Morgunblaðið - 26.05.1992, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992 39
íslenskt par í 3. sætí
á sterku mótí á Italíu
Pólverjarnir Zmudzinski og Balicki ásamt félaga sínum Krzýsaztof Martens.
___________Brids_____________
GuðmundurSv. Hermannsson
BJÖRN Eysteinsson og Þorlákur
Jónsson náðu þriðja sæti á 16
para boðsmóti á Italíu um helg-
ina en margir af þekktustu spil-
urum heims voru þar meðal þátt-
takenda. Þá urðu Bjöm og Þor-
lákur í 11. sæti í keppni 38 sveita
og höfðu sem sveitarfélaga
Kanadamennina Mark Molson
og George Mittelmann.
Sigurvegarar í tvímenningnum
urðu ítalamir Pittala og Morta-
rotti. Pittala varð tvivegis heims-
meistari í ítölsku Bláu sveitinni fyr-
ir tveimur áratugum. í öðru sæti
urðu bresku Evrópumeistararnir
Forrester og Robson sem eru vænt-
anlegir hingað í vikunni til að Spila
á Afmælismóti Bridgefélags
Reykjavíkur. Bjöm og Þorlákur
urðu í 3. sæti eins og fyrr sagði. í
Qórða sæti urðu Frakkarnir Chemla
og Sussel, Molson og Mittelman
urðu í 5. sæti, Benito Garozzo og
Lea DuPoint í 6. sæti og Pólveijam-
ir Szymanowski og Lesniewski í 7.
sæti.
Í sveitakeppninni sigmðu Forr-
ester og Robson ásamt ítölunum
Forquet og Masucci, en Frakkarnir
Chemla, Sussel, Cronier og Mayer
urði í 2. sæti og Lesniewski og
Szymanowski og Svisslendingamir
gamatkunnu Besse og Catzeflis
urðu i 3. sæti.
Björn og Þorlákur áttu góðan
endasprett í tvímenningniim og
unnu meðal annars Forrester og
Robson 18-12 í næst síðasta leikn-
um en mótið var með butlersniði
og 6 spilum milli para. í þessu spili
veitti Þorlákur Forrester ráðningu
fyrir að leggja um of á spilin sín.
A/NS
Norður
♦ 1073
VG107543
♦ ÁG
+ D5
Vestur Austur
♦ DG65 4 Á82
V 85 V KD92
♦ K964 ♦ 72
+ K42 +10973
Suður
♦ K94
¥Á
♦ D10853
+ ÁG86
Vestur Norður Austur Suður
Björn Forr. Þorl. Robson
- pass 1 spaði(!)
pass pass 2 hjörtu 3 grönd pass dobl/// 2 grönd
Forrester og Robson spila kerfi
sem byggist á canapé, þ.e. opnað
er á styttri liti, en þessi opnun er
þó varla eftir kerfinu. Robson hugs-
aði sig nokkuð um áður en hann
sagði 2 grönd og Þorlák gmnaði
að NS væm að teygja sig. Hann
skellti því á þá dobli og Robson fór
á endanum tvo niður, 500 til íslend-
inganna og 11 impar.
Fjórar sterkustu bridsþjóðir
Evrópu reyna með sér
Lokin á keppnistímabilinu hér á
landi em ekki af verri endanum en
í vikunni hefst Afmælismót Bridge-
félags Reykjavíkur og þangað hefur
verið stefnt þremur efstu liðunum
frá Evrópumótinu sl. sumar og um
leið þremur efstu liðunum frá síð-
asta heimsmeistaramóti, þegar ís-
lenska liðið hefur bæst í hópinn.
Þessi fjögur lið munu taka þátt í
sérstöku sýningarmóti á föstudag-
inn en spilararnir munu einnig taka
þátt í opinni sveitakeppni á Holliday
Inn sem hefst á miðvikudagskvöld,
og í tvímenningskeppni sem hefst
á laugardag í Perlunni.
Gestir BR em Sundelin, Falle-
nius, Bjerragárd og Morath frá
Svíþjóð, Forrester, Robson, Smolski
og Sowter frá Bretlandi og Balicki,
Zmudzinski, Jassem og Kowalski
frá Póllandi. Margir þessara er-
lendu spilara hafa sést hér áður,
eða allir Svíamir, og Forrester og
Sowter. Smolski og Robson og Pól-
veijamir fjórir era hins vegar að
koma hingað í fyrsta skipti. Tveir
þeirra em lítt kunnir, en Cecary
Balicki og Adam Zmudzinski hafa
undanfarin 4-5 ár verið akkerispar
pólska landsliðsins.
Balicki og Zmudzinski spila eigin
útgáfu af pólska Regres-passkerf-
inu. JÞeir sem fylgdust með úrslita-
leik íslands og Póllands í Yokohama
í fyrra muna þó sjálfsagt eftir að
Pólveijamir rugluðust stundum í
kerfmu sínu og það reyndist þeim
ekki eins beitt vopn og þeir höfðu
vonað. Ef til vill em þeir að endur-
skoða kerfismálin sín um þessar
mundir. Þeir spiluðu að minnsta
kosti eðlilegt kerfí í 440 para tví-
menningi í Israel fyrir skömmu og
unnu hann með 70,76% skor. Og
þeir unnu einnig sveitakeppni á
sama móti með landa sínum Mart-
ens og ísraelsmanninum Shofel.
Þetta spil kom fyrir í tvímenn-
ingnum í Israel:
A/AV Norður
♦ KG10
VK53
♦ G843
Vestur * ^42 Austur
♦ ÁD432 +976
V - V ÁD92
♦ K1095 ♦ D2
♦ 10763 Suður +K985
+ 85
VG108764
♦ Á76
+ ÁG
Vestur Nordur Austur Suður
Balicki Zmudz.
pass 2 ty'örtu
2 spaðar 3 hjörtu dobl///
Vestur spilaði út laufí á áttuna
og gosann og Zmudszinski spilaði
spaða. Vestur hefði betur gefíð
slaginn en hann stakk upp ás og
skipti í tígultíuna sem suður drap
með ásnum.-
Zmudzinski spilaði nú spaða á
gosann, tók spaðakóng og henti
tígli og spilaði hjartaþristinum úr
borði. Þegar austur fylgdi með
tvistinum fór Zmudzinski yfir stöð-
una. Austur hafði doblað viðstöðu-
laust þótt hann ætti 3 spaða og því
benti allt til þess að trompið lægi
4-0. Svo Zmudzinski lét hjartafjark-
ann duga heima og átti slaginn.
Austur fékk því aðeins tvo hjarta-
slagi og spilið vannst.
Hræringar í bridslífinu
Talsverðar hræringar hafa orðið
í hópi sterkustu bridsspilarananna
eftir að íslandsmótunum lauk í vor.
Aðalsteinn Jörgensen og Jón Bald-
ursson era hættir að spila saman
og raunar hefur það legið í loftinu
í nokkra mánuði. Aðalsteinn mun
spila við Björn Eysteinsson næsta
vetur. Ekki er ljóst hver spilafélagi
Jóns verður næsta vetur. Jón spilar
við Sigurð Sverrisson á Ólympíu-
mótinu f haust en Sigurður ætlar
hins vegar að spila við Val Sigurðs-
son næsta keppnistímabil í sveit
Tryggingamiðstöðvarinnar með
Braga Haukssyni, Sigtryggi Sig-
urðssyni, Hrólfí Hjaltasyni og Sig-
urði Vilhjálmssyni.
Guðmundur Páll Amarson og
Þorlákur Jónsson hafa gengið til
liðs við Jón; Matthías Þorvaldsson
og Sverrir Ármannsson og sú sveit
verður illsigranleg næsta vetur ef
að líkum lætur.
FÉLAGSÚF
UTIVIST
Hallveigarstíg 1, sími 14606
Ferðir um hvítasunnu
5.-8. júní
1. Öraefajökull.
2. Skaftafell - Öræfasveit.
3. Fimmvörðuháls - Eyjafjala-
jökull.
4. Básar á Goöalandi.
Ath.: í júní hefjast vikulegar helg-
arferðir í Þórsmörk. Gist í skál-
um félagsins í Básum.
Sjáumst! Útivist.
UTIVIST
Hallveigarstíg 1, sími 14606
Kvöldganga miðvikud.
27. maí
Kl. 20.00 Valaból.
Um næstu helgi:
28.-31. maf (4 d.) Básar á Goöa-
landi: Gist i skála félagsins.
Skipulagöar gönguferðir.
Fimmvörðuháls frá Básum:
Gengið úr Básum á Fimmvöröu-
háls og gist i Fimmvöröuskála.
Upplýsingar og miðasala á skrif-
stofunni, Hallveigarstíg 1.
Sjáumst! Útivist.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533
Miðvikudagur
27.maikl.20
Bugða - Rauðhólar -
Mylluleekjartjörn. Kvöldganga
um skemmtileg útivistarsvæöi
höfuðborgainnar, rétt utan þétt-
býlis. Þægilegt gönguland í ná-
grenni Elliðavatns. Kynningar-
verö kr. 400. Frítt fyrir börn með
fullorðnum. Brottför frá Umferð-
armiðstöðinni, austanmegin
(stansaö við Mörkina 6).
Helgarf erðir 29.-31. maí
Vestmannaeyjar. Siglt með
Herjólfi. Gönguferðir um Heima-
ey og sigling kringum eyjuna.
Gist í svefnpokaplássi. Brottför
föstud. kl.19.30.
Þórsmörk - Langidalur. Nú
hefjast Þórsmerkuferðir af full-
um krafti. Það er hvergi betra
að dvelja í Mörkinni en í Skag-
fjörösskála, Langadal, miðsvæð-
is í Þórsmörk. Gönguferðir við
allra hæfi. Brottför kl. 20. Við
minnum á ódýru sumardvölina.
Dagsferð fimmtud. (uppstign-
ingardag) 28. maf.
1. kl. 10.30: Trana - Móskarðs-
hnúkar.
2. kl. 13.00: Nesjavallavegur -
Háryggur.
Missið ekki af hvítasunnuferð-
unum 5.- 8. júní.
1. Afmælisferð á Snæfellsnes
og Snæfellsjökul. 60 árfrá fyrstu
Snæfellsnesferð F.l. Gist að
Görðum.
2. Öræfajökull - Kristínartindur
- Morsárdalur. Ganga á
Hvannadalshnúk. Gist að Hofi,
hús eða tjöld.
3. Skaftafell - Öræfasveit. Gist
að Hofi. Göngu- og skoðunar-
ferðir.
4. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs-
skála. Gönguferðir. Brottför í all-
ar ferðir kl.20.00. Pantið timan-
lega.
Göngudagur Ferðafélagsins
verður sunnudaginn 31. maí.
Hann er tileinkaður flutningi
skrifstofu F.l. i nýja félagsheimil-
ið, Mörkinni 6, en félagið flutti
þangað í siðastliðinni viku. Brott-
för frá Mörkinni 6.
1. Kl. 11 Heiðmörk - Mörkin.
Um 10 km ganga.
2. Kl. 13.00. Fjölskylduganga
um Elliðaárdal. Ekkert þátttöku-
gjald. Fjölmennið.
Verið velkominn að líta inn á
nýja skrifstofu Ferðafélagsins i
Mörkinni 6 (austast v. Suður-
landsbraut). Ný númer: Sími:
682533, fax: 683535.
Við minnum á allar skemmtilegu
sumarleyfisferðirnar. Upplýs-
ingar á skrifstofunni og í ferða-
áætlun 1992. Gerist félagar í F.l.
Ferðafélag íslands.
Helgarskákmótið á Flateyri:
Karl Þorsteins sigraði
____________Skák_______________
Margeir Pétursson
KARL Þorsteins, alþjóðlegur
skákmeistari, sigraði á öflugu
helgarskákmóti á Flateyri sem
lauk á sunnudaginn. Karl varð
heilum vinningi fyrir ofan þá sem
komu næstir. Þrír stórmeistarar
og þrír alþjóðlegir meistarar
tóku þátt á mótinu. Nokkrir
skákmenn úr dreifbýlinu náðu
frábærum og óvæntum árangri,
Guðmundur Halldórsson,
ísafirði, náði t.d. að deila öðru
sætinu með Héðni Steingríms-
syni, Islandsmeistara 1990 og
stórmeisturunum Helga Ólafs-
syni og Jóni L. Árnasyni.
Baráttan um efsta sætið náði
hápunkti á sunnudaginn. Um morg-
uninn náði Helgi Ólafsson að leggja
Jóhann Hjartarson að velli í mikilli
baráttuskák. Þar með voru þeir
Helgi og Karl jafnir og efstir fyrir
síðustu umferð. Það varð þó
snemma spennufall í úrslitaviður-
eign þeirra, því Helgi var svo óhepp-
inn að falla í byijanagildru og má
segja að úrslitin hafi verið ráðin
strax í 14. leik.
Úrslit mótsins:
1. Karl Þorsteins 6V2 v.
2-5. Helgi Ólafsson, Jón L. Árna-
son, Héðinn Steingrímsson og Guð-
mundur Halldórsson, ísafirði 5 Vi v.
6-7. Sævar Bjamason og Jóhann
Hjartarson 5 v.
8-16. Helgi Áss Grétarsson, Magn-
ús Pálmi Örnólfsson, Þröstur Þór-
hallsson, Ásgeir Þór Árnason, Sig-
urður Ólafsson, Suðureyri, Sverrir
Gestsson, Fellabæ, Andri Áss Grét-
arsspn, Björgvin Jónsson og Árni
Á. Árnason 4 Vi v.
17-20. Róbert Harðarson, Magnús
Sigurjónsson, Bolungarvík, Sigurð-
ur Áss Grétarsson og Haraldur
Baldursson 4 v.
Héðinn Steingrímsson vann ungl-
ingaverðlaunin á undan þeim Magn-
úsi Pálma og Helga Áss. Verðlaun
fyrir bestan árangur dreifbýlis-
manna fékk Guðmundur Halldórs-
son og fyrir bestan árangur heima-
manna Sigurður Hafberg. Kvenna-
verðlaunin hreppti Helga Guðrún
Eiríksdóttir.
Þátttakendur vom á fimmta tug
talsins og fór mótið afar vel fram.
Aðstæður á skákstað vom góðar,
en teflt var ! matsal fískvinnslufé-
lagsins Hjálms hf. Aðéins tæp þijú
ár em liðin síðan síðast var haldið
helgarmót á Flateyri og var það
einnig mjög vel skipað.
Allmikið var um óvænt úrslit á
mótinu. Magnús Pálmi Örnólfsson
náði að leggja Jón L. Árnason að
velli og Sigurður Ólafsson hélt jöfnu
við Þröst Þórhallsson, alþjóðameist-
ara, Róbert Harðarson og Ásgeir
Þór Árnason. Austfirðingurinn
Sverrir Gestsson tapaði tveimur
fyrstu skákunum og fékk eftir það
nokkuð viðráðanlega andstæðinga,
en vann í lokin dr. Kristján Guð-
mundsson, liðsstjóra Ólympíuliðsins
og Sigurð Daníelsson.
Árangur Guðmundar Halldórs-
sonar hefði getað orðið ennþá betri,
í slðustu umferð missti hann gjör-
unnið tafl gegn Héðni Steingríms-
syni niður í jafntefli. Það má því
með sanni segja að skákmenn af
landsbyggðinni hafi sett sterkan
svip á þetta mót, en það er einmitt
tilgangur helgarmótanna að veita
þeim tækifæri.
Ólympíusveit íslands er senn á
fömm til Manila. á Filippseyjum til
þátttöku í 30. Ólympíuskákmótinu.
Fjórir Ólympíufaranna, að
ógleymdum liðsstjóranum, voru
með á Flateyri og þvi er ekki að
neita að árangur þeirra hefði mátt
vera betri. Þátttakan á helgarmót-
inu var hlekkur í lokaundirbúningn-
um, en alls ekki neitt styrkleikapróf
og árangurinn verður að skoðast í
ljósi þess.
Við skulum lfta á byijunina í
úrslitaskákinni:
Hvítt: Karl Þorsteins
Svart: Helgi Ólafsson
Drottningarindversk vörn
1. d4 — Rf6 2. Rf3 — e6 3. e3 -
b6 4. Bd3 - Bb7 5. 0-0 - c5 6.
c4 — Be7 7. Rc3 — cxd4 8. exd4
— d5 9. cxd5 — Rxd5 10. Re5 —
0-0 11. Dg4 - Rf6 12. Dh4 - Rc6?
Ungverska stúlkan Zsuzsa Polg-
ar hefur mikið dálæti á því að sækja
á þennan hátt með hvítu. Larry
Christiansen lék hér 12. — Rbd7
gegn henni í San Francisco i fyrra
og það er líklega skásti kostur
svarts.
13. Bg5 — g6
Eftir 13. - h6 14. Bxf6 - Bxf6
15. De4 ræður svartur ekki við tvö-
falda hótun á h7 og c6.
14. Ba6! - I16 15. Bxh6 - Rxe5
Svörtu stöðunni verður ekki
bjargað. í skák Englendinganna
James Plaskett og Keith Arkell í
London i fyrra reyndi svartur 15.
— Rd5, en eftir 16. Dh3 — Rxc3
17. Bxb7 - Re2+ 18. Khl - Rcxd4
19. Bxf8 var staða hans vonlaus.
16. Bxf8 - Rf3+ 17. gxf3 - Bxa6
18. Bxe7 - Dxe7 19. Hfcl - Kg7
20. Re4 - Bb7 21. Rxf6 - Dxf6
22. Dxf6+ - Kxf6 23. Kg2 - Bd5
og með skiptamun og peð yfir vann
hvítur endataflið um síðir.