Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 118. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Aðstoðarmaður Jeltsíns Rússlandsforseta: Sovéski kommúnista- flokkurinn studdi alþjóð- lega hryðjuverkahópa Þúsundir leyniskjala fundust í bygg- ingu miðstjórnar sem sanna tengslin Moskvu. ^Reuter. SERGEÍJ Sjakhraj, náinn aðstoðarmaður Borisar Jeltsíns, forseta Rússlands, sýndi í gær blaðamönnum leyniskjal þar sem kemur fram að sovéski kommúnistaflokkurinn veitti Þjóðarfylkingunni fyrir frelsun Palestínu (PFLP) fé um miðjan áttunda áratuginn til árása á Bandaríkjamenn og Israela. Sagði Sjakhraj að þetta væri einungis eitt þúsunda skjala sem sönnuðu náin tengsl gamla kommúnistaflokksins við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi. Leiðtogi PFLP er George Ha- bash og samtökin hafa höfuð- stöðvar sínar í Damaskus, höfuð- borg Sýrlands. Eru PFLP ein þeirra samtaka sem mynda Frels- ishreyfingu Palestínumanna (PLO). A síðari hluta áttunda ára- tugarins og í byijun þess níunda voru fjölmargir bandarískir og ísraelskir stjórnarerindrekar, flestir þeirra starfandi í Evrópu, vegnir í sprengjutilræðum og skot- árásum og sögðust vestrænar leyniþjónustur á sínum tíma telja að PFLP-samtökin stæðu hugsan- lega á bak við tilræðin. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og ísraels sökuðu líka ítrekað Sov- étríkin um að styðja hryðjuverka- hópa í því skyni að koma höggi á Vesturlönd. Þessum ásökunum vísuðu Sovétmenn ávallt á bug. Skjalið sem Sjakhraj sýndi á blaða- mannafundinum í gær var dagsett 16. maí 1975. Ákvörðunin um að styðja PFLP ijárhagslega hefur því verið tekin á sama tíma og Leoníd Brezhnev boðaði opinber- lega slökunarstefnu í samskiptum sínum við Vesturlönd. Jeltsín bannaði sovéska komm- únistaflokkinn í kjölfar hins mis- lukkaða valdaráns í ágúst í fyrra og hefur sú ákvörðun verið kærð sem brot á stjórnarskránni. Sjakh- raj sagði að skjalið sem hann hefði sýnt yrði notað í málsvörn ríkis- stjómarinnar þegar málið kæmi fyrir dómstól síðar í þessari viku. Hann sagði að það hefði fundist í sérstakri hirslu merktri „algjört trúnaðarmál" í byggingu mið- stjórnar kommúnistaflokksins í Moskvu sem ríkisstjórn Rússlands lagði undir sig í ágúst síðastliðn- um. „Því miður eru til mörg önnur skjöl eins og þetta. Þau skipta þúsundum," sagði Sjakhraj. Fórnarlömbum mafíunnar vottuð virðing Reuter. Þúsundir Sikileyinga vottuðu dómaranum Giovanni Falcone, eiginkonu hans og þremur lífvörðum, virðingu sína í hinsta sinn, er útför þeirra fór fram í dómkirkjunni í Palermo í gær. Létu þau lífið í sprengjutilræði af hálfu mafíunnar á laugardag en Falcone var í fremstu víglínu í baráttunni gegn henni. Mannfjöldinn hrópaði ókvæðisorð að stjórnmálamönnum sem viðstaddir voru útförina og ættingjar hinna látnu sökuðu þá um tengsl við mafíuna. Gífurleg reiði ríkir á Ítalíu vegna tilræðisins og hafa stjórnmálamenn lofað að láta hart mæta hörðu. Sjá nánar „Óhugurinn snerist . . . bls. 28. Bosnía-Herzegovína: Ágreiningur um vopnabúnað tefur brottflutning hersins Belerad. Reuter. ^ * Belgjad. Reuter. SVEITIR múslima stöðvuðu í gær brottflutning serbneska sam- bandshersins frá herbúðum í Sarajevo, höfuðborg Bosníu- Herzegovínu, og var deilt um vopnabúnaðinn, sem herinn mátti hafa með sér. Ekki er (jóst hvort brottflutningur sambandshersins frá borginni tengist vaxandi kröf- um vestrænna þjóða um refsiað- gerðir gegn Serbíu og stjórninni í Belgrad en James Baker, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, skoraði á laugardag á Sameinuðu þjóðirnar að beita sér fyrir þeim og sagði, að enga afsökun væri lengur að finna fyrir aðgerðaleys- inu. I Serbíu sjálfri vex óánægjan með framferði stjórnarinnar og hernaðinn, sem er að leggja efna- hagslífið í rúst. Um 300 sambandshermenn fóru úr einum herbúðum í Sarajevo á sunnudag án þess að skotið væri á Oscar Scalfarojkjör- inn nýr forseti Italíu Róm. Rcutcr. OSCAR Luigi Scalfaro, forseti neðri deildar þingsins, var í gær kjörinn forseti Ítalíu. Þingmenn höfðu áður gengið fimmtán sinnum til atkvæða um nýjan forseta og stjórn landsins verið í lausu lofti eftir að Francesco Cossiga sagði af sér embætti fyrir um mánuði síðan. Það var ekki fyrr en í gær að samstaða náðist meðal þing- manna um einn frambjóðanda og Scalfaro fékk þann rúmlega hclming atkvæða sem nauðsynlegur er. Scalfaro er 73 ára gamall og tilheyrir flokki Kristilegra demó- krata. Ákváðu þingmenn þriggja helstu flokka Ítalíu að styðja hann til embættisins í kjölfar sprengjutil- ræðis helgarinnar á Sikiley. Nýi forsetinn er strangkaþólskur og sækir kirkju fyrir dögun á hveij- um degi og blaðafuiltrúi hans er sagður eyða miklu af tíma sínum í að reyna að fá blaðamenn ofan af því að vitna í ummæli hans um einkasamtöl sín við Maríu mey. Varð hin stranga trú Scalfaro til þess að nokkrir vinstrisinnaðir þingmenn neituðu að styðja hann. „Eg neita að greiða presti atkvæði mitt,“ sagði Rino Formica, fyrrum fjármálaráðherra. Scalfaro hefur setið lengi á ít- alska þinginu og gegndi embætti innanríkisráðherra á árunum 1983- 1987. í kjölfar afsagnar Bettino Craxis, þáverandi forsætisráð- herra, var Scalfaro veitt umboð til myndunar nýrrar stjórnar undir sínu forsæti'. Sú stjórnarmyndun heppnaðist hins vegar ekki. Oscar Luigi Scalfaro Rcutcr. Meðal fyrstu verkefna hins nýja forseta verður að skipa nýja ríkis- stjórn en starfsstjórn hefur verið við völd eftir að Giulio Andreotti forsætirsráðherra sagði af sér emb- ætti í kjölfar kosninganna 24. apríl sl. bílalestina, eins og komið hefur fyr- ir áður, og í gær átti að hefja brott- flutning úr þremur öðrum herbúð- um. Sveitir múslima komu hins veg- ar í veg fyrir hann og héldu því fram, að Serbar hefðu brotið samkomulag um að afhenda helming vopnanna. Að sögn stjórnarinnar í Belgrad hef- ur allur sambandsherinn í Bosníu að öðru leyti verið kallaður heim. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði i ræðu, sem hann flutti á laugardag á ráðstefnu 63 ríkja um aðstoð við sovétlýðveld- in fyrrverandi, að þjóðir heims gætu ekki lengur leitað eftir tylliástæðum til að hafast ekkert að frammi fyrir ástandinu í Bosníu. „í landinu eru 35.000 sykursýkis- sjúklingar, sem fá ekkert insúlín. Áð minnsta kosti 6.000 konur og nýfædd börn þeirra fá hvorki lyf né næga næringu og fréttir eru farnar að berast um, að fólk sé farið að falla úr hungri. Þeir, sem leita í öll- um skúmaskotum að ástæðu til að hafast ekki að frammi fyrir þessari martröð, eru á skelfilegum villigöt- um,“ sagði Baker en orð hans eru túlkuð sem gagnrýni á sum Evrópu- ríkin, einkum Frakka, sem ekki hafa viljað samþykkja, að Serbar bæru sérstaka ábyrgð á ástandinu í Júgó- slavíu fyrrverandi. Baker skýrði einnig frá því í fyrsta sin, að Banda- ríkjastjórn væri að vinna að því á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að stjórn Serbíu yrði beitt refsiaðgerð- um. í dag munu ýmsir sérfræðingar og frammámenn í Evrópubandalag- inu koma saman í Brussel til að ræða refsiaðgerðir gegn Serbíu en í gær var ekki alveg ljóst hveijir þátttakendurnir yrðu. Kanadastjórn skipaði nokkrum hluta starfsliðs júgóslavneska sendi- ráðsins að fara úr landi á sunnudag og kallaði heim sendiherra sinn í Belgrad. Þá voru lendingarleyfi júgóslavneska flugfélagsins JÁG afturkölluð og Brian Mulroney for- sætisráðherra ætlar að fara fram á skyndifund í öryggisráði SÞ og krefj- ast viðskipta- og olíubanns á Serbíu. --------» ♦ ♦--------- Þýskaland: ÖTV sam- þykkir miðl- unartillöguna ÁTTATÍU manna framkvæmda- stjórn stéttarfélags opinberra starfsmanna í Þýskalandi (ÖTV) samþykkti í gær, að loknum sex tíma umræðum, að samþykkja miðlunartillögu í deilum félagsins við ríkið. Fyrr í mánuðinum hafði miðlunartillagan, sem felur í sér 5,4% kauphækkun, verið felld í almennri atkvæðagreiðslu. Á þeim tíu dögum sem liðnir eru síðan atkvæðagreiðslunni lauk hefur formaður ÖTV, Monika Wulf-Mathi- es, átt viðræður við félagsmenn um allt land. Sagði hún þær viðræður hafa aukið stuðning við tillöguna. Þá var líka talið að ÖTV ætti fárra annarra kosta völ en að samþykkja hana eftir að Rudolf Seiters, innan- ríkisráðherra, lýsti því yfir að frek- ari samningaviðræður kæmu ekki til greina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.