Morgunblaðið - 07.07.1992, Page 2

Morgunblaðið - 07.07.1992, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992 ■ - * r ■ c ; ;sq B,’ _ jj:' -i -.í*1 **• • Flak vélarinnar á slysstaðnum austan við Heklu. Á innfelldu myndinni sést flugvél- in sem fórst, TF-IVI. Ésíií'í'i Morgunblaðið/Omar Ragnarsson Ungur maður fórst með eins hreyfíls flugvél við Heklurætur: Rakst á ójöfnu í gróður- lausu, nýrunnu hrauninu Bar af leið inn í dimmviðri þar sem skilyrði til sjónflugs voru afar léleg TALIÐ er að flugmaðurinn sem fórst með TF-IVI við Hekluræt- ur síðastliðið föstudagskvöld hafi verið á venjulegu láréttu flugi yfir nýju hrauni frá Heklu, skammt suðaustur af fjallinu, í um 750 metra (2.300 feta) hæð yfir sjávarmáli, þegar vél hans rakst á misfellu I hrauninu, sem annars liggur þarna á flatlendi. Hjól vélarinnar voru uppi og hreyfill í gangi þegar hún flaug á hraun- ið. Vélina hafði þá borið norður af eðlilegri sjónflugsleið þar sem skilyrði til sjónflugs voru ágæt að sögn Ioftferðaeftirlits, og yfir ofanverða Rangárvelli, milli Heklu og Tindfjalla, þar sem dimmt var yfir og lágskýjað og flugskilyrði mun verri, auk þess sem nýrunnið hraunið er gróðurlaust og svart og sést illa úr lofti í dimmviðri. Hæðarmælir flugvélarinnar er loftvog sem gefur upp hæð yfir sjávarmáli en ekki yfir yfírborði jarðar. Flugmaðurinn, sem var ungur Þegar vélin var ekki komin maður, hafði farið tvær ferðir inn fram hálftíma síðar var eftir- í Þórsmörk á föstudagskvöld, hvort skipti með þijá farþega, jafnaldra kunningja sinna, sem hann flaug með þangað. Þar lenti hann í seinna skiptið um klukkan 22.20 og eftir skamma viðdvöl að lokinni seinni ferðinni hélt hann áleiðis til Reykjavíkur og áætlaði komutíma þangað klukkan 23.05. grennslan hafin og síðar víðtæk leit, sem stóð yfir allt þar til Hörð- ur Guðlaugsson, einkaflugmaður á TF-NEW, sem tók þátt í leitinni ásamt fjölda annarra flugmanna, á 24 flugvélum og fjórum þyrlum auk björgunarsveita og starfs- manna Landhelgisgæslu, flaug fram á flak vélarinnar klukkan 13.47 á laugardag. Á þriðja hundrað manns leitaði vélarinnar frá Eyjafjallajökli vestur í Borgar- fjörð. Að sögn Skúla Jóns Sigurðs- sonar, deildarstjóra loftferðaeftir- lits Flugmálastjórnar, er skoðun á slysstaðnum lokið. Fullvíst er talið að flugmaðurinn hafi látist samstundis er hann flaug á hraun- ið og að eldur sem kom upp í flak- inu hafí skemmt neyðarsendi vél- arinnar og valdið því að ekki heyrðist í honum. Flugvélin, sem var eins hreyf- ils, fjögurra sæta flugvél af gerð- inni Cessna, var vel tækjum búin, að sögn Skúla Jóns. Hún var í eigu nokkurra einkaflugmanna í Reykjavík og var flugmaðurinn sem fórst einn þeirra. Hann hafði lokið einkaflugmannsprófi á síð- asta ári en hafði ekki blindflugs- réttindi. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu, þar sem ekki hefur enn náðst samband við nána ættingja hans sem eru á ferðalagi. Vestfirðir, Norðurland og Austfirðir; Bæjarstarfsmenn í Keflavík: Hópi þeirra sagt upp í hagræðingarskyni BÆJARRÁÐ Keflavíkur hefur tekið ákvörðun um að segja upp hópi starfsmanna á bæjarskrifstofu, í tæknideild og hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur. Drífa Sigfúsdóttir, settur bæjarstjóri í Keflavík, segir að uppsagnirnar séu hluti af hagræðingu í rekstri bæjarfélagsins og mik- ill meirihluti starfsmanna verði endurráðinn í svipuð störf. Hún vildi ekki segja hversu mörgum hefði verið sagt upp fyrr en eftir fund bæjarstjórnar í dag, þriðjudag. Hólmar Magnússon, formaður Starfs- mannafélags Keflavíkurbæjar, sagði að starfsmenn væru óhressir með hvernig staðið væri að uppsögnum og að ekkert biði þeirra er misstu alfarið vinnuna nema atvinnuleysi. Drífa sagði að í kjölfar úttektar ráðgjafarfyrirtækis á starfsemi bæj- arins og stofnunum þess hefði verið samþykkt nýtt skipurit fyrir Kefla- víkurbæ. Breytingamar nú væru gerðar í anda þess. Verið væri að lagfæra og afmarka betur hver ætti að gera hvað. Aðspurð sagði Drífa að ýmsar ástæður væru fyrir því að þörf væri fyrir hagræðingu í rekstri bæjarfé- lagsins. Mætti þar nefna minnkandi tekjur og aukið álag ríkis á bæjarfé- lagið. Ennfremur setti atvinnuleysi mark á umgjörð bæjarfélagsins. Hún lagði áherslu á að meirihluta þeirra sem fengið hefði uppsagnarbréf gæf- ist kostur á að sækja um svipað starf en nokkuð væru um að stöðugildi hefðu verið endurskipulögð. Hólmar Magnússon, formaður Starfsmannafélags Keflavíkurbæjar, sagði að uppsagnimar hefðu verið framkvæmdar með leiðinlegum hætti. Að sögn Hólmars vissi enginn neitt fyrr en bæjarstjóri boðaði til fundar þar sem lesin var upp fundar- gerð um málið og uppsagnarbréfin afhent. Hann sagði að því næst hefði bæjarstjóri tilkynnt að hann væri farinn í tveggja vikna frí og starfs- menn hefðu þess vegna ekki getað rætt frekar við hann um þessar upp- sagnir. Hólmar sagði að honum skildist að fimm manns misstu alveg vinnuna frá og með 1. nóvember nk. og telur hann að vegna slæms ástands í bæn- um bíði þeirra ekkert nema atvinnu- leysi. Hólmar sagði að hann væri óhress með það að ekki væri farið eftir starfsaldri í uppsögnunum held- ur virtist valið innan úr. Hólmar sagði að boðað hefði verið til fundar með formanni BSRB í dag, þriðjudaginn 7. júlí, þar sem kanna ætti hvað væri hægt að gera. f framhaldi af þeim fundi á ræða við bæjarstjóra. Samingar farmanna: Tvö félög fella nýj- ar samningstillögur TILLOGUR að nýjum samningum um kjör vélstjóra og stýrimanna á farskipum sem gengið var frá hjá ríkissáttasemjara 25. maí sl. voru felldar í atkvæðagreiðslum hjá félögunum sem lauk í byrjun mánaðar- ins. Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari, segir að ekki hafi ver- ið tekin ákvörðun um hvenær fundir verði haldnir með forsvarsmönn- um félaganna. Tillögur að samningum skipstjóra og bryta voru sam- þykktar hjá félögunum. Hjá Vélstjórafélagi íslands voru 115 á kjörskrá en 63 greiddu at- kvæði, þar af voru tvö atkvæði auð og ógild. Tillagan var felld með 35 gegn 26 atkvæðum. Að sögn Helga Laxdal, formanns Vélstjórafélags íslands, hafði at- kvæðagreiðslan staðið yfir í um það bil mánuð er niðurstaða Kjaradóms lá fyrir en þátttakan jókst þá. „Það er óvenjulegt í slíkum kosn- ingum að þátttaka taki skyndilega kipp en það gerðist í þessum, eftir að Kjaradómur hafði kveðið upp dóm sinn,“ segir Helgi. Hann segir að boðaður hafi verið almennur félagsfundur með far- skipavélstjórum á morgun, þar sem fjallað verði um framhald málsins en jafnframt sé beðið eftir að ríkis- sáttasemjari boði fund. „Það mun koma fram á fundinum hjá okkur á morgun hvort einhver misskilningur hafi ríkt varðandi þennan samning en það er ekki úti- lokað að svo hafi verið, um hagræð- ingarráðstafanir sem þar er kveðið á um,“ segir Helgi. Hjá Stýrimannafélaginu voru 124 á kjörskrá. Þar af greiddu 84 at- kvæði, 23 með en 61 á móti. Víða landburður af fiski Guðlaugur Gíslason, starfsmaður Stýrimannafélags íslands, segir að flestir þeirra sem greitt hafi atkvæði hafi verið búnir að því er niðurstaða Kjaradóms lá fyrir. Hann segir að beðið sé fundarboð- MOKAFLI hefur komið á land á Vestfjörðum að undanförnu og hafa handfæra- og línubátar fiskað sérlega vel. Aflabrögðin hjá bátum á Norðurlandi og Austfjörðum hafa einnig glæðst verulega á síðustu dögum. Einar Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hjálms á Flateyri, segir að svo mikill fiskur komi á land að hann keyri lausfrystinguna í frystihúsinu 20 til 24 tíma á sólarhring og hann segir að öllum beri saman um að nú sé óvenjumikil fiskgengd á grunnslóð. Samkvæmt upplýsingum frá Dalvík og Höfn í Horna- firði hafa aflabrögðin glæðst verulega síðustu daga eftir mikla lá- deyðu í allt sumar. Sigurður Viggósson, fram- kvæmdastjóri Odda á Patreksfírði, segir að óvenjumikið framboð hafi verið af fiski á staðnum að undan- fömu. „Hér hefur verið mikill afli hjá handfærabátum undanfarnar þijár vikur,“ segir Sigurður. Jón Páll Halldórsson forstjóri Norðurtangans á ísafírði segir að reynt hafí verið að keyra vinnslu aðeins í dagvinnu að undanförnu en það sé alveg sýnilegt að auka verði vinnuna til að hafa undan í vinnslunni. „Við önnum ekki öllu- þessu hráefni nema aukavinna verði unnin. Sjá nánar á miðopnu. unar frá ríkissáttasemjara en al- mennur félagsfundur hafí verið boð- aður um næstu mánaðamót. Skipstjórafélag íslands samþykkti tillögu að nýjum samningi fyrir fé- lagið með 16 atkvæðum gegn 10. Þá var tillaga að samningi fyrir Félag bryta samþykkt með 9 at- kvæðum gegn 4. Ólafur Karvel Pálsson, fískifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að mikil fískgengd nú sé mjög eðlilegur hlutur enda býsna algengt að fiskurinn gangi á grunnslóðina að sumri til í ætisleit. „Það hefur oft verið svo að á þessum tíma berist fréttir af góðum afla hjá handfæra- og línubátum," segir Ólafur. Einar Oddur segir að landburður hafí verið af físki að undanfömu. Hann nefnir sem dæmi að togarinn Gyllir hafí landað 120 tonnum af þorski eftir fímm daga úthald og var meginuppistaða aflans þorskur. Eggert Bollason á hafnarvoginni á Dalvík segir að síðasta vika hafí verið sú besta í sumar á handfær- um. „Menn voru að fá þetta upp í 1,5 tonn eftir sólarhringinn og að jafnaði var dagsaflinn um 750 kg á móti 100-150 kg á dag fyrr í sumar,“ segir Eggert. Á Höfn í Homafírðí er sömu sögu að segja, veiðin þar hefur glæðst mikið síðustu daga eftir ládeyðu í sumar. Heimir Karlsson á Höfn fékk ásamt félaga sínum 1,7 tonn eftir daginn um helgina, mest fal- legan þorsk. Hann segir að fyrir síðustu nnánaðamót hafí ekki verið hægt að tala um neinn afla að ráði hjá handfærabátum. Kjaradómur: Viðræður hafnar um næstu skref HLUTI Kjaradóms kom saman í gærkvöldi til viðræðna um hvað gera skuli í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að setja bráðabirgðalög um dóminn. Að sögn Jóns Finnssonar, formanns Kjaradóms, er um byijunarviðræður að ræða og segir hann að það geti tekið dóminn nokkurn tíma að ákveða hvað gera skuli. málum og þjóðarbúskap við störf sín. Með bráðabirgðalögunum sem ákveðið var að setja um dóminn sl. föstudag er Kjaradómi falið að úrskurða á ný um laun emb- ættismanna samkvæmt nýjum lagaskilyrðum sem fela í sér að framvegis taki Kjaradómur mið af aðstæðum og horfum í kjara- Jón Finnsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að enn væri ekkert um málið að segja þar sem ákvörðun hefði ekki verið tekin um hvað gert yrði en það gæti tekið nokkurn tíma. t I 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.