Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992 25 Biskup Islands predikaði ÍSLANDSVIKU, sem verið hef- ur í Bergen í Noregi, lauk á sunnudag með messu í Dóm- kirkjunni í Bergen, þar sem herra Ólafur Skúlason biskup predikaði. Fyrir altari þjónuðu Per Lönning biskup í Bergen ásamt prestum dómkirkjunnar. Guðspjall dagsins las Sveinn Einarsson fyrrverandi Þjóðleik- hússtjóri og dómkórinn í Bergen söng ásamt Hamrahlíðarkórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur. Það er mál manna, að ísland- svikan hafi tekist vel, en hún var sett af forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur og lauk svo með messunni í dómkirkjunni. ilmandi nýtt Þeir rækta kaffijurtina af aldagamalli hefð við bestu aðstæður í frjósömum fjallahlíðum Colombiu. Við veljum bestu baunirnar þeirra. Þú færð ilmandi nýbrennt Colombiakaffi í stjörnuflokki nánast beint úr kvöminni - njóttu þess. Þorsteinn Þorsteinsson, skólameistari, afhendir prófskírteini. 48 nýstúdentar frá Fjölbraut í Garðabæ FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Garðabæ var slitið laugardaginn 23. maí. Athöfnin fór fram í Kirkjuhvoli í Garðabæ, og voru 48 nemendur brautskráðir með stúdentspróf auk þriggja með loka- próf fyrir skiptinema. Alls voru nemendur skólans um 500 talsins í vetur. Þorsteinn Þorsteinsson, skóla- meistari, flutti ávarp og afhenti prófskírteini. í máli Þorsteins kom meðal annars fram að tilraun var gerð í skólanum í vetur með sér- stakan skólasamning, þar sem vinnutími kennara var breytt og kjör þeirra bætt. Þá flutti Ingimundur Sigurpáls- son, bæjarstjóri, ávarp, og gat þess þar meðal annars að unnið yrði að því að hefja byggingu nýs húsnæðis fyrir skólann eins fljótt og unnt væri. Hafdís B. Kristmundsdóttir tal- aði fyrir hönd tíu ára stúdenta, og Gunnlaugur Sigurðsson, skóla- stjóri Garðaskóla, flutti ávarp. Almar Guðmundsson talaði fyrir hönd nýstúdenta, og Sandrine B. Tandel fyrir hönd skiptinema. Þau fluttu skólanum og starfsmönnum hlýjar kveðjur frá nemendum. Gísli Ragnarsson, aðstoðarskól- ameistari, og Kristín Bjarnadóttir, áfangastjóri, veittu nemendum viðurkenningu fyrir góðan náms- árangur. Bestum árangri náði Hjalti Már Björnsson. Hann lauk prófi af tveimur brautum, eðlis- fræði- og náttúrufræðibraut. Hjalti hlaut ágætiseinkunn í 42 áföngum og náði samtals 201 námseiningu, sem er langbesti námsárangur í sögu skólans. Lág- marksfjöldi námseininga til stúd- entsprófs er 140. Þórunn Sigurðardóttir fékk við- urkenningu fyrir mjög góðan námsárangur í íslensku, ensku, frönsku og dönsku. íslandsbanki veitti verðlaun fyrir frábæran árangur í teiknigreinum, en þau hlaut Sigurður H. Kristjánsson. Kvenfélag Garðabæjar veitti Kristínu Þórsdóttur viðurkenningu fyrir góðan árangur í fatasaumi. Sendiráð og skólinn sjálfur veittu nemendum að auki viðurkenningar fyrir frammistöðu í ýmsum grein- um. YOLKSWAGEN hentugur fyrir ALLAR STÆRÐIR FYRIRTÆKJA jT -j. j j’C'1 w Sparneytinn v' ISJv Gangviss SÉRBÚINN SENDIBÍLL ® Þægilegur í notkun W Auðveldur í endursölu Fjöldi fyrirtækja hefur valið VW POLO ÁN VSK Þú svaJar lestrarþörf dagsins ástóum Moggans! KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF .4 VJOiSVONKAIOOV ON 1 «H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.