Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPn/ffiVBÍNUlÍF ÞRIDJUDAGUR 26. MAÍ 1992 Stærsta markaðshlutdeild töflugagnagrunnskerfa fyrir MS-DOS og OS/2 á heimsvísu: 41% - Gartner Group ORACLE ísland Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími 91-618131 Fax 91-628131 " ’ • ; • - ■ HREINGERNINGAR FYRIRTÆKJA Reglulegar hreingemingar em nauðsynlegar öllum fyrirtækjum og stofnunum. SECURITAS h/f, hefur á annan áratug rekið ræstingardeild sem tekur að sér hreingemingar fyrir fyrirtæki og stofnanir á stór- Reykjavíkursvæðinu. Reglulegar hreingemingar em eðlilegur hluti af rekstri vel rekinna fyrirtækja og stoíhana. Þær bæta ímynd og auka vellíðan viðskiptavina og starfsmanna. Miklir uppgangstímar í dönskum skipasmíðaiðnaöi Er sá stærsti í Evrópu og þriðji stærsti í heimi Iðnaður Skipasmiðjur í Danmörku hafa aldrei notið beinna styrkja frá stjórn- völdum og á erfiðleikatímunum seint á áttunda áratugnum og um miðjan níunda áratuginn urðu þær annaðhvort að auka hagræðingu og framleiðni eða fara á hausinn. Varð sú líka raunin á með þijár stóru stöðvanna en hinum sex, sem eftir lifa, tókst að sigla fram hjá skeijunum og laga sig að nýjum tíma. Um síðustu áramót námu pantanir hjá skipasmiðjunum 1,9 milljónum brúttótonna og danski skipasmíðaiðnaðurinn er því sá þriðji stærsti í heimi á eftir þeim japanska og s-kóreska og sá stærsti í Evrópu. í Danmörku eru engar raddir um að taka upp beinan styrk til skipa- smíðastöðvanna en Danir hafa hins vegar áhyggjur af slíkum niður- greiðslum erlendis. „Þetta er eina landið í Evrópu þar sem allir innan atvinnugreinarinnar eru andvígir niðurgreiðslum,“ segir Kurt Anders- en, framkvæmdastjóri Odense Steel Shipyard, en ríkisvaldið, verkalýðs- félögin og eigendur stöðvanna hafa ályktað gegn styrkjum af þessu tagi. Raunar er það ekki alveg rétt, að danskar skipasmíðastöðvar hafí engra styrkja notið en þeir hafa verið minni en annars staðar og ekki runnið beint til stöðvanna, held- ur verið notaðir til að greiða fyrir fjármögnun smíðanna. Þeir hafa því ekki orðið til að skerða samkeppnina milli stöðvanna. Odense Steel Shipyard er ágætt dæmi um þetta. Hún er kunn sem ein besta skipasmíðastöð í heimi og líklega sú fremsta hvað varðar tölvu- teiknun og -hönnun og framleiðslu- kerfi. Hún er líka eina stöðin í Evr- ópu, sem smíðað hefur risaolíuskip Endurskoðun Vinnubrögðin kost- uðu 20 milljarða kr. Bandaríska endurskoðunarfyrirtækið Price Waterhouse var nýlega dæmt til að greiða enska bankanum Standard Chartered 338 milljón- ir dollara, rúmlega 20,2 milljarða ÍSK., í bætur vegna vítaverðrar vanrækslu. Eru það hæstu bætur sem endurskoðunarfyrirtæki hefur nokkru sinni verið gert að greiða. Price Waterhouse var falið að gera úttekt á bankanum United Bancorp í Arizona áður en Standard Chart- ered keypti hann árið 1987 en vinnu- brögðin þóttu með þeim eindæmum, að bætumar voru ákveðnar þremur milljónum dollara hærri en það, sem Standard gaf fyrir bankann. Er dóm- urinn í samræmi við miklu harðari afstöðu bandarískra dómstóla til endurskoðunarfyrirtækja, sem skila ekki sínu verki skammlaust. Það, sem meðal annars kom á daginn þegar Standard hafði tekið við Bancorp, var mikið af lánum til þriðja-heims-landa en vegna þess varð að leggja bankanum til nýtt fé. Hann var síðan seldur undir árslok 1988 til Citicorp fyrir 207 millj. doll- ara. Price Waterhouse hefur aðeins 100 milljón dollara tryggingu fyrir yfírsjónum af þessu tagi og verður því sjálft að reiða af hendi 238 millj. dollara ef dómurinn verður staðfest- ur en honum hefur verið áfrýjað. Annað endurskoðunarfyrirtæki, Ernst & Young, sættist nýlega á að greiða 63 milljónir dollara í bætur vegna ófullkominnar úttektar á sparisjóðnum Lincoln Savings & Loan Associated í Kaliforníu en hann er nú gjaldþrota. frá því snemma á áttunda áratugn- um. í febrúar sl. samdi hún um smíði þriggja 300.000 tonna olíu- skipa fyrir Vela International í Saudi-Arabíu og sýndi þar með, að hún stendur skipasmíðastöðvunum í Asíu fyllilega á sporði. Skýringin á velgengni dönsku skipasmiðjanna er meðal annars endurreisnin innan dönsku kaup- skipaútgerðarinnar enda skiptir staðan þar miklu máli fyrir stöðvarn- ar. Eftirspurn og ástand á alþjóða- markaði ræður auðvitað miklu en danska útgerðin hefði ekki lifað af síðasta áratug, hefði ekki verið grip- ið til róttækra ráðstafana. Um miðjan áratuginn hafði fækk- að verulega í kaupskipaflotanum vegna mikilla kpstnaðarhækkana en á því varð breyting 1988 með til- komu dönsku alþjóðaskráningarinn- ar, DIS. Síðan hefur skipum undir dönskum fána fjölgað um 35% og störfum um borð um 50%. Nú greiða skipveijar engan tekjuskatt en laun- in eru hins vegar miðuð við það, sem þeir ættu eftir ef þeir greiddu skatt- inn. Mismunurinn er því óbeinn styrkur við útgerðina. Samtök danskra farmanna voru andvíg þessu fyrirkomulagi en tals- maður útgerðarmanna bendir á, að dönskum skipveijum hafí fjölgað síð- an DIS var tekið upp, einkum yfir- mönnum en undirmönnum einnig. Hitt er aftur, að félagsmönnum í samtökum farmanna hefur fjölgað lítið en það er vegna þess, að fag- lærðir menn, til dæmis málmiðnað- armenn ýmiss konar, skipa æ stærri sess á skipunum. DIS hafði einnig þau áhrif, að ákveðnar reglur um fjölda skipveija voru afnumdar en þeir mega þó aldr- ei vera færri en svo, að skipsstjóm- inni og öryggismálum sé vel borgið. Nýjustu gámaskipin hafa nú sjö eða átta í áhöfn en 13 eða 14 áður. Um síðustu áramót voru í danska kaupskipaflotanum um 600 skip, 1,35% af heimsflotanum, en gáma- skipin 42 svöruðu hins vegar til 6,5% af flutningsgetu allra gámaskipa í heimi. Hreingemingar saman standa m.a. af teppahreinsun, gólfbónleysingu og -bónun, innréttinga- og húsgagnahreinsun og gluggaþvotti. Hreingemingar em nauðsynlegar viðhaldi allra húsa. Ræstingardeildin býður nú ffam þjónustu sína á sviði hreingeminga í fyrirtækinu þínu. Þjónusta sem ömgglega skilar árangri. Við gerum þér tilboð án skuldbindinga! SECURITAS RÆSTINGARDEILD sími 687600 Kbifrtít | Góðan daginn! Fyrirlæki og einstaklingar með atvinnurekstur! Nýtiö ykkur skattaafslátt með hjálp Fjárfestingarsjóðsreiknings sparisjóðanna. Lokadagur til að stofna Fjárfestingarsjóðsreikning vegna rekstrarársins 1991 er 29- ttiaí nk. Allar frekari upplýsingar eru veittar í næsta sparisjóði. K SPARISJÓÐIRNIR -fyrir þig og pína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.