Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 18
18
3&MÍ0&
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAI 1992
HITASTÝRITÆKI
HITASTÝRITÆKI
fyrir sturtu eða baðkar með
fullkomnu brunaöryggi
Verð frá
Skeifunni 8, Reykjavík'B'682466
ESAB
NÝ KYNSLÓÐ
SUÐUTÆKJA
A 10 Fyrir iðnað.
Sterk og fjölhæf Mig/Mag iðn-
aðarsuðutæki útfærð sam-
kvæmt þínum fyrirmælum.
Veldu útfærsluna sem best
hentar verksviði þínu:
- Hreyfanlegt þráðfærslubox
með eða án masturs.
- Öll þráðbox með "tacho"
stýringu á þráðfærslu og
/eða 4x4 þráðfærsludrif.
- Val um hefðbundið þráð-
færslubox eða alsjálfvirkt
sammögnunarþráðbox
með 50 forstillingarmögu-
leika.
- Þrepalaus eða 40 þrepa
spennustilling á spenni.
- 250 - 630 Amp. tæki.
- Stýring með einum rofa
og stillimöguleikar frá
byssu.
- Gas- eða vatnskældar
suðubyssur.
- OK - þjónustan, sérbúið
þjónustuverkstæði fyrir
ESAB notendur.
GÓÐ ENDING.
Hver einstakur hlutur tækj-
anna fer í gegnum strangt
gæðapróf á framleiðslustigi.
Nýir ESAB fylgihlutir passa
ávallt í búnaðinn sem fyrir er.
Þetta eykur endingu og
heldur endursöluverði háu.
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 624260
íorm
aðeins kr.
9.980,-
Hlutleysi eða þátt-
taka í samstarfi
eftirÁrna Ragnar
Árnason
Þær Evrópuþjóðir sem hafa um
áratugi viðhaft hlutleysi, leggjaþað
nú af. Á sama tíma heyrast raddir
um að ísland taki það upp. Þær
heyrðust við umræður á Alþingi um
skýrslu utanríkisráðherra, þær eru
raddir þeirra sem ekki kunna að
meta lærdóma reynslunnar.
Aðild okkar að Atlantshafsband-
alaginu hefur ásamt varnarsam-
starfmu við Bandaríkin verið einn
af homsteinum utanríkisstefnu
okkar. Þær miklu breytingar sem
orðið hafa í Evrópu og á samskipt-
um stórveldanna á síðustu árum og
áratugum, hafa sýnt fram á rétt-
mæti þeirrar afstöðu svo ekki verð-
ur um villst.
Skjöldur nýfrjálsra þjóða
Atlantshafsbandalagið er meðal
burðarása í samtökum frjálsra
„Hlutverki Atlantshafs-
bandalagsins er síður
en svo lokið. Það hefur
skapað vettvang fyrir
nýtt og aukið samráð
um öryggi og stöðug-
leika í Evrópu allri og
tekið að sér enn stærra
hlutverk en áður.“
þjóða um að styrkja þær sem ný-
lega losnuðu úr helfjötrum komm-
únista. Þær lyfta nú Grettistaki í
uppbyggingu þjónustu og sam-
göngutækja, atvinnu- og efnahags-
lífs, þjóðfrelsis sem fólkið geti borið
traust til, — í stuttu máli félags-
og efnalegra mannsæmandi lífs-
kjara, sem við teljum sjálfsögð
mannréttindi.
Þær horfa mjög til Atlantshafs-
bandalagsins um tryggingu fyrir
öryggi sínu og sjálfstæði. Lýðræðis-
öfl þeirra eru sundurleit og hafa
ekki traust tök á stjórnartaumun-
um, samgöngur og dreifing í lama-
sessi, skrifræðisstétt og stuðnings-
menn einræðis kommúnismans hafa
enn tögl og hagldir í stofnunum
framkvæmdavaldsins og neyta að-
stöðu sinnar til skömmtunar líf-
snauðsynja. Þeir og önnur ofstæk-
is-, ofstjórnar-, stjórnleysis- og ein-
ræðisöfl ala á óánægju og sundur-
þykkju íbúa og þjóðfélagshópa.
Hætta á valdaráni er því enn raun-
veruleg hjá hinum nýfijálsu þjóðum
Mið- og Austur-Evrópu.
Vaxandi mikilvægi samstarfs
um öryggismál
Hlutverki Atlantshafsbandalags-
ins er síður en svo lokið. Það hefur
skapað vettvang fyrir nýtt og aukið
samráð um öryggi og stöðugleika
í Evrópu allri og tekið að sér enn
stærra hlutverk en áður. Það er
haldreipi þjóðanna, sem losnað hafa
Hafa öll hin EFTA-
ríkin rangt fyrir sér?
eftir Einar Karl
Haraldsson
„Það er ekki hægt að vera í EES
og utan EB. Ríkisstjórnin áttar sig
á því,“ segir Christoph Blocher,
formaður Þjóðarflokksins (SVP) í
Zurich í viðtali sem Anna Bjarna-
dóttir átti við hann fyrir Morgun-
blaðið.
Allar ríkisstjómir EFTA-ríkj-
anna, nema sú íslenska, hafa áttað
sig á því að það er ekki hægt að
taka þátt í Evrópsku efnahags-
svæði án þess að ætla sér jafnframt
að verða fullgildur aðili að Evrópu-
bandalaginu. Þessvegna hafa þær
sótt um eða ætla sér að sækja um
aðild að EB.
Ritsjórar allra helstu dagblaða í
EFTA-ríkjunum, nema Morgun-
blaðsins, hafa dregið þá ályktun af
niðurstöðunni í samningaviðræðum
EFTA og EB um Evrópskt efna-
hagssvæði að hún kalli á aðild að
Evrópubandalaginu og það frekar
fyrr en síðar. Morgunblaðið heldur
því á hinn bóginn fram að með
þátttöku íslendinga í Evrópsku
efnahagssvæði muni þrýstingur á
aðild okkar að Evrópubandalginu
minnka. „Samningurinn um EES
jafngildir ekki samningi um aðild
að EB. Þvert á móti. Hann er trygg-
ing fyrir því að við þurfum ekki að
taka aðiid að EB á dagskrá", segir
í forystugrein Morgunblaðsis 17.
þessa mánaðar.
Ástæður þess að allir aðrir en
ritstjórar' Morgunblaðsins og Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra telja EES leiða inn í EB eru
ákaflega auðskiljanlegar. í samn-
ingunum kom á daginn að Evrópu-
bandalagið gat ekki þolað sjálfstætt
kerfí sér við hlið þar sem viðskipta-
réttarfar og samkeppnisreglur þró-
uðust á annan hátt en innan þess.
Það gat heldur ekki unnt EFTA-
ríkjunum að hafa áhrif á innri
ákvarðanir sínar, sem þó eiga að
ráða ferðinni á Evrópska efnahags-
svæðinu eins og ótvírætt er í
samningnum. Þrátt fyrir frestunar-
möguleika, öryggisákvæði og form-
legt neitunarvald þjóðþinga er það
engu að síður skýrt í EES-
samningnum að þróunin á í öllum
meginatriðum að vera einsleit og
öll mismunun bönnuð.
Uppi og niðri
í stað samninga á tveimur stöð-
um EFTA og EB er um að ræða
samning á tveimur hæðum sem
hvíla á meginstoð Evrópuband-
alagsins. Uppi eru stofnanir EB og
niðri eru stofnanir EES. Uppi eru
teknar ákvarðanir, sett ný lög,
gefnar út tilskipanir, kveðnir upp
dómar og felldir forúrskurðir. Niðri
er spjallað um boðskapinn af efri
hæðinni, reynt að ná samkomulagi
um framkvæmdina og teknar
ákvarðanir um að fresta eða undan-
þiggja einhveija hluta hans. Niðri
eru einnig samþykktar bænarskrár
sem komið er á framfæri við emb-
ættismenn af efri hæðinni.
Stofnanir Evrópskra efnahags-
svæðsins eru ennþá meira samsull
en stofnanir Evrópubandalagsins
sem sífellt liggja undir gagnrýni
fyrir skriffinnsku, óskýra valdskipt-
ingu og flókin ákvarðanaferli. Á
sama tíma og íslendingar þurfa að
breyta sinni dómstólaskipan að
kröfu Mannréttindanefndar Evr-
ópuráðsins vegna þess að sýslu-
mennirnir gömlu blönduðu saman
rannsóknar- og dómsvaldi er okkur
boðið til borðs í EES-stofnunum,
þar sem löggjafar-, framkvæmda-
og dómsvaldi er hrært saman í
graut. Þannig á til að mynda EES-
nefndin að tryggja framkvæmd og
stjórnun svæðisins, ná pólitísku
samkomulagi um deilumál, fella
úrskurði í tilteknum málum og taka
ákvarðanir sem eru bindandi fyrir
samningsaðilana.
EES leiðir inn í EB
Ríkisstjórnum Norðurlanda og
Alpaþjóðanna er það sameiginlegt
að vilja annaðhvort vera út af fyrir
sig eða þá ganga uppréttar í samfé-
lagi við ráðamenn annarra þjóða.
Hugsun flestra samningamanna og
ríkisstjórna þeirra var því þessi á
síðustu stigum EES-samninganna:
Úr því að ekki er gefinn á því kost-
ur að standa í viðskiptalegu tilliti
jafnréttur til hliðar við EB með
samskiptabrú sjálfstæðra stofnana
á milli, þá er ekki annar vænstur
en að ganga inn í EB-samstarfið
sem fullgildur aðili. Það er ekki að
furða þó að bráðabirgðasvipur sé á
stofnunum EES-samkomulagsins
þegar niðurstaðan hefur mótast af
þessari hugsun.
Afstaða allra ríkisstjórna EFTA-
ríkjanna, nema hinnar íslensku, er
nú sú að það sé hægt að vera í EES
Árni Ragnar Árnason
undan oki nýlenduveldis kommún-
ista. Mikilvægi þess hefur ekki
minnkað; heldur þvert á móti vaxið.
Úrsögn Islands á þeim tímamótum
sem Evrópa stendur á nú yrði öllum
öðrum Evrópuþjóðum óskiljanleg.
Bandalagsþjóðirnar hafa sameig-
inlegan skilning á undirstöðu frið-
samlegrar sambúðar þjóða. Sam-
skipti, samráð og samstarf í örygg-
is- og varnarmálum leiðir til gagn-
kvæms skilnings á hagsmuna- og
áhorfsmálum þjóðanna og dregur
úr spennu í samskiptum þeirra.
Einar Karl Haraldsson
„Endanlegt mat á EES-
samningnum helgast af
því hvað ætla má að við
taki af honum og hver
ætla megi að framtíð-
arsamskipti íslendinga
við EB verði.“
ef þjóðirnar ætli sér inn í Evrópu-
bandalagið. Tímabil Evrópskra
efnahagssvæðisins er þá skoðað
sem aðlögunartímabil meðan
samningaviðræður um aðild að EB
eiga sér stað. íslenska ríkisstjómin
segist hins vegar ekki ætla að sækja
um aðild að Evrópubandalaginu.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
getur ekki ímyndað sér að
ákvarðanir um lífshagsmunamál
okkar, nýtingu auðlindanna í sjón-
um, verði nokkru sinni teknar í
Brussel. En hvað tekur þá við þeg-
ar öll EFTA'-ríki nema Islendingar
hafa gengið inn í EB?
Ófullnægjandi staða
Ljóst er að íslendingar eru í allt
ÞETTA RÖR ER NÍÐSTERKT EN ÞÚ LEGGUR ÞAÐ SAMT LÉTTILEGA