Morgunblaðið - 26.05.1992, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 26.05.1992, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992 0 Iþróttamót Harðar: Berglind beint á toppinn í full- orðinsflokki ___________Hestar______________ Valdimar Kristinsson OFT HEFUR verið um það talað að erfitt sé fyrir unga keppnis- fólkið að byrja keppni í fullorðins- flokki á hestaíþróttamótum. Ekki vafðist það þó fyrir henni Berg- lindi Ámadóttur þegar hún keppti í fyrsta skipti á þeim vettvangi á íþróttamóti Harðar um helgina. Gerði hún sér lítið fyrir og sigr- aði bæði í tölti og fjórgangi en í fjórgangsúrslitunum vann hún sig upp úr fimmta sætinu. Þurfti reyndar að heyja bráðabana um sæti í úrslitum við Brynhildi Þor- kelsdóttur á Krumma. Berglind var reyndar ekki eina ungmennið sem stóð sig vel á mótinu því önnur stúlka, Kristín Birna Ósk- arsdóttir, sem keppti á Bijáni frá Úlfljótsvatni var einnig í úrslitum í tölti og fjórgangi. Báðar ætluðu stúlkumar að keppa í ungmenna- flokki en vegna dræmrar þátttöku féll hann niður. Sigurður Sigurðarson á Létti frá Skammbeinsstöðum stal sigrinum í fimmgangi af læriföður sínum Trausta Þór Guðmundssyni sem keppti á þeim kunna hesti Garpi frá Hala en þeir voru í fyrsta sæti eftir forkeppnina en Sigurður í öðru sæti. Trausti varð reyndar í öðru sæti í öllum hringvallagreinunum og gæðingaskeiði en sigraði í hlýðni- keppninni með nokkrum yfirburðum. Hann sigraði hinsvegar í tvíkeppnun- um og varð stigahæstur keppenda. Miðað við frammistöðu unglinga og bama hjá Herði í keppnum út á við mætti ætla að þar sé mikil gróska í innanfélagskeppnum í þessum aldursflokkum. Svo er þó ekki því erfiðlega hefur gengið að manna þessa aldursflokka hjá Herði en þeir fáu sem keppa eru hinsvegar yfir- leitt mjög sterkir. í barnaflokki var Guðmar Þór Pétursson öruggur með sigur bæði í tölti og fjórgangi á Limbó og Mekki og Gunnar Þor- steinsson sigraði auðveldlega í ungl- ingaflokki en þar voru keppendur aðeins tveir. Harðarfélagar luku mótinu sínu á laugardag en það færist í vöxt að félög byrji mót sín á föstudags- og jafnvel fimmtudags- kvöld o*g ljúki þeim á laugardegi sem virðist góð ráðstöfun. Úrslit urðu annars sem hér segir: Fullorðnir: Tölt 1. Berglind Ámadóttir á Snjalli frá Gunnarsholti, 84. 2. Trausti Þór Guðmundsson á Kappa frá Syðra-Skörðugili, 83,47. 3. Eysteinn Leifsson á Hugi frá Stykkishólmi, 75,47. 4. Kristín Bima Óskarsdóttir á Bijáni frá Úlfljótsvatni, 79,47. 5. Snorri Dal Sveinsson á Össuri frá Hjarðartungu, 76,53. Fjórgangur 1. Berglind Árnadóttir á Snjalli frá Gunnarsholti, 45,56. 2. Trausti Þór Guðmundsson á Kappa frá Syðra-Skörðugili, 53,21. 3. Kristín Bima Óskarsdóttir á Bijáni frá Úlfljótsvatni, 47,77. 4. Sigurður Sigurðarson á Goða frá Ey, 46,92. 5. Þórunn Þórarinsdóttir á Sóma frá Holti, 45,90. Fimmgangur 1. Sigurður Sigurðarson á Létti frá Trausti Þór á Garpi varð að gefa eftir fyrsta sætið í úrslitum fimmgangs i hendur lærisveini sínum Sigurði Sigurðarsyni sem keppti á Létti. Aðrir í verðlaunasætum eru Brynjar Gunnlaugsson á Örp, Haraldur Sigvaldason á Hrafntinnu og Eysteinn Leifsson á Degi. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Berglind Árnadóttir sem nú keþpti í fyrsta sinn i fullorðinsflokki gerði sér lítið fyrir og sigraði í tölti og fjórgangi á Snjalli frá Gunnars- holti. Vann hún það ágæta afrek í úrslitum í fjórgangi að vinna sig úr fimmta sæti í það fyrsta. Skammbeinsstöðum, 52,2. 2. Trausti Þór Guðmundsson á Garpi frá Hala, 54. 3. Brynjar Gunnlaugsson á Örp frá Mosfellsbæ, 50,2. 4. Haraldur Sigvaldason á Hrafn- tinnu frá Brúarhóli, 47,2. 5. Eysteinn Leifsson á Degi frá Mos- fellsbæ, 50. Gæðingaskeið 1. Páll Viktorsson á Pela frá Hvoli, 68,5. 2. Trausti Þór Guðmundsson á Garpi frá Hala, 65. 3. Björgvin Jónsson á Pæper frá Varmadal, 63. Hlýðni B 1. Trausti Þór Guðmundsson á Kappa frá Syðra-Skörðugili, 32,3. 2. Haraldur Sigvaldason á Darra frá Rangá, 16,7. 3. Snorri Dal Sveinsson, 16,5. íslensk tvíkeppni, skeiðtvíkeppni og stigahæsti keppandinn í full- orðinsflokki Trausti Þór Guðmundsson 136,68, 119 og 287,98. Spennandi keppni á hesta- móti Gusts í B-flokki _________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson GUSTUR f Kópavogi var með sitt árlega hestamót í Glaðheimum með gæðingakeppni og kappreið- um. Keppni var geysispennandi en í B-flokki gæðinga munaði að- eins 0,02 stigum á fyrsta og þriðja hesti. Það var Stígandi frá Uxa- hrygg sem stóð þar efstur í lokin en sigurinn var nokkuð öruggari ly'á Mekki frá Þóreyjarnúpi í A- flokki. Mótið hófst á laugardag og lauk í góðu veðri á sunnudag. Að lokinni gæðingakeppni voru haldnar kapp- reiðar sem voru sannkallaðar áhuga- mannakappreiðar þar sem fijálsræð- ið og keppnisgleðin réð ríkjum. Ekki var verið að gera veður út af því þótt einn keppandinn riði á mótin einum riðlinum út að rásmarki. Tímar voru ekki merkilegir í brokki og stökki en alveg þokkalegir í 150 metra skeiði. Ekki er hægt að skilja svo við hestamót Gusts að minnast ekki á nafn eins hestsins í skránni, en sá heitir Takkaskór. Virðast eng- in takmörk fyrir því hvað menn geta gengið langt í vitleysunni. Getum við þá kannski átt von á því að fá næst Háhælaða skó — eða hvemig væri til dæmis Klofstígvél? En úrslit urðu annars sem hér segir: A-flokkur: 1. Mökkur frá Þóreyjamúpi, F.: Hjör- var, Reykjavík. M.: Stóra-Brúnka, Eigandi og knapi Jón Gísli Þorkels- son, 8,36. 2. Funi frá Þóreyjamúpi, F.: Blossi, M.: Blesa. Eigandi Guðrún Bjama- dóttir, knapi Halldór Gísli Guðnason, 8,22. 3. Gnýfari frá Hálsi í Kjós, F.: Sörli 653, M.: Gletta frá Hálsi. Eigandi Karl Kristjánsson og knapi Georg Kristjánsson, 8,11. 4. Feykir frá Kópavogi, F.: Ófeigur 882, M.: Dimmalimm. Eigandi og knapi Bjarni Sigurðsson, 8,23. 5. Straumur frá Sumarliðabæ, F.: Freyr, Flugumýri. Eigandi og knapi Halldór Viktorsson, 8,13. 5. Gnýfari frá Hálsi, Kjós. F.: Sörli 653, M.: Gletta, Hálsi. Eigandi Karl Kristjánsson, knapi Georg Kristjáns- son, 8,11. B-flokkur: 1. Stígandi frá Uxahrygg, F.: Krummi 880, M.: Brúnka. Eigandi Örn Þorvaldsson, knapi Friðfínnur Hilmarsson, 8,53. 2. Hörður frá Bjarnastöðum, F.: Hrafnkell, Ólafsvöllum, M.: Nótt frá Bjarnastöðum. Eigandi og knapi Halldór Viktorsson, 8,52. 3. Toppur frá Skíðbakka, F.: Háfeti, M.: Skeifa frá Kirkjubæ. Eigandi Hilmar Jónsson, knapi Sigurbjörn Bárðarson, 8,51 og valinn glæsileg- asti hestur mótsins. 4. Gleði frá Þórukoti, F.: Eldur 950, M.: Dúkka frá Þórukoti. Eigandi íris Björk og Hallgrímur, knapi Iris Björk Hafsteinsdóttir, 8,43. 5. Adam frá Götu, F.: Gáski 920, M.: Spóla frá Götu. Eigandi Krist- mann Óskarsson, knapi Sigutjón Gylfason, 8,37. Unglingar: 1. Victor Victorsson á Snúði frá Stóru-Mástungu, 8,26. 2. Oddrún Sigurðardóttir á Jarpi frá Búðarhóli, 7,69. 3. Björg María Þórsdóttir á Dropa frá Fjalli, 7,57. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Eftir spennandi keppni bæði í forkeppni og úrslitum sigraði Stíg- andi frá Uxahryggi i B-flokki gæðinga hjá Gusti, knapi var Friðfinn- ur Hilmarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.