Morgunblaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992
Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson
Af myndinni að dæma mætti ætla að haustið væri gengið í garð
en svo er nú ekki því þarna hafa grasmaðkamir verið á ferð.
Vestur-Eyjafjöll:
Grasmaðkur eyðileggur
úthasra 02: nokkur tún
Holti.
GRASMAÐKUR hefur eyðilagt alla sprettu á láglendi í útjörð og
nokkur tún frá Markarfljóti að vestan og austan að Hvammsnúpi.
Bændur hafa gefið fé og hrossum á þessu svæði en einkum er þetta
erfitt á fjáijörðunum Seljalandsseli og Fitjamýri, þar sem bændur
á þessum jörðum geta ekki eins og áður rekið féð á afrétt Vestur-
Eyfellinga inná almenninga fyrir innan Þórsmörk.
Leifur Einarsson, bóndi á
Nýjabæ, sagðist aldrei hafa fyrr
kynnst eins skæðum grasmaðkafar-
aldri. Virtist vera um þijár tegund-
ir að ræða, sem tækju eins og við
hver af annarri. Hann vissi ekki
um annað dæmi varðandi grasmaðk
í byijun júlí og eins fannst honum
að rigningar í maí og júní hefðu
átt að koma í veg fyrir útbreiðslu
grasmaðksins. Sjálfur sæi hann
mest eftir að hafa ekki brennt sinu
á friðaðri útjörð en vaxtarskilyrði
grasmaðksins væru einmitt í sin-
ur.ni og þegar grasmaðkurinn væri
kominn af stað gæti næstum ekk-
ert stöðvað hann. Fram undir þetta
hefði hann orðið að gefa fé og
hrossum, því litla beit væri að fá
af útjörð. Slætti af nýrækt væri
lokið. Hann hefði pakkað heyinu í
rúllur en orðið var við að í heyinu
var grasmaðkurinn iðandi í veruleg-
um mæli. Öll útjörð og nokkur túri
frá Markarfljóti austur að
Hvammsnúpi væru víðast grá og
sviðin eins og á vetrardegi. Jarðirn-
ar sem verst hefðu orðið úti væru
á svonefndum Mýrarbæjum,
Nýjabæ, Sandhólmabæjum, Fitja-
mýri og Hvammi.
Baldur Bjömsson, bóndi á Fitja-
mýri, sagðist hafa brennt sinu á
hluta landsins í apríl og það væri
honum til bjargar núna. Allt féð
og hrossin væru á þessari útjörð
sem væri falleg og græn við hlið
hundruð hektara af landi sem væru
grá og engin skepna á. Fyrir nokkr-
um dögum hefði maðkurinn komið
í bylgjum inn á túnið en að mestu
hefði tekist að stöðva framrásina
með milli áburðargjöf við jaðar
túnsins en kjamaáburður virðist
drepa maðkinn.
Jón Pétursson, bóndi i Syðri-
Hól, hefur misst alla sína útjörð í
grasmaðkinn og um 15 ha af
ábomu túni. Féð hjá honum kemur
heim að fjárhúsum en í kring um
þau virðist eini græni bletturinn
vera á stóra svæði. „Það er ekkert
annað hægt en að reyna að fá lán-
aðar slægjur ef fæst og land fyrir
fénað og hross,“ sagði Jónas Pét-
ursson við fréttaritara þegar hann
kom til að líta á aðstæður.
- Fréttaritari.
VEÐUR
Reykjavíkurhöfn:
m / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tima hiti veöur Akureyri 17 Iétt8kýj8& Reykjavík 14 skýjað
Bergen 18 skýjað
Helsinki 19 léttskýjað
Kaupmannahöfn 21 léttskýjað
Narssarssuaq 10 rigning
Nuuk 8 téttskýjað
Osló 23 hálfskýjað
Stokkhóimur 24 léttskýjað
Þórshöfn 14 skýjað
Algarve vantar
Amsterdam 22 léttskýjað
Barcelona 21 léttskýjað
Berlín 18 rigning
Chicago 16 heiðskírt
Feneyjar 23 léttskýjað
Frankfurt 16 alskýjað
Glasgow 16 rigning
Hamborg 20 hálfskýjað
London 21 léttskýjað
LosAngeles 18 heiðskirt
Lúxemborg 13 rigning
Madríd 23 hálfskýjað
Malaga 25 léttskýjað
Mallorca 24 skýjað
Montreal 16 léttskýjað
New York 21 alskýjað
Orlando 27 heiðskírt
Parfe 17 rigning
Madeira vantar
Róm 23 skýjað
Vín 22 skýjað
Washington 22 alskýjað
Winnipeg 14 skýjað
Rottur komu í land úr
rússneskum togara
HÉRAÐSLÆKNIRINN í Reykjavík lét á föstudag rannsaka rússn-
eskan togara, sem lá við landfestar við Æjgisgarð í Reykjavíkur-
höfn, vegna gruns um rottugang um borð. I Ijós kom að sá grunur
var á rökum reistur og verður farmur skipsins, sem aðallega er
frosinn fiskur, skoðaður í framhaldi af málinu.
Heimir Bjarnason, aðstoðarhér-
aðslæknir í Reykjavík, segir að tog-
arinn hafi verið toliafgreiddur á
mánudaginn í síðustu viku, enda
hafi hann haft löggiit „rottuvott-
orð“ og auk þess sent skeyti til
umboðsaðila um að ekki væru
meindýr um borð. Síðdegis á
fimmtudag hafi héraðslæknisemb-
ættinu borist af því fregnir að rott-
ur hefðu komið í land af skipinu
og af þeim sökum hafi það verið
skoðað síðastliðinn föstudagsmorg-
un.
Heimir segir að ekki hafi leynt
sér að rottur hafi verið um borð í
skipinu og hafi af þeim sökum ver-
ið gerðar ráðstafanir til að koma í
veg fyrir að þær kæmust í land.
Landgangur hafi verið tekinn upp
og spennar settir á landfestar.
Málið sé nú til frekari skoðunar
hjá embætti héraðslæknis og meðal
annars sé full ástæða til að skoða
farm skipsins sérstaklega af þess-
um sökum.
Að sögn Heimis er afar sjald-
gæft að rottur berist í land frá
skipum. Hann hafí starfað í 15 ár
hjá embættinu og muni aðeins eft-
ir einu máli af þessu tagi.
----♦ ♦ ♦---
Súluhlaup-
inu lokið
HLAUPINU í Súlu er lokið en
það náði hæst tíföldu rennsli
miðað við grunnrennsli aðfara-
nótt sunnudags.
Fyrstu fréttir af hlaupinu í Súlu
bárust síðdegis á föstudag og þegar
rennslið var mælt um hádegisbil á
laugardag var það um 500 rúm-
metrar á sek. en mældist 585 rúm-
metrar á sek. um kl. 21 þann dag.
Að sögn Snorra Zóphóníassonar
jarðfræðings hjá Orkustofnun, var
þegar farið að draga úr hlaupinu
að morgni sunnudags. Venjulegt
vatnsmagn árinnar er um 50 rúm-
metrar á sek. á þessum árstíma.
Morgunblaðið/Magnús Glslason
Talinn hafa sofnað undir stýri
ROSKIN kona var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús
í Reykjavík eftir að bíll sem hún var farþegi í hafnaði út af veginum
skammt frá Staðarskála í Hrútafírði síðdegis á sunnudag. Talið er
að ökumaður bílsins hafí dottað undir stýri.
í veltunni hlaut konan opið fótbrot en aðrir sem í bílnum voru meidd-
ust minna. Fólkið var í Subaru-bifreið á suðurleið. Þyrlan var kvödd
til og látin flytja konuna til aðgerðar á sjúkrahús í Reykjavík.