Morgunblaðið - 26.05.1992, Page 25

Morgunblaðið - 26.05.1992, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992 25 Biskup Islands predikaði ÍSLANDSVIKU, sem verið hef- ur í Bergen í Noregi, lauk á sunnudag með messu í Dóm- kirkjunni í Bergen, þar sem herra Ólafur Skúlason biskup predikaði. Fyrir altari þjónuðu Per Lönning biskup í Bergen ásamt prestum dómkirkjunnar. Guðspjall dagsins las Sveinn Einarsson fyrrverandi Þjóðleik- hússtjóri og dómkórinn í Bergen söng ásamt Hamrahlíðarkórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur. Það er mál manna, að ísland- svikan hafi tekist vel, en hún var sett af forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur og lauk svo með messunni í dómkirkjunni. ilmandi nýtt Þeir rækta kaffijurtina af aldagamalli hefð við bestu aðstæður í frjósömum fjallahlíðum Colombiu. Við veljum bestu baunirnar þeirra. Þú færð ilmandi nýbrennt Colombiakaffi í stjörnuflokki nánast beint úr kvöminni - njóttu þess. Þorsteinn Þorsteinsson, skólameistari, afhendir prófskírteini. 48 nýstúdentar frá Fjölbraut í Garðabæ FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Garðabæ var slitið laugardaginn 23. maí. Athöfnin fór fram í Kirkjuhvoli í Garðabæ, og voru 48 nemendur brautskráðir með stúdentspróf auk þriggja með loka- próf fyrir skiptinema. Alls voru nemendur skólans um 500 talsins í vetur. Þorsteinn Þorsteinsson, skóla- meistari, flutti ávarp og afhenti prófskírteini. í máli Þorsteins kom meðal annars fram að tilraun var gerð í skólanum í vetur með sér- stakan skólasamning, þar sem vinnutími kennara var breytt og kjör þeirra bætt. Þá flutti Ingimundur Sigurpáls- son, bæjarstjóri, ávarp, og gat þess þar meðal annars að unnið yrði að því að hefja byggingu nýs húsnæðis fyrir skólann eins fljótt og unnt væri. Hafdís B. Kristmundsdóttir tal- aði fyrir hönd tíu ára stúdenta, og Gunnlaugur Sigurðsson, skóla- stjóri Garðaskóla, flutti ávarp. Almar Guðmundsson talaði fyrir hönd nýstúdenta, og Sandrine B. Tandel fyrir hönd skiptinema. Þau fluttu skólanum og starfsmönnum hlýjar kveðjur frá nemendum. Gísli Ragnarsson, aðstoðarskól- ameistari, og Kristín Bjarnadóttir, áfangastjóri, veittu nemendum viðurkenningu fyrir góðan náms- árangur. Bestum árangri náði Hjalti Már Björnsson. Hann lauk prófi af tveimur brautum, eðlis- fræði- og náttúrufræðibraut. Hjalti hlaut ágætiseinkunn í 42 áföngum og náði samtals 201 námseiningu, sem er langbesti námsárangur í sögu skólans. Lág- marksfjöldi námseininga til stúd- entsprófs er 140. Þórunn Sigurðardóttir fékk við- urkenningu fyrir mjög góðan námsárangur í íslensku, ensku, frönsku og dönsku. íslandsbanki veitti verðlaun fyrir frábæran árangur í teiknigreinum, en þau hlaut Sigurður H. Kristjánsson. Kvenfélag Garðabæjar veitti Kristínu Þórsdóttur viðurkenningu fyrir góðan árangur í fatasaumi. Sendiráð og skólinn sjálfur veittu nemendum að auki viðurkenningar fyrir frammistöðu í ýmsum grein- um. YOLKSWAGEN hentugur fyrir ALLAR STÆRÐIR FYRIRTÆKJA jT -j. j j’C'1 w Sparneytinn v' ISJv Gangviss SÉRBÚINN SENDIBÍLL ® Þægilegur í notkun W Auðveldur í endursölu Fjöldi fyrirtækja hefur valið VW POLO ÁN VSK Þú svaJar lestrarþörf dagsins ástóum Moggans! KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF .4 VJOiSVONKAIOOV ON 1 «H

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.