Morgunblaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 13
GRAM K-245 GRAM K-285 GRAM K-395 GRAM KF-195 GRAM KF-233 GRAM KF-264 GRAM KF-250 GRAM KF-355 GRAM KF-344 m)KpUKBirApip ^HWUPAr-UR 7.,jpi4 yj92 o >J ... 1 13 Nú fer að líða að því að sérfræð- ingar, sem utanríkisráðherra hefur kallað til, skili áliti sínu á því hvort samningurinn um Evrópskt efna- hagssvæði standist stjórnarskrána. Utanríkisráðherra skipaði eins og kunnugt er sína eigin nefnd eftir að fram kom á Alþingi tillaga um að sérfræðingar tilnefndir af hlutlausum aðilum segðu álit sitt á því hvort samþykkt EES-samn- ings standist óbreytta stjómar- skrá. Ráðherrann lagðist gegn samþykkt tillögunnar um athugun á vegum þingsins og vildi greini- lega einn ráða því hveijir fjölluðu um þetta mikla álitamál. Forsætis- ráðherra sem samkvæmt reglum um stjórnarráðið fer með mál er varða stjómskipan lýðveldisins fékk ekki einu sinni að skipa mann í nefndina. Athugun á vegum ríkis- stjómarinnar á EES í tengslum við stjórnarskrána hefði eðlilega átt að vera á vegum forsætisráðuneyt- isins. Það hefur líka vakið athygli að þjóðréttarfræðingur utanríkis- ráðuneytisins, Guðmundur Eiríks- son, er ekki í hópi þeirra sem utan- ríkisráðherra kveður til, á sínum vegum, til að fjalla um þetta mál. Þessi helsti sérfræðingur utanrík- isráðuneytisins á vegum þjóðar- réttar hefur mér vitanlega ekki tjáð sig um það hvort rétt sé að staðfesta EES-samninginn að óbreyttri stjórnarskrá. Er niðurstaðari þegar ljós? Ef marka má blaðafregnir er utanríkisráðherra og flokkur hans, Alþýðuflokkurinn, nokkuð viss um niðurstöður nefndar utanríkisráð- herra hópsins. í ályktun frá flokks- þingi Alþýðuflokksins segir að m.a. „ ... niðurstöður þeirra munu væntanlega eyða efasemdum um Kristín Einarsdóttir „Það má ekki leika nokkur vafi á því að farið sé að stjórnarskrá lýðveldis okkar, hún er ekkert pappírsgagn sem má sveigja og beygja eftir því sem hentar hverju sinni.“ að samningarnir standist heimildir stjórnarskrárinnar ...“ Á þeim bæ virðast menn fyrirfram vissir um niðurstöðuna. Utanríkisráðherra sagði í blaða- viðtali nýlega að það þurfi enga sprenglærða lögfræðinga til að segja sér hvort samningurinn feli ekki í sér framsal á löggjafar- valdi, dómsvaldi eða framkvæmda- Álit sérfræðinga Á fundi Lögfræðingafélags ís- lands þann 20. júní sl. færði Guð- mundur Alfreðsson þjóðréttar- fræðingur mjög sannfærandi rök fyrir því að br'eyta þurfi stjórnar- skránni ef til samþykkis Alþingis eigi að koma á EES-samningi og fylgisamningum hans. Einnig kom fram á fundinum sú skoðun af hálfu hæstaréttarlögmannanna Ei- ríks Tómassonar og Ragnars Aðal- steinssonar, að rétt væri að breyta stjórnarskránni ef ekki eigi að vera hætta á árekstrum síðar. Umrædd- ir lögmenn eru í hópi færustu lög- manna landsins og því hlýtur Al- þingi að taka mark á orðum þeirra. Rökleysur um EES í forystugrein Alþýðublaðsins 22. júni og Mbl. hefur endurbirt er sagt að það sé sameiginleg nið- urstaða allra EFTA-ríkjanna að samningurinn feli ekki í sér fram- sal á löggjafarvaldi. Þetta er sögð niðurstaða þjóðréttarfræðinga í öllum EFTA-ríkjanna eftir athug- un á álitamálum. Þetta er einkenni- leg fullyrðing m.a. í ljósi þess að í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi verður að samþykkja EES-samn- ing með auknum meirihluta á þing- um landanna vegna þess að þar er samningurinn talinn fela í sér skerðingu á fullveldi ríkjanna. Það má ekki leika nokkur vafi á því að farið sé að stjórnarskrá lýðveld- is okkar, hún er ekkert páppírs- gagn sem má sveigja og beygja eftir því sem hentar hveiju sinni. Höfundur er þingmaður Kvennalistans og formaður Samstöðu um óháð Island. Bók um Sögn landsmóta UMFÍ á stórlækkudu verði BÓKIN Saga landsmóta UMFÍ 1909 til 1990 er komin út, en höfundar hennar eru Viðar Hreinsson, Jón Torfason og Höskuldur Þráinsson. Bókin lýs- ir öllum landsmótum Ung- mennafélags íslands og aftast er birtur árangur þeirra, sem tekið hafa þátt í landsmótunum. Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir ávarpar lesendur bókarinnar í upphafi hennar. Útgefendur eru Jóhann Sigurðs- son og Sigurður Viðar Sig- mundsson. Á bókarkápu segir m.a.: „Á landsmótum kristallaðist baráttu- andi ungrar þjóðar, þar var þrek hennar mælt, andinn innblásinn. Á landsmótum urðu til hetjur, ógleymanlegar minningar, þar fann ungt og óharðnað æskufólk fyrirmyndir. Þar blossaði ástin, þar kviknaði metenaður sem aldrei slokknaði. Metnaður til að vinna þjóð sinni: íslandi allt! Landsmót eru meira en íþrótta- mót, þau eru hátíð. Landsmót eru fagnaðarfundur kraftmikils æsku- fólks sem í bráðum heila öld hefur svalað þrá sinni eftir ævintýrum og fengið heilbrigða útrás í keppni við jafningja á landsmóti. Yfir landsmótum hvílir þjóð- sagnakenndur ævintýraljómi. Þau hafa orðið mörgum sjóður hinna hjartfólgnustu minninga og þau verða áfram - á meðan Islendingar hafa kapp, þor og sjálfstraust til að vera sjálfstæð þjóð - komandi kynslóðum hvatning til dáða. Forseta íslands var afhent fyrsta eintak bókarinnar, sem kom úr prentun. Með Vigdísi Finnbogadóttur á myndinni eru: Pálmi Gisla- son, formaður UMFÍ og útgefendurnir Sigurður Viðar Sigmundsson og Jóhann Sigurðsson. Það er erfitt að lýsa hinni sér- stöku og ijölbreytilegu stemningu landsmótanna. I þessari bók er reynt að handsama hina hrað- fleygu stund en jafnframt er þess freistað að segja íslandssögu landsmótanna. Reynt er að lýsa íslensku vornóttinni, blómstrandi ástum, dunandi dansi, keppni sigr- um, vonbrigðum og fögnuðu, sorg og gleði. Á meira en fimm hundruð síðum og með sex hundruð ljósmyndum er reynt að gera hið ómögulega, festa landsmótin á bók. Haft var samband við hundruð manna, ótölulegur fjöldi lagði verkinu lið, og við þá vinnu vaknaði enn og aftur sá andi, sem ríkir á landsmót- um, höfundar og útgefendur heyrðu óm af nið aldanna og fyllt- ust vonglaðri bjartsýni um framtíð íslensku landsmótanna.“ Bókin er 544 blaðsíður í stóru broti. nú afieins 42.900 kr. nú afieins 49.950 kr. nú afieins 57.650 kr. 39.890 46.450 53.610 (stofigreitt) (staðgreitt) (staðgreitt) nú afieins 56.950 kr. nú afieins 71.800 kr. nú afieins 78.450 kr. 52.960 66.770 72.960 (staðgreitt) (staðgreitt) (staðgreitt) Gófiir greiðsluskilmálar: 7% stafigreifisluafsláttur og 3% afi auki séu keypt 2 eöa fleiri stór tæki samtfmis (magnafsláttur). EURO og VISA rafigrelfislur til allt afi 18 mánafia, án útborgunar /FOntK HÁTÚNI 6A SÍMI (91) 24420 244 Itr. kælir B: 55,0 cm D: 60,1 cm H: 126.5 cm 274 Itr. kælir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 126.5- 135,0 cm (stillanleg) 379 Itr. kælir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 166.5 - 175,0 cm (stillanleg) nú aöeins 49.950 kr. nú aöeins 52.650 kr. nú afieins 71.950 W. 46.450 48.960 (staðgreitt) (staðgreitt) 66.910 (staðgreitt) 166 Itr. kælir + 31 Itr. frystir B: 55,0 cm D: 60,1 cm H: 106.5 cm 172 Itr. kælir + 62 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 126.5 cm -135,0 (stillanleg) 274 Itr. kælir + 62 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 166.5- 175,0 cm (stillanleg) 194 Itr. kælir + 146 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 166.5 - 175,0 cm (stillanleg) 204 Itr. kælir + 29 Itr. frystir B: 55,0 cm D: 60,1 cm H: 126.5 1991tr. kælir + 64 Itr. frystir B: 55,0 cm D: 60,1 cm H: 146.5 cm Málið er heitt því með sérstökum samningi við GRAM verksmiðjurnar bjóðum við nú allar gerðir dönsku GRAM kæliskápanna á stórlækkuðu verði. GRAM býður 16 gerðir kæliskápa með eða án frystis, til innbyggingar eða frístæða, til dæmis neðangreinda: Er stj órnarskrá- in pappírsgagn? STADRCYND! eftir Kristínu Einarsdóttur valdi. Einnig hann virðist nokkuð viss um að hvaða niðurstöðu nefnd- in hans muni komast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.