Morgunblaðið - 07.07.1992, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992
11
Hér er komið að atriði sem e.t.v.
er ekki sanngjarnt að gagnrýna.
Islenskum söguatlas er ekki ætlað
að vera tæmandi yfirlitsrit um sögu
þess tímabils sem um er fjallað. Á
hverri opnu ritsins standa höfund-
i ar frammi fyrir vali á því hvaða
efni skuli tekið með og hversu
rækiléga það skuli rætt og útskýrt
í máli og myndum. Yfirleitt hefur
þeim tekist vel upp í þessu vali og
í raun er óhætt að fullyrða að ritið
sé mun rækilegra yfirlitsrit en tíðk-
ast er um erlendar bækur af svip-
uðum toga. Það er ritinu einnig
styrkur að höfundar líta á samfé-
lags-, menningar- og stjórnmála-
þróun hérlendis í ljósi erlendrar
þróunar. Sérstakar opnur fjalla um
þróun þessara málaflokka erlendis.
Ég tel þó að rækilegar hefði þurft
að fjalla um kvennabaráttu á er-
lendri grund í tengslum við umfjöll-
un um þann málaflokk hérlendis
1 (bls. 162-3) og nokkuð kemur á
óvart að lítt er fjallað um erlendar
stjórnmálastefnur og viðgang
verkalýðshreyfíngar, t.d. í tengsl-
um við opnu um stéttasamfélag í
mótun 1860-1910 (bls., 170-71),
en vera má að því efni verði gerð
rækilegri skil í þriðja. bindi verks-
ins.
Þótt fleira mætti fínna að fram-
setningu og efnistökum í öðru bindi
íslands söguatlass breytir það engu
um það að höfundar hafa í aðalat-
riðum skilað af sér góðu verki.
Ritið einkennist af áherslu á þróun
íslensks samfélags og atvinnuhátta
og gefur heillegri mynd af þróun
þessara málaflokka en flest önnur
nýlega yfirlitsrit um íslenskra sögu.
Höfundum tekst næsta vel að
þræða hinn gullna meðalveg á milli
hins almenna og hins sértæka í
þróun íslenskra samfélags- og at-
vinnuhátta og ríkulegt myndefni
fellur vel að efninu og skýrir betur
margt af því sem tæpt er á í sam-
þjöppuðum texta. Áhugafólk um
íslenska sögu hlýtur að fagna þessu
riti og bíða spennt eftir lokabindi
verksins.
in höfði eitthvað til þeirra.
Niðurstaða Susanne Bjertrup
var tvenns konar:
a) Mikilvægt er rithöfundi að
geta miðlað einhverri reynslu. Það
er mikilvægara að hafa eitthvað
að segja heldur en hvernig það er
sagt.
b) Nauðsynlegt er að koma á
fót nýrri tegund af gagnrýni þar
sem ekki er aðeins lögð áhersla á
að meta tungumálið heldur sé sið-
ferðilegur og pólitískur tilgangur
ritverks undantekningarlaust
dreginn fram.
íslenskar bókmenntir voru
Eistlendingum kærar
Anu Saluáár vinnur hjá því fræga
bókaútgáfufýrirtæki Looming í
Tallinn. í erindi sínu fjallaði hún
um eistneskar þýðingar á norræn-
um bókmenntum. Öll helstu klass-
ísku verk norrænna aldamótahöf-
unda voru snemma þýdd. Hún
nefndi Ibsen, Strindberg, Jensen og
Lagerlöf.
Á lýðveldistímanum milli styij-
aldanna var bókaútgáfa mjög blóm-
leg í Eistlandi, þar með taldar þýð-
ingar á norrænum samtímaverkum.
Verk Gunnars Gunnarssonar ög
Kristmanns Guðmundssonar voru á
því tímabili mikið lesin. Og ekki
aðeins lesin heldur vildi fólk eiga
bækur þeirra, þær voru hluti af
dæmigerðu heimilisbókasafni.
Þetta kann að hljóma undarlega,
jafnvel ýkjukennt. Þegar ofsóknir
kommúnista gegn andkommúnist-
um hófust flýðu margir Eistlendi-
nagar fóstugörðina, flestir til Sví-
þjóðar eins og kunnugt er. í útlegð-
inni reyndi fólk að skapa sér viðund-
andi aðstæður og lifa lífinu sem
mest í líkingu við það sem áður
var. Sumir höfðu skilið allt sitt eft-
ir, einnig heimilisbókasafnið. Þess
vegna voru bækur Gunnars og
Kristmanns prentaðar á eistnesku
í framandi landi. Þetta sýnir betur
en margt annað að útbreiðsla bók-
mennta getur verið óútreiknanleg
og nánast ótrúleg.
FAXAFENI8 • SÍMI91 - 68 58 70
DMMT8U
1600cc • 16 ventla • Bein innspýting • 105 hestöfl
KOSTAR STADGREIDDUR, KOMINN Á GÖTUNA FRÁ:
BRIMBORG