f Kópavogi var með sitt árlega hestamót í Glaðheimum með gæðingakeppni og kappreið- um. Keppni var geysispennandi en í B-flokki gæðinga munaði að- eins 0,02 stigum á fyrsta og þriðja hesti. Það var Stígandi frá Uxa- hrygg sem stóð þar efstur í lokin en sigurinn var nokkuð öruggari ly'á Mekki frá Þóreyjarnúpi í A- flokki. Mótið hófst á laugardag og lauk í góðu veðri á sunnudag. Að lokinni gæðingakeppni voru haldnar kapp- reiðar sem voru sannkallaðar áhuga- mannakappreiðar þar sem fijálsræð- ið og keppnisgleðin réð ríkjum. Ekki var verið að gera veður út af því þótt einn keppandinn riði á mótin einum riðlinum út að rásmarki. Tímar voru ekki merkilegir í brokki og stökki en alveg þokkalegir í 150 metra skeiði. Ekki er hægt að skilja svo við hestamót Gusts að minnast ekki á nafn eins hestsins í skránni, en sá heitir Takkaskór. Virðast eng- in takmörk fyrir því hvað menn geta gengið langt í vitleysunni. Getum við þá kannski átt von á því að fá næst Háhælaða skó — eða hvemig væri til dæmis Klofstígvél? En úrslit urðu annars sem hér segir: A-flokkur: 1. Mökkur frá Þóreyjamúpi, F.: Hjör- var, Reykjavík. M.: Stóra-Brúnka, Eigandi og knapi Jón Gísli Þorkels- son, 8,36. 2. Funi frá Þóreyjamúpi, F.: Blossi, M.: Blesa. Eigandi Guðrún Bjama- dóttir, knapi Halldór Gísli Guðnason, 8,22. 3. Gnýfari frá Hálsi í Kjós, F.: Sörli 653, M.: Gletta frá Hálsi. Eigandi Karl Kristjánsson og knapi Georg Kristjánsson, 8,11. 4. Feykir frá Kópavogi, F.: Ófeigur 882, M.: Dimmalimm. Eigandi og knapi Bjarni Sigurðsson, 8,23. 5. Straumur frá Sumarliðabæ, F.: Freyr, Flugumýri. Eigandi og knapi Halldór Viktorsson, 8,13. 5. Gnýfari frá Hálsi, Kjós. F.: Sörli 653, M.: Gletta, Hálsi. Eigandi Karl Kristjánsson, knapi Georg Kristjáns- son, 8,11. B-flokkur: 1. Stígandi frá Uxahrygg, F.: Krummi 880, M.: Brúnka. Eigandi Örn Þorvaldsson, knapi Friðfínnur Hilmarsson, 8,53. 2. Hörður frá Bjarnastöðum, F.: Hrafnkell, Ólafsvöllum, M.: Nótt frá Bjarnastöðum. Eigandi og knapi Halldór Viktorsson, 8,52. 3. Toppur frá Skíðbakka, F.: Háfeti, M.: Skeifa frá Kirkjubæ. Eigandi Hilmar Jónsson, knapi Sigurbjörn Bárðarson, 8,51 og valinn glæsileg- asti hestur mótsins. 4. Gleði frá Þórukoti, F.: Eldur 950, M.: Dúkka frá Þórukoti. Eigandi íris Björk og Hallgrímur, knapi Iris Björk Hafsteinsdóttir, 8,43. 5. Adam frá Götu, F.: Gáski 920, M.: Spóla frá Götu. Eigandi Krist- mann Óskarsson, knapi Sigutjón Gylfason, 8,37. Unglingar: 1. Victor Victorsson á Snúði frá Stóru-Mástungu, 8,26. 2. Oddrún Sigurðardóttir á Jarpi frá Búðarhóli, 7,69. 3. Björg María Þórsdóttir á Dropa frá Fjalli, 7,57. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Eftir spennandi keppni bæði í forkeppni og úrslitum sigraði Stíg- andi frá Uxahryggi i B-flokki gæðinga hjá Gusti, knapi var Friðfinn- ur Hilmarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.